Tíminn - 18.07.1975, Blaðsíða 4

Tíminn - 18.07.1975, Blaðsíða 4
TÍMINN Föstudagur 18. júli 1975. Notið sjóinn og sólskinið! Þetta orðtak var óspart notað i áróðurskyni fyrir þvi, að fólk færi i sjóböð, þegar gott væri veður. Reykvikingar fjöl- menntu þá i Nauthólsvikina, en nú liggur við að það sé bannað að baða sig þar i sjónum. Von- andi geta samt reykvisku stúlk- urnar einhvern tima spókað sig I flæðarmálinu þar likt og sú, sem við sjáum hér mynd af, — ef vel tekst til með hreinsun sjávarins og rætist úr vand- kvæðum með frárennslið, sem þarna fer i sjóinn nú. Þessi brosandi stúlka er á Palm Beach I Florida og heitir Joy Layman. Hún fékk verðlaun, sem einhvers konar baðstrand- arstjarna, og sýnist vera ánægð með þau og tilveruna. „Demantar eru traustustu vinir konunnar" Elizabeth Taylor og sambúð- armaður hennar Henry Wyn- berg eru hér á ferðalagi i New York og i heimsókn hjá Carol Channing, sem leikur við mikla hrifningu i söngleiknum Lorelei. Carol Channing er þekkt söng- kona i Bandarikjunum, og aðal- lagiðhennarer: „Diamonds are a girl's best friend". Þeim kom saman um það, Elizabeth og Carol, að demantar væru traustustu og áreiðanlegustu vinir hverrar konu. (En hvað þá með Wynberg?) Einnig birtum við aðra mynd af Elizabethu, þar sem hún er hlaðin þessum „traustu vinum", en þessi sam- stæða skartgripa, var ein af stórgjöfum Richards Burtons þegar allt lék i lyndi hjá þe.im. ÖENNI DÆAAÁLÁUSI — Þá er þessu lokið, frú min gdð. Strákurinn er ' lagi og það þarf ekki að yfirfara ann fyrr en i fyrsta lagi eftir sex mánuði.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.