Tíminn - 15.07.1975, Blaðsíða 19

Tíminn - 15.07.1975, Blaðsíða 19
Þriöjudagur 15. júli 1975. TÍMINN 19 Herbert Strang: Fífldjarfi drengurinn virkisgörðunum. Ef óvinirnir komast inn i kastalagarðinn skaltu fara út á þakið og gera það, sem þú getur. Alan varð að sætta sig við þetta. Þegar óvinirnir voru komnir inn i garðinn, gekk hann allra manna ötullegast fram i þvi að fleygja i þá grjóti ofan af þakinu. Þegar hann gægðist fram yfir brjóstvirkið og sá, að óvinirnir höfðu hörfað aftur á bak, skaut hann ör að þeim. En hann dró ekki til þeirra og ósk- aði þess nú, að hann væri orðinn nógu sterkur til þess að geta skotið af lásboga. Þá hefði hann dregið lengra en með venju- legum boga. Þegar hér var komið sögu, var orðið áliðið dags. — Við höfum tekið okkur örstutta hvild, frú min, sagði Albert við greifafrúna. — Mönnunum veitir ekki af þvi sér til hressing- ar. — Þeir hafa ekki gert mikið, sagði Al- an, — ekki annað en að hörfa undan! — Skammastu þin! mælti móðir hans al- varleg á svipinn. — Albert hefur hagað þessu skynsamlega. Hann hefur það fáa menn, að hann má ekki eiga það á hættu að missa neinn þeirra, að hvernig ættum við þá að verja kastal- ann? Getum við var- izt, þangað til maður- O Bíldudalur Endurbætur á frystihúsinu. En þetta stendur þó vonandi allt til bóta, því fram undan eru verulegar endurbætur á frysti- húsinu, sem koma til með að auka framleiðslugetu þess stórlega. Stofnað hefur verið á Bildudal nýtt hlutafélag, sem taka mun við rekstri frystihússins. Fiskveiða- sjóður hefur heitið lánsfyri- greiðslu til endurbyggingar frystihússins, þannig að ástand þess verði viðunandi og að það fullnægi öllum nútimakröfum. Nemur fyrirgreiðsla Fiskveiða- sjóðs um 60% af framkvæmda- fénu, sn Byggðasjóðs um 25%. Hingað til hefur atvinnumálum þannig verið háttaðá Bildudal, að rækja og rækjuvinnsla hefur varið aðalþátturinn, en vinnsla bolfisks nánast aukaþáttur. Þessu ætlum við að breyta, og treysta þannig betur ástand at- vinnumálanna. — Þessar endurbætur á Frysti- húsinu standa kannski i sam- bandi við komu skuttogara? — Nei, alls ekki. Hins vegar eigum við Bilddælingar þann óskadraum, að skuttogari komi i kauptúnið. Þegar uppbyggingu við frystihúsið er lokið getum við farið að snúa okkur að næsta stór- verkefni, sem er skuttogarakaup, til þess að tryggja frystihús- inu nægilegt hráefni til að vinna úr. Rekstur linubáta héðan er mjög erfiður, vægast sagt hæp- inn, vegna þess hve langt þarf að sigla á miðin, og þvi eiga bátarnir erfitt með að ná réttum róðrar- fjölda yfir vikuna. Linubátunum mun þvi aldrei takast að sjá frystihúsinu fyrir nægilegu hrá- efni. Það verður aðeins gert með skuttogara eða þá tveimur stór- um vertiðarbátum. Af fenginni reynslu annarra byggðarlaga er það álit manna hér, að skuttogari sé heppilegasta lausnin. Léleg hafnaraðstaða — En til þess að taka á móti skuttogara þurfið þið væntanlega góöa hafnaraðstöðu? — Það er rétt. Sannleikurinn i málinu er þó sá, að hér i Bildudal eru hafnarmálin i hinum mesta ólestri, þvi að höfnin er bæði allt of litil og þröng, þannig að algjört > vandræðaástand hefur skapazt af þeim sökum. Skemmast hér bátar og skip fyrir fleiri fleiri milljónir á ári hverju vegna hinn- ar lélegu hafnaraðstööu. Það sem fyrst og fremst þarf að gera i hafnarmálunum eru dýpkunar- framkvæmdir og lenging viðlegu- kantanna. Það kostar mikið fé að gera höfnina góða, 30 til 50 mill- jónir króna, en þetta er mál, sem þolir enga bið. Það sem af er þessu ári, hafa engar hafnarframkvæmdir verið hér og verða liklega ekki i sumar. Litum við það mál mjög alvar- legum augum. Við börðumst fyrir þvi eins og við lifandi gátum bæði i fyrra og undanfarin ár að fá aukið fé til hafnarframkvæmda, en litið miðar fram á við i þeim efnum. Til hafnarbóta á Bildudal hafa verið veittar 5,2 milljónir, en ekkert er farið að gera fyrir þá peninga, og siðustu fregnir herma, að ekkert verði gert, þessu hafi öllu verið frestað. Hafnarmálastjóri var t.d. búinn að lofa okkur öllum undirbún- ingsmælingum strax i vetur, en það loforð hefur ekki verið efnt. Framkvæmdir sveitarfélagsins — Þið eruð að vonum óánægðir með niðurskurð fyrirhugaðra framkvæmda af hálfu hins opin- bera. Hvað er þá að frétta af fyrirhuguðum framkvæmdum á vegum sveitarfélagsins? — Innan tiðar hefjumst við væntanlega handa um byggingu sex leiguibúða. Við höfum að visu ekki fengið heimild til þess að byrja framkvæmdir með þátttöku rikisins að 80% og erum við eins og allir sveitarstjórnarm. á Vest- fjörðum mjög óánægðir yfir þeirri ákvörðun. Við höfum hins vegar fengið heimild frá Hús- næðismálastjórninni til þess að hefja byggingarframkvæmdir fyrir þau 20%, sem við komum til með að leggja til þessara leigu- ibúðabygginga. Á ég fastlega von á þvi, að framkvæmdir geti hafizt nú á næstunni. Eftirspurneftir ibúðum þessum hefur verið mjög mikil, og var þeim öllum úthlutað strax i fyrra haust. Þeir sem hafa viljað kom- ast I þessar leigubi'búðir eru bæði fólk af staðnum t.d. ungt fólk, sem er að byrja sinn búskap, og svo fólk, sem flytja vill úr gömlu og lélegu húsnæði. Auk þess er hér einnig um að ræða fólk, sem flytjast vill til Bildudals. Húsnæðisskortur tilfinnanlegur Húsnæðisskortur hefur verið mjög tilfinnanlegur og hamlað mjög frekari fjölgun ibúanna. Vitum við um þó nokkra, sem hafa haft mikinn hug á að flytja hingað, en ekki geta sakir hús- næðisskorts. Auk leiguibúðanna má svo nefna að við erum með i byggingu tvo verkamannabústaði og gengur bygging þeirra mjög vel. Og fyrst ég er farinn að ræða um húsbyggingar þykir mér rétt að geta þess, að nýlega er hafin bygging 8 ibúðarhúsa á vegum einstaklinga, og er það Húsa- smiðjan i' Reykjavik, sem sér um þær framkvæmdir. Þessi hús koma öll tilbúin til okkar, og verða þau væntanlega ibúðarhæf siðar á þessu sumri. Auk þessa eru, nokkrir aðrir einstaklingar að reisa sér hús. Það er þvi' ekki hægt að segja annað en að miklar byggingar- framkvæmdir séu i gangi hjá okkurBilddælingum,þviaðef allt er taliö, eru liklega um 26 ibúðar- hús ismiðum, og verður helming- ur þeirra ibúðarhæfur á þessu ári. Vegna allra þessara nýbygg- inga þurftum við að skipuleggja nýtt hverfi, og sá Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen um það. Nú, auk framangreindra fram- kvæmda á vegum sveitarfélags- ins má svo nefna það, að við erum að reisa mikla slökkvistöð, sem kostar okkur um 6milljónir króna og miðar þvi verki vel áfram. Hins vegar er ekki útséð enn, hve langt við komumst með þær framkvæmdir, þvi að það er eins með okkur og mörg önnur sveitarfélög,-að peningarnir stiga á heimilinn varðandi framkvæmdir. Á næstunni stendur svo til að byrja byggingu dagheimilis fyrir börn, og höfum við fengið sam- þykktar teikningai' og allt skipu- lag i þvi sambandi. Fjárveiting til þeirra framkvæmda nemur um einni milljón króna og ætlum við allavega að byrja fyrir það og okkar eigið fjármagn. — Þú minntist þarna á eigið fjármagn. Það er þvi kannski rétt að spyrja, hvernig fjárhagur sveitarfélagsins sé um þessar mundir? Fjárhagurinn erfiður — Fjárhagurinn er vægast sagt mjög bágur um þessar mundir. Verkefnin eru mörg og fjárfrek, og hrökkva tekjur hreppsins skammt i þeim efnum. Hinir föstu gjaldaliðir, eins og til dæmis heilbrigðis- og skólamál taka kúfinn af tekjunum. Peningar til annarra nauðsynlegra fram- kvæmda eru þvi ekki fyrir hendi, og verðum við að fjármagna slik- ar framkvæmdir svo til eingöngu með lánsfé. — Hvað þá um gatnagerðar- framkvæmdir? — Við höfum þegar lagt i mik- inn kostnað vegna þeirra, t.d. búnir að leggja 2 götur I nýja hverfinu, Grænabakkahverfi, og er áætlað að kostnaður við þær framkvæmdir hafi numið um 5 milljónum króna. Þurfti að skipta um jarðveg allt niður, á þriggja metra dýpi og sums staðar meira. Þvi verki er lokið, en þá eru allar lagnir eftir. Varanlegt slitlag er hér hvergi og algjör óvissa um það, hvort af slikum framkvæmd- um getur orðið enda er fram- kvæmdalistinn hjá okkur anzi langur, bæði stór verkefni og smá, sem við tökum á undan varanlega slitlaginu. Treysta þarf grundvöll atvinnulifsins — Þó að við mikla erfiðleika sé að etja hjá svona litlu byggðar- lagi, þá værir þú varla i starfi sveitarstjóra, ef þú teldir Bildu- dal ekki eiga framtið fyrir sér? — Þetta er auðvitað alveg rétt. Vitanl. er ég bjartsýnn á fram- tið Bildudals, og það sem undir- strikar það, er að sjálfur er ég að Ingvar Stefán Ingi Norðurlandskjördæmi eystra Þingmenn Framsóknarflokksins I Norðurlandskjördæmi eystra, Ingvar Gislason, Stefán Valgeirsson og Ingi Tryggvason, boða til funda sem hér segir (aðrir fundir auglýstir siðar): Dalvik þriöjud. 15. júli kl. 9 e.h. Ólafsfjörður miðvd. 16. júli kl. 9 e.h. Húsavlk föstud. 18. júli kl. 9 e.h. Breiöumýri laugard. 19. júli kl. 9 e.h. Borgarf jarðarsýsla Aðalfundur Framsóknarfélags Borgarfjarðarsýslu verður hald- inn að Brún, Andakilshreppi, þriðjudaginn 15. júli og hefst klukk- an 21.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Kosning fulltrúa á kjördæmisþing. 3. Rætt um stjórnmálaviðhorfið Halldór E. Sigurðsson landbúnaðarráðherra og Ragnheiður Sveinbjörnsdóttir, bæjarfulltrúi mæta á fundinum. Breiðholtsbúar! Framsóknarfólk! Hverfasamtök framsóknarmanna I Breiðholti efna til skemmti- ferðar I Þórsmörk helgina 25.-27. júli n.k. Fariö verður eftir hádegiþ. 25.ogkomiðtilbaka seinnihluta sunnudags. Þátttaka tilkynnist fyrir 18. júli I sima 71596 og 71196 eftir kl. 19.00 á kvöldin. Allt framsóknarfólk velkomiö. Stjórnin. Hemlahlutir í flestar gerðir bifreiða frá Japan og Evrópulöndum iiLOssis—< Skipholti 35 • Simar: 8-13-50 verzlun • 8-13-51 verkstæði • 8-13-52 skrifstola Stýrisendar í brezkar vöru- og fólksbifreiðar og drátfarvélar niiOssK Skipholti 35 • Simar: 8-13-50 verzlun • 8-13-51 verkstæði • 8 II?---------- 13-52 skrifstofa J Lokað vegna sumarleyfa Verkstæði okkar verður lokað frá 21. júli til 16. ágúst vegna sumarleyfa. Vélaverkst. Kistufell s.f. reisa mér ibúðarhús hér á staðn- um. Það þýðir, að ég geri mér vonir um að geta verið hér i fram- tiðinni. Ég ætla samt að breyta til á næstunni, hætta að glima við stjórnun fjárvana sveitarfélags og taka mér eitthvað skemmti- legra fyrir hendur. Ég hef engu að siður mikinn áhuga á sveitar- stjórnarmálefnum og ætla mér að vinna að framgangi þeirra af heilum hug i framtiðinni. Viö Bilddælingar þurfum aö skapa hér aukið atvinnuöryggi fyrir ibúa staðarins, grundvöll at- vinnulifsins, þannig að slikt ófremdarástand i atvinnumálum eins og það, sem hér hefur rikt að undanförnu, verði algjörlega úr sögunni. Ef þetta tekst, getum við svo sannarlega litið björtum aug- um til framtiðarinnar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.