Tíminn - 15.07.1975, Blaðsíða 2

Tíminn - 15.07.1975, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Þriöjudagur 15. júlí 1975. EINAR ÁGÚSTSSON, UTANRÍKISRÁÐHERRA: Athuaasemd við Tímafrétt Látið bólusetja ykkur gegn taugaveiki, ef þið hyggið á ferð til S-Evrópu Vegna fréttar um tauga- veikitilfelli i Bretlandi meðal fólks, sem dvalist hafði á Mallorca, vill landlæknir ein- dregið hvetja þá sem hyggja á ferðir til Suður-Evrópu til þess að láta bólusetja sig gegn taugaveiki. Islendingar, sem þaðan koma eru hvattir til árvekni, ef þeir fá hitasótt eða niður- gang innan 2ja-3ja vikna eftir heimkomuna og leita þá læknis. Þeir sem hafa verið bólu- settir 2svar með minnst 10 daga millibili gegn taugaveiki og taugaveikibróður eru varðir en þó er bólusetning ekki einhlit. Sérstaklega er mikilvægt að þaðfólk, sem vinnur við mat- væli sé vel á verði. „örfá orð, sem eftir mér eru höfð I Timanum s.l. miðvikudag virðast hafa valdið nokkru fjaðrafoki, en vegna sumarleyf- is undanfarna viku hef ég ekki komið þvi i verk að gera við frétt þessa nokkrar athuga- semdir, en það skal nú gert. Ég leyfi mér að benda á, að fyrirsögn blaðsins gefur alls ekki rétta mynd af efni viðtals- ins, en i fyrirsögninni segir, að islenzkum stjórnvöldum sé ókunnugt um varnarbúnað varnarliðsins. Ef menn lesa það, sem eftir mér er haft i fréttinni, þá er ljóst að þessi orð hef ég alls ekki viðhaft. Það sem ég sagði er orðrétt þetta: „Við höfum alls ekkert hernaðarlegt eftirlit með störf- um og búnaði varnarliðsins i NATÓ-herstöðinni i Keflavik.” Þetta þýðir að sjálfsögðu alls ekki það, að við vitum ekkert um það, hvaða starfsemi fer fram á vellinum. Þvert á móti fæ ég mjög oft skyrslur bæði frá aðmirálnum á Keflavikurflug- velli og sendiráði Bandarikj- anna hér i Reykjavik, og ég leyfi mér að halda þvi fram, að ég hafi a.m.k. ekki siður en aðrir utanrikisráðherrar fylgzt með þvi, sem er að gerast á Kefla- vikur-flugvelli. Hins vegar hélt ég, að allir ts- lendingar vissu, að við höfum enga hernaðarsérfræðinga i okkar þjónustu og höfum aldrei haft. Það var nákvæmlega þetta, sem ég átti við með þeim ummælum, sem eftir mér voru höfð i áðurnefndu viðtali. Það má svo vafalaust deila um það, hvort hér eigi að koma upp sveit manna, sem hafi hernaðarlega þekkingu, og taki beinan þátt i hernaðaraðgerð- um, en um það ræði ég ekki frekar i þessari athugasemd.” Nýr bdtur frd Vör hf. ASK—Akureyri. — Nýr bátur hefur verið afhentur frá Skipasmiöa- stöðinni Vör h/f á Akureyri og ber hann nafniö Ægir Jóhannsson ÞH-212. Eigendurnir eru fimm ungir menn frá Grenivik. Ægir Jóhannsson er 29 tonn að stærð, búinn öllum venjulegum siglingar.og fiskileitartækjum. Aða.vél er Volvo Penta 300 hestöfl. Báturinn er teiknaður af Páli Hjartarsyni, en hann hefur teiknað alla báta Varar h/f,sem með Ægi Jóhannssyni eru orðnir sex tals- ins. Skipstjóri á Ægi er Sævar Sigurðsson. Miklar framkvæmdir fyrirhugaðar hjd Sólborg d Akureyri Fá styrk til að rannsaka heilsufar starfsfólks Kísiliðjunn- ar/Mývatn Visindadeild Atlantshafs- bandalagsins hefur nýlega veitt hópi læknanema við Háskóla Is- lands, sem unnið hefur að ýmsum læknisfræðilegum könnunum, styrk til visindalegrar rannsókn- ar á heilsufari starfsfólks Kisil- iðjunnar við Mývatn, sem skipu- lögð hefur verið með tilsögn há- skólakennara og i samráði við heilbrigðisyfirvöld. Styrkurinn er að fjárhæð B.fr. 160,000.00 eða jafnvirði um 695 þúsund króna. Hér er um að ræða einn af svo- nefndum umhverfismálastyrkj- um bandalagsins, en þeir eru þáttur i starfsemi bandalagsins á sviði vaniamála nútimaþjóð- félags. Styrkjum var að þessu sinni út- hlutað til tiu umsækjenda i 9 aðildarrikjum. Veturliði framlengir Gsal—Reykjavik. —Mjög góð að- sókn hefur verið að málverkasýn- ingu Veturliða Gunnarssonar i Norræna húsinu og hafa 48 mynd- ir selzt. Málverkasýningunni átti að ljúka á sunnudagskvöld, en hún hefur nú verið framlengd, og verður siðasti sýningardagur i dag, þriðjudag. Málverkasýning Veturliða er opin til kl. 22 i kvöld. ASK—Akureyri. 1 sumar verður hafist handa um viðbyggingu hjá vistheimilinu Sólborgá Akureyri. Um er að ræða fyrsta áfanga af þremur og reiknað með að hon- um verði lokið eftir tvö ár. Fyrsti áfanginn er ætlaður fyrir örvita, en það hefur háð starfsemi Sól- borgar um langa hrið að ekki hefur verið hægt að sundurgreina sjúklinga eftir þvi á hvaða sjúk- dómsstigi þeir eru. Fjárveiting til fyrstááfanga eru um 20 milljónir en að sögn Jóhannesar Ó. Sæmundssonar stjórnarformanns Sólborgar nægir fjárveitingin til að grafa grunninn og ganga frá honum fyrir veturinn. Upphaflega var Sólborg miðuð við 32 sjúklinga en eins og málin standa í dag eru þar 56 manns þannig að brýn þörf er á fram- kvæmdum. Sé miðað við 1980 þá ættu þessar byggingar að nægjá fyrir Norðurland þegar þeim er lokið, en tæplega getur það orðið fyrr en eftir þann tima.sé miðað við venjulegan framkvæmdar- hraða hjá opinberum aðilum. 1 fyrsta áfanga á að vera eins og áður var minnst á, örvitadeild fyrir um 12-15 manns, en i öðrum áfanga vinnuaðstaða, sundlaug og skrifstofur, en þriðji áfangi er hugsaður aðallega sem tengiálm- AIR VIKING LEIGIR ÞOTU Air Viking hefur tekið á leigu þotu sömu tegundar og þær tvær vélar, sem félagið á. önnur þeirra þarf innan tiðar að fara i umfangsmikla skoðun, en vegna annrikis á flugvélaverkstæðum erlendis getur ekki orðið af henni fyrr en i haust og varð Air Viking þvi að taka á leigu vél til að geta Leiguþota Air Viking á Keflavikurflugvelli RÁÐUNEYTIÐ TÓK EKKI UNDIR ÓSKIR UM SÝSLU■ FULLTRÚA Á ÞÓRSHÖFN ASK-Akureyri. Eins og mörg- um er kunnugt þá kom út i marz siöastliðnum Byggðaþróunar- áætlun Norður-Þingeyjasýslu. Þar var meðal annars bent á þá nauðsyn, að fulltrúi sýslu manns hefði aðsetur á Þórs- höfn, þannig að þar geti farið fram afgreiðsla á öllu, er varð- ar veðmálabækur, almanna- tryggingar og þessháttar. Nú nýlega hefur Dóms- og kirkjumálaráðuneytið lagzt gegn þvi, og talið slika upp- byggingu óæskilega, meðal annars vegna kostnaðar, sem af þvi hljótist og ráðuneytið telur sizt minni en rekstur eiginlegr- ar sýslumannsskrifstofu. Þá samrýmist fyrirkomulag það, er áætlunin gerði ráð fyrir, ekki ákvæðum réttarfarslaga um ábyrgð dómara á dómara- verkum fulltrúa sinna. Að lok- um taldi ráðuneytið ibúa vesturhluta sýslunnar hafa tak annað miklum flutningum, sem framundan eru hjá félaginu. 1 fréttatilkynningu Air Viking um leiguna á flugvélinni segir m.a. svo: „Viðhald og smærri skoðanir (A og B) eru allar unnar af is- lenzkum starfsmönnum á Kefla- vlkurflugvelli, en stærri skoðanirnar (C og D) verður að framkvæma erlendis, þar sem aðstaða er ekki á Keflavikurflug- velli ennþá fyrir stærri skoðanir á flugvélum. önnur þota Air Viking fór á siðastliðnu vori i C-skoðun á Irlandi, en hin þotan á nú innan tlðar að fara i D-skoðun, sem einnig þarf að framkvæma er- lendis og tekur um 6 vikur. Vegna mjög mikils annrikis á flugvéla- verkstæðum þeim sem til greina koma við slik verkefni, getur þetta verk ekki orðið unnið fyrr en I septemberlok. Vegna mikils annrikis hjá Air Viking var tekin á leigu i Banda- rlkjunum þota af sömu gerð og þotur þær sem Air Viking á. Inn- réttingar eru þó að nokkru frá- brugðnar. 1 vélinni er rúm fyrir 176farþega. Umsaminn leigutimi er 3 mánuðir. Áhafnir Air Viking fljúga að sjálfsögðu vélinni og flugvirkjar fyrirtækisins annast viðhald vélarinnar, þar sem I leigusamningnum er ekkert keypt af hinum erlendu aðilum nema not sjálfrar vélarinnar. Ef stóraukin erlend verkefni hjá Air Viking kæmu til sögunnar áður en leigutímabilinu lýkur, er kostur á þvi að framlengja leig- una eða kaupa vélina og rynni þá um 45% af þegar greiddri leigu sem greiðsla til eigenda. Hjá Air Viking eru annars ekki á döfinni nein áform um frekari aukningu á flugflota.” Nú verða hundaeigendur að fara að landslögum BH-Reykjavik. — Ég tók þá ákvörðun, eftir nýfallinn dóm hæstaréttar f máli hundaeiganda, mörkuð not af fulltrúa staðsett um á Þórshöfn. Þar sem ráðuneytið taldi þá leið, er sett var fram I byggða- þróunaráætluninni, ófram- kvæmanlega, voru af heima- mörinum settar fram ekki alls fyrir löngu nýjar hugmyndir, sem miða að þvi að á hverjum stað verði nokkurs konar um- boðsmennsem geti framkvæmt smæstu þætti dómsvaldsins. Þar kom meðal annars fram sú hugmynd um að vikka valdsvið hreppstjóra og gera starf þeirra viðameira, auk þess sem talið var nauðsynlegt að amk. tveir umboðsmenn sætu til dæmis á Þórshöfn og Raufarhöfn, enda er aðstaða staðarbúa I lágmarki varðandi opinbera þjónustu. að beina þeirri áskorun til þeirra, sem eiga hunda hér i borginni, að þeir ráðstafi hundum sinum án tafar burt úr borginni, og er þar með að undirstrika það, sem öll- um má ljóst vera, að það er ekki heimilt að hafa hunda hér i Reykjavikurborg. Þannig komst Sigurjón Sigurðsson lögreglustjóri að orði, þegar Timinn hafði samband við hann vegna auglýsingar frá lög- reglustjóraembætdnu sem birtist i blaðinu i dag. Við inntum lög- reglustjóra eftir þvi, hvort þetta þýddi herferð til útrýmingar hundum. — Ég vil á þessu stigi alls ekki segja neitt um málið annað en það, að ég treysti því, að menn geri sér ljóst, hvað landslög segja um þetta mál, og það er á það, sem við viljum benda með aug- lýsingu þessari, svaraði Sigurjón Sigurðsson lögreglustjóri.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.