Tíminn - 13.07.1975, Blaðsíða 34

Tíminn - 13.07.1975, Blaðsíða 34
34 'ftlVÍÍNN Sunnudagur 13. júll 1975. Lawrence Kersta vann aö „raddritanum” I þrjátiu ár, áöur en hann setti hann á markaöinn. Nú er raddritinn oröinn mikilsvert tæki I baráttunni gegn afbrotum. „Raddritinn" — nýjasta vopnið í bar- áttunní gegn afbrotum Um þriggja mánaða skeið hafði fjölda kvenna i bænum Oakland i útjaðri San Francisco verið gert lífið leitt með nafnlausum sim- hringingum. Sama mannsröddin var ætið i simanum og gerði hún konunum hin ósiðasmlegustu tilboð, erida var þeim orðið lifið næstum óbærilegt vegna þessa. Hringt var frá ýmsum söluturn- um og simaklefum i bænum og álitu menn þvi, að ómögulegt yrði að hafa upp á þeim, sem notf ærði sér simann á þennan miður geðs- lega hátt. Lögreglumennirnir, sem falið var að finna manninn, höfðu ekk- ert i höndunum til að styðjast við. Þvi var gripið til þess ráðs að koma fyrir litlu tæki — likustu feröasegulbandi — i heimilum þriggja þeirra kvenna, sem klámfengni náunginn ónáðaði hvað oftast með hringingum sin- um. Tækin voru tengd við simana I húsum kvennanna, og þeim var fyrirskipað að þrýsta á hnapp og setja það i gang i hvert skipti sem siminn hringdi. t tækinu var litil pappfrsrúlla og öll raddbrigði og tón- breytingar, sem urðu á rödd þess, er i simann talaði, skráðust niður á hana I eins konar linuriti. Sér- hver brestur i' röddinni, sérhver áherzla og raunar allt það er á einhvern hátt gerði rödd viðkom- andi sérkennilega náðist niður á linurit. Þegar lögreglan sótti aftur tæk- in þrjú, hafði hún ekki einasta fengið i hendur segulbandsupp- töku með öllu, sem maðurinn sagði, heldur og nákvæmt linurit af raddbrigðum hans. Að sögn uppfinningamanns tækisins, Lawrence Kersta, eru slik linurit jafneinhlit og óvefengjanleg sönnunargögn og fingraför. Þar sem simaofsóknarmaður- inn hringdi langoftast úr sima- klefum við stærstu langferðabif- reiðastöö bæjarins, var settur vörður um hana og auk þess voru simarnir i öllum klefunum tengdir beint við miðstöðina i simstöðvarbyggingunni. öll sim- töl, sem töluð voru úr simaklefun- um tiu, voru vöktuð sérstaklega á simstöðinni. Ef vart yrði við ein- hverjar ósiðsamlegar athuga- semdir, skyldi leynilögreglu- mönnunum, sem stóðu vörð við slmaklefanan þegar gert viðvart. Tiu dagar liðu, áður en leyni- lögreglumennirnir fengu viðvör- un frá simstöðinni. Tveir menn og ein kona voru þá að koma út úr simaklefum og leynilögreglu- maður handtók þau öll þrjú á staðnum. Þrátt fyrir mótmæli þeirra, var farið með þau á lög- reglustöðina, þar sem þau voru tekin til yfirheyrslu. 011 þrjú þvertóku fyrir að kannast nokkuð við hinar dularfullu simhringing- ar, en lögreglan þóttist þess fullviss aö eitt þeirra væri sekt. Hvert á fætur öðru voru þau beðin að lesa u.þ.b. fimmtiu orð inn á segulband. Hin grunuðu vissu þá ekki, að inni I segulband- inu leyndist tæki, sem skráði öll raddbrigði þeirra. Stuttu eftir að hið siöasta þeirra hafði lesið setningarnar og lögreglan rann- sakað pappírsrúlluna úr tækinu, var mönnunum tveimur sleppt lausum, en konunni, sem var á fimmtugsaldri, var haldið eftir til frekari yfirheyrslna. óvéfengjanlegt sönnunargagn Konan var siðan beðin að lesa ýmsar blaðafréttir inn á tækið — hverja frétt þrisvar sinnum — og varð hún fúslega við þeirri beiðni. Tækið sýndi, að linurit af rödd hennar var I öll skiptin nákvæm- lega eins og lfnurit af rödd dular- fulla „mannsins”, sem stóð að baki sim hrin gingunum ógeöslegu. Konan var ákærð, en var þó sleppt úr haldi gegn trygg- ingu. Við rannsókn á ferli konunnar komst lögreglan á snoðir um, að húnhafi verið leikkona. Auk þess kom i ljós, að maður hennar hafði skilið við hana til að giftast einni þeirra kvenna, sem hvað oftast var hringt til. Við rannsókn máls- ins voru fáir, sembáru fullt traust til nýja tækisins — raddritans eins og það var nefnt —■ sem sönnunargagns. Uppfinninga- maðurinn, Lawrence Kersta, tjáði yfirvöldum, að hann hefði unnið að raddritanum i þrjátiu ár, áður én hann leyfði lögreglunni afnot af honum árið 1967. t þau fjögur ár, sem siðan voru liðin, hafði lögreglan notað tækið i fjölda tilfella, þar sem röddin var eina visbendingin til að byggja á. En tækið hafði enn ekki gengið gegnum þá eldraun að vera eina sönnunargagnið i réttarhöldum. Aðspurður kvaðst Kersta meira enfús til að sanna, að niðurstöður tækisins væru óvéfengjanlegar. Hann var látinn yfirgefa réttar- salinn og á meðan gekk lögreglu- maður milli allra i salnum og bað þá að segja nokkur orð I hljóð- nemann. í hverju tilviki sagði lögreglumaðurinn aðeins eitt kenniorð, þannig að hann sjálfur gæti greint milli þeirra, sem töluðu hverju sinni. Þegar Kersta kom inn i réttar- salinn á ný, fékk hann tækið I hendurnar en pappirsrúllunni var haldið eftir. Siðan setti Kersta nýja rúllu i tækiö og bað alla i salnum að segja nokkur orð i hljóðnemann. Tókst að þekkja hvern einasta Kersta notaði sitt eigið að- greiningarkerfi, sem hann byggði á stafrófinu og byrjaði á bók- stafnum A. Þegar hann hafði náð röddum allra upp á bandið, bar hann pappirsrúllurnar tvær saman. Hann var ótrúlega fljótur að finna, hvaða raddir voru sam- svarandi. Segulbandsupptaka A hjá honum svaraði til upptöku númer niu hjá lögreglumannin- um, B samsvarði upptöku tólf o.s.frv. Þegar hann hafði lokið þessum samanburði — en það tók ekki meira en tiu minútur — fékk hann dómaranum báðar pappirs- rúllurnar ásamt niðurstöðum sin- um. Dómarinn bað lögreglu- manninn að kanna, hvern árangur rannsókn Kersta hefði borið. í ljós kom, að ekki höfðu oröið ein einustu mistök. — Við getum fyllilega reitt okk- ur á þetta kerfi — sagi Kersta réttinum — vegna þess, að enginn er fær um að breyta rödd sinni eftir að hún hefur gengið i gegn- um þær þroskabreytingar, sem verða á kynþroskaaldrinum. Það ber engan árangur, þótt fólk reyni að breyta rödd sinni með þvi að nota annan málhreim eða mál- lýzku. Raddritinn getur þrátt fyrir það skráð raddbrigðin og öll sérkenni raddarinnar. í hverju einasta tilfelli koma einhver sér- kenni upp um eiganda raddarinn- ar, svo að þekkja má hann af sama öryggi og hægt er að þekkja mann á fingraförum hans. Notkun raddritans hafði i þessu tilfelli þau áhrif, að konan var sakfelld. Hún var dæmd I háa fjársekt og auk þess fékk hún skilorðsbundinn fangelsisdóm. 1 júli 1971 fór hún fram á endurupp- töku málsins á grundvelli þess, að raddritinn væri ekki nægilega traust sönnunargagn til að byggja dóminn á. Eftir að dómstóllinn hafði kynnt sér öll málsgögn, var beiöni konunnar synjað og þar með hlaut raddritinn fullnaðar- viðurkenningu dómstóla. Lög- reglan hafði fengið i hendur enn eitt vopnið gegn afbrotum. Mannrán Raddritinn ávann sér alþjóð- lega frægð árið 1967, þegar hann var notaður i máli gegn mann- ræningjum, sem rænt höfðu litl- um syni milljónamæringsins Her- berts Youngs. Lausnargjaldið, sem krafizt var fyrir þennan ellefu ára drenghnokka, nam 250.000 bandarikjadölum, og auð- vitað hringdu ræningjarnir til föður drengsins — auðjöfursins Herbert Young frá Beverly Hills — til að krefjast lausnargjaldsins og siðar nokkrum sinnum til að segja fyrir um, hvernig greiðslu þess skyldi háttað. Kersta, sem þá hafði farið þess á leit við lögregluna i Kaliforniu, að hún reyndi tækið, lét henni i té annað af tveimur tiltækum tækj- um, sem tengt var við símann i húsi Youngs. í þessu tilviki var þó um fleiri sönnunargögn að ræða, svo að ekki reyndi beinlinis á tækið, sem sönnunargagn, þegar málinu var áfrýjað. Hinir ákærðu hefðu verið sakfelldir jafnvel án raddritans. En lögreglan var samt sem áður mjög hrifin af þvi, að tækið gat tekið af allan vafa um, hver hringt hafði til Youngs. Skömmu siðar varö annar raddriti til þess, að hægt var að dæma mann, sem ákærður var fyrir Ikveikju. Hið sérkennilega i þvi máli var, að maðurinn lá undir grun allt frá upphafi rann- sóknar, en lögreglan gat þó ekki handtekið hann vegna skorts á sönnunargögnum. Sá grunaði kom fram i sjónvarpsþætti um ýmsar tegundir afbrota og lét þar i ljós álit sitt nokkrum orðum. Lögreglan bað Kersta þá að taka rödd hans upp á raddritann. Sakfelldur Brennuvargurinn hafði þann háttinn á, að hann hringdi til for- svarsmanna stórra fyrirtækja og hótaði að kveikja I öllum byggingum 'fyrirtækisins eða sprengja þær i loft upp, ef þeir ekki greiddu sér álitlegar peningaupphæðir. Kersta bjó i skyndi út sex raddrita, sem sendir voru I fyrirtæki, er likleg þóttu til að verða fyrir valinu hjá brennuvarginum. Og ekki stóð á árangrinum, — nokkrum dögum eftir að tækjunum hafði verið komið fyrir, hringdi brennu- vargurinn til forsvarsmanns eins þessara sex fyrirtækja. Upptakan var þegar I stað send Kersta til rannsóknar. Hann bar saman linurít af rödd „óþekkta mannsins” þ.e. brennuvargsiní og linurit það, ér hann hafði náð af rödd þess grunaða i sjónvarps- þættinum. Hann gat að lokinni könnun fært lögreglunni heim sanninn um það, að linurit af röddum beggja voru nákvæmlega eins. Eftir þetta hafði lögreglan snör handtök — handtók hinn grunaða og sýndi honum niðurstöður raddritans: kvað þetta sönnunar- gagn jafnóvefengjanlegt og fingrafar. Brennuvargnum var tjáð, að hann hefði ekki minnstu möguleika á að sleppa úr höndum réttvisinnar. Við þessar aðstæður játaði maðurinn á sig brot sin. Hann var siðan sakfelldur og sendur i fangelsi. Nokkru siðar áfrýjaði hann dóminum og hélt þvi fram, að raddritinn hefði veriö notaður gegn sér á ólög- legan hátt. Þessi rök hans voru þó ekki tekin til greina, þar sem aldrei hafði verið minnzt á radd- ritann við réttarhöldin og hann var ekki notaður beinlinis sem sönnunargagn. Eðlisfræðingurinn Lawrence Kersta, 43 ára að aldri segir: — Eina skilyrðið til að hægt sé að nota raddritann er, að lögreglan hafi yfir að ráða skýrri og greini- legri upptöku af rödd þess grunaða. En auk þess verður röddin að hafa náð fullum þroska og gengið i gegnum þá breytinga- þróun, sem fylgir kynþroska- aldri. Fingrafar, sem tekið er af tiu ára barni, verður eins þegar bamið nær tuttugu ára — eða jafnvel hundrað ára aldri. En röddin breytist. Hún nær ekki fullum þroska fyrr en eftir kyn- þroskaskeiðið, en eftir það er heldur ekki um neinar frekari breytingar raddarinnar að ræða. Evelle Younger fyrrverandi rikissaksóknari i Los Angeles, lét eftirfarandi ummæli falla: — Raddritinn er nýtt vopn i bar- áttunni gegn afbrotum, og hanner jafngott sönnunargagn og fingrafar. Fram til þessa fengum við oftast lltið að gert i þeim fjöl- mörgu málum, þar sem aðeins var við rödd hins ákærða að styðjast, og var okkur oftast ómögulegt að sanna að viðkom- andi væri sekur. En siðan tæki Kersta kom til sögunnar, er þessu vandamáli rutt úr vegi. Kersta hefur þvi lagt fram ákaflega mikilsverðan skerf i baráttunni gegn afbrotum. Frá þvi að þessi orð rikissak- sóknarans fyrrverandi urðu fleyg, hefur eftirspurnin eftir raddritanum vaxið gifurlega bæði i Bandarikjunum, Kanada og Evrópu, enda hefur Kersta nú reist eigin verksmiðju i New Jersey, og þar framleiðir hann raddrita, sem renna út eins og heitar lummur. (Þýtt - HJ Ný uppfinning hefur gert það að verkum, að raddir einstaklinga eru orðnar jafnóvéfengjanleg sönnunar. gögn í dómsmálum og fingraför. Langt er síðan bandarískir dómstólar viðurkenndu „raddrita" uppfinninga- mannsins Lawrence Kersta sem úrslitasönnunargagn við réttarhöld.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.