Tíminn - 15.07.1975, Blaðsíða 10

Tíminn - 15.07.1975, Blaðsíða 10
10 TÍMINN Þriðjudagur 15. júli 1975. 15. landsmót UMFÍ tókst vel Verða ungmenna félögin fyrir fjór- hagslegu tjóni af landsmótinu? tþróttalandsmót ungmenna- félaganna var haldið með miklum glæsibrag á Akranesi dagana 10.—13. júlí, eða 'frá fimmtu dagskvöldi til sunnudagskvölds. Hið opinbera heiti mótsins var 15. Landsmót UMFt, Akranesi 1975. Ávarp Landsmótsnefndar. t ávarpi frá landsmótsnefnd segir á þessa leið: Undirbúning og framkvæmd 15. landsmóts UMFl annast Ung- mennasamband Borgarfjarðar og Ungmennaféiagið Skipaskagi. Undirbúin er móttaka fleiri iþróttamanna og -kvenna en nokkru sinni áður til þátttöku i fleiri iþróttagreinum en áður hef ur þekkzt á landsmótum okkar. Landsmótsnefnd hefur reynt eftir beztu getu að undirbúa keppnis- aðstööu og allan aðbúnað svo vel, að viðunandi megi teljast, og væntir þess að þátttakendur nái hér góðum árangri og liði vel. Reynt hefur verið að undirbúa komu hinna almennu mótsgesta, eins vel og unnt er, og vonar nefndin, að hver og einn finni hér eitthvað við sitt hæfi til að taka þátt i eða fylgjast með. Keppnin er ef til vill aðalþáttur mótsins, en landsmótsnefnd vill sérstaklega undirstrika, að kynning á fjöl- þættu starfi ungmennafélaganna er höfuðmarkmið mótsins, auk hinna almennu kynna, sem vænt- anlega skapast milli félagssam- taka og einstaklinga hvaðanæva af landinu. Formaður landsmótsnefndar var Sigurður R. Guðmundsson, og hittum við hann að máli i aðal- stöðvunum — gagnfræðaskólan- um á Akranesi — á sunnudag, i þann mund er úrslitakeppni var vel komin af stað i hinum ýmsu greinum. Sigurður hafði þetta að segja: Rætt við formann mótsnefndar — Þetta er fimmtánda lands- mótiðj sem Ungmennasamband Islands heldur. Mótin eru haldin á þriggja ára fresti, og er þeirri venju oftast haldið. — Þetta er umfangsmesta og stærsta landsmót, sem þessi sam- tök hafa haldið. Ber þar margt til, — meðal annars það, að nú er i fyrsta skipti keppt i fimm nýjum landsmótsgreinum, en það eru júdó, lyftingar, borðtennis, sigl- ingar og blak. Þessar greinar eru kynntar hér i fyrsta sinn. — Hvað má rekja sögu ung- mennafélagshreyfingarinnar langt aftur i timann á islandi? — Sögu ungmennafélaganna má rekja aftur til ársins 1907, en þá var fyrsta ungmennafélagið stofnað formlega á Islandi. Siðan hefur hreyfingin starfað óslitið af miklum dugnaði. Hafa hægt um sig i fjölmiðlum, en starfa samt Sumir segja, að lægð hafi komið i þetta félagsmálastarf á í tómstundum milli keppni og gafst timi til smátónleika. Veriö velkomin á 15. landsmót UMFÍ. Islandi allt.” Löng og merk saga landsmótanna Fyrsta landsmót ungmenna- félaganna var haldið á Akureyri árið 1909, en siðan hafa þau verið haldin með nokkru millibili viðs- vegar um landið, i hinum ein- stöku landshlutum. Mót þessi lágu niðri um hrið, eða frá árinu 1914—1940, en þá var mótið haldið i Haukadal, og mun Sigurður Greipsson, iþróttafrömuður hafa átt heiðurinn af þessari endur- vakningu, enda kom það i hans hlut að undirbúa mótið og stjórna þvi. Siðasta landsmót var haldið á Sauðárkróki árið 1971, og næsta landsmót verður siðan að þrem árum liðnum norður á Dalvik. Mótið á Akranesi mun vera fjölmennasta og glæsilegasta landsmót, sem haldið hefur verið, og þátttakendur voru 12.000—15.000, ef allir, sem mótið sóttu.eru taldir með. annarra atriða landsmótsins vissu timabili, en ég held,að það sé ekki rétt. Hreyfingin sem slik hefur heldur hægt um sig opin- berlega, er t.d. mun minna til umræðu i fjölmiðlum en önnur hliðstæð félagssamtök, t.d. iþróttahreyfingin, þvi önnur stefna er i iþróttum hjá ung- mennafélögunum. Við leitum eftir að fá sem flesta til þess að taka þátt i iþróttum, en litum ekki endilega á þetta sem sérfélag fyrir afreksmenn. Nú, um mótið sjá að þessu sinni Ungmennasamband Borgar- fjarðar og Ungmennafélagið Skipaskagi. „Sérfróðir” menn valdir i landsmótsráð. — Hversu lengi hafði undirbún- ingur staðið? — Við tókum ár i þetta, heilt ár, og er þá átt við starf af fullum krafti. Var þá sett á stofn sérstakt landsmótsráð, en þar var leitazt við að fá sérfróða menn á ýmsum Sigurður R. Guðmundsson. Rætt við Sigurð R. Guðmunds son, formann mótsnefndar sviðum til starfa. 1 Landsmóts- nefnd voru þessir menn: Ólafur Þórðarson, Kristófer Þorgeirsson, Garðar Oskarsson, Ingólfur Steindórsson, Pálmi Gislason, Sigmundur Hermunds- son, Bjarni Sigurðsson og Sigurður R. Guðmundsson. Framkvæmdastjóri landsmóts- nefndar var Sigurður Geirdal. — Hvað kostar að halda svona mót? — Það liggur nú ekki alveg ljóst fyrir. Þegar hálfur mánuður var til móts, þá töldum viðj að Ungmennasamband Borgarfjarðar og Ungmfél. Skipaskagi vörðu 10 milljónum kr. til landsmótsins Sundlaug fyrir 2 milljónir — Við lögðum i ýmsar nauð- synlegar og dýrar framkvæmdir vegna þessa móts. T.d. byggðum við sundlaug, sem flestir vita. Hún er úr timbri og plastdúk. Hún kostaði nær tvær milljónir króna. Þegar mótinu er lokið verður hún tefin ofan og seld og höfum við góðar vonir um að geta selt efnið á innkaupsverði, en vinnan er auðvitað töpuð, sú sem lögð var i byggingu hennar og niðurrif. — Hvernig eru fjárhagsmálin leyst erlendis á svipuðum mótum? — Þar eru þatttökugjöldin látin standa undir kostnaðinum að verulegu leyti, t.d. i Danmörku, þá greiðir hver keppandi ákveðið gjald fyrir þátttöku og eins greið- ir hann fyrir fæði og fl. — Hvernig heppnaðist stjórnin hingað, sem og varð, en tölur um gestafjölda liggur ekki alveg ljós fyrir. Erlendir flokkar. — Þessir þátttakendur þurfa vissa þjónustu, keppendur og gestir okkar, sem meðal annars voru þrir flokkar frá Nórðurlönd- unum, auk heiðurgestsins, frú Sigriðar Thorlacius, sem boðin var i tilefni kvennaársins. LANDSMÓTI ALLA STAÐ — sagði Stefón Bjarnason Hjálparsveit sl björgunarsveit Stúlkurnar rétta piltunum hjálparhönd við að reisa tjöldin. kostnaður væri kominn i um það bil fimm milljónir króna, en síðasti hálfi mánuðurinn varð lika drjúgur, og má visast vera að kostnaðurinn sé kominn i 8—10 milljónir króna. — Verður ágóði af mótinu? — Það getur alveg eins verið að endarnir nái ekki saman. Það fá- um við ekki að vita fyrr en eftir alllangan tima. Margt er óupp- gert,— sumu þarf að skila, annað að selja og það munu liða margir mánuðir, þar til endanlegar tölur liggja fyrir. Verður tap? Landsmótin vantar tekjustofn — Þeir, sem að þessu standa hafa ekki fjárhagslegt bolmagn til þess að taka á sig neitt tap, en ef tap verður, þá verðum við að nota næsta ár til þess að greiða skuldir að vullu. — Félögin, sem standa að þessu móti, veita margs konar þjónustu við mótsgesti án endur- gjalds. Ég tel, að i rauninni, þá sé ekki nógu vel frá þessu gengið hjá ungmennafélögunum. Þátttak- endur eða félög þeirra greiða engin þátttökugjöld sem þó væri mjög æskilegt, til þess að jafna kostnaði milli félaga og manna. Hér mættu, eða voru skráðir til leiks um 1000 keppendur og starfsmenn munu hafa verið um 400, þegar flest var, og af þessu sést, að það hlýtur að vera kostn- aðarsamt að halda slikt stórmót. Nauðsynlegt er i framtiðinni að tryggja einhvern tekjustofn fyrir þessa starfsemi. á mótinu. Varð hún i samræmi við áætlun? — Já þetta hefur gengið mjög vel. Að visu voru nokkrir örðug- leikar i byrjun mótsins, eða fyrir hádegi á föstudag, og við vorum seinir i gang, en siðan um miðjan dag á föstudag, hefur allt gengið snurðulaust fyrir sig. Bæjarstjórnin á Akranesi sýndi samstarfsvilja — Nú, ef verið er að láta hafa eftir sér eitthvað um þetta mót, þá verður að minnast þess, að bæjarstjórnin á Akranesi sýndi þessu móti mikinn áhuga. Lagði sig alla fram, væri kannski réttara, til þess að mótið gæti far- ið fram. Lánaði mannvirki, lét hraða framkvæmdum við önnur, svo þau mættu koma til nota fyrr, og lagði i margvislega fjárfest- ingu vegna okkar, fjárfestingu, sem að visu kemur bæjarfélaginu til góða, svo sem við iþróttahúsið og iþróttavöllinn. Sama er að segja um löggæzluna. Þá tóku skátar og björgunar- sveitin hér virkan þátt i mótinu, eða stjórnun þess. Annars er svo til allt þetta mót unnið i sjálfboða- starfi, og það sjálfboðastarf held ur áfram, eftir að mótinu lýkui; taka verður hluti niður, skila munum og afmá vegsummerki. Það er þvi mikið starf, sem biður okkar, þegar mótinu lýkur. Það er talið að ungmennafélagshreyf ingin sé 20.000 manns, ef allt er talið. Viðurðum þvi aðbúa okkur undir, að mikill mannfjöldi kæmi félagsins aðst< Það gefur auga leið, að þegar gifurlegur mannfjöldi safnast saman á einum stað eins og á landsmóti ungmennafélaganna, er nauðsynlegt að skipuleggja margvislega neyðarþjónustu, og efla verður löggæzlu á staðnum, jafnvel þótt jafn friðsamleg sam- tök og ungmennafélögin slái niður tjöldum. Lögreglan við öllu búin Við hittum að máli á sunnu- dagsmorguninn Stefán Bjarna- son, yfirlögregluþjón á Akranesi, og spurðum hann frétta af lög- sögu og fleira á þessu 15. lands- móti UMFt. Hann hafði þetta að segja: — Það var mikill viðbúnaður hjá lögregluyfirvöldum fyrir Stefán Bjarnason.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.