Tíminn - 13.07.1975, Blaðsíða 28

Tíminn - 13.07.1975, Blaðsíða 28
28 TÍMINN Sunnudagur 13. júli 1975. TÍMINN HEIMSÆKIR ÞINGEYRI Páll Andreasson, kaupfélagsstjóri. Ein af áströlsku blómarósunum i frystihúsinu. Samvinnufélögin gegna forystuhlutverki í byggðaþróuninni — því þarf að skapa þeim betri starfsskilyrði, segir Páll Andreasson kaupfélagsstjóri á Þingeyri 1 bók sinni tslenzkir samvinnu- menn eftir Jónas Jónsson frá Hriflu, sem út kom 1939, kemst höfundur svo að orði: „Við Dýrafjörð var Kristinn bóndi Guðlaugsson á Núpi, lands- kunnur samvinnumaður. Hann er ættaður úr Eyjafirði og Þingeyj- arsýslu og hafði kynnzt sam- vinnumálum þar, meðan hann var á unga aldri. Kristinn á Núpi var ekki einungis mikill áhrifa- maður við stofnun kaupfélagsins á Þingeyri, heldur hefur hann jafnan verið i stjórn þess. Eftir nokkra byrjunarörðugleika, tók ungur Austfirðingur, Eirikur Þorsteinsson, við forystu félags- ins, og hefur hann stýrt þvi um allmörg ár og bætt hag þess stór- lega. Er kaupfélagið nú lang- blómlegasta verzlun á Þingeyri. Hefur þar myndazt útgerðarsam- vinna i allstórum stil, undir eftir- liti og með ráði Eiriks Þorsteins- sonar....” Eirikur Þorsteinsson tók við starfi kaupfélagsstjóra við Kaup- félag Dýrfirðinga á Þingeyri árið 1932 og stýrði þvi félagi um margra áratuga skeið af miklum dugnaði og framsýni. Atti hann, að öðrum mönnum ólöstuðum, mestan þátt i hinni öru og jöfnu uppbyggingu kaupfélagsins, sem jafnan hefur verið i röð bezt reknu og traustustu samvinnufé- laga hér á landi. Núverandi kaupfélagsstjóri er Páll Andreasson úr Reykjavik, en stjórnarformaður kaupfélagsins er Valdimar Kristinsson. Aðrir i stjórn eru: Þórður Jónsson i Múla, Knútur Bjarnason, Valdi- mar Gislason Mýrum, og Guð- mundur Ragnarsson úr Lokin- hamradal. Kaupfélagið er nú langstærsti atvinnuveitandinn á Þingeyri og hefur verið það um margra ára- tuga skeið. Starfsmenn þess eru rúmlega 150, en i Þingeyrar- hreppi búa um 450 manns. Má þvi segja, að kaupfélagið veiti svo til öllu vinnandi fólki i byggðarlag- inu atvinnu. Heilda rveltan 423 milljónir Páll Andreasson kvað afkomu kaupfélagsins á siðasta ári hafa verið sæmilega, miðað við hið slæma ástand efnahagsmála i landinu. Kvað hann fiskfram- leiðslu frystihúss kaupfélagsins hafa aukizt gifurlega vegna til- komu skuttogarans, og það sama væri að segja um framleiðslu landbúnaðarafurða, þvi að á síð- asta ári hefði verið slátrað hjá kaupfélaginu um 8.000 fjár. Velta kaupfélagsins var um 423 milljónir króna, og er þá átt við samanlagða veltu kaupfélagsins sjálfs, hraðfrystihúss kaupfélags- ins og dótturfyrirtækisins Fáfnis, sem gerir út skuttogarann og er það fyrirtæki algjörlega i eigu Kaupfélagsins. Höfuðþættina i starfsemi fé- lagsins kvað Páll vera útgerð og fiskvinnslu, bæði hraðfrystingu, saltfiskverkun og mjölbræðslu. Auk þess rekur kaupfélagið um- fangsmikla verzlunarstarfsemi á Þingeyri, sláturhús.og hefur um- boð fyrir Samvinnutryggingar, Esso og Rikisskip. Skuttogarinn skapar atvinnuöryggi — Rekstur skuttogarans hefur gengið mjög vel, sagði Páll Andreasson. Þetta er skuttogari af minni gerðinni, og hefur hann reynzt vel i alla staði, eins og norsku skuttogararnir yfirleitt. Afli hans var á siðasta ári um 3000 tonn. Togarinn breytti hér ástandi at- vinnumála mjög mikið. Að visu vorum við með tvö skip áður, Sléttanes, 260 tonn, og svo 135 tonna linubát, Framnes. Linubát- inn eigum við áfram og gerum hann út á vetrum, en leggjum honum yfir sumartimann, þvi að á þeim árstima fást engir menn á bátinn. Þvi má segja, að hann sé til þess að bæta aflann yfir vetr- armánuðina. —Gæði togaraaflans eru minni heldur en afli linubátanna, sagði Páll Andreasson, og fáum við nú ekki eins gott hráefni til vinnslu og áður. Vegna markaðs okkar i Bandarikjunum þurfum við að gefa þessu atriði sérstakan gaum og reyna eftir fremsta megni að vinna aflann nýjan, þvi að mark- aöir okkar þar hafa bókstaflega lifað á þvi, að við höfum alltaf getað sagt, að islenzki fiskurinn væri betri. Á þvi höfum við flotið i gegnum það slæma ástand, sem rikt hefur i verðlagsmálum á Bandarikjamarkaði. Bónuskerfið Páll Andreasson taldi ekki, að bónuskerfið gæti átt þátt i minnk- andi gæðum fiskafurða okkar, og Þórður Jónsson í Múla, oddviti Þingeyrarhrepps: AUKA ÞARF FJÖLBREYTNI ATVINNULÍFSINS ~m.’XZ:""1 sagði hann, að eftirlit með bónus- kerfinu væri mjög strangt hjá frystihúsi kaupfélagsins. — Bón- uskerfið hefur reynzt mjög vel hérna, eins og reyndar alls staðar annars staðar. Okkur reyndist erfitt að koma þvi á i byrjun, þvi að fólkið vildi það ekki,.en i dag fengistekki nokkurmaður til þess að vinna i frystihúsinu, ef bónus- kerfið væri ekki. Ekki áleit Páll, að bónuskerfið virkaði þrúgandi á gamla fólkið. — Það hefði alltaf sitt ti'makaup, og þar með fasta tekjutryggingu, og ef það vill ekki vinna eftir bónuskerfinu, látum við það vinna á sérborðum. Ég held, að þetta fyrirkomulag sé til þess fallið að koma i veg fyrir, að leiðinlegur samkeppnisandi skapist á meðal starfsmanna á vinnustaðnum. Um daginn héld- um við fund með starfsmönnum frystihússins og á þessum fundi kom starfsfólkið fram með ýmsar hugmyndir og beiðni um lagfær- ingar á ýmiss konar fram- kvæmdaatriðum. Höfum við hugsað okkur að halda fleiri svona fundi með starfsmönnum okkar og virkja þá til frekari þátttöku varðandi stjórnun og skipulag ýmissa framkvæmda- atriða. Á þennan hátt mætast at- vinnurekandinn og launþegarnir á miðri leið og geta komið sér saman um úrbætur varðandi rekstur fyrirtækisins, sem komið geta báðum aðilum til góða. — Nú hefur Þingeyri væntan- lega breytt niikið um svið hin siðari ár? — Jú, þvi er ekki að neita. Með tilkomu skuttogarans og hinnar miklu vinnu, sem hann hefur skapað, jókst hagsæld fólks mjög, en þessi aukna hagsæld varð svo til þess, að öll uppbygging i sveitarfélaginu varð mun meiri og örari, heldur en áður var. Hafnaraðstaðan slæm. — Þú niinntist á skuttogara. Hvernig er hafnaraðstaða Þing- eyringa? Hafnaraðstaða hér er ekki nógu góö. A siðasta ári var unnið að dýpkun hafnarinnar, og var þá unnið fyrir um 8 til 9 milljónir króna. Fyrirhuguð er lenging nú- verandi hafnargarðs um 30 til 40 metra, og fá þar fyrir innan við- legupláss fyrir togarann, en rifa gömlu bryggjuna. Þessar framkvæmdir áttu að hefjast nú i sumar, en framkvæmdafé hefur verið skorið svo niður, að við verðum að láta okkur nægja, að Framhald á bls. 39. ákaflega dýrt að halda uppi svona góðri verzlunarþjónustu vegna þess hve verzlunarsvæðið er litið. Með þeirri aðstöðu, sem við nú höfum, gætum við annað miklu stærra svæði. Framtiðaráform Um framtiðaráform kaupfé- lagsins hafði Páll þetta að segja : — Okkar helztu framtiðará- form eru fyrst og fremst þau að byggja frystihúsið betur upp, en i þeim efnum er enn töluvert óunn- ið. Nú sem stendur er i smiðum annar áfangi þessara byggingar- framkvæmda. Við þurfum að koma upp aðstöðu til þess að þvo fiskkassana og bæta aðstöðu okk- ar til saltfiskverkunar, sem hefur verið mjög mikil á undanfömum árum. Við erum einnig að vélvæða betur öll okkar vinnsluhús og miðar vel i þeim efnum. 1 sumar verður hafin framkvæmd við endurbætur á sláturhúsinu, en i þeirri byggingu, sem verður um 400 fermetrar, á einnig að vera aöstaða fyrir útgerðina og hrað- frystihúsið. Forystuhlutverk samvinnufélaganna Samvinnufélögin hafa viða úti á landi gegnt forystuhlutverki i hinni svokölluðu byggðaþróun. Hafa þau tekið að sér fram- kvæmdahliðina i þeim efnum, bæði með umfangsmikilli útgerð og fiskvinnslu og viða verið helzti atvinnuveitandinn. Þvi þarf að skapa kaupfélögunum i landinu betri starfsskilyrði og veita þeim greiðari aðgang að fjármagni úr bankakerfinu, til þess að þau geti enn betur gegnt þessu forystu- hlutverki sinu, sagði Páll Andreasson kaupfélagsstjóri að lokum. Kaupfélagsstjórinn og verzlunarstjórinn staddir I matvörudeildinni. baróttumól Þingeyri heitir kauptúnið við sunnanverðan Dýrafjörð, og eru ibúar þar nú um 450, en voru nokkuð fleiri árið 1925. Aðalat- vinnuvegur Þingeyringa er sjávarútvegur og vinnsla sjávar- afurða, en auk þess er þar stund- uð verzlun og litils' háttar vinnsla landbúnaðarafurða úr nærliggj- andi sveitum. Þingeyri er, að þvi er talið er, elzti verzlunarstaður i Vestur-lsafjarðarsýslu. Þórður Jónsson i Múla er odd- viti Þingeyrarhrepps. Hann ætlar að skýra frá þvihelzta, sem á döf- inni er hjá Þingeyringum um þessar mundir. — O — Vinnuaflsskortur Páll kvað vinnuaflsskort alltaf vera yfir vetrartimann, en úr þvi hefði að nokkru verið bætt með þvi að ráða til starfa við frystihús kaupfélagsins lOástralskar stúlk- ur, sem hefðu reynzt mjög vel i starfi, bæði samvizkusamar og harðduglegar. Páll kvað mjög erfitt að stunda verzlunarrekstur utan höfuðborg- arsvæðisins, m.a. vegna þess, hve verzlunarsvæðið væri litið og allir aðflutningar mjög erfiðir og kostnaðarsamir. — Við höfum hér mjög góða að- stöðu til þess að stunda verzlun- arrekstur og höfum gert ýmiss konac breytingar i þvi skyni að færa þennan þátt starfseminnar til nýtizkulegra horfs. En það er Eirikur Þorsteinsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.