Tíminn - 15.07.1975, Blaðsíða 14

Tíminn - 15.07.1975, Blaðsíða 14
14 TÍMINN Þriðjudagur 15. júli 1975. þessum liðsafla. En ef ég fengi einhverju um ráðið í þessum heimi, þá vildi ég óska að bardaginn stæði á ný á milli okkar tveggja. Talstöðvarmaðurinn tók af sér heyrnartækin og stóð alvarlegur í bragði upp frá borðinu. — Vaktir okkar stóðust ekki á,en ég talaði stundum við hann. Ef þér er sama, þá langar mig til að fá mér svolítinn göngutúr undir berum himni... Hann klif raði annars hugar niður af bílpallinum og gekk út á veginn. En áður en hann fór sagði hann: Kannski er birgðabíllinn ennþá neðar við veginn. Ef til vill get ég fengið kaffi og eitthvað í sarpinn. Hvað sem er... Hann þagnaði andartak, en gekk svo á brott og hvarf út í myrkrið. — Ef ykkur lenti einum saman á ný, myndi hann vita hvernig bezt væri að vinna á þér, sagði Trautman við Teasle. Hann myndi leggja þig í stíft einelti. Hann myndi örugglega drepa þig. — Nei. Nú myndi ég ekki flýja undan honum. Ég var hræddur við hann. En nú er það að baki. — Þú ættir samt að óttast hann. — Alls ekki. Ég er að læra um hann af þér. Ekki elta manninn f yrr en þú skilur hann. Það voru þín eigin orð. Ég veit orðið svo mikið um hann, að ég gæti unnið á hon- um. — Það er heimskuleg vitleysa. Ég hef varla sagt þér nokkuð um hann. Það getur verið að samkvæmis-sál- f ræðingur gæti soðið saman kenningu um að móðir hans haf i dáið af völdum krabbameins þegar hann var á unga aldri, faðir hans hafi verið áfengissjúklingur, og reynt að drepa hann með hnif. Strákurinn hafi svo hlaupist á brott úr húsinu sama kvöld með boga og örvar og skotið á karl föður sinn og nærri drepið hann. Svo gæti hann vísað til taugaveiklunar og andlegrar bælingar, eða hvað það nú heitir allt saman. Matarskortur haf i verið á heimilinu vegna ónógra peninga og hann haf i orðið að hætta skóla- námi og hef ja vinnu á einhverju verkstæði. Þetta myndi hljóma sennilega, en væri þó meiningarlaust. Við viður- kennum enga veiklun. Hann sætti ströngum prófum. Hann er í jaf nmiklu jaf nvægi og þú og ég. — Ég lifi ekki á manndrápum. — Auðvitaðekki. Þú umberð þjóðfélagskerf i, sem læt- ur aðra gera það f yrir þig. Þegar þeir koma svo heim úr stríðinu, þá þolir þú ekki af þeim nályktina. — Fyrir það f yrsta hafði ég ekki hugmynd um að hann var í stríðinu. — En þú sást að hann hegðaði sér ekki eðlilega. Samt lagðir þú þig ekki í framkróka um að komast að ástæð- unni fyrir því. Hann er umrenningur, segir þú. Hvað hef ði hann átt að vera annað? Hann f órnaði þrem árum ævi sinnar til að taka þátt í stríði, sem átti að vera landi hans og þjóð til bóta. Það eina sem hann kunni að lokinni herþjónustu, var að drepa menn. Hvar átti hann að fá starf, sem krafðist slíkrar starfsreynslu? — Hann þurfti ekki að ganga í herinn. Hann hefði líka getað unnið áfram á verkstæðinu. — Hann gekk í herinn, því hann bjóst við herkvaðning- unni þá og þegar. Hann vissi líka að beztu hersveitirnar, þær bezt þjálfuðu, sem gefa mönnum mesta lífsmögu leika, taka ekki herkvadda menn í þjálf un, heldur aðeins sjálfboðaliða. Þú segir að hann hefði getað farið aftur að vinna á bílaverkstæðinu? Það hefði verið heldur en ekki huggun fyrir hann. Eftir þrjú ár situr hann uppi með heiðursorðuna, taugaáfall og smyr bíla. Þú talar um að fara einn gegn honum. Samt sem áður lætur þú að því liggja, að eitthvað sé sjúklegt við þann mann, sem lif ir á því að drepa. Þú slærð ekki neinu ryki í augun á mér. Þú ert jaf n herskár og hann. Þannig byrjuðu öll þessi ósköp. Ég vona að þú eigir eftir að lenda einn gegn honum. Það verður það síðasta, sem þú lif ir óvænt. Hann er nef nilega dálítið sérstakur. Hann er sérfræðingur á sínu sviði. Hann var neyddur til þess á vígstöðvunum. Nú er hann kominn heim með allan sinn lærdóm og reynslu. Til að geta gizkað á áætlanir hans, þó ekki væri nema einu sinni, þá yrðir þú að rannsaka hann og kynnast honum í meira en ár. Þú yrðir að kynna þér hvert einasta nám- skeið sem hann sótti og alla bardaga, sem hann tók þátt í. Þó þú sért höfuðsmaður, þá er helzt á þér að heyra, að þér sé ekki allt of vel við herinn. — Auðvitað er mér ekki allt of vel við herinn. Hvaða heilbrigður maður gæti verið annarrar skoðunar? — Hvers vegna ert þú þá í þessu starfi. Sérstaklega ÞESSU starfi, að kenna mönnum að drepa? — Ég kenni þeim ekki að drepa. Ég kenni þeim að halda lífi. Svo lengi sem við sendum menn út af örkinni að berjast, þá er það mikilvægasta sem ég get gert, að tryggja það svo sem auðið er, að einhver hluti þeirra að minnsta kosti komi aftur lifandi til baka. Mitt starf er að bjarga mannslífum, en ekki að fórna þeim. — Þú segir að ég slái ekki ryki í augun á þér og líka að ég sé jaf n herskár og hann. Ég held þér skjátlist. Ég vinn mitt starf eins heiðarlega og mér er unnt.En sleppum því í bili. Þú slærð heldur ekki neinu ryki í augun á mér. Þú lliIMIB:! Þriðjudagur 15. júli 7.00 Morguniítvarp Veöur- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10 Fréttir kl. 7.30, 8.15 ( og forustugr. dagbl.) 9.00 og 10.00 Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 8.45.: Geir Christensen les söguna „Höddu” eftir Rachel Field (20). Til- kynningar kl. 9.30. Létt lög milli atriða. Morgunpopp kl. 10.25. Hljómplötusafnið kl. 11.00: Endurtekinn þátt- ur Gunnars Guðmundsson- ar. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: „Máttur lífs og moldár” eftir Guð- mund L. Friðfinnsson Höf- undur les(l4). 15.00 Miðdegistónleikar: lslensk tónlist a. „Esja”, sinfónia i f-moll eftir Karl O. Runólfsson. Sinfóniu- hljómsveit íslands leikur: Bohdan Wodiczko stjórnar. b. Friðbjörn G. Jónsson syngur islensk þjóðlög og lög eftir Sveinbjörn Svein- björnsson. c. „Næturljóð” eftir Jón Leifs. Jude Mollen- hauer leikur á hörpu. d. Ólafur Þorsteinn Jónsson og Guðmundur Jónsson syngja tvisöngslög eftir Eyþór Stefánsson og Sigurð Agústsson. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.25 Siðdegispopp 17.10 Tónleikar 17.30 Sagan: „Barnið hans Péturs” eftir Gun Jacobson Jónina Steinþórsdóttir þýddi. Sigurður Grétar Guðmundsson les(8). 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Hún hafði gott hjarta Gisli Jónsson menntaskóla- kennari flytur erindi um konu þá, sem fyrst kaus á Islandi. 20.05 Lög unga fólksins Ragn- heiður Drifa Steinþórsdóttir kynnir. 21.00 Vr erlendum blöðum Ólafur Sigurðsson frétta- maður tekur saman þáttinn. 21.25 Fiðlukonsert I D-dúr op. 35 eftir Tsjaikovski Ruggiero Ricci og Fil- harmóniusveit hollenzka Utvarpsins leika: Jean Fournet stjórnar. (Hljóðritun frá hollenzka Utvarpinu). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir Kvöldsagan: „Knut Hamsun lýsir sjálfum sér” Martin Beheim-Schwarz- bach tók saman. Jökull Jakobsson les þýðingu sina (4). 22.40 Harmonikulög Sone Banger og hljómsveit Sölve Strands leika. 23.00 „Women in Scandi- navia”, — annar þáttur — Finnland. bættir á ensku, sem gerðir voru af norrænum Utvarpsstöðvum, um stöðu kvenna á Norður- löndum. Martha Gaber- Akkanen stjórnaði gerð annars þáttar. 23.30 Fréttir I stuttu máli. Dagskrárlok. Hreint É ^land I fagurt I land I LANDVERND

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.