Tíminn - 18.07.1975, Side 8

Tíminn - 18.07.1975, Side 8
8 TÍMINN Föstudagur 18, júlí 1975. Hann bíður eftir nýju auga A hverjum degi er mannslifi bjargaö við liffæraflutning. Það er ekki lengur nein stórfrétt, nema fyrir sjúklinginn sjálfan.. Hann eða hún, munu alltaf lita á það sem kraftaverk. Ekki aðeins þegar það er spurning um lif eða dauða, heldur einnig, eins og hér er sagt frá, þegar hægt er að bjarga sjón manns. Ef hornhimnu-flutningar væru ekki orðnir tiltölulega algengir á okkar dögum, myndi hinn ungi Svii Lars Branje, útvarpsfrétta- maður, vera algjörlega blindur. Hann hefur verið skorinn upp niu sinnum, og sjóninni á öðru auga hans hefur verið bjargað. Hér fylgjumst við svo með tiunda uppskurðinum, sem hann vonar aö sé siðasti uppskurðurinn og hann geri honum kleift að sjá með báðum augum. Mynd eitt: Hér er verið að undirbúa Lars fyrir ti- unda augnuppskurðinn, en það er ábyggilega heimsmet. Atta af uppskurðunum hafa mistekizt, en einn heppnazt. Annars myndi hann vera blindur nú. En Lars Branje vill sjá með báðum aug- um. Hann veit hvað á að gerast og vonar að tiundi uppskurðurinn heppnist. Mynd tvö: Þar sem enginn „augnbanki” er i Sviþjóð, voru engin augu til á Sabbatsberg sjúkrahúsinu þar sem Lars Branje lá. Þess vegna varð dr. Ado Kuljus, og hjúkrunarkona honum til aðstoðar, að ná i auga á annað sjúkrahús. Augngjafinn hafði látizt fyrir 18 timum, en hornhimnuna er hægt að nota til flutnings allt þar til 24 timar eru liönir frá dauða gefandans. Mynd þrjú: Ake Holmberg, yfirlæknir, sker hring úr auganu sem er 6,5 mm. Ahaldið, sem hann notar, er rörlaga, og er mjög beitt. Þetta er nákvæmnis- vinna, svo læknirinn notar gler- augu sem stækka 2-3 sinnum. Mynd fjögur: Þessari litlu kringlóttu hornhimnu, sem er, tæplega einn mm á þykkt, er lyft varlega upp með smátöng. í jaðarinn hefur læknirinn sett ör- þunnan nylonþráð, sem nota á til að sauma himnuna við skurð- brúnina i auga Lars Branje. Mynd fimm: Sjúklingurinn er ekki svæfður. Hann hefur fengið róandi sprautu og augað er stað- dreyft. Hárin á augnalokunum hafa verið fjarlægð og augnalok- inu er haldið af litlum töngum, þvi jafnvel smáhreyfing getur eyðilagt allt. Hornhimna Lars er fjarlægð. Læknirinn er tilbúinn með hina nýju og þegar hún er sett á sinn nýja stað, kallar Lars uppyfir sig: — Ég sé ljós... — Myndir sex og sjö: Nú hefst hin | mesta nákvæmnisvinna. Með nál, sem er aðeins 4 mm löng og er föst við nylonþráðinn, þannig að það er ekkert nálarauga, þarf læknirinn nú með 12-14 smáum sporum að sauma nýju horn- himnuna fasta. Uppskurðinum i lýkur með þvi, að lofti er dælt inn i augað til að hindra að hin nýja hornhimna festist við regnboga- , himnuna, sem liggur undir horn- ' himnunni. Þegar nú er komið, getur Lars Branje séð hendur læknisins. Mynd átta: Uppskurðinum er lokið og unnusta Lars Branjes faðmar hann að sér. Hún heitir Elisabeth Nestin. Strax næsta dag má Lars fara að setjast upp og hreyfa sig, en það gerir kleift hin nýja aðferð, sem nú er notuð við að sauma nýju hornhimnuna á. 1 hin skiptin, sem Lars hefur verið skorinn upp, hefur hann þurft að liggja hreyfingarlaus i meira en viku. Það er þó ekki fyrr en eftir 6-8 vikur að öruggt er að segja um hvort uppskurðurinn hefur heppnazt. Ef nýja horn- himnan hefur þá ekki hjúpazt, mun Lars Branje fá ósk sína upp- fyllta: Að geta séð með báðum augum.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.