Tíminn - 16.07.1975, Blaðsíða 11

Tíminn - 16.07.1975, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 16. júli 1975. TÍMINN 11 Umsjón: Sigmundur ó. Steinarssonngf Vonandi fær norski markvöröurinn nóg ao gera I landsleiknum I Bergen annaö kvöld. Þessi mynd er frá leiknum á Laugardalsvelli og sést hann verja þarna eftir mikla pressu frá Jóni Alfreðssyni (no. 8) og Jóni Péturssyni, sem sést fyrir miðri myndinni. (Timamynd Róbert). VEIKARA LANDSLIÐ EN í FYRRI LEIKNUM? Elmar, Sigurður Dog mönnum í Bergen Vafasamt er, að is- lenzka landsliðið i knatt- spyrnu, sem leikur gegn Norðmönnum i Bergen annað kvöld, sé eins sterkt og landsliðið, sem lék fyrri landsleikinn gegn Norðmönnum. Til að mynda vantar i liðið þá Elmar Geirsson, Sigurð Dagsson ög Karl Hermannsson. Þeir tveir siðastnefndu munu báðir vera meiddir, og þess vegna gáfu þeir ekki kost á sér. Elmar Geirsson mun ekki hafa fengið leyfi frá vinnu sinni i Vestur-Þýzka- landi. Vinnings- númer 1 fyrri útdrætti vinninga meðal þátttakenda Norrænu sundkeppn- innar 1975, komu upp eftirtalin númer: Nr. 10979 Margrét Pálsdóttir, Grindavlk. Nr. 12540 Nafnlaus stofn. sson og Karl Hermannsson ekki með í landsleiknum gegn Norð- Sextán manna landsliðshópur- inn litur þannig út: Arni Stefánsson, Fram, Þorsteinn Ólafsson, IBK, Gisli Torfason, IBK, Jón Pétursson, Fram, Marteinn Geirsson, Fram, Jóhannes Eövaldsson, Holbæk, Björn Lárusson, ÍA, Guðgeir Leifsson, Vlkingi, Jón Alfreðsson, IA, Arni Sveinsson, 1A, Ólafur Júliusson, IBK, Grétar Magnússon, ÍBK, Hörður Hilmarsson, Val, Matthias Hallgrlmsson, ÍA, Teitur Þórðarson, 1A, Orn Óskarsson, IBV. Sem fyrr segir fer leikurinn fram annað kvöld. Margir Islendingar verða i hópi áhorf- enda, bæði Islendingar biisettir I Noregi, svo og farþegar þeir, sem fara með Air Viking I leiguflugi gagngert vegna leiksins. Bjóða fram 300 dagsverk gegn því að halda aðstöðu sinni í Ásbyrgi Ársþing UNÞ 1975 var haldið á Þórshöfn 22. júni. Mættir voru 23 fulltrúar frá öllum að- ildarfélögunum, sem eru sjö, auk stjórnar UNÞ og nokkurra ann- arra. í skýrslu stjórnarinnar fyrir árið 1974 kom með- al annars fram, að gróskumikið iþrótta- starf var á sviði frjálsra iþrótta og knattspyrnu. Nefna má að 210 börn fjórtán ára og yngri tóku þátt i unglingakeppni UNÞ og sambandið varð i 3. sæti i bikarkeppni FRÍ 2. deild. Fjögur knattspyrnulið kepptu i knattspyrnumóti UNÞ og lið frá sambandinu tók nú i fyrsta sinn þátt i undankeppni fyrir landsmót UMFí. UNÞ stóð að þjóðhátíð Norður-Þingeyinga í Ásbyrgi ásamt þjóð- hátíðarnefnd N-Þing- eyjarsýslu. A þinginu var samþykkt reglu- gerð fyrir knattspyrnumót UNÞ og gerðar voru ýmsar samþykkt- ir um héraðsmótið, sem fram fer I Asbyrgi helgina 19.-20. júll n.k. Þá var eftirfarandi samþykkt samhljóða: „Arsþing UNÞ haldið á Þórs- höfn 22. júnl 1975 samþykkir að bjóða fram 300 dagsverk, unnin eða greidd, til byggingar fullkom- innar hreinlætisaðstöðu I Asbyrgi aö þvl tilskyldu að UNÞ haldi af- notarétti slnum I Asbyrgi til sam- komuhalds og Iþróttamóta." Stjórn sambandsins skipa nú Orn Eiðsson formaður FRI: Fólk, sem valið er til land fær ekki keppnisleyfi með íþróttasiðan hafði tal af Erni Eiðssyni, formanni FRí vegna fréttar I blaðinu I gær um að einhverjir frjálsiþrótta- menn kynnu að verða dæmdir I keppnisbann, ef þeir treystu sér ekki til að taka þátt I för landsliðsins til Tromsö helg- ina 26. og 27. júll nk. örn sagði, að þessi frétt væri algerlega úr lausu lofti gripin. Trúlegt er, að fréttin sé tilkomin vegna þess, að UMFÍ hyggst senda hóp frjáls- Iþróttafólks til Danmerkur um svipað leyti og landsliðið fer til Noregs, en FRl tilkynnti UMFI á sunnudag eftir Lands- mótið hverjir heföu verið valdir I Noregsförina, þannig að UMFÍ valdi þá ekki I Dan- merkurförina. örn sagði, að venjan væri sii, að fólk, sem valið er til landskeppni fengi ekki keppnisleyfi með félög- um, og samvinnan við UMFl um þetta atriði — eins og önn- skeppni félögum ur samskipti IFRÍ og UMFI — hefði verið með ágætum. örn sagði að lokum, aö ekkert væri við þvi að segja, ef íþróttafólk treysti sér ekki til að fara I keppnisför með landsliði af einkaástæðum, en enginn hefði enn tilkynnt FRI um það vegna Kalottkeppninnar. Hver ábyrgð KSÍ? KSt er framkvæmdaraðili að tslandsmótinu I knattspyrnu. Svo virðist, sem stjórn KSt áliti, að hún hafi engar skyldur vegna fram- kvæmdar mótsins aðrar en þær, að gefa út prentaða mótabók. Nú I sumar hefur orðið al- varlegur misbrestur á þvi, að dómarar mættu til leiks I 3. deildarkeppninni. Hefur þetta ekki aðeins bakað sumum félögum veruleg óþægindi, heldur mikinn fjárhagslegan skaða. Svo virðist sem enginn sé ábyrgur fyrir þessu, hvorki KSÍ né Dómarasambandið. -Sem dæmi um vanhöld dóm- ara má geta þess, að Umíélag Grundarf jarðar á að vera búið að leika 7 leiki I 3. deildar- keppninni I sumar. Aðeins 4 þessara leikja hafa farið fram. M.ö.o. 3 leikir hafa ekki farið fram, og er ástæðan sú, að dómarar hafa ekki mætt. Þetta sama lið fór nýlega vestur á Firði til að leika gegn HVÍ. Þegar á staðinn var komið, reyndist enginn dóm- ari vera til taks. Eftir mikla eftirgangsmuni tókst að fá dómara frá Isafirði til að hlaupa I skaröið. Að öðrum kosti hefðu Grundfirðingar farið mörg hundruð km för til einskis. Þvi miður er þetta ekkert einsdæmi. Komið hefur fyrir, að lið, sem langt eru að komin og greitt hafa hundruð þús- unda króna vegna ferðalaga, hafa farið erindisleysu. Og þetta vandamál er ekki ein- skorðað við 3. deildina. Mörg dæmi eru til þess, að dómara hefur vantað á leiki yngri flokkanna og er það raunar daglegt brauð. Hverjum, sem um er að kenna, þá er ljóst, að þetta ástand er óþolandi. Er svo komið, að sum liðanna eru I miklum vafa um, hvort ástæða sé til að halda þátttöku áfram. Stjórn KSI getur ekki látið þetta mál afskiptalaust. Sem framkvæmdaraðili ber henni skylda til þess að sjá um, að mótið geti farið fram með eðlilegum hætti, og ein- stök félög verði ekki fyrir fjár- hagstjóni. Skyldur hennar eru meiri en að gefa út prentaða mótaoók. þeir Aðalbjörn Gunnlaugsson Lundi formaður, Guömundur Þórarinsson Vogum gjaldkeri og Stefán Eggertsson Laxárdal rit- ari. Tveir Iþróttakennarar starfa hjá UNÞ I sumar, þeir Magniis Pálsson og Gunnar Arnason, en Gunnar er jafnframt fram- kvæmdastjóri Iþróttastarfsins. Fimm frjálslþróttamót eru ákveðin innan héraðs auk ung- lingakeppninnar, sem fram fer þrisvar sinnum I hverju félagi. Þá tekur UNÞ þátt I landsmóti UMFl, Norðurlandsmótinu og bikarkeppni FRÍ I 2. deild. Breiðablik- Ármann 2:1 Breiðablik sigraði Armann I 2. deildar keppninni i gærkvöldi með 2 mörkum gegn 1. Með þess- um sigri hefur Breiðablik hlotið 14 stig og hefur 3ja stiga forskot.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.