Tíminn - 17.07.1975, Blaðsíða 1

Tíminn - 17.07.1975, Blaðsíða 1
TARPAUIIN RISSKEMMUR Landvélarhf c 159. tbl. — Fimmtudagur 17. júli 1975 — 59. árgangur HF HORÐUR GUNNARSSON SKÚLATUNI 6 -SÍMI (91)19460 BRÁÐABIRGÐALÖG: 12% GJALD A VORUR AÐRAR EN MIKILVÆGAR NEYZLUVÖRUR OG HELZTU REKSTRARVÖRURNAR Á AÐ GEFA RÍKISSJÓÐ 1850 MILLJ. KR. 1 gær voru sett bráðabirgðalög um sérstakt timabundið vöru- gjald — 12% til ríkissjdðs af inn- lendri og innfluttri vöru öðrum en mikilvægum neyzluvörum al- mennings og helztu rekstrar- nauösynjum atvinnuveganna. TEXTI BRÁÐA- BIRGDA- LAGANNA m > O Aætlaðar tekjur af gjaldi þessu eru allt aö 1850 milljónir á þessu ári. í frétt fjármálaráðuneytisins um bráðabirgðalögin segir m.a.: „Með lögunum er ákveðið, að á tlmabilinu 17. júli 1975 til ársloka skuli greiða 12% sérstakt vöru- gjald til rikissjóðs af innlendri og innfluttri vöru i nokkrum vöru- flokkum. Gjaldið leggst á verk- smiðjuverð innlendrar vöru og á tollverð innfluttrar vöru að viðbættum aðflutningsgjöldum. Stofn gjaldsins er þannig val- inn, að sneitt er hjá helztu rekstrarnauðsynjum atvinnuveg- anna og mikilvægum neyzluvör- um almennings eftir þvi sem frekast er kostur, jafnframt þvi sem virtar eru alþjóðlegar skuld- bindingar Islands á sviði við- «kiptamála. Aætlað er, að tekjur af gjaldinu geti numið allt að 1850 m. kr. á ár- inu 1975. Með gjaldtökunni er að þvi stefnt, að ná viðunandi jöfnuði I fjármálum rikisins á þessu ári. Við rikjandi aðstæður i efnahags- málum er jafnvægi i fjárhag rikissjóðs mikilvæg forsenda al- menns efnahagslegs jafnvægis. Vegna Utgjaldaauka og skatt- breytinga af ýmsu tagi, sem rikissjóður hefur þurft að taka á sig frá þvi að fjárlög voru sam- þykkt, m.a i sambandi við lausn kjarasamninga, er áætlað að greiðsluhalli ársins hefði numið um 3.850 millj. kr. án aðgerða. Af þessum sökum hefur rikisstjórnin nú gripið til mótaðgerða, sem annars vegar felst i 2.000 m. kr. lækkun rikisútgjalda og hins veg- ar þeirri 1850 rh. kr. fjáröflun, sem bráðabirgðalögin ákveða. Fjárveitinganefnd hefur sam- þykkt tillögur um lækkun rikisút- gjalda, sem rikisstjórnin hefur nú tekið til endanlegrar með- ferðar. Tillögurnar byggjast á heimild i efnahagsmálalögum frá 28. april s.l.j er tekur til allra út- gjaldaliða fjárlaga. Lækkunin, samtals 2.000 millj. kr., skiptist þannig, að á íramkvæmdir koma 660 m. kr., á rekstur og tilfærslur 860 m. kr. og á framkvæmda- framlög af ýmsu tagi skv. siðari ákvörðun 480 m. kr. Þetta eru hinar beinu lækkanir á rikisút- gjöldum, en auk þess koma til verulegar óbeinar lækkanir.sem fólghar eru i þeirri ákvörðun ríkisstjórnarinnar, að kostnaðar- aukning af völdum gengislækkun- ar og launahækkana verður ekki látin koma fram i auknum út- gjöldum. Hefur viðkomandi stofnunum og fyrirtækjum rikis- ins verið gert að gera ráðstafanir til þess, aðrekstrarfjárveitingar fjárlaga ásamt stofnkostnaði nægi til starfseminnar á árinu. Þær kostnaðarhækkanir á rekstrarliðum, öðr um en launum, sem að öðrum kosti hefðu leitt til aukningar út- gjalda, hafa verið óætlaðar um 1600 millj. kr. vegna gengis- lækkunar og um 800 millj. kr. vegna launahækkana, eða sam- tals 2400 millj. kr." AUGLYS- ING FJÁR- MÁLARÁÐU- NEYTISINS m > O Brezkir togara- menn hóta ao hafa útfærsluna að alls engu BH-Reykjavik. — t skeyti frá sendiráði okkar I Brússel.sem barst i gær segir, að talsmaður Efnahagsbandalagsins hafi látið i ljós á blaðamannafundi það álit, að það væri mjög óheppilegt, að Islendingar færðu út einhliða mína: Menn hefðu gert sér vonir um, að tollundanpágur á fisk- afurðum kæmu fljótlega til fram- kvæmda. Þetta myndi torvelda það. Annars hefur ekki verið mikiðum viðbrögð gegn ákvörð- un rikisstjórnarinnar um út- færslu. Þannig komst Einar Agústsson, utanrikisráðherra, að orði, þegar Timinn hafði samband við hann i gær og spurðist fyrir um viðbrögð við utfærslunni. Hvort nokkuð hefði heyrzt frá Bretum? Ekkert frá opinberum aðilum, en það segir hér i Reuters-skeyti, að mótmæli hafi komið mjög mikiðfram, — en hins vegar von- ist Bretar til, að hvað sem Is- lendingar geri I sinni lögsögu, veröi haldið áfram að semja við þá um undanþágur, um að fá að veiða á þeim miðum, sem Bretar hafi veitt á frá alda öðli á hefð- bundinn hátt. Þá hafi brezkir togaramenn hótað að hafa að engu þessa ákvörðun Islendinga. Þessi Utfærsla komi á þeim tima, sem brezk togaraútgerð eigi i miklum erfiðleikum. Ennfremur segir, að mikill ótti riki nú I Bret- landium,að þetta geti leitt til nýs þorskastriðs, svipað þvi og þegar viö færðum út úr 12 milum i 50. Hafa Islenzk sendiráð kunn- gjört Utfærsluákvörðunina um viða veröld? — Já, svo sannarlega,' og þá hefur sendiráði Islands hjá Sam- einuðu þjóðunum verið falið að tilkynna ákvörðunina þar, þannig að það hefur naumast farið fram hjá nokkrum. HAFA NORÐMENN STUNDAÐ ÓLÖGLEG- AR HREFNUVEIÐAR FYRIR NORÐAN? ASK Akureyri — A þvi getur tæp- lega leikið nokkur vafi, að Norð- menn hafa stundað ólöglegar hrefnuveiðar langt innan fimmtiu milna markanna, sagði ólafur Gunnarsson skipstjóri á hrefnu- bátnum Björgvin EA. Bæði hefur sést til þeirra að ólöglegum veið- um, og eins hefur togbátur fengið beinagrind af hrefnu á Skaga- grunni, en sú beinagrind getur engan veginn verið frá neinum is- lenzku hrefnubátanna. Þá sagði Guðmundur Haraldsson, skip- stjóri á hrefnubátnum Nirði EA, að Sólberg EA hefði séð tij norskra báta við hrefnuveiðar á Skagagrunni ekki alls fyrir löngu. Ólafur sagði sjómenn hafa orð- ið vara við Norðmenn skera hrefnu undan svonefndum Kleif- um, sem eru rétt hjá Ólafsfirði, og eins hefði togbátur séð norskan hrefnubát lóna langt innan mark- anna með mann i tunnu. Hefði báturinn verið albúinn til veiða, þannig að tæplega hefði verið um nokkra skemmtisiglingu að ræða. Þeir Olafur og Guðmundur sögðu hrefnuveiðimenn norðanlands hafa þungar áhyggjur vegna ágengni Norðmannanna og hafa þeir kvartað við viðkomandi yfir- völd, en enn sem komið er hefði ekkert gerzt I málinu. Blaðið hafði samband við Þórð Asgeirsson skrifstofustj., i sjávarútvegsráðuneytinu vegna ummæla skipstjóranna og sagði Þórður, að Norðmönnum væri það algjörlega óheimilt að veiða hrefnur eða verka þær innan fimmtiu mllna markanna. Að sögn Þórðar hefur hann kvartað a.m.k. þrisvar við Landhelgis- gæzluna, og bent á athæfi Norð- mannanna, en gæzlan hefði ekki náð neinum bátanna við ólöglegar veiðar. Pétur Sigurðsson forstjóri Landhelgisgæzlunnar kvað varð skip hafa kannaö veiöarfæri og báta Norðmannanna fyrir vestan land en ekki fundið neitt athuga- vert. Inn á Ólafsfjörö hafa komið tveir þessara norsku báta, en það eru Andfjord N 65 BR og Haflorva N 409 BR. Annar þessara báta kom inn I höfnina með hrefnukjöt á dekki, þannig að ekki virðist fræðilegur möguleiki á þvi að veiðarnarhafi átt sér stað utan 50 milna markanna, og ekki er 6- sennilegt að hrefnan hafi verið skotin I mynni Eyjafjarðar. Nú munu báðir þessir bátar farnir til Noregs með dágóðan afla. Framhald á 15. siðu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.