Tíminn - 15.07.1975, Blaðsíða 1

Tíminn - 15.07.1975, Blaðsíða 1
TARPAULIN RISSKEMMUR HF HÖfiDUK OUHHARSSOK SKÚLATLJNI 6 - SÍMI (91)19460 Arfaeyðir í eiturrannsókn Dagsetning útfærsl- unnar í 200 mílur verðurókveðinídag H.V. Reykjavik. Kartöflurækt- endur hafa átt i nokkrum erfiö- leikum i sumar, vegna þess að ný löggjöf, sem sett var á siðasta þingi, um meðferð eiturefna i garðyrkju, hefur komið i veg fyrir sölu á eiturefninu STAM, sem notað hefur verið sem arfaeyðir i kartöflugörðum i mörg ár. Skort- ur á efni þessu hefur leitt til mikils arfagróðurs i kartöflu- görðum , sem erfitt hefur reynzt að komast fyrir, þar sem á markaðnum hafa ekki verið nein efni, sem komið geta i stað STAM. 1 viðtali viö Timann i gær sagði Þorvaldur Þorsteinsson, fram- kvæmdastjóri Sölufélags garð- yrkjumanna, að löggjöfin kvæði svo á, að öll þau efni, sem notuð væru við garðyrkju og hefðu að innihaldi einhvers konar eitur, skyldu rannsökuð á vegum eitur- efnanefndar, áður en frekari sala eða notkun á þeim yrði leyfð. Kvað Þorvaldur ákvæði þessi valda kartofluræktendum nokkuð miklum vandkvæðum nii, þar sem enginn annar arfaeyðir fengist i staðinn. Fyrstu tiu dag- ana eftir niðursetningu kartaflna mætti aö visu nota efnið Afalon, en eftir það ekkineitt annað en STAM. Tók Þorvaldur fram, að notkun þess væri einnig tima- bundin og jafnvel þótt úrskurður bærist nú um að notkun Stam væri heimil, væri orðið of seint að setja það I garðana nú. — En hvað um það, sagði Þor- valdur. Okkur ber að fara eftir löggjöfinni, þótt einhver hefði litið svo á, að ekki skipti svo ýkja miklu máli með notkun þess eitt sumar I viðbót. Stefnan er sú að nota sem minnst af þessum eitur- efnum, og vissulega er það ánægjulegt, að reynt er að koma i veg fyrir að menn eitri og mengi fyrir sjálfum sér og komandi kyn- slóðum, svo það tjóar ekki að malda I móinn. Vissulega hefðum við þó mátt leita að einhverjum hluta til frænda okkar og nágranna á Norðurlöndum, þvi þeir eru mun reynslumeiri en við á þessu sviði, og hefði vel mátt taka nokkurt mið af þvi hvað þeir leyfa sinum garðyrkjumönnum. að nota og hvernig. H.V. Reykjavik. —Ákvörðun um það hvenær landhelgi okkar verð- ur færð út i 200 mllur verður væntanlega tekin á morgun. Þá veröur Landhelgisnefndarfundur klukkan 10.30 og svo rikis- stjórnarfundur i framhaldi af honum. Eftir þann fund ætti ákvörðun að liggja fyrir sagði Einar Agústsson utanrikisráð- herra i viðtali við Timann i gær. — Ég geri ráð fyrir, að á. þessum fundum verði fyrst og fremst fjallað um útfærsludag- inn, sagði utanrikisráðherra enn- fremur, en býst tæpast viö að á þeim verði neitt ákveðið um frek- ari viðræður við Breta eða Vest- ur-Þjóðverja. Það ætti þvi að liggja fyrir þeg- ar llður á daginn I dag, hvenær lögsaga okkar verður færð úr 50 mllum i 200 og Tlminn hefur fregnað að fyrir siðustu helgi hafi FF-Reykjavik. „Aðeins” um 15 þúsund manns sóttu 15. lands mót UMFl á Akranesi um helgina og var það nokkru færra, en forráðamenn mótsins höfðu gert sér vonir um. En mótið fór glæsilega fram i alla staði og var ungmennahreyfing- unni til mikils sóma. Geysileg spenna var i stigakeppninni milli félaganna og stúlkan á myndinni dregur greinilega ekkert af sér til að gera veg félags sins sem mestan. SJÁ GREIN í OPNU OG ÚRSLIT Á BLS. 16 OG 17 sendiráð Fslands erlendis veriö látinvita af þvl að senn drægi til útfærslu, og meðal annars hafi sumarleyfum sendifulltrúa veriö frestað vegna þess. Þess má þvi vænta að útfærsla sé ekki ýkja langt undan. Svíar ákveða að kaupa meira kjöt og fleiri hross af okkur > e Það vantar neyðarút- ganga á nær alla rútubíla hér á landi ------► O JAKINN SKAR GAT _____o___ _ Á KINNUNG BÁTSINS GS-lsafirði. — Vélbáturinn Siggi Gummi tS 111 sökk á sunnudagsmorgun, eftir að hafa rekizt á Isjaka um 3,5 sjómílur út af Hælavikurbjargi . Skip- verjar, sem eru fjórir, komust I gúmmibjörgunarbát, og réru i land við Hlöðuvik, en þar er slysavarnaskýli. Þaðan gátu þeir gert vart við sig, en til tsa- fjarðar komu skipbrotsmenn- irnir á sunnudagskvöld. Það var um klukkan fimm á sunnudagsmorgun, sem Siggi Gummi 1S 111 rakst á Isjakann. Við stýrið stóð skipstjóri og eigandi bátsins, Hermann Sigurðsson. Hann sá ekki jakann, sem var svo til alveg i kafi. Jakinn skar gat á kinnung bátsins og sjór fór strax að renna inn i hann. Hermann skipstjóri sneri þeg- ar að landi, þvi að sýnt þótti að dælur myndu ekki hafa undan að dæla sjónum úr bátnum. Um sjöleytið stöðvaðist vél bátsins og klukkustund seinna sökk hann. Þá var áhöfnin, fjórir menn, komin i tvo gúmmi- björgunarbáta. Skipverjar kölluðu strax út á neyðarbylgju og venjulegri tal- bylgju, þegar báturinn rakst á isjakann, en fengu ekkert svar. Það var ekki fyrr en þeir voru búnir að vera klukkustund i skýlinu í Hlöðuvik, að vélbátur- inn Sigurvon frá ísafirði, svaraði kalli þeirra úr talstöð- inni i skýlinu, og um leið kom ísafjarðarradió inn i samtalið. Mennina fjóra sakaði ekki, og varla er hægt að segja að þeir hafi blotnað, en þeir voru um klukkustund að róa björgunar- bátunum I land við Hlöðuvlk. Það var vélbáturinn Halldór Sigurðsson, sem náði i skip- brotsmennina i Hlöðuvik og komu þeir til Isafjarðar um kl. 22:00 á sunnudagskvöldið. Vélbáturinn Siggi Gummi IS 111 var smiðaðuri Njarðvik 1943 og var 28 lestir að stæðr. Bátur- inn var að fara á færaveiðar þegar óhappið skeði. A myndinni hér fyrir ofan til hægri er Hermann Sigurðsson (annar frá vinstri) með skip- verjum sinum — nýkomnir til tsafjarðar. Tlmamynd G.S. HEIMSÆKIR BÍLDUDAL ^ 6 og 7 <

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.