Tíminn - 13.07.1975, Blaðsíða 26

Tíminn - 13.07.1975, Blaðsíða 26
26 TÍMINN Sunnudagur 13. júli 1975. DRAUGASKIPIN Brezki togarinn Gaul, sem hvarf úti fy.rir Noregsströnd f fyrra. Aldrei hefur orðið uppvist um afdrif hans, en sennilega hefur hann farizt. H.243 Það siðasta, sem heyrðist frá Melanie Shultze var merki klukkustund fyrir miðnætti þrem dögum fyrir jól. Loftskeyta- maðurinn sendi kveðju til ein- hvers i landi og endaði með þvi að segja, að allt væri i góðu lagi um borð. Þvi næst fór hann af vakt og i rúmið. Simskeytið var sent, þegar skipið var á leið til Mexikó- flóa í jómfrúferð sina. 1 norð- vestri sást móta fyrir Hjaltlands- eyjum i tunglsskininu. Fram und- an var voldugt Atlantshafið, sem varð gröf þessa 6.000 lesta skips og áhafnar þess, 35 manna. Melanie Shultze hvarf af yfir- borði sjávar, eins og svo mörg önnur skip,og:sástaldrei meir. Nú liggurhún einhvers staðar á hafs- botni og er aðeins númer á skýrsl- um um öll þau mörgu skip, sem árlega hverfa ummerkjalaust. Þótt ótrúlegt kunni að virðast, hverfur að jafnaði eitt sjófært skip á hverjum einasta degi árs- ins. Árekstrar á hættulegum siglingaleiðum eru aðalorsök flestra þessara skiptapa, en ótrú- legur fjöldi skipa eru skráð sokk- in, án þess að vitaö sé um orsök- ina. A siðustu árum hefur Lloyds skráð nöfn 75 skipa, sem hafa horfið, án þess að menn hafi minnstu hugmynd um orsökina. Um borð i þessum skipum voru yfir þúsund karlar, konur og börn. Þau hlutu sömu örlög og skipin. Flest þessara skipa gátu ekki sent út neina aðvörun, og enginn lifði af,sem gatsagt frá óveðrinu, brunanum eða árekstrinum, sem var orsök skiptapans. Og enginn var heldur til frásagnar um. hvar harmleikurinn átti sér stað. Sprengjur eru mjög hættulegar Hvernig geta slik slys orðið á skipum, sem eru búin beztu hjálpartækjum, jafnt siglinga — sem fjarskiptatækjum? Ein ástæðan fyrir þessum fjölmörgu sorglegu atburðum eru trúlega sprengjudufl siðan i siðari heims- styrjöld, sem enn eru á reki. Það þýðir litið að útvega kort yfir sprengjusvæðin. Kaplarnir, sem áttu að halda duflunum á sinum stað, eru ónýtir eftir 30 ára hreyf- ingu, og sprengjuduflin berast með hinum sterku hafstraum- um. Þau skjóta upp kollinum, þar sem sizt er búizt við þeim. Það er staðreynd, að þótt oft sé slætt eftir duflum, eru enn þúsundir þessara banvænu hluta undir yfirborði sjávar, og mörg fljóta einmitt á fjölförnustu siglinga- leiðunum. Einn þeirra, sem vita hvað mest um þau hræðilegu áhrif, sem sprengja getur haft á skips- skrokk, er Colin Churcher liðsfor- ingi. Hann er forstöðumaður einnar af þrem sprengju- slæðingarstöðvum á strönd Eng- lands. 1 fyrra gerðu menn hans 20 sprengjudufl óvirk, þar af 5 þýzk og 15 brezk. Sjö brezku sprengj- anna voru segulmagnaðar eða akústiskar, og hinar voru sprengjur, sem upprunalega hafði verið komið fyrir við strendurnar og springa við snert- ingu. Svo er ekki að sjá sem Chur- cher verði verkefnalaus. — Það eru mörg ár, þangað til við erum laus við sprengjuhætt- una sagði hann. — Eftirlit er eina vörnin. Margar sprengjanna eru eins hættulegar nú og þegar þeim var komið fyrir. Sprengingar i eldfimum lofttegundum Churcher bendir á annað, sem skiptir máli, þegar um er að ræða tankskip, sem hverfa: Sprengingar i eldfimum loft- tegundum. Bandariska skipið V.A. Fogg 21.000 lestir var sér- staklega byggt til að flytja hvers kyns hrá efni. 1 febrúar i fyrra hvarf skipið skyndilega á leið til Mexikóflóa. i þetta sinn var vitað um afdrif skipsins vegna braks, sem fannst úr þvi. Ummerki á brakinu bentu til, að mikil sprenging hefði rifið skipið i tætl- ur. En þar sem enginn lifði slysið af, er þetta aðeins fullyrðing, en byggð á sterkum likum. Árið 1969 sprungu þrjú tankskip i loft upp, öll yfir 20.000 lestir. Nær hálfum milljarði króna var varið til að rannsaka þessi slys. Niðurstaðan varð sú, að statiskt rafmagn hefði valdið sprengingunum. i ölium þessum þrem tilfellum kom i ljós, að tankar skipanna höfðu verið hreinsaðir eftir affermingu með háþrýstislöngum og titringurinn sem myndaðist við það, orsakaði, að statiskt rafmagn myndaðist. Rafrhagnsneisti komst siðan i snertingu við gas með þessum hræðilegu afleiðingum. Svipaður harmleikur átti sér stað að kvöldi 3. febrúar 1963, þegar ameriska skipið Sulphur Queen var 200 sjómflur út af Key West i Florida. Loftskeytamaður- inn sendi simskeyti án þess að vita, að það yrði i siðasta sinn, sem hann hefði samband við um- heiminn. Sá, sem tók við skeyt- inu, var siðasti maðurinn, sem heyrði frá Sulphur Queen. Þetta skip.sem eitt sinn hafði verið her- skip, hvarf af yfirborði sjávar ásamt hættulegum brennisteins- farmi. Hvarf griska tankskipsins Milton Iatrides var ekki siður leyndardómsfullt. Það var á leið frá New Orleans og Cape Town með mataroliu og sóda. Þegar skipið lá úti fyrir New Orleans fékk skipstjórinn fyrirmæli um að láta vita af sér fjórða hvern dag. En það heyrðist aldrei neitt frá honum. Lloyds i London bað skip um að skyggnast eftir þessum skinandi hvitmálaða farkosti. Árangur varð enginn. Loks i april 1970 var Milton Iatrides skráð i hóp skipa sem var saknað og fram að þeim tima hafði aldrei áður svo stórt skip horfið án um- merkja. Það er ekki aðeins, þegar verið er að ferma hráefni, að hættuleg- ar lofttegundir geta myndazt. Banvænar lofttegundir geta einnig komið fram, þegar verið er að ferma miklar vinbirgðir. Mörg draugaskip Þegar skiptapi verður, er „skipsklukkunni” hjá Lloyds i London venjulega hringt. Viðeig- andi eftirmæli eftir þá, sem láta lif sitt á hafinu, segja margir. Enn hefur skipsklukkunni ekki verið hringt vegna draugaskip- anna, þvi enginn veit með vissu hver örlög þeirra urðu. Það var heldur ekki hringt, þegar Itacha Islands hvarf ásamt kornfarmi á milli Norfolk i Virginiu og Manchester. Engin neyðarköll heyrðust frá skipinu, enginn björgunarbátur fannst — yfirleitt ekkert, sem skýrt gæti, hvað hefði átt sér stað. Lloyds vissi aðeins, að 7426 lesta skip var horfið. Ekki alls fyrir löngu hvarf Kiki, 3750 lestir, á leið frá Þýzkalandi til Júgóslaviu. Einnþokugráan morgun heyrðust i Hollandi neyðarmerki frá Kiki, en staða skipsins skildist ekki. Enn einu sinni lifði enginn af, og ekkert brak fannst — ekkert. Kiki var skráð saknað. Og hvað kom eiginlega fyrir Illegan Bay á leið til Manila? 1 nágrenni Sorynne barst orð frá Lystisnekkjan Joyita fannst á reki 36 dögum eftir að hún lét úr höfn áleiðis til Fijieyja, en ferðin átti að taka tvo sólarhringa. öll áhöfnin og alit verðmætt um borð var á bak og burt þegar snekkjan fannst.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.