Tíminn - 13.07.1975, Blaðsíða 24

Tíminn - 13.07.1975, Blaðsíða 24
24 TÍMINN Sunnudagur 13. júll 1975. Höfundur: David Morrell Blóðugur hildarleikur 68 ekkert um. Þú vissir ekki einu sinni hvað hann hét. Við kennum mönnum okkar eina sérstaka reglu. Eigðu aldrei við óvininn fyrr en þú þekkir hann eins veí og sjálfan þig. — Látum það gott heita. Hvaða upplýsingar þykistu hafa um mig frá Choisin Reservoir? — Þú sagðir mér undan og of an af því sem ykkur fór á milli þarna uppi i f jöllunum. Þessi skýrsla um þig skýrir hvernig þú fórst að því að sleppa lifandi undan honum. — Það er ekkert leyndardómsfullt við það. Ég hljóp hraðar en hann. AAinningin um það hvernig hann hljópst á brott f rá Singleton í trylltri skelf ingu olli honum bitr- um viðbjóði á sjálfum sér. — Þaðereinmittmergurinn málsins, sagði Trautman. Það átti að vera ógerlegt fyrir þig að hlaupa hraðar en hann. Hann er yngri en þú og í betra líkamsástandi. Auk þess er hann betur þjálfaður. Talstöðvarmaðurinn hafði setið við borðið og hlustað á þá. Nú leit hann á þá hvorn um sig og sagði svo: — AAikið vildi ég vita um hvað þið eruð að tala. Hvað er þetta Reservoir? — Varstu ekki í hernum, spurði Trautman. — Auðvitað. Ég var í flotanum í tvö ár. — Þess vegna hef ur þú aldrei heyrt á þetta minnst. Ef þú hefðir verið í landgönguliði flotans myndir þú kunna utan að hvert einstakt smáatríði og gorta af þeim. Choi- sin Reservoir er ein f rægasta orustan í öllu Kóreustríð- inu. Raunar vorum við á undanhaldi, en bardginn var eins harðsnúinn og verið gat. Óvinirnir misstu þrjátíu og átta þúsund liðsmenn. Teasle var i hita þeirrar orustu. Það dugði honum til að vinna heiðurskrossinn. Trautman vitnaði til Teasles með nafni. Teasle fannst þetta einkennilegt. Það var eins og hann væri alls ekki viðstaddur hjá þeim, heldur stæði fyrir utan flutninga- bílinn meðan Trautman talaði um hann án þess að vita af nærvist hans. — Það sem ég vil fá að vita, sagði Trautman við Teasle, er hvort hann vissi að þú varst í þessu sögulega undanhaldi? Teasle yppti öxlum. Heiðursskjalið og krossinn hanga á veggnum í skrifstof unni minni. Hann sá hvort tveggja, ef það hefur þá sagt honum eitthvað. — Þú mátt bóka, að það sagði honum meira en lítið. Það bjargaði lífi þínu. — Það fæ ég ekki skilið. Ég missti stjórn á mér þegar hann skaut Singleton. Ég hljóp burt eins og ragur hundur. Teasle leið betur þegar hann hafði sagt þetta. Nú hafði hann játað þetta fyrir opnum tjöldum, og eng- inn álasaði honum fyrir það að honum fjarstöddum. — AUÐVITAÐ misstir þú stjórn á þér og hljópst á brott, sagði Trautman. Þú hefur ekki barist í svona ná- vígi í f jöldamörg ár. Hver hefði ekki flúið í þínum spor- um? En þú verður bara að athuga það, að hann bjóst alls ekki við að þú flýðir. Hann er atvinnumaður. Það leiðir af sjálf u sér, að hann bjóst við því, að maður sem sæmd- ur hefur verið heiðurskrossinum sé líka atvinnumaður. Að visu í lítilli þjálf un og ekki nærri jafn slyngur og hann sjálfur, en samt sem áður leit hann á þig sem atvinnu- mann. Ég held að hann haf i veitt þér eftirför útf rá þeirri forsendu. Hef ur þú nokkru sinni horft á skákeinvígi milli áhugamanns og atvinnumeistara? Áhugamaðurinn vinnur f leiri menn í skiptamun. Það er vegna þess, að at- vinnumeistarinn er vanur að eiga við menn, sem hafa forsendu og gildar ástæður fyrir sérhverjum leik. En áhugamaðurinn teflir fram mönnum sínum á víð og dreif um taflborðið. Hann veit ekki almennilega hvert stef nir, en hann reynir að £?ra sitt bezta með þeim litla skilningi sem hann hefur. Þetta verður til þess, að at- vinnumeistarinn ruglast í ríminu og reynir að sjá og finna kerfi og forsendur, sem alls ekki eru fyrir hendi. Áður en hann veit af er hann kominn í varnaraðstöðu. Þér var eins farið. Þú barðist gegn honum í blindni. Hann elti þig og reyndi að gera sér grein fyrir því hvað maður eins og hann sjálfur myndi gera sér til varnar í svipaðri aðstöðu. Sennilega hef ur hann átt von á því, að þú lægir í launsátri einhvers staðar og biðir hans. Það hefði taf ið hann þar til hann skildi mistök sín, en þá var allt orðið um seinan. Talstöðvarmaðurinn hafði smeygt á sig heyrnartækj- unum til að hlusta á skýrslu, sem verið var að senda. Teasle sá nú að hann starði tómlega á gólf ið. — Hvað er að. Hvað hefur gerzt? sagði Teasle. — Fréttir um liðsmann okkar, sem fékk skotið í höf uð- ið. Hann var að skilja við. — Það var og, hugsaði Teasle með sér. Hann bölvaði i hljóði. Hvers vegna er ég að láta þetta fara í taugarnar á mér? Eins og ég haf i ekki átt von á þessu? Ég var hvort sem er viss um að hann myndi ekki lifa þetta af. Það er gallinn á því. Ég var viss. Hvað skyldu margir deyja til viðbótar áður en þetta tekur enda? — Guð hjálpi honum, sagði Teasle. Ég sé enga aðra leið færa til að hafa hendur í hári hans en að beita öllum iliiiill Sunnudagur 13. júli 8.00 Morgunandakt Herra Sigurbjörn Einarsson biskup flytur ritningarorð og bæn. 8.10 Fréttir og veðurfregnir. 8.15 Létt morgunlög Hljómsveit Franz Marszaleks leikur. 9.00 Fréttir. Útdráttur Ur for- ustugreinum dagblaöanna. 9.15 Morguntónleikar a. Con- certo grosso i F-dúr eftir Marcello. Hljómsveitin I Musici leikur. b. Flautukon- sert i D-dúr eftir Quanz. Claude Monteux og hljómsveitin St. Martin-in- the-Fields leika: Neville Marriner stjórnar. c. Hörpukonsert i Es-dúr eftir Petrini. Annie Challan og hljómsveit Antiqua-Musica i Paris leika: Marcel Couraud stjórnar. d. Sin- fónia nr. 104 eftir Haydn. Nýja filharmoniusveitin leikur: Otto Klemperer stjómar. 11.00 Prestvigslumessa i Skál- holti (Hljóðrituð 29. f.m.) Biskup tslands vigir kandi- datana Kjartan örn Sigur- björnsson, settan prest i Vestmannaeyjum og Þor- vald Karl Helgason, ráðinn farprest. Vigslu lýsir séra Gunnar Kristjánsson. Vigsluvottar: Séra Garðar Þorsteinsson prófastur, séra Karl Sigurbjörnsson, séra Sigurfinnur Þorleifs- son og séra Þorsteinn L. Jónsson. Séra Jakob Ágúst Hjálmarsson þjónar fyrir altari ásamt biskupi og Þor- valdi Karli Helgasyni. Ann- ar hinna nývigðu presta, Kjartan örn Sigurbjörnsson prédikar. Skálholtskórinn syngur. Organleikari: Hörður Áskelsson. 12.15 Dagskráin. Tónleikar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.25 Með eigin augum Jónas Guðmundsson rithöfundur spjallar við hlustendur. 13.50 Harmonikulög Melodi- klubben i Stokkhólmi leik- ur: Gunnar Molthon stjóm- ar. 14.10 „island var örlög hans” Þáttur um franska mál- fræðinginn André Cour- mont. Gunnar Stefánsson tekur saman og flytur ásamt Andrési Björnssyni. Einnig rætt við Vigfús Guð- mundsson. 15.00 Miðdegistónleikar Frá tónleikum Filharmoniu- sveitar Berlinar i marz s.l. Einleikari: Rafael Orozco. Stjórnandi: Kazuhiro Koizumi. a. „Siðdegi skógarpúkans” eftir De- bussy. b. Rapsódia fyrir pianó og hljómsveit op. 43 eftir Rakmaninoff um stef eftir Paganini. c. Sinfónia nr. 3 i c-moll op. 78 eftir Saint-Saens. 16.15 Veðurfregnir. Fréttir. 16.25 Alltaf á sunnudögum Svavar Gests kynnir lög af hljómplötum. 17.15 Barnatimi: Gunnar Valdimarsson stjórnar.Upp til selja. Stjórnandi segir frá seljalifi. Guðrún Birna Hannesdóttir les úr bókun- um „Ferðinniá heimsenda” eftir Halvard Berg og „Elinu Sigurðardóttur” eftir Johan Falkberget i þýðingu Guðmundar G. Hagalíns. Þorbjörg Valdi- marsdóttir syngur tvær fomar þulur. 18.00 Stundarkorn með Mario Lanza. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.25 Til umræðu: Skipulags- mál I ReykjavikStjórnandi: Baldur Kristjánsson. Þátt- takendur: Arkitektarnir Geirharður Þorsteinsson, Trausti Valsson og Sigurður Harðarson. 20.00 „Stiklur”, hljómsveitar- verk eftir Jón Nordal Sinfóniuhljómsveit Islands

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.