Tíminn - 17.07.1975, Blaðsíða 16

Tíminn - 17.07.1975, Blaðsíða 16
£?■ • • fyrirgódan mai ^ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS Hermaöur I gæzluliöi S.Þ. sést hér frammi fyrir varöstöö á Sinai-skaga: Þrætuepli I stórveldaátökum. Egyptar vilja hafa gæzlu- lið SÞ á Sinai-skaga tsraelsmenn hafa farið fram á, að umboð gæzluliðs S.Þ. verði framlengt um hálft ár. Frétta- skýrendur i Kairo telja, að sú ákvörðun Egypta að neita að framlengja umboðið sé liður i þeirri viðleitni að knýja ísraels- menn til friðarsamninga. Segja sumir, að Bandarikjastjórn standi að baki ákvörðun Egypta — eða a.m.k. sé henni samþykk — i þvi skyni að fá Israelsmenn til að láta undan, svo að varanlegur friður geti komizt á i Miðjarðar- hafslöndum. — þótt þeir neiti að fallast ó, að umboð þess verði framlengt NTB-Kairó. Egyptar ætla sér ekki aö krefjast þess, aö gæzlulið Sameinuðu þjóöanna á Sinai- skaga veröi á brott þaðan. Aftur á móti neita þeir aö fallast á, að umboö gæzluliösins veröi fram- lengt, fyrr en nýtt friöarsam- komulag viö tsraelsmenn hefur litiö dagsins Ijós. Þetta var haft eftir áreiðanleg- um heimildum i Kairo. 1 gær lét Ismail Fahmi utanrikisráöherra hafa eftir sér, að gæzluliðið, er telur 4000 manns, væri i raun á egypzku landi og þyrfti þvi leyfi egypzkra stjórnvalda, til að dvelja þar. Orð Fahmis eru skýrð svo, að ráðherrann vilji minna á tilkall Egypta til alls Sinai-skaga, en ekki er talið, að með þeim sé hann að skipa gæzluliðinu að fara á brott. Kissinger, utanríkisráðherra Bandaríkjanna: Ákvörðun Egypta þyngir róðurinn Bandaríkjamenn hljóta að mótmæla kröftuglega áformum um að gera ísraelsmenn brottræka úr SÞ NTB/Reuter-Milwaukee. Henry Kissinger, utanrikisráöherra Bandarikjanna, lét svo um mælt I gær, aö sú ákvöröun Egypta aö neita aö framlengja umboð gæzlusveita S.Þ. á Sinai-skaga væri óheppileg og Htt til þess fall- in aö auka möguleika á nýju friöarsamkomulagi. Kissinger hefur siöustu þrjá daga verið á ferðalagi um Mið- vesturfylki Bandarikjanna. A fundi með fréttamönnum i borg- inni Milwaukee i Wisconsin-fylki kvaðst Kissinger ætla að fara þess á leit við Egypta, aðþeirlétu sér lynda, að öryggisráð S.Þ. tæki einhliða ákvörðun um fram- lengingu umboðsins. Hann tók fram, að Bandarikjastjórn gerði nú allt til að koma á friði i deilum Araba og Israelsmanna, en bætti við, að það færi eftir viðhorfi deiluaðila, hvort friður kæmist á. Kissinger var spurður álits á þeirri ákvörðun, er tekin var á fundi utanrikisráðherra 40 rikja múhameðstrúarmanna, að vinna að brottrekstri ísrael úr S.b. Hann svaraði á þá leið að Banda- rikjamenn gætu ekki setið hjá að- gerðalausir, ef gera ætti Israels- menn brottræka úr S.Þ., heldur hlytu að mótmæla sliku kröftug- lega. Bandariski utanrikisráðherr- ann sagði að lokum, að erfiðar samningaumleitanir væru fram undan i deilum Araba og Israels- manna. Friðarsamkomulag næðist ekki, nema allir deilu- aðilar gæfu eftir. — Slikt getur orðið sársaukafullt, sagði Kissinger — En enn er ekki loku fyrir það skotið, að friðar- samningar náist. Sameiginleg geimferð Bandaríkjamanna og Sovétmanna: Allt gengur eftir óætlun gær, að hindrunin hefði ekki verið alvarlegs eðlis. — Þetta hefði verið óvenjuleg geimferð, ef vandamál af þessu tagi hefðu ekki komið upp, bætti hann við. Sovézku geimfararnir beindu i gær Soyuz-geimfari sinu á braut umhverfis jörðu. Þeim tókst einnig að gera við bilun i mynda- tökuvél i geimfarinu — vél, sem er ómissandi, þegar Bandarikja- mennirnir og Sovétmennirnir takast i hendur siðdegis i dag. Þvi er óhætt að fullyrða, að geimferðin gangi nú að óskum og enn bendi ekkert til, að áætlun bandariskra og sovézkra visinda- manna fari út um þúfur. — þrdtt fyrir minni hóttar bilanir Reuter—Houston/Moskvu. Sam- eiginleg geimferð Bandarikja- manna og. Sovétmanna gengur samkvæmt áætlun, þrátt fyrir minni háttar bilanir i báöum geimförunum. i dag rennur svo loks upp söguleg stund, er banda- riskir og sovézkir geimfarar heilsast i fyrsta sinn — úti i geimnum. Stuttu eftir að Apollo-geimfar- inu var skotið á loft i fyrrakvöld kom i ljós, að gangur sá, sem geimförunum er ætlað að fara um, þegar þeir yfirgefa geimfar- iö, hafði lokazt. t gær unnu geim- faramir svo að þvi að fjarlægja hindrunina — og tókst það. Tals- maður Geim ferðastofnunar Bandarikjanna (NASA) sagði i Geimfararnir SJayton (fremst) og Stafford I likani af Apolló-geimfari: Tókst að ryöja hindrun úr vegi. Flugvirkjar á Kastrup mótmæla NTB-Kaupmannahöfn. Flug- virkjar komu I gær I veg fyrir, að farþegar og farangur kæmust leiöar sinnar eftir færibandi i flugstööinni á Kastrup-flugvelli. Þetta leiddi til þess, aö samnorræna flug- félagiöSAS varö aö aflýsa öllu flugi til og frá Kastrupvelli i tvær klukkustundir. Flugvirkjar gripu til þessara aðgerða til að mót- mæla dómi danska vinnu- réttarins, er dæmdi flugvirkja og aöra tæknimenn hjá SAS i sektir fyrir að leggja niður vinnu og stöðva umferð um Kastrup-völl fyrr á þessu ári. Aðgerðir flugvirkjanna i gær stóðu sem fyrr segir i tvær klukkustundir. Að þeim lokn- um hófst flug hjá SAS að nýju, eins og ekkert hefði i skorizt. FBI stód ao baki hundruðum innbrota — að sögn Washington Post NTB-Washington. Bandariska stórblaöiö Washington Post fullyrðir i gær, aö Bandariska alríkislögreglan (FBI) hafi staöiö aö baki u.þ.b. eitt hundraö innbrotum á ári á ár- unum eftir 1960. Brotizt var inn f þvi skyni að afla upp- Iýsinga um mál, er snertu öryggi rikisins eða vörðuöu lögbrot af ööru tagi. Blaðið kveðst hafa þessar upplýsingar eftir háttsettum starfsmanni FBI. Að sögn hans var einkum brotizt inn i skrifstofur kommúnista, öfga- samtaka eða erlendra sendi- ráða. Ramsey Clark (þá dóms- málaráðherra) lét stöðva þessa vafasömu starfsemi FBI. Clark komsbá snoðir um hana, er Edgar Hoover (þá yfirmaður FBI) fór þess á leit við ráðherrann, að hann legði blessun sina yfir fyrirhugað innbrot i ræðismannsskrif- stofu i Washington. 1 viðtali við Washington Post segir Clark: — Ég neitaði að leggja blessun mina yfir þessa fyrir- ætlun, þar eð ég sem dóms- málaráðherra gat ekki fallizt á lögbrot. ÓDÝRAR Spánarferðir Férðamiðstöðin hf. Aðalstræti 9 Simar 11 255 og 12940

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.