Tíminn - 18.07.1975, Blaðsíða 2

Tíminn - 18.07.1975, Blaðsíða 2
TÍMINN Föstudagur 18. júll 1975. ÞJÓÐHÁTÍÐIN í EYJUM: Fjögurra metra rtár lundi trónar yfir stærsta dans- palli landsins og kín- versku hofi á Breioabakka fl.V. Reykjavik. Vestmannaey- ingar eru um þessar mundir aö byggja stærsta danspall landsins, á Breiöabakka á Heimaey, og er bygging hans liður í undirbúningi fyrir þjóðhátið þeirra, sem haldin verður um verzlunarmannahelg- ina, 1.-3. ágúst næstkomandi. Danspallur þessi er um 400 fer- metrar að flatarmáli og verða á honum dansaðir bæði gömlu og nýju dansarnir öll kvöld hátiðar- innar, við undirleik hljómsveitar Ingimars Eydal. . Undirbúningur Þjóðhátíðar er nú i fullum gangi I Eyjum og er unnið af miklu kappi á Breiða- bakka öll kvöld og um helgar. Að venju hefur verið hlaðinn mikill bálköstur og meðal annars eld- metis hafa Vestmannaeyingar flutt trébátinn Gisla Johnsen á köstinn. Gisli Johnsen hélt um árabil uppi vöruflutningum milli eyja og lands og þótti hin mesta happafleyta, en fyrir nokkrum árum var honum lagt og nú kveður hann eyjarnar með bálför. Hjá Ólafi Sigurðssyni, for- Unnið að smlði stærsta dans- palls landsins. Timamynd: Heiðar Marteinsson. manni íþróttafélagsins Týs, sem 'að þessu sinni sér um hátiðina, fékk Tlminn þær upplýsingar, að undirbúningur þjóðhátiðar væri jafnvel meiri og fjölþættari en nokkru sinni fyrr. Meðal annars verður Breiðabakkinn allur meira eða minna skreyttur, bæði með þvi efni,sem til var frá fyrri þjóðhátiðum og öðru, sem gert hefur verið sérstaklega fyrir þessa hátið. Meðal annars hefur verið gert fjögurra metra hátt llkneski af lunda, sem kemur til með að tróna yfir hátiðarsvæðinu, notaðar verða skreytingar sem tákna kinverskt hof og fleira frá fyrri hátlðum og við innganginn að svæðinu verður byggt feikna- stórt hlið. Þá verður lagt mun meira upp úr hreinlætisaðstöðu en verið hef- ur og tekin undir hana heil hlaða, sem stendur á Breiðabakka. Þar hefur verið komið fyrir salernum, með rennandi vatni, vöskum, spe'glum og öðru þvisem til þykir heyra. Til þess að sjá mótssvæðinu fyrir rafmagni, verður flutt þangað disilrafstöð, og er unnið að þvi að byggja undir hana. GIsli Johnsen dreginn á bál- köstinn. Þjóðhátiðin hefst svo föstudag- inn l. ágúst og stendur fram yfir miðnætti á sunnudagskvöld. Á föstudagskvöld verður kvöldvaka með skemmtiatriðum og glensi, flugeldasýningu og svo auðvitað þjóðhátiðarbrennunni, sem Sigurður Reimarsson, brennu- kóngur, mun kveikja I á miðnætti. Það kvöld verður dansað til klukkan 4.00 um nóttina, svo og á laugardagskvöld, en á sunnu- dagskvöld verður dansað til klukkan 1.00. Skemmtikraftar á Þjóðhátlð- inni verða, auk hljómsveitar Ingi- mars Eydal, þeir Jörundur og Baldur Brjánsson, Leikfélag Vestmannaeyja, mun sjá um eitt- hvert sprell og Samkór Vest- mannaeyja syngur á hátiðinni. Þjóðhátiðardagana verður svo haldið uppi barnaskemmtunum um miðjan daginn. Búizt er við miklum fjölda gesta á þjóðhátíðina I Eyjum, og verða bæði Herjólfur og ílugvélar Flugfélags Islands á þönum við flutninga á þcim milli lands og eyja. E.l. fær lóoir Gsal-Reykjavlk — Eim- skipafélagi tslands hefur verið úthlutað lóðunum 5 og 7 I Sundahöfn viö Vatnagarða og var sú úthlutun samþykkt á fundi I hafnarstjórn fyrir skömmu. Félaginu er út- hlutað þessum lóöum til þess aft reisa á þeim vörugeymsl- ur og einnig munu lóðirnar verða notaðar sem úti- geymslusvæði vegna vöru- flutninga félagsins um höfn- ina. Að sögn Gunnars B. Guð- mundssonar, hafnarstjóra hefur Eimskipafélag tslands ekki lagt fram áætlanir um byggingaframkvæmdir og hagnýtingu á þessu svæði, enn sem komið er. Svæði það sem Eimskipa- félag tslands hefur nú til af- nota við Sundahöfn er um 10 hektarar að stærð. Lóðir þær, sem nú vár úthlutað eru um 1,5 hektari að stærð hvor, en auk þeirra hefur félagið lóð á sundabakkanum sem er u.þ.b. 5,5 hektarar að stærð, svo og lóð 3 i Vatnagörðum, sem er svipuð að stærð og þær lóðir sem úthlutað var fyrir nokkru. t viðtali við Timann fyrir skömmu sagði Óttarr Möll- er, forstjóri E.Í., geymslu- vandræði félagsins mikil, en ekki væri fyrirsjáanlegt að unnt væri að hefja fram- kvæmdir til aö bæta þar úr á næstunni. DEILT UM LAUGAVEG 3 BH-Reykjavlk. — Nokkur ágreiningur hefur orðið um það hjá viðkomandi borgaryfirvöld- um hvort leyfa skuli breytingar á húseigninni Laugavegur 3, sem er I eigu samnefnds hlutafélags, og er Búnaðarbankinn drýgstur hluthafi og rekur útibú á neðstu hæð hússins. Breytingarnar eru á þá leið, að leyft verði að breyta gluggum hússins, jafnframt að rifa rishæð hússins og endurbyggja það sem heila hæð. Málið kom fyrir bygginganefnd 2. júli sl. en fékk ekki stuðning og var synjað, en á fundi borgar- stjórnar 3. júll sl. var þvi visað aftur til nefndarinnar. Auk þess kom svo málið fyrir I borgarráði 10. júli og var þar mælt með þvl, að umsóknin yrði samþykkt. A siðasta fundi bygginganefndar var umsóknin svo samþykkt með 3:2 atkvæðum, og kom hún loks til kasta borgarstjórnar I gærkvöldi. í bygginganefnd lét Magnús Skúlason m.a. bóka eftirfarandi: „Hiisið Laugavegur 3, sem er teiknað af Guðjóni Samúelssyni fyrir Andrés Andrésson, klæð- skera, er ágætt dæmi um steinhús sins tima, og sómir sér vel eins og þaö er I dag. Það væri algjör eyði- legging að breyta gluggum þessa húss, sem flestir eru ófiinir, svo ekki sé talað um að fjarlægja ris- hæð hússins". 1 bókun formanns bygginga- nefndar, Páls Lindal, segir, að i staðfestu skipulagi frá 1963 sé gefið til kynna, að húsið verði með áþekku þakformi og glugga- gerð og sótt sé um, og ekki verði séð', að heillegri götumynd verði raskað meö breytingunni. Þá sé ekki vitað um neinar ábendingar um varðveizlu þess fyrir tima þessarar umsóknar. Hefði viðhorf þjóðminjavarðar verið kannað, en ekki lagt verulega áherzlu á varðveizlu hússins. Húsiö að Laugavegi 3, sem nu er deilt um. Það var teiknað af Guðjóni Samiielssyni, fyrir Andrés Andrésson, klæðskera, sem um langt árabil hafði þar verzlun slna og saumaverkstæöi. Sækja færri um skólavist í Háskólan- um en áður? gébé—Rvfk. — Frestur til skráningu nýstúdenta við Háskóla tslands lauk sextánda þessa mánaðar. Að sögn háskólaritara, Stefáns Sörens- sonar, höfðu i gær borizt um 750 umsóknir, sem er um eitt hundrað fleiri en á sama tima I fyrra, og sagði Stefán, að það benti til, að fólk væri almennt farið að taka frestun um skrán- ingu alvarlegar en verið hefði undanfarin ár. Endanleg skrán- ing stúdenta við Háskólann þ.e.a.s. stúdenta sem halda áfram námi,þar sem þeir hættu s.l. vor, fer fram I september. Fyrir skólaárið 1974-'75, voru um ellefu hundruð nýstúdentar skráðir til náms, en ekki er gert ráð fyrir að þeir verði Jfleiri næsta skólaár. Stefán sagði, að daginn eftir að fresti til skráningar lauk,' hefðu borizt um þrjátiu umsóknir og ætti hann von á, að fleiri bærust á næstunni. — Við tökum við öll- um umsóknum, sem sendar eru fyrir 16. júli, svo og frá öðrum, sem tilgreina gildar ástæður fyrir,hve seint þéir sækja um, — við erum ekki það strangir, sagði hann. — Við höfum þó i huga að fylgja auglýstum frest- unum mun strangar eftir en verið hefur undanfarin ár, sagði Stefán. Síðastliðinn vetur voru 2549 nemendur við Háskóla tslands, en ekki er buizt við mikilli fjölg- un fyrir næsta vetur og er ástæðan sú, að stúdenta- árgangarnir fara heldur minnk- andi mi. Aður fjölgaði umsókn- um um skólavist I Háskólann allt að tvö til þrjú hundruð á ári, en það mun staðreynd, að fall er mun meira I menntaskólum og öðrum þeim skólum, sem ut- skrifa studenta, en áður. Þá er mun fleira um fólk, sem kemst i gegnum þessa skóla með aðra og þriðju einkunn, sem er al- gjörlega ráðandi nú, að sögn Stefáns. 1 Hí hefur verið allt upp I 67% fall I sumum greinum, og er ástæðan sú, að nemendurnir hreinlega valda ekki náminu i Háskólanum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.