Tíminn - 18.07.1975, Blaðsíða 11

Tíminn - 18.07.1975, Blaðsíða 11
Föstudagur 18. júli 1975. TÍMINN n Umsjón: Sigmundur Ó. Steinarsson GLÆSILEGT SKALLAMARK JÓHANNESAR SÁRABÓT AAikil pressa að norska markinu síðustu mínútur leiksins Noregur sigraði ísland með 3:2 í landsleiknum í gærkvöldi. Þrátt fyrir mikla pressu á siðustu minút- um landsleiksins i gær- kvöldi, tókst islenzka iandsliðinu ekki að skora jöfnunarmark á Brann Stadion í Bergen, og fóru Norðmenn með sigur af hólmi. 3:2 i spennandi leik. Knattspyrnulega séð var leikurinn mun betri en fyrri landsleikur þjóðanna, sem fram fór á Laugardalsvellinum, þvi að nú sat harkan ekki í fyrirrúmi eins og þá. Norðmenn voru heldur sterkari aðilinn í leiknum i gærkvöldi, en þó munaði engu, að is- lenzka liðinu tækist að jafna metin. Glæsilegt skallamark Jóhannesar Eðvaldssonar undir lok leiksins var nokkur sárabót, en Norðmenn höfðu haft tveggja marka forskot mest all- an siðari hálfleikinn. Jóhannes skoraði þetta mark, þegar u.þ.b. 7 minútur voru til leiksloka. Guðgeir Leifsson fram- kvæmdi aukaspyrnu á miðjum vallarhelmingi Norðmanna og sendi til Jóhannesar, sem stökk af miklu afli upp og skoraði glæsi- lega með skalla. Þetta mark hleypti miklu lifi I Marteinn Geirsson leinvígi við norska markvörðinn. Þessi mynd er frá fyrri leiknum. sóknarleik islenzka liðsins, sem pressaði stöðugt það sem eftir var leiksins. Attu Norðmenn mjög I vök að verjast, enda úthaldið á þrotum. Er ekki gott að segja hvernig leiknum hefði lyktað hefði hann staðið lengur. 10 minútum Islenzka liðið var þannig skipað i leiknum: Árni Stefánsson, Fram Jón Pétursson, Fram Marteinn Geirsson, Fram Jóhannes Eðvaldsson, Holbæk Gisli Torfason, ÍBK Jón Alfreðsson, IA Grétar Magnússon, ÍBK Guðgeir Leifsson, Viking Matthias Hallgrimsson, IA Teitur Þórðarson, ÍA Ólafur Júliusson, IBK I siðari hálfleik komu þeir Björn Lárusson, 1A og örn Óskarsson, IBV inn á fyrir þá Grétar Magnússon og Ólaf Július- son. 011 skilyrði voru hin beztu á Brann Stadion i Bergen, þegar leikurinn fór fram I gærkvöldi, logn og sólarlaust. Og keppnis- völlurinn iðgrænn og sléttur, ólik- ur moldarflaginu i Laugardal. Teitur Þórðarson yljaði ís- lenzku áhorfendunum á leiknum i gærkvöldi um hjartarætur, þegar hann strax á 12. minútu leiksins skoraði fyrsta markið. Þetta var fallegt mark, sem Ólafur Júliusson undirbjó með góðri spyrnu til Teits. Adam var ekki lengi i Paradis, þvi að aðeins 3 mínútum siðar tókst Norðmönnum að jafna, 1:1 , en þannig var staðan i hálfleik. Fyrstu 20 mínúturnar i siðari hálfleik voru afleitar af hálfu Is- lenzka liðsins. Þá tókst Norð- mönnum að gera út um leikinn með tveimur mörkum, sem bæði komu upp úr þvögu, sem myndoðist viö islenzka markið. Vörnin, sem verið hefur sterkari hluti islerzka landsliðsins i siðustu leikjum, var fremur óörugg i gærkvöldi og tókst illa að gæta hinna norsku sóknarmanna, sem léku óþarflega mikið lausum hala. Eftir að staðan var orðin 3:1 breytti Tony Knapp leikaðferð liðsins. Jóhannes Eðvaldsson fór úr öftustu vörninni á miðjuna og tók þannig virkari þátt I sókninni. Við þetta þyngdist sókn islenzka liðsins, en þess ber jafnframt að geta, að Norðmenn lögðu meira upp úr vörninni eftir að hafa náð tveggja rr.arka forskotinu. Þegar u.þ.b. 7 minútur voru til leiksloka tókst Jóhannesi að minnka bilið niður i eitt mark me& glæsilegu skallamarki. Og alira siðustu minúturnar gerði Is- lenzka liðið harða hrið að norska markinu. Bæði Teitur og Matt- hías Hallgrimsson áttu tækifæri, sem litlu munaði að tæki að nýt- ast. En sem sé, ekki tókst að jafna og Norðmenn hlutu bæði stigin. Þrátt fyrir það á islenzka lands- liðið hrós skilið fyrir ágætan leik. Jóhannes Eðvaldsson og Jón Al- freðsson voru beztu menn liðsins, en Guðgeir Leifsson nýttist ekki eins vel og oft áður. Eflaust hefði framlínan verið virkari með Elmar „innanborðs", en þvi miður var hann ekki til staðar. Arni Stefánsson i markinu verður vart sakaður um mörkin. K. Pedersen frá Danmörku dæmdi leikinn og gerði það prýðisvel, a.m.k. ef miðað er við sænska dómarann I leiknum i Reykjavík. Islenzku áhorf- endurnir á leiknum töldu þó, að hann hefði sleppt vitaspyrnu, er Jóni Alfreðssyni var brugðið inn- an vitateigs. Tveimur Islenzkum leikmönnum var sýnt gula spjaldið, þeim Marteini Geirssyni og Guðgeiri Leifssyni. Ahorfendur að leiknum i gær- kvöldi munu hafa verið nálægt 14 þúsund talsins. Teitur Þórðarson. Hann skoraði fyrra mark íslenzka liðsins í gærkvöldi. Sovézkir njósnarar Af eðlilegum ástæðum voru Sovétmenn mjög áhugasamir um landsleikinn i gærkvöldi, þar sem Sovétríkin eru i riðli með islandi og Noregi i undankeppni Olympiukeppn- innar. Á leiknum á Brann Stadion i Bergen í gærkvöldi voru aðalþjálfari sovézka landsliðsinsog aðstoðarmaður hans til að „njósna". Innan fárra daga er sovézka lands- liðið væntanlegt til Reykja- víkur til að leika gegn islandi, en leikurinn fer fram 30. júli á Laugardalsvellinum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.