Tíminn - 17.07.1975, Blaðsíða 2

Tíminn - 17.07.1975, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Fimmtudagur 17. júll 1975. NÝ OSTAGERÐ HJÁ ' NÆSTA ÁRI Eitt Ford-ui Tlboð í október r <5 i.k. KEA A ASK-Akureyri. Samkvæmt nú- gildandi verðlagi kostar rúman milljarð að fullbúa hina nýju mjólkurstöð KEA á Akureyri. Fyrsti áfangi hennar verður tekinn i notkun á næsta ári, en þar er um að ræða ostagerð. Hins vegar er allsendis óvist hvenær tekst að ljúka byggingunni til fulls, en hún er 40 þúsund rúm- metrar að stærð. Byggingarframkvæmdir hófust árið 1965, en lágu niðri um 6 ára skeið vegna lánsfjárskorts og fleiri atriða, er sneru að hinu opinbera. Nú hefur verið starfað af fullum krafti siðan 1973 og hef- ur byggingin verið steypt upp, og veriðer að leggja siðustu hönd á þak hússins. Hins vegar á meðal annars eftir að ljúka gerð verk- stæðis, spenni-, og kyndistöðvar. Þá verður væntanlega ekki byrjað á starfsmannabyggingu fyrr en á næsta ári. Með tilkomu nýja hússins og flutnings ostagerðarinnar þangað' verður hafin framleiðsla á ýms- um nýjum tegundum, svo sem Schweiserostum — eða — Óðalsostum,en ókleift hefur verið að fitja upp á nýjungum i gamla húsnæðinu i „Gilinu”, sökum þrengsla. Gamla mjólkurstöðin var tekin i notkun 1939, og var fyrir löngu orðin of litil fyrir starfsemina, en til marks um aukningu innvegins mjólkurmagns má geta þess, að 1939 var tekið á móti 3,4 milljón- um litra, en á siðasta ári 21,8 milljónum litra. Ný mjólkurstöð KEA i byggingu. Timamynd: Ask. H.V. Heykjavik. Akveðið hefur verið, að formleg sameining þeirra tveggja fyrirtækja, sem haft hafa Ford bifreiðaumboð með höndum hérlendis, Sveins Egilssonar hf. og Kr. Kristjáns- son h.f, fari fram i október ihaust og mun fyrirtæki það, sem mynd- ast við sameininguna, verða undir nafni Sveins Egilssonar. 1 viðtali við Timann i gær sagði Þórir Jónsson framkvæmdastjóri Ford umboðsins i Skeifunni 17 (Sveinn Egilsson h.f.) að þegar hefði verið ákveðið að flytja alla starfsemi Ford umboðanna inn i Skeifuna 17, þegar að sam- einingu kæmi. Hann sagði það ekki afráðið enn, hvernig fram- kvæmdastjórn hins nýja fyrir- tækis yrði skipuð, en sagði, að nokkur hluti starfsliðs Kr. Krist- jánsson h.f. myndi flytja með fyrirtækinu. Mikill hluti starf- semi nýja fyrirtækisins verður þó I höndum starfsliðs Þóris Jóns- sonar h.f. Húsnæði það, sem Kr. Kristjánsson hefur haft á jarðhæð Hótel Esju, verður að rýma eins fljótt og kostur er, þar sem Flug- leiðir h.f. biða þess að fá afnot af þvi. Fjórir 13 ára játa 21 innbrot H.V. Reykjavik. Rann- sóknarlögreglan i Kópavogi hefur nú upplýst töluverðan fjölda innbrota, sem átt hafa sér stað i Kópavogi á undan- fömum mánuðum. Alls eru það tuttugu og eitt innbrot og ein innbrotstilraun, sem um ræðir og eru það fjórir piltar úr Kópavogi, allir þrettán ára gamlir, sem frömdu þessi innbrot. Innbrotin frömdu piltarnir á ýmsum stöðum i Kópavogi og hafa farið allt að fimm sinnum inná sömu staði. Um siðustu páska brutust piltamir inn i Skóverzlun Kópavogs, þá hafa þeir brotizt þrisvar inn á Tré- smiðju Þorkels Skúlasonar, einu sinni i Reiðhjólaverk- stæði Ingólfs Guðbrandsson- ar, þrisvar i nýbyggingu eina i Kópavogi, þar sem þeir hafa stolið nokkru af verk- færum, einu sinni i vinnu- skúr, einnig i verkfæraleit, fimm sinnum i Trésmiðju Sigurðar Eliassonar, þar sem þeir stálu ölsjóð starfs- manna og nokkru af ölflösk- um, tvisvar á Húsgagna- vinnustofu Á. Guðnasonar, þar sem þeir höfðu öl og sæl- gæti upp úr krafsinu, tvisvar i Kópavogsskóla og þrisvar sinnum i Menntaskólann i Kópavogi, þar sem þeir stálu nokkuð miklu magni af sæl- gæti og nokkrum kassetum. Miðað við fjölda innbrot- anna hafa piltarnir haft fremur litið upp úr krafsinu, og skemmdir hafa þeir ekki unnið aðrar en til þess að komast inn. Þrir piltanna munu hafa tekið þátt i svo til öllum þess- um innbrotum, en sá fjórði i einhverjum hluta þeirra. Enginn piltanna hefur áður komið við sögu lögregl- unnar svo teljandi sé, þó einn þeirra fyrir einhverja óknytti. FLUGLEIDIR LEITA EFTIR LEIGUFLUGVÉL TIL AÐ ANNA PÍLAGRÍMSFERÐUM H.V. Reykjavik. Flugleiðir hafa gert samning við indónesiska flugfélagið Mandala airways, um áð fljúga á þeirra vegum leigu- flug með um 10.000 pilagrima frá Jakarta i Indónesiu til Jeddah i Flugið verður aukinn þáttur í landhelgisgæzlunni þegar 200 mílurnar verða landhelgi — útbúnaður varðskipanna aukinn og bættur fyrir ný átök H.V. Reykjavik. — Landhelgis- gæslan hefur að sjálfsögðu unnið um skeið að skipulagningu og undirbúningi ráðstafana, vegna útfærslu landhelginnar i 200 milur og hafa sumar þeirra þegar kom- ið i ljós. Stærsta atriðið er auð- vitað nýja flugvélin, sem við von- umst til að koma i gagnið ekki mikið seinna en haustið 1976, og eigum við nú von á mönnum frá Fokker verksmiðjunum, til frekari viðræðna um þau kaup-, sagði Pétur Sigurðsson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, i viðtali við Timann i' gær. 1 viðtalinu við Pétur kom enn-* fremur fram.að unnið er jafnt og þétt að skipulagningu og sam- ræmingu tækjakosts gæslunnar, meðal annars með þvi að bæta Flugvél Landhelgisgæzlunn- ar. Með 200 milunum bætist önnur við. aðstöðu þyrlanna á skipunum, endurnýja siglingartæki i þeim og samræma þau, þannig að sem mest verði um samskonar tæki að ræða i öllum skipunum. — Þyrlumálin hafa legið nokk- uð i láginni hjá okkur undanfarið sagði Pétur ennfremur, — en við reynum þó að halda þeim gang- andi, enda hef ég alltaf haldið þvi fram, að þær séu bestu tækin til gæslu á grunnmiðum. Stóra þyrlan hefur unnið mikið með skipunum undanfarið, auk þess að sinna sinum eigin störf- um, enda er hún ákaflega af- kastamikil og hentug til gæslu- starfa. Ég vil halda þvi fram, að hægt sé að nota flugið mun meira við gæslustörf en við höfum gert fram að þessu. Ýms lög og reglur hafa þó verið stór þröskuldur i vegi þess, til dæmis krafan, sem gerð er um að gæsluaðili missi ekki sjónar á skipi, sem staðið er að ólöglegum veiðum, fyrr en skipið hefur verið stöðvað. Þessi krafa er til komin vegna þess, að varðskip geta ekki full- vissað sig um nafn og númer veiðiskips, fyrr en að skips- hliðinni er komið, en það á alls ekki við um flugvélarnar, sem sjá bæði nafn og númer skipsins, um leiðbg þær koma yfir það. Það er því næsta undarlegt, að flugvélarnar geti ekki látið nægja að tilkynna nafn skips og stað- setningu, heldur verða að biða þess að varðskip komi á vett- vang.— Um áframhaldandi endurnýjun og viðbætur við tækjakost Land- helgisgæslunnar, taldi Pétur ekki timabært að ræða. Sagði hann Landhelgisgæsluna fyrst og fremst verða að biða og láta reynsluna skera úr um hver þörf- in yrði, þvi miklar sveiflur væru i öllu þvi sem heitir fiskveiðar og alls ekki hægt að segja til um það I dag hver ásóknin á Islandsmið yrði eftir nokkur ár. — Þróunin er ör i dag — , sagði Pétur, —■ og þegar um innkaup á dýrum útbúnaði er að ræða, verð- ur að fara með nokkurri varúð. í fyrsta lagi getur það sem pantað er með nokkurra ára fyrirvara, verið úrelt þegar það kemst i not- kun og i öðru lagi má ekki flýta sér svo. að óþarflega mikið verði keypt. Varðskip Landheigisgæzl- unnar i höfn. Ýmiss konar breytingar og bætur verða á þeim gerðar til að uppfyila þær auknu kröfur,sem gæzla 200-milnanna gerir. Saudi Arabiu, en pílagrimar þessir verða á leið til Mekka. Til þess að geta annað flugi þessu veða Flugleiðir að taka flugvél á leigu og hefur félagið þegar leitað fyrir sér hjá öðrum flugfélögum, meðal annars hjá félaginu Seaboard world air- ways, sem þeir keyptu DC 8 63 þoturnar af nú nýlega. Flogið verður með pilagrima frá Jakarta til Jeddah á timabil- inu 12. nóvember til 6. desember og verða þá tvær flugvélar frá Flugleiðum staðsettar þar austurfrá, hvor um sig með fullt áhafnagengi. önnur verður ein af vélum flugleiða, hin leiguflugvél, en báðar verða með áhöfnum úr starfsliði Flugleiða. A timabilinu 20. desember til 14. janúar verða pilagrimainir svo fluttir til baka, frá Jeddah til Jakarta, og verður þá einvél frá Flugleiðum, leiguvélin upptekin við flutningana, en vegna anna viö jólaáætlun Flugleiða, verður ekki unnt að nota vél i eigu félags- ins tíl þeirra. Þess i stað verður fengin vél frá erlendu flugfélagi til að annast þá ásamt leiguvél- inni, og kemur meðal annars til greina að fá vél annað hvort frá Cargolux eða Seabord til þeirra flutninga. Samningurinn milli Flugleiða og Mandala airways var undir- ritaður með fyrirvara um endan- legt samþykki rikisstjo'rnar Indó- nesiu og framkvæmdastjórnar Flugleiða og búizt er við að þeir aðilar báðir verði búnir að af- greiða málið innan mánaðar. Pilagrimsferðir þessar milli Indónesiu og Mekka eru árlegur viðburður, og að sögn forráða- manna Flugleiða gæti orðið um framtiðarverkefni að ræða við flutninga af þessu tagi ef vel tekst til um flutningana um næstu ára- mót.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.