Tíminn - 18.07.1975, Blaðsíða 3

Tíminn - 18.07.1975, Blaðsíða 3
Föstudagur 18. júli 1975. TÍMINN Tilraunir til að nýta hita úr nýja hrauninu haldio áfram í Eyjum BH-Reykjavik. — Hér er sifellt verið að gera tilraunir með að nýta hitann úr hrauninu, og það er þegar búið að gera þó nokkrar slikar á vegum Raunvisindastofnunarinnar, sem veitt hefur fé i þvi skyni, auk þess sem bæjarsjóður Vest- mannaeyja hefur staðið straum af kostnaði við þetta. En allt svona nokkuð tekur sinn tima. Tilraunir þurfa að sýna sig Ireynd áður en farið verður aðstækka þær upp. Þannig komst Páll Zóphóniasson, bæjartæknifræðingur i Vestmannaeyjum, að orði i gær, þegar Tíminn hafði sam- band við hann og bað hann að segja frá tilraunastarfsem- inni I Kirkjufellshrauni i Vestmannaeyjum. Hér er um að ræða tilraunir með nýtingu hitans til hitunar húsa. Hefur veriðreiknaðmeð.aðhitalosihrauni sé 1/15 eða 5-6% á ári, sem fer út i veður og vind, og má þvi reikna með,að hitinn i hrauninu endist i 15-20 ár. — Hér er um að ræða tilraunaröð, sem staðið hefur yfir siðan vorið 1974, sagði Páll.'Zðphónlasson I gær. Það eru aðallega þrenns konar tilraunir sem gerðar eru. Sú fyrsta miðar að þvi að soga upp heitt loft. önnur er eins konar gufuháfur, þar sem gufunni af allstóru svæði er safnað saman á einn stað, og svo er sú þriðja, sem Sveinbjörn Jónsson I Ofnasmiðjunni á heiðurinn af. Hún er á þá leið, að boruð er hola, um 6 sm við, 21/2" um 10 rrvá dýpt. Þá er botn- hitinn 5-600 stig C. Leidd er tvöföld spfralpipa eða holspírall niður.Ofan I þetta kerfi er dælt vatni,sem kemur út aftur, þegar það er orðið heitt. Ætli það séu ekki um 24 tonn af 80 stiga heitu vatni, sem fást með þessu á sólarhring. — Hvenær má vænta árangurs? — Þaðerómögulegtaðsegja ennþá, því að þetta eru bara tilraunir enn sem komið er. Deilt yfir Blöndu um virkjun árinnar T<m*iDrnd: Hr.lfj.r gébé—Rvik. — Agreiningur hefur risið milli hreppa vestan og aust- an Blöndu, um hvort halda eigi áfram virkjunarframkvæmdum þar eða ekki. Hrepparnir austan 151öih1 u vilja ekki fallast á tillögur Orkustofnunar um virkjunina nema til mikilla breytinga komi á stærð lónsins. Hrepparnir vest- an Blöndu telja aftur á móti að halda skuli rannsóknunum áfram, og að komi bætur i megin- atriðum í formiuppgræðslu lands og rafmagns til bæja á svæðinu. Upprekstrarfélag Eyvindar- staðaheiðar hélt fund i Miðgarði á miðvikudag, en I félaginu eru þessir hreppar: Bólstaðarhliðar- hreppur, Seiluhreppur að hálfu, og Lýtingsstaðahr. að hluta. Fundurinn taldi ekki hægt að fall- ast á fyrirætlanir Okrustofnunar um virkjun Blöndu, nema til stór- felldra breytinga á stærð lónsins komi til. Fundurinn taldi tillögur Orkustofnunar neikvæðar, vegna hinna miklu landspjalla, sem verða á heiðinni og álltur að skerðing gróðurlendis hennar geti valdið biiseturöskun i sveitum, sem upprekstur eigi að heiðinni, og að hæpið sé að bæta það tjón með uppgræðslu örfokalands. A sérfundi Torfalækjarhrepps, en þar voru einnig nokkir úr Blönduóshreppi, var mælt með SVIKALOGN? Gsal-Reykjavlk — Lltið af flkni- efnamálum hefur borizt flkni- efnadómstólnum slðustu vikurn- ar, og gæti það bent til þess að flkniefnaneyzla hér á landi væri I rénum, þótt ógjörningur sé að henda reiður á sllkt. — Já, það er fremur rólegt hjá okkur nú, sagði Asgeir Friðjóns- son, dómari hjá flkniefnadóm- stólnum, þegar Tlminn hafði tal af honum. — Við verðum að treysta þvl að þetta logn sé ekki svikalogn, sagði hann. RANNSÓKNIN BEINIST AÐ SNÆFELLINGI SEM TÝNDIST UM 1930 H.V. Reykjavik. Rannsókn vegna beinagrindarinnar, sem fannst við Faxaskjól I Reykjavik fyrir nokkru, hefur i gær og fyrradag beinzt að ákveðnum manni, sem samkvæmt lýsingum kunnugra hefur haft einkenni, sem sam- svara að töluverðu leyti þeim ein- kennum, sem komu fram á beina- grindinni. Meðal annars hefur maður þessi haft ágalla á kjálka og vantað framtennur, en hið sama er að segja um beinagrindina. Samkvæmt upplýsingum lög- reglunnar i gær, þykir nú þessi maður, sem týndist af Snæ- fellsnesi um 1930, liklegastur þeirra, sem vitað er um að hafi týnzt hér á landi, til þess að hafa borið bein sin við Faxaskjólið. Það sem mælir þvi sterkast i mót, er tímasetningin, en maðurinn hvarf um tuttugu árum fyrr en mögulegt þykir að hann hafi lent i jörðu þar sem beina- grindin fannst. SPIRAMALIÐ í VÉLRITUN Gsal-Reykjavlk — Spiramálið svonefnda,sem lengi var á vörum manna er nú I vélritun hjá ffkni- efnadómstólnum, en sem kunnugt er, var Asgeiri Friðjónssyni, dómara hjá ffkniefnadómstólnum falin framhaldsrannsókn máls- ins. Að sögn Asgeirs, verður málið sent ríkissaksóknara þegar vélritun er lokið. Timinn spurði Asgeir Friðjóns- son um tvö atriði þessa máls, sem ekki hafa verið lýðum ljós til þessa. Annars vegar, hverjir hefðu haft þann starfa , að ná áfenginu upp úr sjónum, þegar það flaut I plastbrúsum skammt undan landi, — og hins vegar hvaðan smyglararnir hafi haft fjármagn I erlendum gjaldeyri til að festa kaup á þessu mikla áfengismagni. Um fyrra atriðið sagði Asgeir, að fram hefði komið við fram- haldsrannsókn málsins, að i nokkuð mörgum tilfellum hefðu sérstakir milliliðar haft þann starfa með höndum að ná i áfengið, og jafnframt séð um dreifingu á þvi að einhverju leyti. Að öðru leyti sagði Asgeir, að er- fitt væri að svara þessu á einn veg, þar sem „spiramálið" væri i raun mörg mál. Slðara atriðinu svaraði Asgeir Friðjónsson á þann veg, að ekkert benti til að smyglararnir hefðu með vafasömum leiðum orðið sér uti um fjármagn til áfengiskaup- anna. „Ég hygg að útvegun fjár til kaupa á þessum spira hafi ver- ið mönnunum viðráðanleg þvl að það er að þvi að hyggja, að veltan er fljót að margfaldast, þegar ein ferð hefur heppnazt", sagði As- geir. virkjun Blöndu, svo fremi sem fullar bætur komi fyrir spjöll á landi, og á sérfundi Svlnavatns- hrepps var samþykkt með tæpum þrem fimmtu atkvæða fundar- manna, að ástæðulaust væri að halda áfram Blönduvirkjun, held- ur leggja áherzlu á virkjun Héraðsvatna og Jökulsár eystri. Þá samþykktu hreppsnefndir Blönduóshrepps, Svinavatns- hrepps og Torfalækjarhrepps með öllum atkvæðum greiddum á móti einu, að mæla með áfram- haldandi rannsóknum á virkjun Blöndu, og ef af framkvæmdum verði, skuli aðstaða bætt en ekki seld.og komi bætur i meginatrið- um I formi uppgræðslu lands og rafmagns til bæja á svæðinu. Ályktanir og samþykktir þess- ar hafa verið sendar iðnaðar- ráöuneytinu sem mun taka ákvörðun um hvert næsta skref verður I deilu-máli þessu. BRETAR GERA SÉR VONIR UAA NÝJAN LAND- HELGISSAMNING BH-Reykjavik. — The Scotsman segirileiðara og frétt Igær, aðsú ákvörðun islands að f æra út fisk- veiðilögsögu sina i 200 milur geti orðið til þess að þröngva Bretum til þess að banna iilluin erlendum togurum veiðar á sinu fiskveiði- svæði, og er heldur þungur tónn I Scotsman yfir þessari ákvörbun íslendinga. Þessar upplýsingar fengum við hjá utanrikisráðuneytinu f gær. Þá var okkur einnig sagt, að brezka stjórnin hefði birt yfir- lýsingu i þessu máli á þá leið, að hiín harmaði að visu útfærsluna, en gleddist hins vegar yfir þvl að Island hygðist taka upp viðræður við aðrar þjóðir, og vonaðist hún til, ab með þvi yrbi Bretum tryggður réttur til áframhaldandi veiða & hefðbundnum miðum. Viðidalsá. Þröstur Lýðsson leiðsögu- maður við Viðidalsá, sagði að miklir þurrkar hefðu verið und- anfarið og áin vatnslitil og heit. — Hér hefur ekki rignt I meira en tvær vikur, fyrr en í morgun þá kom smárigning, sagði hann i gær. Það er þó feikinóg af laxi I ánni og mikið á göngu, enda er 95% laxanna sem veiðast lúsug- ur, sem sagt nýgenginn. Tölu- vert er farið að bera á smálaxi. i allt hafa veiðzt 230 laxar siðan veiði hófst 15. jiíní. Sá stærsti. sem fengizt hefur, reyndist 23 punda hrygna, sem veiddist á flugu Muddler Minov stærð 6, I Galtanesi. Hofsá i Vopnafirði. Sólveig Einarsdóttir I Teigi I Vopnafirði, sagðií gær, að veið- in i Hofsá hefði gengið fremur dræmt undanfarið. Veiði hófst þar 30. júní og var þá of niikio vatn i ánni, að sögn Sólveigar, þvi snjór var mikill I heiðum og áin því í vexti þegar veiði hófst þar, sem er mjög óvenjulegt. — Vatnið I ánni er að verða eðlilegt iiiiiia, sagði Sölveig. 1 Hofsá er nú veitt á sex steng- ur, og þessa dagana eru ein- göngu erlendir laxveiðimenn þar við veiöar. — Þeir fara fremurhægt iþetta, fá svona 7-8 laxa á dag, sagði Sólveig. Nógur lax virðist þó vera i ánni, en hann tekur illa, enda hefur verið mjög heitt fyrir austan undan- farið. A miðvikudagskvöid voru 82 laxar komnir á land, sem er heldur minna en á sama tima I fyrra. Allt eru þetta fremur stórir laxar, upp I tuttugu pund, og mikið hefur veiðzt af fimmtán til sextán punda löx- um. Þó er alltaf eitthvað af smálax innan um. öll veiðileyfi I Hofsá eru seld I sumar og margir á biðlista, enda hefur þetta verið upprenn- andi á og veiði aukizt þar mikið á undanförnum árum. A silungasvæðinu utar I ánni er veitt á þrjár stengur og þar er mikið til uppselt lika. i fyrrasumar veiddust 589 laxar I Hofsá, en sumarið 1973 veiddust 440 laxar. Norðurá. Pétur Kristjánsson f veiðihús- inu I Norðurá, sagði I gær, að yeiðin hefði gengið mjög vel frá mánaðamótum, en þá tóku við nýir leigutakar, þeir l'áll G. Jónsson, Jón H. Jónsson og Geir Zoé'ga, ferðaskrifstofa. Síðan þá hafa veiðzt 411 laxar, og það bara neðan Laxfoss. Veitt er á tólf stengur og meðal- þyngdin er um 6 pund en sá þyngsti var 19 pund. Fyrr- greindir aðilar hafa ána á leigu til 6. águst, en þá tekur Stanga- veiðifélag Reykjavikur aftur við. — Það er m jög fallegt og gott vatn I henni núna, sagði Pétur, enda rigndi siðastliðna nótt. Um teljarann I Laxfossi höfðu farið 2238 laxar i hádegi I gær, en þann 1. júli aðeins I401axar, svo sjá má bezt á þessum tölum hve laxagengdin hefur verið mikil undanfarið. Laxá i Leirársveit. — Veiðin hefur verið all- þokkaleg undanfarið, sagði Sigurður Sigurðsson Stóra Lambhaga i gær. Ekki vissi Sigurður nákvæma tiilu um veidda laxa, en bjóst við að þeir væru orðnir um eða yfir fjögur hundruð. Stærðin á þeim er yfir- leitt góð framan af veiðitlman- um, en þegar fram kemur I júll fer að bera talsvert á smálaxin- um. Það eru útlendingar, sem nií eru við veiði í Laxá og veiða þeir eingöngu á flugu. Vatnið I ánni var sæmilegt i gær, enda rigndi I fyrrinótt, en þar áður hafði ekki komið dropi úr lofti I þrjár vikur. Frá Stangaveiðifélagi Akraness. Formaður SVFA, Benedikt Jón- mundsson, gaf horninu eftirfar- andi upplýsingar: Haukadalsá: Þar hófst veiði 17. júnl og er veitt á 5 stengur. 1 byrjun siðustu viku voru komnir rúm- lega 330 laxar á land, sem er svipað og I fyrra. Meðalþungi er 7-8 pund, en stærsti laxinn er 20 pund. Nægilegt vatn hefur verið I ánni, enda mikill snjór I fjöll- um. Allt útlit er fyrir góða veiði i sumar, en þetta er annað árið I röð sem Stangveiðifélögin á Akranesi og i Keflavik taka ána saman á leigu. Flekkudalsá: Veiði hófst 1. júli, veitt er á 3 stangir. 1 gær voru um 130 laxar komnir á land, sem er svipað og ifyrra. Vatn lánni er ágætt það sem af er veiðitlmans. Anda- kflsá: Þar byrjaði veiðin 26. júni og veitt á 2 stangir. A laxveiði- svæðinu, sem er fyrir ofan brú á þjóðvegi og upp að virkjun. Silungasvæðið er fyrir neðan brú og er þar veitt á 4 stangir, en veiðin vérið fremur treg. Laxveiðin hefur aftur á móti glæðst.slðustu daga, en ekki var hægt að fá neinar tölur um hana. öll leyfi eru uppseld I Haukadalsá, örfáir dagar eftir I Flekkudalsá og Andakflsá.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.