Tíminn - 13.07.1975, Blaðsíða 40

Tíminn - 13.07.1975, Blaðsíða 40
Sunnudagur 13. júli 1975. Núlima búskapur þarfnast BAUER haugsugu Guöbjörn Guöjónsson SÍS-FÓDIJU SUNDAHÖFN GBÐI fyrirgóóan mai $ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS ÍÞRÓTTAMIDSTÖÐ í EYJUM Hræðslan við VERÐUR TILBÚIN AÐ ÁRI samdrátt orsök Verða kjarnorkusprengjur eða stórvirkir jarðborar notaðir til samgöngubóta á íslandi? FB-Reykjavík. ófærir fjallvegir eru viða þröskuldur á vegi sam- gangna milli héraða hér á landi. Hcfur mönnum dottið margt i hug, sem gera megi tii þess að ryðja leiö gegnum fjöll, eða bora göng til þess að opna leiöir, sem ekki teppast i fyrstu snjó- um á haustin. Til dæmis hafa menn á Vestfjöröum viðrað þá hugmynd, hvort hægt sé að nota neðanjarðarkjarnork uspreng- ingar til þess að gera Breiða- dalsheiöi að betri samgöngu- leiö, en hún er nú, og cinnig kemur til greina að nota stór- virkar borvélar, sem bora jarð- göng i heilu lagi, nokkurra metra breið, rétt eins og nú eru boraðar holur, t.d. þegar verið er að leita að heitu vatni. Viö spurðum Agúst Valfells verkfræðing um kjarnorku- sprengingar sem þessar, en hann hefur fylgzt með tilraun- um og áætlanagerð við háskóla i Iowa i Bandarikjunum, þar sem sérstaklega var unnið að áætlun varðandi nýjan skipaskurð i stað Panamaskurðarins. AgUst sagði, að hægt væri að gera ná- kvæmar áætlanir um neðan- jarðarkjarnorkusprengingar, sem yrðu þess valdandi, að jarðsig myndaðist yfir spreng- ingarstaðnum. Hefði verið gerð áætlun um notkun kjarnorku- sprengja við gerð skurðar í Panama og einnig við hafnar- gerð i Alaska. Hætt var við að beita þessari nýju aðferð á báð- um stöðum af hættu við geisla- virkni. I Panama hefði þurft að flytja burtu um 25 þúsund manns um stundarsakir, og i Alaska voru menn áhyggjufullir vegna þess, að þar myndu áhrif geislavirkninnar komast i vatn, sem siðan færi i hreindýramos- ann, og úr honum i hreindýrin og að lokum i Eskimóana, sem lifa á hreindýrunum. Mjög dýrt er að nota kjarn- orkusprengjur til þess að fram- kalla landsig eins og hér um ræðir, þar sem ein sprengja myndi kosta um 1 milljón doll- ara, og veldur aðeins nokkur hundruð metra sigi. Er tæpast þess að vænta, að Islendingar eigi i náinni framtið eftir að notfæra sér þessar aðferðir. Haukur Tómasson hjá Orku- stofnun er manna fróðastur hér um nýja bortækni. Hann sagði, að tækninni á þessu sviði fleygði stöðugt fram, en þegar á sjötta áratugnum hefði verið farið að bora grennri gerð jarðgangna á svipaðan hátt og gert er, þegar boraðar eru holur niður i jörð- ina. Munurinn væri aðeins sá, að borstefnan væri lárétt'. Er þetta auðvelt, ef bergið er ekki allt of slæmt, þar sem borað er. Þegar talað væri um grönn göng, væri átt við göng frá 2 til 5 metra á breidd. Til þess að það gæti borgað sig að bora göng með þessari aðferð þyrftu þau að vera minnsta kosti 2—3 kiló- metra löng, en til dæmis göng gegnum Breiöadalsheiði yrðu aðeins nokkur hundruð metra löng, og er það allt of stutt til þess að geta orðið hagkvæmt. Haukur sagði, að aðalerf- iðleikarnir fyrir okkur væru þó þeir, að fá upplýsingar um reynslu að borunum sem þess- um I samsvarandi jarðmyndun- um og hér eru. Hann sagði, að nú væri verið að hefjast handa um boranir i Arisona i Banda- rikjunum, sem við mættum draga nokkurn lærdóm af. Vandamálið hér er, hversu mishart bergið er. Blágrýtið er mjög hart, en harka þess er þó ekki svo mikil, að hún komi i veg fyrir borun. Hins vegar eru mun linari jarðlög á milli, og það er þessi mismunur sem veldur erfiðleikum. Þegar jarðgöng eru boruð á þennan hátt, er mun auðveldara að ganga frá þeim að innan, þvi að þá þarf ekki að fóðra þau jafnvandlega og annars þyrfti, og sparast nokkuð við það. Það sem mestum sparnaðinum veldur þó er það, hversu mun fljótvirkari þessi aðferð er heldur en venjuleg aðferð við gerð jarðgangna. Kostnaður við kaup á borvél til þess að bora jarðgöng yrði mikill, en ódýrasta vél á mark- aðinum kostar um 40 milljónir króna, og nægir hún einungis fyrir mjög litil göng. Vél fyrir t.d. 3 metra breið göng mundi ekki kosta undir 100 milljónum, og þaðan af meira ef um breið- ari göng væri að ræða. Banaslys H.V. Reykjavik. Banaslys varð i Reykjavik um klukkan fjögur aöfaranótt laugardags- ins, þegar tvitugur maður féll fram af svölum á áttundu hæð háhýsis við Ljósheima. Engin vitni voru að þvi þeg- ar maðurinn féll fram af svöl- unum, sem eru sameiginlegar með heilli hæð i húsinu, en skömmu áður hafði fólk i hús- inu haft tal af honum og er tal- ið að hann hafi verið drukkinn. Sementssala verksmiðjunnar var 158.000 tn. 1974. Svavar Páls- son kvað starfsmenn verk- smiðjunnar hafa áætlað, að sala yrði 120.000 tn. á þessu og að auki 26.000 tn. til sérþarfa (Sigalda o.fl.) og sú áætlun hefði verið bor- in fram undir áætlanadeild Framkvæmdastofnunar, sem hefði gert ráð fyrir meiri sam- drætti og áætlað söluna 108.000 tn. Runin hefur hins vegar orðið önnur þvi salan var orðin 54.000 tn i júnilok, þrátt fyrir verkfall, en var 58.000 tn á sama tima i fyrra. Maðurinn var aðkomumaö- ur i húsinu, en ekki er vitað tii að hann hafi verið að heim- sækja neinn sérstakan aðiia. Að svo stöddu er ekki unnt að birta nafn mannsins, en hann er fæddur árið 1955, var ókvæntur, barnlaus og bjó heima hjá foreldrum sinum. Ekki vitum við hvort það er fylgikvilli kvennaársins eða ekki, að stúlkurnar við vegginn virðast láta sig litlu skipta karimanninn á gras- inu, þrátt fyrir tilburði hans til að draga athygli þeirra að sér: Timamynd Róbert. SJ-Reykjavík. Likanið á með- fylgjandi mynd er af iþróttamiö- stöð Vestmannaeyinga, sem senn ris af grunni i Brimhólalaut við Illugagötu. Hærri hluti likansins er iþróttahúsið ásamt búnings- herbergjum, en lægri byggingin verður sundlaug ásamt búnings- klefum. 1 tengibyggingunni verður sameiginlegt anddyri, 50 fermetra þrekþjálfunarsalur og fundaaðstaða. Iþróttamiðstöðin verður mið- svæðis i kaupstaðnum, þegar lok- ið verður byggingu nýja hverfis- ins i vesturbænum. Útivistar og iþróttasvæði bæjarins er þarna norður og vestur af. Búið er að taka grunn að húsinu og fylla hann, enn fremur slá upp fyrir sökklum. Byggingin var boðin út, og annast danskt fyrir- tæki, Klemennsen og Nielsen, framkvæmdir, en eingöngu Islendingar vinna við fram- kvæmdir eins og er, fyrir utan fjóra Dani, sem eru i Eyjum við stjórn verksins. Miðstöðin var teiknuð hjá teiknistofu prófessor Pauls Kjærgaard. Iþróttamiðstöðin verður 3.300 fermetrar, á einni hæð 20x40 metra völlur verður á gólfi iþróttahússins, en sundlaugar- kerið verður 25x11 metrar. A þaki verður grár pappi, festur með listum, en skærari litir verða á göflum og við glugga. Að sögn Páls Zophoniassonar bæjartæknifræðings verður sund- laugin væntanlega tilbúin i mai — júni að ári og iþróttasalurinn i ágúst. sementsskortsins SJ—Reykjavik. Unnið er við út- skipun á sementi hjá Sements- verksmiðju rikisins frá 7 á morgnana til 11 á kvöldin þessa dagana. Að sögn Svavars Páls- sonar forstjóra verksmiðjunnar má gera ráð fyrir þvi að á næst- unni verði sementsskortur úr sög- unni norðanlands og annars stað- ar, þar sem hans hefur orðið vart. Næsta sementsskip fer til Vest- fjarða með 1200 tn og siðan fer skip norður og verður komið þangað i næstu viku. Um sementsskortinn nyðra sagði Svavar Pálss. að kaupend- ur á Ákureyri — Steypustöðin og KEA — hefðu i vor gert ráð fyrir verulega miklum samdrætti, og i aprillok hefði verksmiðjan lagt að þeim að kaupa meira en þeir raunverulega vildu. Siðan kom verkfall og tafir á sementsdreif- ingu, en raunin hefur orðið sú, að samdráttur hefur ekki orðið i sementssölunni. Pantanir á 7000. tn á sementi lágu fyrir, þegar verkfallinu i ríkisverksmiðjunum lauk og tókst að afgreiða þær á fjórum vikum Engar pantanir biöu frá þvi fyrir verkfall. Flutningsskip verk- smiðjunnar var erléndis I verk- fallinu og lá siðan teppt á Akranesi með farm. Verksmiðjan hefur fengið önnur skip til sementsflutninga eftir að verk-. fallinu lauk. Þeir, sem brýnasta þörf hafa fyrir sement hafa sótt það sjálfir á bilum, og greiðir flutningajöfnunarsjóður hluta af flutningskostnaði.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.