Tíminn - 16.07.1975, Blaðsíða 8

Tíminn - 16.07.1975, Blaðsíða 8
TÍMINN Miövikudagur 16. júlí 1975. FÁTÆKUR DRENGUR VARÐ AÐ RÍKASTA MANNI HEIMS: HANN GRÆDDI 30-40 MILLJÓNIR A HVERJUM DEGI Flestir þekkja vel nöfn milljóna- mæringa eins og Rockefellers, Onassis, Jean Paul Gettys og Kennedyanna. Maður, sem var langtum rikari heldur en allir þessir menn, lézt nýlega — H.L. Hunt — nær óþekktur þrátt fyrir það, að hann hefði lifað langa ævi. Trúlega hefur enginn maður nokkru sinni verið jafn auðugur og olíumilljóna m æringurinn Haroldson Lafayette Hunt frá Texas. Þcssi óvenjulegi maður, sem lézt i nóvcmberlok síðast- liðinn vetur, 84 ára gamall, átti landeignir að verðmæti 26100 milljónir króna. Þár að auki átti hann niðursuðuverks mið jur, efna verksm iðjur, lyfjaverk- smiðjur og fleira og fleira ekki aðeins i Bandarikjunum, heldur um allan heim. Auk alls þessa var hann stærsti bóndi I Bandarikjun- um, rak búgarða, þar sem aðal- lega voru ræktaðar hnetur, nautgripa- og sauðfjárbúgarða átti hann lika, og búgarða, þar sem aðaláherzia var lögð á ávaxtarækt. En allt þetta eru hreinir smá- munir samanborið við olfu- auðlindirnar, sem hann átti líka. Jean Paul Getty, hinn vellauðugi oliukóngur, sem nú býr I Surrey i Englandi á að hafa sagt: — ég er hreinn og beinn fátæklingur i samanburði við Hunt! Það hefur verið staðfest opin- berlega að i Montanariki einu hafi Hunt átt oliulindir, þar sem hægt er að fá eina milljón oliufata. Á striðsárunum lét Hunt banda- mönnum i té oliu, sem var meiri en öll framleiðsla Þjóðverja, að meðtalinni framleiðslu Rumena. í Libyu átti hann geysileg land svæði, sem hann taldi, að olia ætti eftir að finnast á. í Kuwait átti hann einnig eignir, sem færðu honum mikil auðæfi. Þessi óþekkti auðmaður átti svo mikla peninga og hafði svo mörg járn i eldinum, að hann vissi ekki sjálfur nákvæmlega, hversu rikur hann var. Þegar hann svo dó, var talið, að eignirn- ar næmu fimm milljörðum doll- ara. Ég á þetta allt sjálfur Eitt er vist, að hið efnahagslega keisaradæmi hans, sem byggðist nær eingöngu á „svarta gullinu” .varpaði skugga á öll önnur fyrir tæki, hvort sem um hlutafélög eða einkafyrirtæki er að ræða. Þetta er ef til vill það furðu- legastavið H.L. Hunt. Gagnstætt þvi, sem Getty hefur haldið fram, um að félög hans stjórni honum sjálfum, átti Hunt allt sitt. Hann var vanur að segja með stolti i röddinni: — Ég er eins manns hljómsveit. Ég á þetta allt sjálfur. Hvernig byrjar svo jafn ævin- týralegur maður og hér um ræðir starfsferil sinn? Hvernig hefur hann byrjað, og hvernig getur hann fengið auðinn til þess að vaxa svona óskaplega? Það getur orðið erfitt að finna jafnóvenjulega ævisögu og sögu H.L.Hunts, þvi satt bezt að segja var hann mjög merkilegur maður. Fæstir vita nokkuð um hann, þótt hann hafði safnað meiri auði en nokkur annar. — Það fara margar sögur af þvi, hvernig ævintýrið byrjaði, hefur Hunt sagt sjálfur. — Flestar útgáfurnar eru þó ósannar. Tilgangslaust er að mótmæla þessum orðum hans, eða venju- legasta sagan, sem sögð er, fjallar um það, að hann hafi byrjað með 10 dollara seðil i vasanum. Þennan seðil lagði hann undir i teningsspili og græddi þegar 500 dollara. Sagan segir, að um þetta leyti hafi Hunt dvalizt i Moackover i Arkansas. Fáum dögum eftir að hann græddi 500 dollarana fannst olia á þessum slóðum, og H.L. Hunt lét ekki tækifærið sér úr greipum ganga, heldur keypti strax landskika. Með hjálp þessara 500 dollara græddi hann þegar i stað sina fyrstu milljón. Það tók hann svo ekki langan tima að ná mun lengra. Sagan sem Hunt hefur sjálfur sagt um upphaf ævintýrsins er dálitið á annan veg. — Nokkurn veginn hið eina sanna i þessari sögu er, að ég náði mér fyrst virkilega á strik i Arkansas, hefur hann sagt. Vinna undir berum himni Haroldson Lafayette Hunt fæddist i Vandalia i Illionis árið 1890. Hann var óvenju eftirtektar- samur og lifandi drengur, en á þessum tima var mjög erfitt að afla sér nokkurrrar menntunar i Vandalia, og þess vegna gekk hann ekki i skóla nema fjögur ár. Hann var ekki orðinn fimmtán ára, þegar hann fór að heiman og flakkaði um frá einum stað til annars. Þessi ungi drengur, sem var bæði sterkur og þolinn, vann við skógarhögg, sem kúreki og vinnumaður á búgörðum. Hann vann hverja þá vinnu, sem honum bauðst, og hann setti ekki annað skilyrði en það, að hann fengi að vinna úti undir beru lofti. Hann var i eðli sinu sveitamaður og ást hans á jörðinni hvarf ekki þrátt fyrir það, að hann ætti eftir að lifa langa ævi. Skrifstofu- og verk- smiðjuvinna var ekki að hans skapi. Hann vildi vera úti i guðs- grænni náttúrunni. Hinn ungi Hunt hafði alltaf farið vel með peningana sina, og brátt fór hann að leggja fyrir af alvöru. Á meðan vinir hans eyddu peningum sinum i stelpur og brennivin, þegar þeir fengu út- borgað, gætti Hunt þess vel, að fara með alla sina peninga i banka. Þegar hann varð 25 ára hafði honum tekizt að leggja það mikið fyrir, að hann gat keypt jörð við Lake Village i Arkansas. Þar fór hann að rækta bómull. Þegar hann varð þritugur, var hann orðinn velstæður maður. Bómullin og „svarta gullið” Þá gerðist það, að verð á bóm- ull féll niður úr öllu valdi. Hann var svo gott sem eyðilagður maður á einni nóttu og aftur var hann kominn, þangað sem hann hafði byrjað. Þetta var mikið áfall fyrir hann, en bóndinn trúði enn á sjálfan sig, og trúði þvi, að svo mikið mætti uppskera af jörðinni, að það nægði fyrir meiru en nauð- þurftum einum saman. Um þetta leyti fór svarta gullið aö spýtast upp úr jörðinni i Arkansas. Hunt gerði sér strax ljóst, að þarna lágu ónotuð tæki- færi og eins og maður, sem aldrei hafði látið nokkurt ónotað tæki- færi fram hjá sér fara, notaði hann þá fáu seðla, sem hann átti eftir af bómullarpeningunum, auk fimmtiu dollara, sem hann hafði fengið að láni til þess að kaupa sér land. Hann hafði hitt á rétta augna- blikið. Áhættan hafði borgað sig, og hann var einn þeirra, sem fundu oliu. Eftir þetta voru hon- um allir vegir færir. Olian streymdi upp úr jörðinni og pen- ingarnir streymdu til hans. Grundvöllurinn að mestu auðæf- um eins manns var lagður. Enn varð hann að sætta sig við afturkipp. Hunt varð að beygja sig fyrir þvl, að jafnvel i oliu- bransanum voru erfiðleikarnir á næsta leiti. Nokkrum sinnum kom það fyrir að bormenn hans boruðu holu eft- ir holu án þess að finna einn ein- asta oliudropa. 1 eitt skiptið bor- uðu þeir nær þvi eitt hundrað hol- ur án þess að finna nokkuð. Þar sem það kostaði um 45 milljónir króna að bora hverja holu, gekk nokkuð á þann hagnað, sem hann hafði fengið af fyrsta oliufundin- um. Ekki er nokkur vafi á þvi, að Hunt hlýtur að hafa haft góðar taugar. En Hunt trúði á það, að leitaði maður' nægilega lengi kæmi að þvi að hann fyndi eitthvað. Trúin á þetta lögmál hefði leitt flest okkar furðu fljótt i glötun, en af einhverjum ástæðum var þetta meðaltalslögmál gulls igildi fyrir Hunt. Rétt i þann mund að menn voru að gefast upp við að bora eft- ir oliunni, fundu þeir oliulind og enn einu sinni fóru peningarnir að streyma til hans. Þessi kraftalegi og dugmikli oliukóngur leit út eins og iþrótta- maður, en hann var hár vexti, 183 cm. Ef fótboltinn var undanskil- inn, þá hafði hann ekki áhuga á nokkru öðru en búskap, viðskipt- um og stjórnmálum, en þó átti búskapurinn alla tið hug hans all- an. Hann fór sinar eigin götur, hvað viðkom stjórnmálunum. Hann studdi Joe McCarthy öld- ungadeildarmann, sem hann kallaði duglegan dreng. Þessi auðugi gamli maður, sem hafði oft lagt mikið undir i lifinu, spilaði annað slagið bingo, eða greip I spil og spilaði þá bridge, Haroldson Lafayette Hunt byrjaði með rikasti maður heims. en hann lagði sjaldan peninga undir i spilunum. Trúði á heppnina — Fyrr á árum varð ég oft að gripa tækifærin, án þess að vita, hvað þau færðu mér, sagði hann. — En ég vissi alltaf, að gæti ég haldið áfram, þá myndi lögmálið mitt um meðaltalið verða mér hliðhollt og vinna verkið fyrir mig. Ég bjargaðist alltaf. Þegar Hunt var spurður að þvi, hvort hann tryði i raun og veru á heppnina, hikaði hann eitt augna- blik, áður en hann svaraði. — Auðvitað geri ég það. Heppnin getur verið með manni, en maður verður þó sjálfur alltaf að reyna, til þess að eitthvað gerist. Andstætt þvi, sem gerist með flesta auðkýfinga I Bandarfkjun- um, þá átti Hunt ekki lysti- snekkju. Hann spilaðiekki golf og hafði heldur ekki sérlega gaman af þvi að taka þátt i samkvæmis- lifinu. Fötin, sem hann klæddist dagsdaglega höfðu sannarlega séð betri daga, og billinn hans var Gísli Kristjónsson, Hatnartirði: Skemmtiferð þökkuð oq minnzt á fleira Gisli Kristjánsson Það var 8. júni s.l., að aldraða fólkinu i Hafnarfirði veittist sú mikla ánægja og tilbreyting i fá- breytninni.sem oft fylgir ellinni, að vera boðið I skemmtiferð til fomrar og nýrrar verstöðvar, þar sem fyrrum biskupar Islands héldu úti áraskipum sem og viðar við brimótta suðurströnd lands vors. Voru þá bæði útgm. og at- vinnurekendur, sem fæddu marg- an farandmann og -konu. Sýndu miskunnsemi, samúð, bróður- kærleik og einstakan drengskap oftsinnis, hinum vanmáttugri, sem elli, örkumlog fátæktolli i þá fátæku landi. Hversu sársaukafull og harmi- þrungin örlög þessa reikunarfólks voru, getum við í dag naumlega gert okkur i hugarlund. Og er það nauösynlegt? Já að likindum, þó aðeins væri til þess að geta betur gert samanburð á þvi sem áður var hlutskipti hinna van- máttugu og þvisem við nú eigum að fagna. Yfir vegleysur og óbrúuð vatns- föll dróst nauðstatt, vanmáttugt fólk, allavega illa á sig komið, i veikri von um líkn og að loks næði þaö til bæjar, þar sem stilla mætti sárasta hungrið i bráð, þótt svo hæfist aftur hin þunga og sárs- aukafulla þrautarganga. Nú er öldin önnur. Landið hefur veriöauðugt um árabil. Það hefur sannazt sem skáldið mælti: „Þetta land á ærinn auð, ef menn kunna að not’ann”. Ævintýri hef- ur gerzt. Mörg matarholan fund- izt, sem seður og gleður lands- menn. Látum ekki truflast við nýtingu landsins gæða. „Sendum út á sextugt djúp sundurlyndis fjandann”. Eftir á að hyggja. Ég ætlaði að minnast á skemmtiferðina. Kiwanisfélagar i Hafnarfirði buðu okkur aldraða fólkinu enn einu sinni i ferðalag. Nú var hóp- urinn fjölmennastur, 120 karlar og konur, konurnar i yfirgnæfandi meirihluta sem og oftar. Við lögöum leið um höfuðborg- ina og fórum Þrengslaveg og sveigðum svo á stjórnborða til Þorlákshafnar, fram hjá Risa- bomum og staðnæmdumst, þar sem Ægir féll að fótum landsins. t mjög myndarlegum húsa- kynnum Meitilsins h.f. var tilreitt kaffiborð fyrir 200 manns að mér var sagt, og þori ég ekki að regnja það, en finnst það stórkostlegt. En þannig er allt i Þorlákshöfn. Þarna höfðu verið að verki eiginkonur Kiwanisfélaga, og þökk sé þeim öllum. Einnig bætt- ust I hópinn Kiwanisfélagar i Þor- lákshöfn okkur til ánægju. Þarna gaf að lita hlaðið borð af alls konar kaffibrauði, meðal annars ljúffengar rjómapönnukökur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.