Tíminn - 15.07.1975, Blaðsíða 20

Tíminn - 15.07.1975, Blaðsíða 20
Þriðjudagur 15. júli 1975. Nútíma búskapur þarfnast HHVEX haugsugu Guöbjörn Guöjónsson Heildverzlun Síöumúla 2: Símar 85694 & 85295 -T? G-ÐI fyrirgóéan muM ^ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS Borgarastyrföld geisar í Angóla Antunes utanríkisráðherra Portú- gals reynir að stilla til friðar Reuter—Lissabon. Borgara- styrjöld virðist hafa brotizt út i Angóla — ef marka má þær frétt- ir, er borizt hafa frá Luanda, höfuðborg iandsins. Slðdegis I gær leit svo út sem AAikil flóð í Rúmeníu Reuter-Vin. Að undanförnu hafa verið mikiir vatnavextir i nokkrum rikjum Mið Evrópu, einkum Rúmeniu og Ung- verjalandi. t því fyrrnefnda fór næstum einn tiundi hluti alis ræktaðs lands undir vatn. Austurríska fréttastofan (APA) birti i gær viðtal við Nicolae Ceausescu Rúmeniu- forseta. Forsetinn upplýsir, að milli 800 þúsund og 1 milljón hektara lands hafi farið undir vatn. Flóðin, er staðið hafa i ellefu daga, virðast enn ekki farin að sjatna. Ceausescu — er beðið hefur Alþjóðlega Rauða krossinn um hjálp — segir i viðtalinu, að starfsemi tvö hundruð iðn- fyrirtækja sé lömuð af völd- um flóðanna. Þá hafa járn- brautarteinar og aðrar sam- gönguleiðir á landi rofnað. Ungversk yfirvöld hafa skýrt svo frá, að i Ungverja landi hafi 107 þúsund hekt- arar farið undir vatn. Callaghan í Póllandi Reuter-Varsjá. James Callag- han, utanrikisráðherra Bret- lands, ræddi í gær við pólska ráðamenn, en hann er I þriggja daga opinberri heim- sókn i Póllandi. t gær snerust viðræðurnar fyrst og fremst um öryggis- málaráðstefnu Evrópu og það hlutverk ráðstefnunnar að draga úr spennu i álfunni. (Nú hefur verið ákveðið, að ráð- stefnunni ljúki með fundi Evrópuleiðtoga, er hefst i Helsinki þann 30. júli n.k.) Fréttaskýrendur álita, að brezka stjórnin vænti sér nokkurs af ályktun ráðstefn- unnar, en vilji tryggja, að eftir ályktuninni verði farið. t dag verður undirrituð i Varsjá brezk-p.dsk yfirlýsing um vináttu þjóðanna — sú fyrsta, er Bretar skrifa undir ásamt austur-evrópskri þjóð. Callaghan hersveitir MPLA — sem er ein þriggja þjóðfrelsishreyfinga I Angóla og hefur marxisma á stefnuskrá sinni — hefðu hrakið sveitir FNLA — sem er önnur frelsishreyfing I Angóla undir sterkum áhrifum frá Zaire-stjórn — út úr Luanda. Götubardagar I borginni hafa nú staðið samfleytt I fimm daga. Fréttir herma, að liðsauki hafi borizt hersveitum FNLA og þvl sé von á gagnárás af þeirra hálfu. Ford fer til Helsinki Reuter-Washington. Gerald Ford Bandarikjaforseti ætlar að sækja fund Evrópuleiðtoga i Helsinki, cf samkomulag næst á öryggismálaráðstefnu Evrópu um að halda hann. Ron Nessen blaðafulltrúi skýrði svo frá i gær. Banda- rlkin og Kanada eru einu rikin utan Evrópu, er taka þátt i störfum öryggismálaráð- stefnunnar. Reuter—Nikósiu. í dag er eitt ár liðið frá þvi Makarlosi erki- biskupi var steypt af forsetastóli á Kýpur — en fimm dögum síðar gerðu Tyrkir innrás I eyna. Bæði grísku og tyrknesku mælandi eyjarskcggjar ætla aö minnast eins árs byltingarafmælisins. Grisku mælandi menn efna til útifundará aðaltorginu i Nikósiu, en þaðan verður gengið fylktu liði að forsetahöllinni, þar sem Makarios — er tekið hefur við for- setaembætti á ný — flytur ræðu. Forsetahöllin hefur verið endur- reist eftir að árásir skriðdreka höfðu næstum jafnað hana við Portúgalska dagblaðið Capital birtir i dag frétt þess efnis, að hermenn MPLA hafi fundið „Is- skáp er fyllt hafi verið hjörtum, lifrum og öðrum líkamshlutum úr mönnum” I bækistöðvum FNLA. Leiðtogar MPLA segja þennan fund styrkja þá staðhæfingu sina, að mannætur séu I liði FNLA. Ernesto Melo Anutunes, utanrikisráðherra Portúgals, flaug I fyrradag til Luanda i þvi skyniaðkoma á sáttum ilandinu. Ekki er seinna vænna að stilla nú Högl á stærð við golfkúlur Reuter-London. Slagveður gekk yfir England i gær — eftir mikið bliðviöri. Að sögn Reuter-fréttastof- unnar féll mikið hagl til jarðar á Mið-Englandi i' gær — sum höglin voru á stærð við golf- kúlur! Á Norðaustur-Englandi flæddu ár hins vegar yfir bakka sina af völdum mikillar úrkomu. jörðu i byltingunni I fyrra. Fleiri fundir fylgja svo I kjölfar útifundarins i dag. Fundahöld þessi eiga aö vekja athygli um- heimsins á bágum kjörum þeirra tvö hundruð þúsund flóttamanna, er flúið hafa frá yfirráðasvæði Tyrkjá á norðurhluta eyjarinnar. Tyrknesku mælandi menn efna aftur á móti til hátiðahalda um næstu helgi, til að minnast þess, að eitt ár sé liðið frá þvi tyrk- neskar hersveitir gengu á land á Kýpur. örðugt er að gizka á, hversu margir tyrkneskir her- menn séu nú staðsettir á eynni, en talið er að þeir séu a.m.k. 25 þús- und talsins. f Deilur Egypta og Israelsmanna: ísraelsmenn „flýta sér Reuter—J erúsalem/Tel Aviv. Svo virðist sem ísraelsmenn kjósi að ,,flýta sér hægt” i samningaumleitunum við Egypta. í gær flaug Yigal Alon utan rikisráðherra til London til að skýra sendiherrum ísraels i Evrópu frá stöðu samninga- umleitananna. Sömuleiðis er ætlunin að samræma aðgerðir sendiráðanna andspænis þeirri fyrirætlun Araba að bola Israels- hægt" mönnum út úr Sameinuðu þjóðunum. I fylgd með Allon er Simcha Dinitz, sendiherra ísraels hjá S.Þ. Dinitz er annars á leið til Washington til að skýra Henry Kissinger utanrikisráðherra frá viðbrögðum Israelsstjórnar við nýjustu tillögum Egyptalands- stjornar. 1 stað þess að fljúga beint frá New York til Washing- ton, lagði Dinitz lykkju á leið sína. Þykir sú ákvörðun hans — ásamt öðru — sýna, að tsraelsmenn vilji ekki flana að neinu, að þvl varðar nýtt friðarsamkomulag við Egypta. Eitt ár liðið frá byltingunni á Kýpur og innrás Tyrkja í eyna: Bæði þjóðarbrot minnast þess Antunes (ásamt Helmut Schmidt kanslara): Vill bæði koma á friði og tryggja sjálfstæði Angóla til friðar, þar eð Angóla á að hljóta fullt sjálfstæði i nóvember n.k. Aður en Antunes hélt frá Lissa- bon, sagði hann, að Portúgals- stjórn gæti neyðzt til að láta her- sveitir sinar skakka leikinn, til að forða frá frekari blóðsúthelling- um. — Ég er reiðubúinn að reyna hvað sem er — þ.á.m. að leita að- stoðar alþjóðasamtaka — ekki aðeins til að koma á friði, heldur og til að tryggja sjálfstæði lands- ins, bætti Antunes við. Eins og fyrr segir, eru þrjár frelsishreyfingar starfandi i Angóla: MPLA, FNLA og UNITA. Þær tvær fyrstnefndu hafa átt I eilifum skærum sin á milli og hafa þúsundir manna fallið i þeim átökum. Fyrir þrem vikum var gert sérstakt sam- komulag um frið á fundi leiðtoga frelsishreyfinganna i Kenya, en þeir friðarsamningar virðast nú hafa verið rofnir. Fréttaskýrendur. álita, að MPLA ráði yfir nýrri og full- komnari vopnum en FNLA, en aftur á móti hafi þeir fleiri fleiri menn undir vopnum (17 þúsund á móti 12 þúsund). Aðalbæki- stöðvar MPLA eru i Luanda, þar sem fylgi hreyfingarinnar virðist mest. Bækistöðvar FNLA eru i nokkurri fjarlægð frá höfuðborg- inni og hreyfingin nýtur mests stuðnings í norðurhluta landsins. p * 3 ilFI Spánarferðir MALAGA ALMERIA Férðamiðstöðin hf. Aðalstræti 9 Símar 1 1255 og 12940

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.