Tíminn - 18.07.1975, Blaðsíða 12

Tíminn - 18.07.1975, Blaðsíða 12
12 TÍMINN Föstudagur 18. júli 1975. ! . Höfundur: David Morrell Blóðugur hildarleikur 72 aðra munnfylli. Hvern einstakan munnbita varð han að margtyggjváður en hann kyngdi honum. SJÖTTTI KAFLI. Teasle gat ekki sofið. Klukkustundu fyrir dagmál lagðist Trautman á gólfið og lagði aftur augun. Teasle sat enn á bekknum og hallaði sér upp að veggnum. Hann bað talstöðvarmanninn að stilla tækið þannig, að hann gæti heyrt stöðutilkynningar sveitanna í hátölurunum, a'n þess að nota heyrnartækið. Augu hans kvikuðu ekki af landakortinu. Lengra leið nú á milli tilkynninganna en áður. Talstöðvarmaðurinn hallaði sér fram á borðið og hvíldi höfuðið í höndum sér. Enn einu sinni var Teasle orðinn einn. Sérhver sveit var á sínum stað. I" huga sér áá hann lögreglumennina og þjóðvarðliðana dreifa sér um akra og skóglendi. Þeir drápu í sígarettunum og hlóðu rifflana. Þeir voru í fimmtíu manna hópum. Sérhver sveithafði sér mann, sem sá um vasakalltækin. Klukkan sex yrði gefin út allsherjartilkynning um að halda af stað. Mennirnir mynduðu breiðan leitarhring. Þeir myndu þrautkanna akra og skóglendi. Smám saman myndi svo hringurinn þrengjast. Leitarsvæðið var stórt. Það myndi taka marga daga að f ullkanna það. En þeir myndu ná honum í lokin. Ef einhver sveitanna lenti á ógreiðu svæði, þá myndi það tefja fyrir. Talstöðvar- manni sveitarinnar var þá skylt að tilkynna hinum sveit- unum töfina, svo þær hægðu einnig á sér. Slíkt myndi koma í veg fyrir að einn hópurinn drægist svo aftur úr leitarlínunni, aðbil myndaðist. Þetta myndi einnig koma í veg fyrir tvíverknað í leitinni. Ekki mátti finnast nokkur eyða eða glufa á leitarlínunni, nema um væri að ræða fyrirfram ákveðna gildru. Þá myndi bíða þar hópur manna reiðubúinn að handsama f lóttamanninn ef hann reyndi að notfæra sér þetta opna svæði. Ungi maðurinn. Þó Teasle þekkti hann nú með nafni, þá gat hann ekki vanist því að nota það. Lof tið virtist mettast raka er nær dró sólaruppkomu. Teasle breiddi hermannateppi yf ir Trautman, sem lá á gólfinu. Þar næst sveipaði hann öðru um sjálfan sig. Alltaf var eitthvað ógert. Gallar leyndust í sérhverri áætlun. Trautman hafði sjálfur viðurkennt það, og Teasle mundi það vel eftir þjálfun sína í Kóreu. Þess vegna yfirfór hann sérhvert atriði leitaráætlunarinnar, ef ske kynni að hann f yndi eitthvað, sem gleymst haf ði að gera ráð fyrir. Trautman hafði óskað eftir því að þyrlurnar f lygju f ram og aftur yf ir leitarsvæðinu og út- vörpuðu fölskum fyrirskipunum til sveitanna. Þetta átti að rugla andstæðinginn. Þetta var nú þegar í fram- kvæmd. Trautman bjóst við því, að Rambo myndi reyna aðbrjótastsuðurá bóginn. í stríðinu haf ði hann flúið í þá átt. Það voru því talsverðar líkur á því, að hann myndi f reista þess sama á ný. Þess vegna var leitarlínan í suðri sérlega styrkt, nema þar sem voru veikir punktar af ásettu ráði. Það voru gildrur. Teasle sveið í augun af svef nskorti. Þó gat hann ekki sof ið. Þegar hann var bú- inn að yf irfara alla áætlunina án þess að f inna neitt, sem hann hafði gleymt að athuga — fór hann að hugsa um ýmislegt sem hann VILDI gleyma. Ýmislegt, sem hann hafði leitt hjá sér að hugsa um. En nú verkjaði hann i höfuðið. Vofurnar komu af sjálfsdáðum. Orval og Singleton. Föstudagsmiðdegisverðirnir heima hjá Orval, viku eftir viku. Frú Kellerman var vön að hringja í hann á lögreglustöðina sérhvert fimmtu- dagskvöld — til að kanna hvað hann vildi borða. „Það er gott að byrja vikulokin svona," sagði hún. Hér áður f yrr hef ði þetta verið sá dagur sem hún hringdi á. Næsta dag myndu þau sitja að snæðingi. Og borða hvað? — nei. Til- hugsunin um að munnur hans f ylltist af mat var með öllu óbærileg. Ekki Beatrice. Alltaf frú Kellerman. Það höfðu þau ákveðið er faðir hans dó og Teasle f luttist til þeirra. Hann gat ekki hugsað sér að kalla hana „mömmu". „Beatrice frænka" hljómaði heldur ekki nógu eðlilega. Þess vegna kallaði hann hana alltaf frú Kellarman. Orval líkaði þetta vel. Sjálf ur var hann alinn upp við að kalla foreldra sína herra og frú. Um nafn Or- vals gegndi öðru máli. Orval hafði sótt föður Teasles svo oft heim, að Teasle var orðinn vanur að kalla hann Orval. Honum gekk illa að venja sig af því. Föstudags- miðdegisverðirnir. Hún eldaði, Orval og hann voru úti með hundana. Síðan komu þeir inn og fengu sér í glas fyrir matinn. En á þeim árum var Orval hættur að drekka. Þess vegna voru það bara Teasle og f rú Keller- man, sem fengu sér staup. Orval fékk sér tómatsafa með salti og tabasco sósu. Þegar Teasle hugsaði um þetta, streymdi munnvatnið úr kirtlunum. Hann reyndi að hugsa um eitthvað annað en mat. Hann hugsaði um rif rildið, sem hann kom af stað. Upp f rá því hættu föstu- dagsmiðdegisverðirnir. Hvers vegna hafði hann ekki látið í minni pokann fyrir Orval? Skipti það í raun svo miklu máli hvernig byssuhylkið átti að snúa eða hvernig þjálfa átti hund? Um þetta deildu þeir. Var ástæðan Föstudagur 18. júli 7.00 Morgunútvarp Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for- ustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55 Morgunstund barnanna kl. 8.45: Geir Christensen les söguna „Hóddu" eftir Rachel Field (23). Tilkynn- ingar kl. 9.30. Lé'tt lög milli atriöa. Spjallað viö bændur. kl. 10.25. Morgunpopp kl. 10.25. Morguntónleikar kl. 11.00: Hljómsveit Tónlistar- háskólans i Paris leikur Divertissement eftir Jacques Ibert / Ronald Smith leikur á pianó Scherzo i b-moll eftir Bala- kirev / Rudolf.Werthen leik- ur á fiðlu og Eugene De Canck leikur á pianó Polo- naise brillante op. 21 eftir Henryk Wieniawsky og Rapsódiu nr. 1 eftir Béla Bartók / Vincent Abato og hljómsveit undir stjórn Nor- man Pickering leika Kon- sert fyrir saxófón og strengjasveit eftir Alexand- er Glazounov. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: „Mátt- ur llfs og moldar" eftir Guð- mund L. Friðfinnsson Höf- undur les (17) 15.00 Miðdegistónleikar Georgina Dobrée og Carlos Villa hljóðfæraflokkurinn leika Klarinettukonsert i A- dúr eftir Johann Melchior Molter. Sinfóniuhljómsveit Lundúna og kór flytja „Kyrie" i d-moll (K34D eft- ir Mozart: Colin Davis stjórnar. Enska kammer- sveitin leikur hljómsveitar- þætti úr óperunum „Amadis", „Atys" og „Thésée" eftir Jean- Baptiste Lully: Raymond Leppard stjórnar. 15.45 Lesin dagskrá næstu viku 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.25 Popphorn 17.10 Tónleikar 17.30 „Sýslað I basllnu" eftir Jón frá PálmholtiHöfundur les (5). 18.00 „Mig hendir aldrei neitt" stuttur umferðar- þáttur i umsjá Kára Jónas- sonar. Tónleikar. Tilkynn- ingar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. 'Til- kynningar. 19.35 Daglegt mái Helgi J. Halldórsson flytur þáttinn. 19.40 Frá sjónarhóli neytenda Sigurður Pálmi Kristjáns- son og Árni Bergur Eiriks- son annast þáttinn. Rætt við Gunnar Björnsson um kvörtunarmál vegna vinnu byggingariðnaðarmanna. 20.00 Frá tónlistarhátiðinni I Ohrid i Júgóslavíu I fyrra Evgenija Tsjugaeva og Andreja Preger leika Fiðlu- sónötu nr. 2 i A-dúr eftir Brahms. 20.20 Heimsókn á Kópavogs- hælið Gisli Helgason og Andrea Þórðardóttir annast þáttinn. 21.20 Atta tilbrigði fyrir tvö planó eftir Beethoven um stef eftir Waldstein greifa Jörg Demus og Norman Shetter leika. 21.30 Útvarpssagan: „Móðir- in" eftir Maxim Gorki Sig- urður Skúlason leikari les (24). 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir Iþróttir Umsjón: Jón Ásgeirsson. 22.40 Afangar Tónlistarþáttur i umsjá Ásmundar Jónsson- ar og Guðna Rúnars Agn- arssonar. 23.30 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.