Tíminn - 17.07.1975, Blaðsíða 13

Tíminn - 17.07.1975, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 17. júli 1975. TÍMINN 13 Þátttakendur fyrir utan Stapa GIsli Þorsteinsson oddviti. Hefur setið 50 ár í sömu hreppsnefnd gébé Rvik — Nýlega kaus hrepps- nefnd Miðdalahrepps i Dalasýslu, Gisla Þorsteinsson oddvita, heiðursborgara hreppsins i tilefni fimmtiu ára starfs hans i þágu Miðdælinga. Hinn 1. júli s.l. hafði Gisli átt sæti i hreppsnefndinni samfellt i 50 ár, þar af sem odd- viti i 41 ár en hann var fyrst kos- inn i hreppsnefnd með munnlegri kosningu árið 1925. í tilefni heiðursborgarakjörs- ins, hélt hreppsnefndin Gisla samsæti i félagsheimilinu Nes- odda og voru þar viðstaddir flest- ir hreppsbúar. Gisli Þorsteinsson er fæddur á Ytri-Hrafnabjörgum i Hörðudal 6. ágúst 1896, en búsettur i Geirs- hlið. . Mánudaginn 14. júli 1975 kannaði flugvél Landhelgisgæzlunnar TF- SÝR hafisinn undan vestanverðu Norðurlandi og Vestfjörðum. Næst landi var isjaðarinn við Horn, um 8 sml. Þaðan jiggur hann inn með Ströndum og nær lengst að stað um 10 sml. NV-af Skaga, frá þeim stað liggur ísröndin svo I NA-átt, vestan Kolbeinseyjar. A Húnaflóa eru gisnar isspangir og einstakir jakar, allt inn á Kald- baksvik. A-við Skaga og allt A-að Sauðanesi eru einstakir jakar, ört bráðn- andi. Vestan Hornbjargs liggur isjaðarinn að mestu VSV, og V-af Barða eru 47 sml. I hann. DAGANA 9. 10. 11. og 12. júli, var haldin aljóðleg unglingaráðstefna á vegum Bahá’ia, i félagsheimil- inu Stapa i Njarðvikum. Yfir- skrift þessarar ráðstefnu var: Allir menn hafa verið skapaðir til að vinna að stöðugt vaxandi sið- menningu”. Þessi yfirskrift er sótt i rit Bahá’u ’lláh, spámanns og höfundar Bahá’i trúarbragð anna. Ráðstefnan hófst með minn- ingarathöfn að Nónhæð i Kópa- vogi, um pislavættisdauða Bæabsins, fyrirrennara Bahá’u ’lláh, en hann var skotinn til bana á opnu torgi i borginni Tabriz árið 1850. Sem kunnugt er, hafa Bahá’iarnir keypt efsta hluta Nónhæðar, og hyggjast i framtið- inni, reisa þar éítt af sinum veg- legu musterum. Á meðal áttatiu gesta ráðstefn- unnar, frá sjö löndum, var Hönd Málstaðar Guðs, William Sears, og kona hans Margrét. William Sears er höfundur fjölda kynn- ingarbóka um Bahá’i trúar brögðin, svo og þekktur sjón- varps- og útvarpsþulur i Banda- rikjunum. Tvær bóka hans hafa verið þýddar á islenzku, Þjófur á nóttu, og Sólin ris. Meðan á ráðstefnunni stóð voru tvö kvöld opin almenningi, og voru þá á dagskrá m.a. fræðslu- sýning, sem sérstaklega hafði verið undirbúin fyrir þessa ráð- stefnu, og leikrit um fyrstu kven- réttindakonu Austurlanda,— Tahirih. Var báðum atriðum einkar veltekið. íslenskar konur á Eystrasaltsvikunni BH-Reykjavik. — Eystrasaltsvik- an var haldin hátiðleg i Rostock i Þýzka alþýðulýðveldinu dagana 6.—11. júli, að þessu sinni i átjánda skiptið. í sambandi við Eystrasaltsvikuna er efnt til fjöl- margra ráðstefna og sýninga, og voru þátttakendur fjölmargir frá ýmsum þjóðum. A kvennaráðstefnuna mætti is- lenzk sendinefnd, sem skipuð var eftirtöldum konum: Sigriði Frið- riksdóttur, sem var formaður nefndarinnar, Gerði Óskars- dóttur, Laufeyju Jakobsdóttur, Jóhönnu Friðriksdóttur, Þórdisi Hansen og Þórunni Magnúsdótt- ur. Allar þessar konur tóku þátt i fundum og nefndarstörfum á ráð- stefnunni, svo sem um „Kvenna- árið” stöðu kvenna i atvinnulif- inu,skóla- og uppeldismál og bar- áttuna fyrir friði. SJ ÓKORT 500 ooo William og Margrét Sears. Ályktanir Ráðstefnunnar voru fjölmargar, og snérust aðallega um kennslu og útbreiðslu 'trúar- innar. 1 lokaályktun hennar segir m.a. „Það er álit okkar að með þessari ráðstefnu hefjist nýr kafli i sögu Bahá’i trúarinnar á ís landi. Sá vegur sem fram undan er, felur i sér aukna notkun fjöl- miðla, i þeim tilgangi að upp- fræða alla íslendinga um komu Bahá’u ’lláh og um vilja Guðs fyrir þessa tima. A/ SUÐURLANDSBRAUT 32 • REYKJAViK • SlMI 86500 • SlMNEFNI ICETRACTQRS ,h\^' N L A N D S LAND TF- syn -ZsÁronruso /Ý'- 7-7 Mentor sláttuþyrlan er örugg og einföld í notkun. Hæðarstilling hnifs frá jörð er nákvæm, og þyrlan fylgir mishæðum landslags mjög vel. Sláttubreidd Mentor sláttuþyrlunnar er 135 cm. Tilbúnar til afgreiðslu strax. Upplýsingar hjá sölumönnum okkar og kaupfélögunum. Kristinn Björnsson skrifar Landfara á þessa leið: Kvenréttindamál, sem gleymdist. í umræðum um jafnrétti kynja hefur titt verið hreyft misrétti, sem lengi hefur varað, þvi að persónufrádráttur til skatts er lægri hjá giftum kon- um en einstaklingum. Samkvæmt skattalögum er dálitil upphæð, miðuð við nauð- þurftir, skattfrjáls. Þetta var kallað persónufrádráttur, en hefur jafnan verið hærri fyrir ó- gifta einstaklinga en gifta. Á s.l. ári var fjölskyldufrá- dráttur 238 þúsund kr. fyrir ein- stakling, en 355 þúsund fyrir hjón, og þvi 117 þús. kr. lægri fyrir þau en tvo einstaklinga. Hann er aðeins 50.000 kr. fyrir bam. Við álagningu útsvars er þetta hliðstætt, þar sem lækkun þess vegna fjölskyldu er 5 þús. kr. hjá einstaklingi, en 7 þús. kr. hjá hjónum, þ.e. 3 þús. lægri en hjá tveim einstaklingum. Það sést af þessu, að giftri konu og börnum er ætlað að lifa af mun lægri upphæð en öðrum einstaklingum. Það er þó efa- mál, að þetta sé hægt, og ef svo væri, réttlátt. I rauninni lækkar fjölskyldu- frádráttur konu úr 238 þús. i að- eins 113 þúsund, við að giftast. í eldri skattalögum var þetta kallað frádráttur vegna eigin- konu, sem talin var þá á fram- færi mannsins. Þrátt fyrir orða- lagsbreytingu, þar sem talað er um fjölskyldufrádrátt, er þetta sjónarmiðóbreytt, þarsem hjón fá minni frádrátt en einstak- lingar. Þótt undarlegt megi virðast hef ég ekki heyrt þetta misræmi rætt af talsmönnum kvenrétt- inda, sennilega hafa fáir veitt þvi athygli eða verið uppteknir að ræða mál einstæðra mæðra og kvenna, sem vinna utan heimilis. Giftir fá minni skattfrádrátt Það er þó tvimælalaust órétt- látt að giftir einstaklingar fái lægri upphæð skattfrjálsa sér til viðurværis en ógiftir. Hinn lági frádráttur vegna bama er lika athyglisvert mis- rétti. Mörg börn þurfa að visu minna sér til framfæris en full- orðnir, stálpuð börn þó um það bil það sama, en gæzla og um- önnun ungra barna kostar mik- ið, ef reiknuð er. Þetta er ekki gert, þegar ákveðinn er fjöl- skyldufrádráttur þeirra vegna, og gæti það stafað af þvi, að þetta er vinna húsmæðra, sem ekki er metin til launa. Það er þvi réttlátt að fjölskyldufrá- dráttur vegna barna verði auk- inn. Með þvi væri ofurlitið launuð sú fyrirhöfn, sem giftar konur leggja á sig við umönnun bama, sem bezt sést hvað kostar, þegar þau fara á dag- heimili. Skattalög i endurskoðun Nú eru skattalög i endurskoð- un. Ég vil þvi beina þvi til þeirra, er það annast, að taka þessi atriði til sanngjarnrar at- hugunar og leiðréttingar, þann- ig að giftar konur og börn njóti eigi minni frádráttar en aðrir, bæði við álagningu tekjuskatts og útsvars. Þeim, sem vinna að réttinda- málum kvenna, vil ég einnig benda á þetta misrétti og hvetja þær tilað fýlgja því' eftir, að það verði leiðrétt. Kristinn Björnsson. U ng li nga ráðstef na Bahá'ía á Stapa Sigluf jörður: Dæmt í máli tveggja báta gébé—Rvik. — Skipstjórinn á Fróða frá Hvammstanga harð- neitaði að hafa verið að ólögleg- um veiðum, en var dæmdur til að greiða 86 þús. kr. sekt fyrir ólög- legan umbúnað veiðarfæra hjá Bæjarfógetanum á Siglufirði sl. laugardag. Skipstjórinn á Helgu Björgu játaði brot sitt, en hann var tekin að ólöglegum veiðum innariega á Skagafirði i siðustu viku og var dæmdur I 300 hundruð þúsund króna sekt og veiðarfæri gerð upptæk. Báðum skipstjórun- LANDVERND um var gert að greiða allan sakarkostnað. Mál bessi voru bæði tekin fyrir hjá bæjarfógetanum Eliasi Elias syni, s.l. laugardag og lauk réttarhöldunum sama kvöld. Það var 17. júní, að áhöfn báts frá Kópaskeri taldi Fróða vera að ólöglegum veiðum, en sú ákæra var felld niður af rikissaksókn- ara. Landhelgisgæzluvélin Sýr taldi sig hafa staðið Fróða að ólöglegum veiðum á Þistilfirði 20. júni,en við réttarhöldin taldist það ekki sannað og látið niður falla. Umbúnaður veiðarfæra var aftur á móti ekki talinn löglegur og fyrir það var skipstjórinn dæmdur i 86 þús. kr. sekt en hann hafði harðneitað öllum ákærum og sagði að þeir hefðu verið að búa sig undir handfæraveiðar, þegar flugvélin kom að þeim. Helga Björg var tekin að ólög- legum veiðum innariega á Skaga- firði i siðustu viku eða fyrir innan Drangey og viðurkenndi skip» stjórinn brot sitt. Var hann dæmdur i þrjú hundruð þúsund króna sekt og veiðarfæri gerð upptæk.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.