Tíminn - 15.07.1975, Blaðsíða 3

Tíminn - 15.07.1975, Blaðsíða 3
Þriöjudagur 15. júli 1975. TÍMINN 3 Fólkið slopp naumlega úr brennandi rútubílnum ASK Akureyri. A sunnudag vildi það dhapp til, þegar 38 manna rúta af Mercedes Benz gerð, sem i voru 30 manns frá Ferðafélagi Akureyrar, var á leið yfir Þorskafjarðarheiði, að það kviknaði i henni og hún brann svo gjörsamlega, að ekkert heillegt var eftir, utan annað framhjól hennar. Allt fólkið bjargaðist út úr rútunni, án meiðsla, og enn fremur tókst að bjarga öllum farangri úr farangursgeymslum hennar — tjöldum, svefnpokum og þvi um liku — en farangur sá, sem var inni i bilnum — mynda- vélar.veski og fleira — brann með henni, þvi að farþegunum gafst mjög naumur timi til að komast út úr henni. Að sögn Jóns Dalmanns, for- manns Ferðafélags Akureyrar, urðu menn fyrst varir við reyk, sem lagði undan velarhlif bif- reiðarinnar, en þegar hún var opnuð, skipti það engum togum, að upp gaus eldur, og breiddist hann nær samstundis aftur eftir undirvagni rútunnar. Tvö handslökkvitæki voru i bif- reiðinni, en þau komu að mjög takmörkuðu gagni og dugðu engan veginn til að hefta eldinn. Þegar bifreiðar frá Landssima íslands, sem staddar voru i Bjarkarlundi, komu á staðinn, var rútan brunnin. Ferðalangarnir gistu i Bjarkar- lundi aðfaranótt mánudags, en héldu siðan áfram til Isafjarðar i gær, með annarri rútu. Eldsupptök eru ókunn. Menn biðu í röðum eftir að nó sam- bandi við Heimaey gébé—Rvik. — Frá miðnætti á föstudag og til miðnættis á sunnu- dag 13. júli, voru sex islenzkir radioamatörar með stanzlausar sendingar og móttökur i Heima- ey, við radioamatöra um allan heim. A þessum tima er búizt við að þeir hafi haft samband við um eitt þúsund radioamatöra viða um heiminn. Skilyrði voru ekki sérstaklega góð, en þó reyndist árangurinn mjög góður. Kallmerki amatöranna i Heimay var TF7V, en stöð með kallmerk- inu TF7, hefur ekki verið notuð i meira en 25 ár. Þeir erlendu radioamatörar sem samband var haft við og höfðu samband við Heimaey, fá allir sent sérstakt kort með litmynd af gosinu i Eyj- um, með kallmerkinu TF7V. Fyrst var haft samband við radioamatöra innanlands og nágrannalönd okkar, Jan Mayen, Grænland, Færeyjar og öll Norðurlöndin. Siðar var „ferð- ast” um allan heim, ef svo má segja, og var t.d. mjög gott sam- band við Bandarikin. Rikti mikill áhugi radioamatöra þar, svo mikill að hafa varð samband við þá eftir röð og skipt niður i svæði, en sex sinnum var haft samband við hvert svæði. Hundruð ama- töra biðu eftir að komast að. Guöjón Einarsson, ljós- myndari Timans, var einn radióamatöranna I Eyjum um heigina og hér er hann að ræða við einn i Paris. Tveir af islenzku amatörunum höfðu sjálfir unnið við þaö undan- farna mánuði að koma sér upp loftnetum, sem reyndust eins og raunar öll netin, sérlega vel. Haft var samband við Evrópu- lönd, við eyjar i’ Miðjarðarhafinu allt til Israel, þá var rætt við mörg fylki i Rússlandi allt til Siberiu, Nýfundnaland , Canada til Kyrrahafs. Talað var við marga i Japan. Geysilegan fjölda i Bandarikjunum og mörg.riki i Suður-Ameriku, en ekki náðist til Ástraliu og var slæmum skilyrð- um kennt um. Einn af sexmenningunum sagði, að þetta hefði verið mjög erfitt og hefðu þeir stundum fleygt sér útaf alveg uppgefnir, sofið i 2-4 stundir og byrjað svo aftur. Má t.d. sjá á þvi hve annriki var mikið að á þrem stundarfjórungum voru um fjöru- tiu erlendar stöðvar afgreiddar. Það voru mjög þreyttir en ánægðir sex radioamatörar,sem á sunnudagskvöld hættu móttöku og sendingum á stöðinni TF7V. Þeir vilja sérstaklega þekka vita- veröinum á Stórhöfða, en án hans heföi þetta aldrei verið mögulegt, sagði einn þeirra. Aðstöðu höfðu þeir bæði i vitanum sjálfum svo og tjöldum þar hjá, og kölluðu þeir það stúdió A og B. Tilgangurinn með þessu, var að minnast að það eru 2 ár frá þvi að gosinu lauk i Heimaey. Þetta er i fyrsta skipti er svo skipulagður hópur radioamatöra á íslandi, tekur að sér slikt verkefni, en það var kostað að öllu leyti af þeim sjálfum. VANTAR NEYÐARÚTGÁNGA Á NÆR ALLA RÚTUBÍLA Air Viking með franska túrista Gsal-Rvik. — Bárður Daniels- son, forstjóri Brunamálastofn- unar rikisins, sagði i viðtali við Timann í gær, að mjög hæpið væri, að eldvarnir i rútum og öðrum stærri fólksflutningabif- reiðum ættu að heyra undir Brunamálastofnunina. — Ég mun þó kynna mér málavöxtu i þessu tálviki, sagði Bárður, — og þótt það sé ekki tekið fram i lög- unum, að eldvarnir i rútum heyri undir okkur, eigum við þó alltént aðgefaþessu gaum sem og öðrum eldvörnum sagði hann. Báröur kvaðst telja, að rangt slökkvitæki hefði verið i um- ræddri rútubifreið, þ.e. vatns- slökkvitæki, en það væri yfir- leitt gagnsli'tið við elda i bif- reiöum. Rétta slökkvitækið væri dufttæki, þ.e. slökkviduft. — Ég geri ráð fyrir þvi, að eftir þennan bruna, munum við koma á framfæri ýmsum fróð- leik um öryggisútbúnað i bif- reiðum varðandi eldvarnir, sagði Bárður. — Það er ekki lagaleg skylda að hafa slökkvitæki i venjuleg- um fólksbifreiðum, sagði Bárður, þegar viö spurðum hann um það atriði. — Það má hins vegar heimfæra það óbeint inn á lög um eldvarnir, en i þeim segir aö það sé skylda að hafa þann búnað sem eðlilegastur getur talizt, — og ég tel það varla orka tvimælis, að slökkvi- tæki sé þar eðlilegur búnaður. Bárður kvað þvi miður engar reglur hafa verið settar um þennan málaflokk og i raun væri þessum málaflokki illa sinnt, þvi að bileigendum einum væri i lófa lagiö að setja upp búnað til eldvarna, — en þeim engar skyldur lagðar á herðar. — Ég teldi eðlilegt, sagði Bárður, að þessi málaflokkur heýrði undir bifreiðaeftirlitið, þvi að ég lit svo á, að það eigi að sjá svo um að öryggi i bifreiðum sé full- nægt, — og eldvarnir eru að sjálfsögðu öryggismál. Bruna- málastofnun sér um að sam- komuhús hafi fullkominn neyðarútgang, en rútubifreiðar hafa nær allar engan neyðarút- gang og ég tel tilfinnanlega vanta neyðarútganga á þessar stóru fólksflutningabifreiðar, sagði hann. Bárður benti á, að nauðsyn bæri til að setja á reglur og lög sem skylduðu bileigendur til að hafa slökkvitæki i bilum sinum, og taldi eðlilegt, að bifreiða- eftirlitið sæi siðan um, að þeim ákvæðum væri framfylgt. — Það væri hæpið, að láta Bruna- málastofnunina stunda bif- reiðaskoðanir, sagði Bárður Danielsson að lokum. — í bifreiðum, sem geta flutt 16 farþega og þar yfir, er skylt að hafa slökkvitæki, sagði Franklin Friðleifsson, fulltrúi hjá Bifreiðaeftirlitinu i gær þegar Timinn hafði tal af hon- um. — Við athugum hvort slökkvitæki séu til staðar i rút- unum og eins göngum við úr skugga um það, að þau séu I lagi. Franklin sagði, að i reglugerð um þessi atriði væri ein- Veiðihorninu barzt eftirfar- andi bréf frá Gunnlaugi Tr. Gunnarssyni, Kasthvammi, Laxárdal, S-Þing., og kann hon- um beztu þakkir fyrir: í júnimánuði 1974 tók til starfa Veiðimannahús i Laxárdal. Margir af þeim, sem koma til að veiða i Laxá, vita ekki að þetta hús er til, og þaö jafnvel „Ár- menn” sem hafa ána á leigu. 1 húsinu eru tólf herbergi, 2ja manna. Húsið leggur ekki til rúmföt og verða gestir annað hvort að hafa meö sér rúmföt eða svefnpoka. Gistingin er seld sem svefnpokapláss. 1 húsinu er mjög rúmgóður matsalur og leggur húsið til öll búsáhöld. Þar er heitt og kalt vatn og steypibað. Veiðarfærageymsla er i hús- inu, aöstaöa til að gera að vörðungu kveðið svo á um, að slökkvitæki væru til staðar i bif- reiðunum, en ekki hvers konar tæki, —ogþað væri t.d. nægilegt að hafa litið vatnsslökkvitæki, þótt staðreynd væri, að þau kæmu að harla litlum notum, þegar á reyndi við eld i bif- reiðum, sem yfirleitt væru annað hvort rafmagnseldar eða oliueldar. — Það stendur til að endur- skoða reglugerð um gerð og búnað ökutækja, en núverandi reglugerð er orðin nokkuð öldruð og inn i hana vanta ýmis ákvæði, — og maður vonar að itarlegri reglur verði einmitt settar um eldvarnir i nýrri reglugerð, sagði Franklin. Að lokum sagði Franklin, að árleg athugun á slökkvibúnaði og öðrum öryggisbúnaði bif- reiða væri alltof litil. — Það þyrfti að ganga úr skugga um að þessi tæki væru i lagi miklu oftar á ári, sagði hann. silungi og einnig er frystikista. Húsvörður og veiðivörður er I húsinu og ber að snúa sér til hans með veiðileyfi. Veiðimenn sitji fyrir gistingu, ef um pláss- leysi er að ræða. Veiðihúsiö stendur á fögrum stað i skjóllegu og sérstæðu umhverfi. Fyrirgreiösla öll og þjónusta er þar talin hin ágæt- asta og húsið hlotiö lof þeirra, sem þar hafa dvalið. Laxá i Aðaldal — Nokkuð góð veiði hefur verið undanfarið, sagði Helga Halldórsdóttir ráðskona i veiði- húsinu að Laxamýri i gær. Um hádegi voru komnir 406 laxar I allt. Stærsti laxinn er 28 punda, en einn 27 punda hefur einnig fengizt. Ágætisveður hefur veriö H V. Reykjavik. Franskt ferða- féiag, sem heldur uppi mjög víð- tækri starfsemi i Evrópu og viðar, hefur gert samning við Air Viking um flutning á 300 ferða mönnum frá suðurhluta Frakk- lands og frönskumælandi hluta Sviss, til Islands I sumar. Ferða- menn þessir koma hingað I tveim hópum og var það fyrri hópurinn sem kom hingað á sunnudags- kvöld með flugvél þeirri, sem Air Viking hefur nýlega tekið á leigu til þriggja mánaða. Siðari hópurinn kemur svo eftir um það bil þrjár vikur. í viðtali viö Timann i gær sagði Guðni Þórðarson, forstjóri Air Viking, að ferðafélag þetta væri einskonar „Ferðafélag Frakk- lands” og það væri ein deild innan þess, sú sem starfar i suðurhluta Frakklands og frönskumælandi Sviss, sem gert hefði samninginn viö Air Viking. Sagði Guðni að mikill íslandsáhugi væri meðal fólks á þessum slóðum og hefðu aö undanförnu, en stundum komið þoka þegar liöa tekur á daginn. — Héöan er nýfarið eitt holl úr Reykjavik, sagði Helga, og voru þeir ánægðir með sina veiði, fengu um 5-6 laxa hver eftir fjóra daga. Miðfjarðará — Miklir þurrkar hafa verið undanfarið, sagöi Sigrún Sigurðardóttir i veiöihúsinu Laxahvammi. Við biðum hér með öndina i hálsinum eftir rigningu, en hér rigndi litið eitt fyrir um það bil 10 dögum siðan, en það dugði skammt. Áin erþvi fremur vatnslítil þessa dagana, enda hefur verið heitt I veöri. A hádegi i gær voru 425 laxar komnir á land og var meðal- stærð þá um tiu til ellefu pund. sæti I ferðirnar selst upp á skömmum tima, auk þess að um 600mannsværu núá biðlista.sem ekki komast til tslands I sumar, vegna vandkvæða á að skipu- leggja ferðir þeirra hér innan- lands, með svo stuttum fyrirvara. Taldi Guðni að þarna væri aö opnast stór og góður markaður fyrir Islendinga og upplýsti aö Air Viking myndi ákveöið halda starfsemi þessari áfram næsta sumar. Félagar i þessari deild franska feröafélagsins munu vera mikiö áhugafólk um sögu, landafræði og jarðfræði og þess má geta, að þegar hingað kemur munu hópamir skiptast i fjóra minni hópa, sem fylgja munu mismun- andi ferðaáætlunum innanlands og áætlað er að með hverjum hóp veröi meðal annars jaröfræðing- ur, sem fræða mun ferðalangana um jarðfræði íslands. Flogiö verður með hópana beint frá Basil i Sviss, til Keflavikur- flugvallar. Einn lax úr Laxá i Dölum Heldur var dauft hljóöið i matsveininum Gunnari I veiði- húsinu við Laxá i Dölum. Þar mátti byrja veiðar þann 20. júni, en leigutakar eru Bandarikja- menn, sem engan áhuga hafa enn sýnt á laxveiði þar, og hafa aðeins 3 menn — sem reyndar voru frekar aö kanna aðstæður við ána — veitt þar i tæpan dag og var veiöin ekkert til að hrósa sér af, eða einn lax. Það hefur þvi verið með afbrigðum rólegt I veiöihúsinu og viö ána það sem af er veiöitimanum. Banda- rikjamennirnir hafa tekið ána á leigu allan veiðitimann, eða þrjá mánuði. Gunnar sagði, aö þurrkar hefðu verið undanfarið og að áin væri sérstaklega vatnslitil, en sagðist þó halda að nóg væri af laxi i henni. Búizt er vió fyrstu Bandarikjamönnunum um næstu helgi, svo i næstu viku getum við vonandi sagt fjörlegri veiöifréttir úr Laxá i Dölum — ef hann rignir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.