Tíminn - 16.07.1975, Blaðsíða 16

Tíminn - 16.07.1975, Blaðsíða 16
 Miövikudagur 16. júli 1975. f ' Nútíma búskapur þarfnast BJKf" haut i augsugu Guðbjörn Guðjönsson fyriv ffóöan waM ^ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS Öryggismálaráðstefna Evrópu: Tyrkir hafa í hótunum Engu að síður er álitið, að fundurinn í Helsinki hefjist á tilsettum tíma NTB/Reuter-Genf. öryggismála- ráðstefnu Evrópu lýkur væntan- lega — eins og ráö hefur veriö fyr- ir gert meö fundi Evrópuleiötoga i Ilelsinki, er hefst þann 30. júif n.k. Siðustu atburöir á fundi ráð- stefnunnar f Genf geta þó hugsan- lega sett strik í reikninginn. í gær setti tyrkneska sendi- nefndin á ráðstefnunni fram kröf- ur, er lúta að fyrir fram tilkynn- ingu um fyrirhugaðar heræfing- ar. Talsmaður nefndarinnar sagði, að hún vildi tryggja fullt öryggi Tyrklands og gæti ekki sætt sig við málamiðlun. Yrði ekki komið til móts við kröfur hennar, gæti hún ekki greitt at- kvæði með ályktun ráðstefnunnar i heild. Fulltruar annarra rikja voru að vonum vonsviknir yfir kröfum Tyrkja, en fréttaskýrendur álitu, að þessi siðasta fyrirstaða hefði þó engin áhrif á framvindu mála og fundurinn I Helsinki hæfist þann 30. júli, eins og til stæði. Ymist of eða van: Svelta þrjór milljónir manna í hel? miklir þurrkar hrjá í meðan íbúar Austur úti vegna flóða NTB-Nairobi. Miklir þurrkar hafa hrjáö fbúa Austur-Afriku aö undanförnu. Veröi ekkert aö gert, er hætta á, aö yfir þrjár milljónir manna svelti I hel. Þetta er haft eftir starfsmönn- um vestrænna hjálparstofnana i Austur-Afriku. Að þeirra sögn hafa þegar fimmtiu þúsund manns dáið af völdum þurrkanna — auk milljóna húsdýra. I nokkrum hlutum Eþiópiu og Sómaliu hefur ástandið batnaö nokkuð siöustu vikur, en annars staðar I þessum tveimur löndum rikir hörmungarástand. Eþiópia hefur liklega orðið verst úti. Herforingjastjórn.er fer meö völd i landinu, hefur að visu safnað eitt hundraö þúsund flótta- mönnum frá þurrkasvæðunum saman i flóttamannabúðir, er reistar voru nýverið — en sllkar aðgerðir hafa dugað skammt. Þá hefur stjórnin loks beðið um aö- stoð annarra rikja. Sómalia hefur fengið aöstoö frá Sovétrikjunum, m.a. flugvélar og flutningabifreiðar. Asiðasta hálf- um mánuði hefur lika tekizt að flytja þrjátiu þúsund manns úr flóttamannabúöum, þar sem að- búð var öll mjög slæm — og til svæða, er ekki hafa orðiö fyrir baröinu á þurrkunum. )úa Austur-Afríku, Evrópu verða hart S-Víetnam sækir um aðild að SÞ Reuter-Sameinuðu þjóöunum. Tilkynnt var I gær I aðalstöðv- um Sameinuöu þjóöanna I New York, aö Suöur-Vietnam hefði sótt um fulla aöild aö S.Þ. Suður-VIetnam hefur um árabil verið aðildarriki S.Þ., en það er hin nýja stjórn landsins, er nú sækir formlega um aðild að samtökunum. 1 gær var óvíst, hvort Norð- ur-VIetnam ætlaði einnig að sækja um fulla aðild að S.Þ., en óstaðfestar fréttir herma, að sú veröi raunin. (Stefna þjóðfrelsisafla þeirra, er nú hafa náð völdum i Suður- og Norður-Vietnam er sú að sam- eina rikin tvö I eitt riki, Viet- nam. Umsóknir beggja um aðild að S.Þ. brytu aftur á móti i bága við þá stefnu.) s Sameiginleg geimferð Bandarikjamanna og Sovétmanna Dagskrá i stórum dráttum (sjá og meðfylgjandi mynd); Þríðjudagur 15. júli: Kl. 1220: Tveimur sovézkum geimförum skotið á loft I Soyuz-fari frá Baikonur I Mið-Síberíu (1) Kl. 1950: Þremur bandariskum geimförum skotið á loft i Apollo-fari frá Canaveral-höfða, Florida (2) Fimmtudagur 17. júli: Kl.1250: Geimförin mætast I 224 km hæð yfir Austur-Evrópu (3) Kl. 1615: Förin tengd saman (3) Kl. 2000: GeimfararnirThomasStafford og Donald Slaytonfara yfirISoyuz Kl. 2125: Stafford og Slayton snúa aftur til Apollo. Föstudagur 18. júli: K1. 0955: Vance Brand fer yfir i Soyuz og Alexey Leonov fer yfir i Apollo. Kl'. 1505: Leonov og Stafford fara yfir I Soyuz, meðan Brand og Valeri Kubasov fara yfir I Apollo Kl. 1950: Slayton og Kubasov fara yfir I Soyuz Kl. 2045: Stafford og Slayton snúa aftur til Apollo Laugardagur 19. júli: Kl.1202: Geimförin skilin að og fljúga þannig áfram um 200m vegalengd Kl. 1234: Geimförin tengd saman að nýju, svo að sovézku geimförunum gefizt tóm til aö gera ýmsar athuganir við hagstæð skilyrði. Kl. 1526: Geimförin skilin að (4) Kl. 1836: Förin halda sitt i hvora átt (4) Mánudagur 21. júli: Kl. 1051: Soyuz lendir i Miö-Asiu (7) Fimmtudagur 24. júli: Kl. 2118: Apollo lendir á Kyrrahafi, vestur af Hawaii-eyjum. Geimferð Bandarikjamanna og Sovétmanna: Bilun í tökuvél skyggir á vel heppnaða byrjun APN/NTB/Reuter-Moskvu, Canaveral-höföa, Houston. 1 gær var skotið á loft Soyuz-geimfari frá Baikonur-geimmiðstöðinni i Miö-SIberiu I Sovétrikjunum og Apollo-geimfari frá Kenne dy-geimmiöstööinni á Canaver- al-höföa I Bandarikjunum. Þar meö hófst sameiginleg geimferö Bandarikjamanna og Sovét- manna,sú fyrsta I rööinni. Soyuzi var skotið á loft rétt eftir hádegi að islenzkum tima. Tókst sjálft geimskotiö vel og fór geim- farið á braut um jörðu. Slðdegis kom fram bilun I aðal- myndatökuvél geimfarsins, sem ætlað er til að taka myndir af geimförunum um borö. (Tökuvél- in er og mikilvæg fyrir öll sam- skipti við farið). Þessi bilun hefur nokkuð skyggt á vel heppnaöa byrjun geimferðarinnar. ,,Allt er fer- tugum fært" Reuter-Cana veral-höföa. Málshátturinn „Allt er fer- tugum fært” á vel viö um sameiginlega geimferö Bandarikjamanna og Sovét- manna: Allir geimfararnir — fimm að tölu — eru nefnilega komnir yfir fertugt. Aldursforsetinn er Donald Slayton, 51 árs að aldri. Þótt hann hafi þegar árið 1959 hafið þjálfun hjá Bandarisku geim- ferðastofnuninni er þetta i fyrsta sinn, að hann tekst á hendur ferð út I geiminn. Sama á við um Vance Brand (44 ára). Fyrirliði Bandarikjamann- anna, Thomas Stafford (45 ára), á aftur á móti þrjár geimferðir að baki. Og þeir Alexei A. Leonov (41 árs), fyr- irliði Sovétmannanna, og Valery N. Kubasov (40 ára). „Ochen Okay!" Reuter-Houston. Bandarlskir og sovézkir geimfarar, er þátt taka I hinni sameiginlegu geimferö, hafa myndað nýtt orðatiltæki, sem þegar er orö- iö fleygt meöal geimvlsinda- manna: „Ochen Okay!” „Ochen” (rússneska þýðir „mjög” og „okay” (enska) „allt i lagi”. Orðatiltæki þetta varö til, meðan geimfararnir sóttu námskeiö i ensku/rússnesku. Ætlunin er, að Sovétmennirnir tali ensku við Bandarikja- mennina úti i geimnum, en þeir bandarisku mæli aftur á móti á rússnesku við þá sovézku. 1 þvi skyni hefur veriðtekinn saman 144 siöna langur orða- listi, er auðvelda á geimförun- um að skilja hvern annan. Kaffiö frá Brasilíu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.