Tíminn - 18.07.1975, Blaðsíða 6
TÍMINN
Föstudagur 18. júli 1975.
Siglingar eru heillandi iþrótt
og fer áhugi á þeim ört vaxandi i
Reykjavik. Æskulýðsráð
Reykjavikur starfrækir
siglingaklúbb i Nauthólsvik,
sem ber nafnið Siglunes og ný-
lega rór fram i Fossvoginum
siglingakeppni á vegum klúbbs-
ins. Var keppnin spennandi, en
keppendum hefur þó sennilega
fundizt heldur Iitil ferð á Kára I
það skiptið. Frá þessari keppni
hefur verið greint i fréttum
Timans, — en þátturinn MEÐ
UNGU FÓLKI sneri sér til Guð-
mundar Hallvarðssonar I vik-
unniog baðhann að fræða okkur
um siglingaklúbbinn Siglunes
og ýmislegt varðandi siglingar.
Guðmundur Hallvarðsson er
forstöðumaður klúbbsins og
sagði hann okkur, að klúbburinn
væri orðinn nokkuð gamall, —
hefði verið stofnaður árið 1959
og á fyrstu árunum höfðu með-
limir hans aðsetur i birgða-
skemmu, sem stóð innarlega i
Fossvoginum. Síðar fékk klúbb-
urinn aðra birgðaskemmu, sem
var i Sundahöfn, en var flutt yfir
i Nauthólsvíkina, og sagði Guð-
mundur, að með þeirri skemmu
hefði aðstaða klúbbmeðlima
batnað til mikilla muna.
— Ég hóf störf hjá Siglunesi
vorið 1971, sagði Guðmundur, —
en allt frá 13 ára aldri hafði ég
stundað sjóinn. Já, ég var ungur
þegar ég fór fyrst á sjóinn sem
messastrákur, — og á sjónum
var ég allt fram til ársins 1968.
Ég var á ýmsum skipum, en
mest á farskipum. Siðustu árin
var ég á vitaskipum, og kynntist
þá smábátunum vel, þvi við fór-
um á þeim frá vitaskipinu að
vitunum. Það má segja að þetta
hafi verið vosbUðarlif, þvi eðli-
lega þurftum viö oft að fara Ut i
vitana á litlu bátunum i mis-
jöfnum veðrum. En ég hafði
mikla ánægju af þessu, og þeg-
ar Reynir Karlsson, þáverandi
formaður Æskulýðsráðs bauð
mér að taka við siglingaklúbbn-
um i Nauthólsvik tók ég þvi feg-
ins hendi, þvi að það var starf,
sem ég vissi, að var mér að
skapi.
Guðmundur sagði, að þátt-
taka i þessari starfsemi hefði
aukizt ár frá ári, og nefndi hann
sem dæmi um þátttöku, að
meðalaðsókn á kvöldi væri um
60 krakkar. „Eðlilega fer að-
sóknin talsvert eftir veðri, og
þegar flestir eru, koma yfir
hundrað krakkar", sagði Guð-
mundur. Siglingaklúbbnum er
skipt i tvær deildir, yngri og
eldri deild. t yngri deildinni eru
börnin þar til þau verða 11 ára,
og i eldri deildinni þar til þau
verða 14 ára. Yngri deildin
starfar fjóra daga vikunnar frá
kl. 17 til 19.30, og eldri deildin
starfar frá kl. 19.30 til kl. 22 á
kvöldin, — einnig fjóra daga
vikunnar og hjá báðum deildum
eru starfsdagar, mánudagar,
þriðjudagar, fimmtudagar og
föstudagar.
í klúbbnum eru börn af báð-
um kynjum, drengir þó i mikl-
um meirihluta..,,Stelpurnar eru
þó engir eftirbátar drengjanna
hvað hæfileika til siglinga-
mennsku snertir" sagði Guð-
mundur.
Tekið skal fram, að siglinga-
klúbburinn Siglunes er ekki lok-
aður klúbbur á neinn máta, og
er öllum reykviskum unglingum
heimiluð aðsókn. „Já, það eru
öll börn velkomin til okkar,
þangað til við lokum i septem-
ber," sagði Guðmundur.
— En hvenær byrjið þið á
vorin?
— Við höfum yfirleitt byrjað
fyrsta laugardag i mai, en
fyrstu vikurnar er klúbburinn
aðeins starfræktur á laugar-
dagseftirmiðdögum. Sumar-
dagskráin byrjaði hjá okkur i
sumar þann 20. mai. Við erum
yfirleitt 3-^1 gæzlumenn i Naut-
hólsvik, þegar siglingar eru á
vegum klUbbsins og þess er
krafizt af börnunum að þau fari
i einu og öllu eftir þeim reglum,
sem við setjum. Sérstaklega'
strangt er þó tekið á einni reglu,
og þar á ég við þá kröfu okkar,
að öll börnin séu i björgunar-
vestum, þegar þau fara Ut á
báti. Við fyrsta brot á þessari
reglu eru börnin send heim og
við itrekað brot fá börnin ekki
að stunda siglingar á vegum
klUbbsins i eina viku. — En sem
betur fer, hefur aldrei þurft að
beita siðara refsiákvæðinu,
sagði Guðmundur.
Þvi miður tókst okkur ekki að fá
þá menn, sem mestrar þekking-
ar hafa aflað sér á þessu sviði,
til að kenna, — en það er stefna
okkar að koma upp formfastri
kennslu i siglingum fyrir þenn-
an aldurshóp. Námskeiðinu var
samt vel tekið, og ég er þess
fullviss,að þetta er visir að öðru
meira, sem verður þá haldið
áfram á komandi sumrum.
— Hvað getur þU sagt mér af
vetrarstarfi klUbbsins?
— Það er nokkuð öflugt vetr-
arstarf hjá Siglunesi, en það er
einkum fólgið i námskeiðum um
siglingareglur, meðferð segl-
báta, hnUta o.fl. i þeim dUr, auk
þess sem við sýnum siglinga-
myndir og ræðum almennt um
siglingamál. Þá eru haldin
skemmtikvöld einu sinni i mán-
uði, og hafa meðlimir i eldri
deiídinni að verulegu leyti séð
um þann þátt vetrarstarfsins.
Guðmundur sagði, að þeir litu
svo á, að Fossvogurinn væri ætl-
aður til siglinga á vegum
klUbbsins og það sjónarmið
vera rikjandi meðal forráða-
manna borgarinnar. Hvað Guð-
mundur það fólk, sem stundaði
hraðbátasiglingar mjög óánægt
með aðstöðu sina á borgarsvæð-
inu, sem væri nánast engin.
„Það er ekkert fyrir þann hóp
gert, sem stundar hraðbátasigl-
ingar," sagði Guðmundur, „og
ég teí, að það verði að finna
skjóta lausn á þeirra vanda. Að-
stöðuleysið er þó ekki þeirra
eini vandi, þó stærstur sé. Hrað-
bátamenn eru mjög óánægðir
með það, að þurfa að greiða
vegagjald af þvi bensini, sem
þeir nota á bátana. Viðast hvar
erlendis eru sérstakir bensin-
tankar við sjóinn, þar sem
bensin á báta er selt á lægra
verði en til bileigenda."
Að sigla á Fossvogi
á seglbóti
Sagt fró starfi siglingaklúbbsins Sigluness og rætt við
Guðmund Hallvarðsson forstöðumann klúbbsins
Þegar börn byrja að leggja
stund á siglingarhjá klUbbnum,
fara þau fyrst Ut á sjóskátabátum
(sjá mynd),en þeir eru auðveld-
astir i meðförum. Börnunum er
kennt að róa, og þegar þau hafa
náð sæmilegri leikni i þeirri list
er þeim kennt hvernig nota skal
seglin. Siðar fá þau að fara á
GP-14 bátana, sem eru talsvert
stærri en sjóskátarnir en fyrst i
stað með vönum börnum.
Aður en börnin fá svo aö
stjórna Flipperunum, sem eru
stærstu bátarnir og hafa bæði
fokku og stórsegl, verða þau að
sýna gæzlumönnum kunnáttu
sina i hnUtum og undirstbðu-
reglum varðandi siglingar, t.d.
hvernjg eigi að vfkja o.s.frv.
— Við höfum gert smátilraun
með námskeið i siglingum á
daginn, sagði Guðmundur, — og
er það fyrsti visirinn að þvi að
koma upp hér á landi siglinga-
skóla fyrir börn og unglinga.
Keppnin á Flipperunum var mjög jöfn framan af á siglingamóti
Sigluncss fyrir skömmu, eins og sést glöggt á myndinni. Sigurveg-
ararnireru ábátnum tilhægriá myndinni, en þeirhétu Jón ólafsson
og Sigurður Hjálmarsson.
með
ungu
fólki
Texti og myndir:
Gunnar Salvarsson
Börnin i eldri deildinni eru mörg
hver mjög virk i þessu starfi og
hafa séð um undirbUning um
skemmtiatriði á þessum
skemmtikvöldum með miklum
sóma.
Þá má ekki gleyma bátasmið-
inni, en á vegum Sigluness eru
smiðaðir á hverjum vetri
nokkrir bátar, og hefur gamall
bátasmiður, Ingi Guðmundsson
aö nafni, leiðbeint unglingunum
viö smiðina. Guðmundur sagði
að færri en vildu kæmust að við
bátasmiðina. Efni og tilsögn er
selt á afar vægu verði, eða kr.
15.000.— og fyrir það fé smiða
börnin einn sjóskátbát.
— Já, bátarnir eru eign
krakkanna sjálfra, sagði Guð-
mundur, þegar hann var
spurður um það atriði. — Við
gerum að visu þá kröfu,að börn-
in geymi bátana hjá okkur
fyrsta sumarið eftir að smiðinni
lýkur — og eins hefur klUbbur-
inn heimild til að nota bátana að
eigin vild þann tima.
Og Guðmundur nefndi annað
sem siglingamönnum væri
þyrnir i augum. „Þeir, sem hafa
ráð og efni til að kaupa stórar
skUtur, sleppa við alla tolla og
söluskatt af bátum sinum, þvi
að stærri skuturnar flokkast
með fiskiskipum, — þótt þær séu
eingöngu notaðar til iþrótta.
Þeir, sem hins vegar hafa
minni fjárráð, — og það er
miklu stærri hópur — þurfa að
greiða háa tolla og söluskatt af
skUtum eins og t.d. Flipperun-
um. Ég get nefnt sem dæmi, að
tollur og sóluskattur af litlum
skútum er um 45% af kaupverð-
inu. Hér þyrfti að minum dómi
að láta eitt yfir alla ganga, — og
það er min skoðun, að þar sem
hér er um að ræða tæki til heil-
næmrar og hollrar Utiveru, eigi
tollar og söluskattar að afnem-
ast af innkaupum á þessari
vörutegund."
Við spurðum Guðmund, hvort
meðlimir siglingaklúbbsins
hefðu orðið fyrir óþægindum
vegna hraðbátaferða um Foss-
voginn. „Nei, ekki að neinu ráði.
Það hefur að visu komið fyrir að
brunandi hraðbátar hafi þeyzt
inn voginn að kvöldlagi inn á
milli skUtanna, — og gripur þá
um sig mikill ótti hjá okkur öll-
um, eins og gefur að skilja. En
það er ekki mikið um slikt,"
sagði hann.
Guðmundur kvað siglingarn-
ar hafa hertekið huga sumra
barnanna i klUbbnum og kvöld
eftir kvöld kæmu sömu börnin
og sigldu langtimum saman.
„Sum börnin koma beint úr
vinnunni, og koma svo kannski
ekki heim fyrr en um miðnætti,
— þvi að þótt aðeins megi sigla
til kl. 22 hjá eldri deildinni, tek-
ur alltaf talsverðan tima að
ganga frá og koma skUtunum á
sinn stað," sagði Guðmundfcr.
— Það hefur jafnvel jaðrað
við, að sumum foreldrunum
hefur þótt þetta of mikið, en oft-
ar hafa þeir nU samt haft á orði,
að þetta væri með þvi hollasta
og bezta, sem völ væri á fyrir
unglinga, — auk þess sem það
skildi mikið eftir hjá þeim.
I Nauthólsvik eru tveir gæzlu-
bátar fyrir eftirlitsmenn
klUbbsins, og kvað Guðmundur
oft'ekki veita af þeim, þvi i
ýmsu væri að snUast. Nefndi
Guðmundur, að það kæmi oft
fyrir, að krakkarnir blotnuðu og
jafnvel dyttu Utbyrðis, — og
nefndi til gamans,að einn strák-
ur hefði alltaf viljað fara gegn-
blautur heim!
— Eins og ég "hef nefnt áður,
sagði Guðmundur, er það meg-
inkrafa okkar að börnin séu i
björgunarvestum. í þvl sam-
bandi langar mig til að nefna, að
það hefur nokkrum sinnum
komið fyrir, að foreldrar barn-
anna hafi viljað fara Ut á voginn
og sigla með börnum sinum, —
sem auðvitað er ekkert athuga-
vert við. Hins vegar hafa sumir
foreldrar nær þvertekið fyrir að
fara i björgunarvesti „eins og
börnin"! Við urðum t.d. að visa
einum pabbanum frá, — en
frekar hætti hann við að sigla en
að klæðast björgunarvesti.
Þá nefndi Guðmundur enn-
fremur, að trilla hefði komið
siglandi inn Fossvoginn ekki
alls fyrir löngu og hefði hann
veitt þvi athygli, að i trillunni
voru tveir karlmenn með björg-
unarvesti, — en einnig fjögur
börn , og þau hefðu engin björg-
unarvesti haft. Sagði Guðmund-
ur, að hann hefði vakið máls á
þessu við mennina, og hefði
svar þeirra verið á þessa leið:
„Það tók þvi ekki að setja börn-
in i björgunarvesti, þvi við ætl-
uðum bara smáhring!"
Að lokum nefndi Guðmundur
vandamál,sem þeir gæzlumenn
ættu við að striða, en það er
varðandi börn^sem sigla á vog-
inum á „gUmmituðrum" eins og
Guðmundur nefndi það, — og
væru ekki innan þeirra vé-
banda. Kvað Guðmundur þess-
ar „gUmmituðrur" láta illa að
stjórn ef ekki væri þvi meira
logn. „Það er erfitt að sigla
fram hjá þessum krökkum, og
skeyta ekkert um þau, en það er
engu likara en. að foreldrarnir
sendi þessi börn niður i Naut-
hólsvík, vegna þess að þau vita
af gæzlumönnunum þar," sagði
Guðmundur Hallvarðsson að
lokum.
Lagt af stað yfir Fossvoginn I keppni á sjóskátum og á myndinni
sést sigurvegarinn Kolbeinn J. Ketilsson á bát nr. 13.