Tíminn - 16.07.1975, Blaðsíða 4

Tíminn - 16.07.1975, Blaðsíða 4
4 TÍMINN Miðvikudagur 16. júlí 1975. Allt til reiðu Þriggja ára verki sovézkra og bandariskra sérfræðinga er lok- ið. Allt er til reiðu fyrir hina fyrstu alþjóðlegu geimferð. Geimskipin Sojús og Apollo standa á geimferðapöllum sin- um i Baikonur og á Kanaveral- höfða. Eldsneytið hefur verið sett á eldflaugarnar og innan fárra daga munu þau hittast á braut i geimnum i 225 km fjar- lægð frá jörðu. Fréttir voru rétt i þessu að berast frá geimskotastöðinni i Baikonur: Aleksei Leonof, Valeri Kúbasov og varamenn þeirra eru við beztu heilsu, þeir leika tennis á meðan verið er að leggja siðustu hönd á eld- flaugarnar og Sojúsgeimskipin. Hvers vegna tölum við um geimskip i fleirtölu? Þannig er mál með vexti að tvær eldflaug- ar og tvö Sojús geimför eru reiðubúin til flugs frá Baikonur. Sovétmenn hafa þetta vara- geimfar tilbúið til að auka möguleika á þvi, að hin sam- eiginlega áætlun verði örugg- lega framkvæmd. Ef svo færi t.d. að Apollo tefðist einhverra hluta vegna innan fimm daga frá þvi aðSojús var skotið á loft, þá yrðu þeir Leonof og Kúbasof að snúa aftur til jarðar, og seinna geimskipinu vara-Sojús yrði þá skotið á braut á sam- ræmdum tima. Hins vegar gæti það komið fyrir að Sojús þyrfti að lenda áður en samtengingin við Apollo hefur farið fram, þá mun sovézka varaliðið tengjast bandariska geimfarinu og tak- ast i hendur við bandarisku geimfarana. Samhæfing, fram- þróun, tilraunir og þjálfun — allt er þetta að baki. Margir sér- fræðinganna hafa orð á þvi að störf þeírra hafi verið svo áköf, að þeir hafi ekki veitt þvi minnstu athygli, að þeir hafa elzt um þrjú ár. t stjórnunarstöðinni er lika allt til reiðu. Hún er til húsa i stóru fimm hæða húsi, sem er fallega innréttað, — er kannski „fullmikiðaf marmara” — varð sovézkum blaðamanni að orði eftir kynnisferð. Langir gangar liggja bæði til hægri og vinstri. Spjöldin á dyrunum bera ekki aðeins vitni um hæfni þeirra sérfræðinga, sem innan dyra starfa, heldur ekki siður eru þau talandi tákn um það, hversu flókið fyrirtækið er: „Feril- fræðingar” — „Áætlanir” — „Fjarlægðafjarskipti” o.s.frv. o.s.frv. á óendanlegum göngum og hurðum. Allt er þetta völ- undarhús tengt salnum,þar sem stjórnendur geimferðarinnar hafa aðsetur. Það er aðalsalur- inn — „miðstjórn”. Hann er kallaður aðalsalurinn vegna þess, að allar aðrar deildir starfa fyrir hann. En samt er það svo, að hver deild telur, að hún sé hin raunverulega aðal- deild. 1 aðalsalnum starfa þrjár vaktir á tólf tima vöktum. Vakt- stjórarnir Viktor Blagof, Aseirgei Tsybin og Vadim Kravets eru allir fremur ungir menn — á miðjum fertugsaldri. Eitt þeirra .iðalhlutverk er að taka umsvifalaust ákvarðanir i samráði við bandariska starfs- bræður sina, ef eitthvað skyldi bera út af áætlun i geimferðinni. Svo virðist sem sovézkir og bandariskir verkfræðingar hafi sundurliðað og gert sér grein fyrir hverri einustu hugsanlegu truflun og ákveðið fyrirfram hvað gera skuli i hverju tilviki. Listinn yfir slik neyðartilfelli fyllir heila bók. En sérfræðingarnir vona vist áreiðanlega,að hún fái að liggja óhreyfð. 1 Mlla "'lla i lllMIBiBHíliíl ■BHfll John Mitchell, eigin- konan og vinkonan Nýlega var i bandariskum blöð- um skrifað um John Mitchell, en hann er i skilnaðarmáli við Mörthu eiginkonu sina, að hann hefði i hyggju að kvænast bráð- lega ekkju að nafni Mary Gore Dean, sem þýkir hin myndar- legasta kona, 50 ára að aldri. Siðan hafði aumingja konan, Mary Gore Dean, auðvitað ekki frið fyrir blaðamönnum, svo hún hélt blaðamannafund og gaf þar yfirlýsingu um kunnings- skap sinn við John Mitchell. Frúin sagði: „Við John Mitchell erum miös samlir vinir. Kunningsskapur okkar hófst fyrir mörgum árum, þegar John hafði með að gera ýmis lög- fræðileg mál fyrir eiginmann sinn sáluga (Gordon Dean, sem var formaður Kjarnorkumála- nefndar Bandarikjanna). Mér hefur ætið likað mjög vel félags- skapur John Mitchells, en að vera að tala um annað og meira en kunningsskap okkar I milli er afar ótimabært og óviðeigandi, þvi að hann er enn þá harðgiftur maður. Einn eiginleiki er i fari Johns, sem mér likar sérstak- lega vel, og reyndar prýddi sá eiginleiki manninn minn einnig, en það er að vera ekki langræk- inn, eða bera reiði i brjósti, þó að einhver hafi unnið á móti honum. Hann er alltaf fús til sátta”.... Þetta voru nú ummæli Mary Gore Dean um John Mitchell, og voru vist blaða- mennirnir jafnnær eftir yfirlýs- inguna. Hér sjáum við myndir af John og konunum tveim, sem um er rætt, eiginkonuna Mörthu og vinkonuna Mary. MARY GORE DEAN MARTHA MiTCHELt — Er yður sama þótt ég setji svolitið sóttvarnaefni út í? DENNI DÆMALAUSI — Ég fer ekki hérna inn. Það er eins og að vera lokaður inni i stór- um fataskáp.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.