Tíminn - 16.07.1975, Blaðsíða 9

Tíminn - 16.07.1975, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 16. júlí 1975. TÍMINN 9 tvær hendur tómar, en endaði sem frægur fyrir aldur sinn. Hann eyddi ekki miklum peningum i sjálfan sig, — næstum engum, að þvi er einn af viðskiptafélögum hans sagði. Satt bezt að segja var hann raunverulegur meinlæta- maður. Hann gekk svo langt að klippa hár sitt sjálfur til þess að komast hjá þvi að greiða fyrir hárklippinguna, og hann fór jafn- vel fótgangandi i vinnuna, i hina iburðarlausu skrifstofu sina i New York, til þess að spara nokk- ur cent i stöðumæli. Fjárframlög til velgjörðarmála voru heldur ekki ofarlega á út- gjaldalista oliukóngsins. Hann var þeirrar skoðunar, að stjórn- mál væru miklu þýðingarmeiri. Margir hafa ásakað hann um að hafa vaðið villu og reyk hvað við kom stjórnmálunum, og aðrir hafa sagt að hann hafi verið mjög eigingjarn. Enn aðrir segja, að hann hafi þjáðst af öfgafullri hræðslu við kommúnisma. Sumar hugmynda hans voru lika mjög öfgafullar. Hann héft þvi fram, að kosningaréttur fólks Olíukóngurinn H. L. Hunt sparaði hvern eyri, en hann trúði líka á heppnina. Hann byrjaði með 10 dollara seðli og endaði sem ríkdsti maður heims. Þegar hann lézt 84 óra að aldri, var talið að hann léti eftir sig 5 milljarða dollara. Hann vissi líka hvers virði peningarnir voru. Hann klippti sig sjólfur til þess að spara peninga, og gekk frekar í vinnuna, heldur en eyða peningum í stöðumæla. Olíuauðjöfurinn Jean Paul Getty segir um Hunt: Ég er hreinn fótæklingur í samanburði við hann. ætti að fara eftir þvi, hversu háa skatta það greiddi. Ef þetta hefði náö fram að ganga hefði Hunt, sem hafðium 30 milljónir króna i tekjur dag hvern, ráðið yfir fleiri atkvæðum en allir ibúar i t.d. heilli sveit, eða jafnvel nokkrum héruðum i Bandarikjunum. Eitt er þó vist, að Hunt var föðurlandsvinur, og mjög tryggur bandariskur borgari. Hann trúði á föðurland sitt og fólkið i land- inu. Og framar öllu öðru trúði hann á jörðina. — Það bezta, sem nokkur getur gert, er að rækta jörðina, sagði hann. Enginn gat heldur neitað þvi, að hann hefði ekki sjálfur gert það, sem hann taldi rétt, þvi eins og áður hefur verið sagt, var hann stærsti bóndi Bandarikj- anna, og það er ekki svo litið. Engin sjálfsauglýsing Einn liðurinn i stjórnmálaaf- skiptum Hunts var, að hann studdi vinsæla, en pólitiska dag- skrá i útvarpi, sem kallaðist „Lifslinan” og 6 milljónir manna hlustuðu á daglega. Dagskrá þessi er send út frá 331útvarps- stöð I 45 rikjum og túlkar Ihalds- stefnuna i stjórnmálum eða eins og Hunt kallaði hana „uppbygg- ingarstefnuna”. Það er merkilegt, að þrátt fyrir það, að H.L. væri mikill auglýs- ingamaður og léti aldrei nokkurt tækifæri sér úr greipum ganga til þess að auglýsa framleiðsluvörur sinar — hann ljómaði, ef einhver nefndi H.L. Hunts vitamintöfl- urnar, eða meltingarlyfið „Gastro-magic” þá gerði hann ekkert til að auglýsa sjálfan sig, og veitti mjög takmarkaðar upp- lýsingar um sig i bandarisku út- gáfunni af Hver er maðurinn. Þar eru aðeins örfáar linur um H.L. Fátt eitt er vitað um einkalif H.L. Hann kom sér alltaf undan þvi að tala um f jölskyldu sina eða sjálfan sig. Hlédrægni hans hvað snerti einkalifið kom greinilega i ljós, þegar hann vék sér undan að ræða einkamálin, ef verið var að hafa við hann viðtöl, og spyrjand- inn reyndi að skyggnast bak við þann vegg, sem hann hafði reist um heimilislif sitt. Frægur blaða- maður sagði einu sinni: — Það er ekkert smáræði, ef einhver gæti komiztað þvi, hvað eiginlega fær Hunt til þess að ganga. H.L. var tvigiftur: fyrst kvænt- ist hann Lydiu Bunker, sem dó i mai 1955, og siðar kvæntist hann Ruth Ray Wright. Siðara brúð- kaupið var haldið i desember 1957. Bæðihjónaböndin voru mjög hamingjusöm. Enginn veit nákvæmlega hverj- ar skoðanir Hunts voru. Hann var maður mikilla mótsagna. Hann lagði oft háar fjárhæðir undir, t.d. veðjaði hann i eitt skipti fjörutiu eða fimmtiu milljónum króna á fótboltalið, en hann hafði lika mikið gaman af fótbolta. Hann var siður en svo slæmur spila- maður, en samt lagði hann ekki miklar fjárupphæðir undir i spil- um. Kerfisbundin áhætta í eina tið veðjaði Hunt gjarnan á hesta I kappreiðum. Þetta gekk meira að segja svo langt, að hann kom upp stofnun, til þess að geta helgað sig þessu áhugamáli sinu. Það var á fimmta áratugnum, sem hann hafði hvað mestan áhuga á kappreiðum. Þá starf- rækti hann skrifstofu, þar sem störfuðu sérfræðingar i kappreið- um og hestum, sem höfðu ekki annan starfa en þann, að fylgjast með kappreiðum vitt og breitt um landið og veðja á liklegustu hest- ana hverju sinni. A þessu sviði sem og á öðrum, vildi Hunt að kerfisbundnum að- ferðum væri beitt. Hann veðjaði ekki á nokkurn hest fyrr en hann var búinn að fara i gegn um allar upplýsingar, sem hægt var að fá um hann: ætterni hans, hlaupa- tima, og hvernig hann væri á sig kominn þá stundina. Hann gat spurt að þvi, hvort hestinum félli bezt hægagangur eða harka, hvort hann hefði náð betri hraða I kulda eða hita, eða hvort vindur hefði einhver áhrif á hann. Eigin- lega var ekki hægt að lita á þessar aðferðir H.L. eins og áhættuspil, heldur sem hrein og bein við- skipti. Og þar sem hann hafði afl- aft sér allra beztu upplýsinga, sem völ var á, gekk honum vel i þessu sem og öðru. Það leið ekki á löngu, þar til veftmangararnir gerðu sér ljóst, aft þeir áttu ekki von á öðru en tapa, þegar Hunt lagði undir hjá þeim, og þeir fóru að verða var- kárari en fyrr. Sumir neituðu jafnvel að taka við veðmálum frá honum. Enda þótt oliuævintýrin væru þaulhugsuð, meira að segja, þeg- ar mikið var lagt undir, þá trúði hann i rauninni á heppnina. Ræk- ist hann á fjögurra laufa smára, nam hann þegar staðar og tók hann upp. Hunt tókst, rétt eins og öllum öðrum dugmiklum mönnum, að afla sér óvina. Sumir þeirra voru meira að segja mjög bitrir óvinir hans. Einn slikur, sem reyndar hafði i upphafi verið vinur hans, sagði um hann: — Hunt hefur unnið til auðæfanna með miklum erfiðismunum, en það var erfið- ast fyrir vini hans. H.L. tók þessu öllu með ró. — Þú kemst aldrei hjá þvi að stiga ofan á einhvern i lifinu, sagði hann. Þótt Hunt væri alls ekki þekkt- ur fyrir gjafmildi og gæfi sjaldan drykkjupeninga er ekkert, sem bendir til þess að hann hafði rutt öðrum úr vegi til þess að komast áfram sjálfur. Hann var vinnu- samur allt sitt lif, og mikill bar- áttumaður. Hann hafði ráð á að borða af gulldiskum, enda höfðu heilladisirnar oft verið honum hliðhollar. H.L. Hunt var á réttum stað á réttum tima, þ.e. þegar olían fór að streyma. Hann græddi á henni, en það má þó ekki gleyma þvi, að hann hafði grætt mikið á bómull- inni, og það hafði hann ekki gert erfiðislaust. Siðar greip hann hvert tækifærið af öðru, og vann myrkrannaá milli. Þetta verðum vift að viðurkenna, þrátt fyrir það aft aðdáun okkar sé ef til vill blandin nokkurri öfund. (Þýtt FB) 0 Rikarður Jónsson fram- kvæmdastjóri fræddi gesti um margt varðandi Þorlákshöfn. Ibúa sagði hann vera um 800, og vonir bjartar við fengsæl fiski- mift. Athafnir miklar og hver hönd aft verki. Risaborinn leitar heita vatnsins, og fagna menn þvi að geta notið þess og horfið frá notkun hinnar rándýru húsaoliu. Vifta sunnanlands hefði jarð- varminn getað yljað hibýli manna i nærri hálfa öld. Hann er gull íslands. Vissulega væru þá meiri möguleikar til að veita öldruðu fólki og langlegusjúkling- um sem biða nú á hrakhólum aldurtilastundar, húsaskjól, legu- rúm og hjúkrun. 1 Þorlákshöfn er nú verið að gera, að manni virðist, stórkost- legustu hafnarmannvirki hér- lendis, sem eiga að standast haf- sjó, kominn óravegu sunnar úr heimshafinu berjandi með ógnar- hrammi opna suðurströnd lands- ins. Þetta mannvirki ber vitni glæsilegum stórhug, sem fagna ber. Fleira er hróssvert i athöfn- um fámennrar þjóðar. Óskandi er aft máttur til alls þessa, sem nú á aft gera á undra skömmum tima i athafnasögunni, endist til slikra framkvæmda. Kvödd var Þorlákshöfn og haldift i átt heim. Farin Sélvogs- heifti og skoðuð Strandarkirkja. Vel er búið að þvi guðshúsi. Einn heimamanna gat þess aðspurður, aft kirkjan ætti stórfé, milljónir, hann nefndi 13. Ég leyfi mér að geta þessa. „En af þvi að menn trúðu þvi, aft engill hefði verið af himnum sendur til þess að visa veginn til lands, þá nefna þeir vi'kina Engilsvik og sundið Strandar- sund, og þau nöfn haldast enn i dag”. Þetta ersögnisambandivið, að Strandarkirkja var reist þarna vift brimgarftinn ógurlega, og má kalla þjóð- og helgisögu. Ég vil benda fólkiá skáldsögu Elinborg- ar Lárusdóttur og hún nefnir „Strandarkirkja”. Bókin er skemmtileg og fróðleg á sinn hátt. Gerist i kaþólskum sið. Þrungin miklu hugmyndaflugi, sem skáldin ráða yfir og svala þörf sinni og eðli og skemmta fólkinu. Bókin er gefin út á Akur- eyri 1943. Við stönzuðum nokkuð i Strandarkirkju. Samferðakona, Guðrún Eiriksdóttir, stakk upp á þvi að sunginn yrði sálmur, og var sunginn sálmurinn „ó þá náð að eiga Jesúm”. Guðrún talaði einnig yfir kaffiborðum i húsum Meitils h.f. og mæltist vel. Fleiri munu hafa teklð til máls, en ég heyri ekki reglulega vel og salar- kynnin voru mikil og viö. Vift komum einnig að kirkjunni I Krýsuvik og stönzuðum um stund. Hún er ekki eins vel búin munum. Almættið mun minna horfa á það. Kirkjan var lokuð. Frá Krýsuvlk fórum við beina leift yfir versta veg nærri byggð á landi voru, sem vegurinn norð- an Vatnsskarfts, og enginn vill vift kannast að komi sér vift, — er þvi munaftarlaus að kalla. „Alheimshreyfing Kiwanis er yfir 60 ára gömul. Hornsteinninn að henni var lagður 21. jan. 1915. Hvatann að stofnun slikrar hreyf- ingar, sem hefur liknar- og þjón- ustustörf sem sitt eina og aðal- mál, má eflaust finna i þeim anda mannúðar og skilnings, sem ein- kenndi upphaf tuttugustu aldar- innar. Hrikalegur hildarleikur heimsstyrjaldarinnar fyrri náði að opna hugi manna fyrir nauð- syn þess að stofna til samtaka i einhverju formi, til að létta undir með þeim, sem minna máttu sin. Kjörorð Kiwanis er: „Áð byggja”. Þau eru samnefnari alls þess, sem hreyfingin stendur fyrir, jafnt i nútið sem i fortið. A þessum timum efnishyggju og efasemda hefur gildi þeirra jafn- vel aldrei verið meira”. Þessi grein innan gæsalappa er tekin úr blaði. Ég undirritaður læt i ljós aðdá- un og innilegt þakklæti á óeigin- gjörnu og drengilegu starfi Kiwanisfélaga i Hafnarfirði, sem lyft hafa merki göfugs starfs, sem reist var órafjarri fyrir 60 árum. Einnig fagna ég þvi fordæmi, sem þeir félagar gefa og vekur fleiri til athafna og styður að hjálp við þá aðila þjóðfélagsins, sem ekki lengur eru þátttakendur i önn daganna, heldur biða þess, sem koma skal og enginn fær undan komizt. Ar kvenna, Kvennaár, kallast árið 1975. En eru konur i hærra gildi þetta ár en öll önnur? Er ekki þáttur þeirra ævinlega hinn mikilvægasti. Jú, um það erum við sammála. „Móðir, kona, meyja, meðtak lof og pris”. Svo mælti þjóðskáldið Matt'nias Jochumsson. Ég tel mér óhætt að fullyrða, að allir, sem i skemmtiferðinni voru þann 8. júni s.l. eru innilega þakk- látir Kiwanisfélögum fyrir á- nægjulegan dag og rausnarlegar góðgerðir. Þakklætið á einnig að ná til eiginkvenna þeirra. Ég þakka svo birtingu greinarinnar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.