Tíminn - 18.07.1975, Blaðsíða 13

Tíminn - 18.07.1975, Blaðsíða 13
Föstudagur 18. júli 1975. TÍMINN 13 lt.....nii.....!ll!...luil!!l....lll.......iiIMIihIII.i.iI ...... ¦:...< Er íslenzku máli að förlast, spyr „Einn úr gamla bænum". „Frá þvi var nýlega greint i fjöímiðlum, aö meirihluti is- lenzkra karlmanna þjáðist af offitu. Nú kann það vel að vera rétt, þetta með offituna, en fram- setningin á þessu var dálitið undarleg. Manni skilst, að meirihlutinn sé orðinn að afbrigði en minni- hlutinn sé meðallagið. Ég hélt, að meðal-islenzkur karlmaður, eða réttara sagt þyngd hans, væri fundin með þvi að vigta á- kveðinn hóp einstaklinga, og deila siðan með hausafjöldan- um. Sé þetta gert, er útilokað, að „meirihluti" karlmanna sé of þungur, eða afbrigðilegur. Ef hinsveg ar eru lagðar til grundvallar tölur, sem ekki eru fengnar þannig, þá er vafasamt að senda þetta athugasemda- laust til birtingar. Skýra verður frá, hvernig meðal-islenzki karlmaðurinn er fundinn. Sú að- ferð, sem beitt er, virðist venju- legu fólki óskiljanleg." AAót templara í Gaitalækjarskógi Vormót templara var háð i Galtalækjarskógi laugard. 21. júni sí. i bliðskaparveðri og stóð fram yfir miðjan sunnudag. Þar voru saman komnir templarar viðs vegar af Suður- og Vestur- landinu. Mest var þar af ungu fólki, t.d. voru 68 úr barnastiik- unni i Garðinum, á þriðja tug frá barnastúkunni i Seljalands- skóla, 30 manns úr Keflavik, all- stór hópur úr Hafnarfirði, um 40 frá Hveragerði, auk þess fjölda, er kom frá Reykjavik. Islenzkir ungtemplarar settu mikinn svip á mótið, og að sjálfsögðu það fullorðna fólk, sem þar var statt, en það hefði þurft að vera fleira. Vormót templara hafa átt auknum vinsældum að fagna. Þar koma menn saman til að fagna nýju sumri og njóta fagurs umhverfis. Þátttaka i mótunum kostar ekki annað en fargjaldið, þvi að engir dýrir skemmtikraftar eru þar á boðstólum, en fólk skemmtir sér saman við dans, knattspyrnu, handbolta, blak, reiptog, pokahlaup og annað. sem mönnum hugkvæmist og þátttakendurnir girnast. Virtist á þessu móti ekki vera hörgull á skemmtiatriðum. Auk þess er þarna gefið tæki- færi fyrir templara frá fjarlæg- um stöðum, að kynnast og eins tækifæri fyrir utanfélagsmenn, sem þar voru gestir að kynnast staðnum og starfseminni. Galtalækjarskógur er að verða vinsælli með hverju ár- inu, sem liður sem útivistar- svæði og sumardvalarstaður. Hin velheppnuðu bindindismót þar undanfarin ár hafa aukið á vinsældir staðarins, og fer stöðugt batnandi öll aðstaða til skemmtanahalds og dvalar um lengri eða skemmri tima. Ágæt- ur danspallur er þar, söluskáli, stórt tjald til að dansa i, annað fyrir veitingar, fótboltavöllur, ýmis leiktæki fyrir börn, og von- ir standa til að öll aðstaða batni enn meir. Mikið er af ágætum tjaldstæð- um i skógarlundunum og innan þeirrar girðingar, sem templarar hafa gert um land sitt, hefur skógurinn tekið stór- um framförum og grasvöxtur- inn aukizt. Sjálfsáið birkið þek- ur orðið stórt svæði, sem fyrir fáum árum var brunahraun. Nýgræðingurinn gleður augað og gefur vonir um að innan fárra ára verði kominn þar in- dælis skógur, og nýir skógar- lundir fyrir unga fólkið ,,að trú- lofa sig i". Það er skemmtileg tilhugsun, að upp úr þeim skógarlundum risi nýir alda- mótamenn fagnandi 21. öldinni. Um næstu mánaðamót, verzlunarmannahelgina, verður að venju bindindismótið haldið að Galtalæk. Sú hátið er orðin vinsælasta fjölskylduhátið sumarsins. Þangað finnst fólki, sem þráir friðsæld og næði og vill vera laust við drykkjuskap og ölæði, gott að koma, og það veitir foreldrum og umráða- mönnum barna og unglinga mikla öryggiskennd, að senda þau á slika staði. Gottfölk! Verum samtaka um að efla heilbrigt skemmtanalif og gerum áfengið útrækt úr lifi þjóðarinnar. Guðjón Bj. Guðlaugsson Stefán Jóhannsson h.f. flytur inn skurðgröfur frá Ákermansverk- smiðjunum í Svíþjóð VS—Reykjavik. Hér á landi er nú staddur Börje Riex, véla- tæknifræðingur frá Ákermans- verksmiðjunum iEslöv. i Sviþj., Tilefni ferðar hans hingað er það, að Stefán Jóhannsson h.f. i Reykjavik hefur nú hafið innflutning á skurðgröfum, sem þetta sænska fyrirtæki fram- leiðir. Ákermansverksmiðjurn- ar eru stærsti skurðgröfufram- leiðandi á Norðurlöndum, og ár- ið 1974 seldu þeir um 45% af öll- um skurðgröfum, sem voru á markaði i Sviþjóð, Noregi og Finnlandi. 1 fyrra framleiddu verksmiðjurnar fimmhundruð og fimmtiu skurðgröfur, sem verður að teljast mjög mikið og gröfurnar eru frá fimmtán til fimmtlu tonn. Sem stendur framleiða verksmiðjurnar tólf skurðgröfur á viku, og gröfurn- ar eru að öllu leyti sænskar, i þeim er ekki neitt aðflutt. Gildi þessarar nýju 4kurð- gröfu er ekki hvað sizt fólgið i þvi, að hún er mun afkastameiri en aðrar gröfur, en er þó spar- neytin. Að lokum má geta þess, sögðu þeir Stefán Jóhannsson og Björje Riex, þegar Timinn ræddi við þá, að Ákermansgröf- urnar eru nú seldar i ellefu lönd- um, og er Island hið tólfta. GERIÐ VERÐSAMANBURÐ Egg 1 kg. kr. 375.- Hveiti 5 lbs. kr. 202,- Molasykur 1 kg. kr. 226.- Kaffi 1/4 kg. kr. 107.- Ljóma smjörliki 1/2 kg. kr. 140.- Cheerios kr. 121.- Jacobs tekex kr. 80.- Cocktail ávextir kr. 191.- Maggi súpur kr. 79.- Ritz kex kr. 110.- Heinz bakaðar baunir 1/2 dos kr. 143.- ! Vörumarkaðurinn hf. Ármúla la Simi 86111 % Simi 86 Tíminn er peningar .¦.¦.¦.;:¦.¦:¦:¦":¦:-:¦:-:¦:¦:¦:¦:¦:¦::¦:¦:¦:¦:¦:-::-:¦:-:¦ MF Massey Ferguson BM ^Hi—BBI ^m pM Mf 70 sameinar kosti eldri geróa: Góöa sláttuhæfni, því drifiö er ofan á þyrlunni. Styrka byggingu, því burðararrhurinn: er undir þyrlunni. MF 70 é*=VJ ffl ^ > I& ^ Vinnslubreidd: 1.70 m Þyngd: 320 kg Afíþorf, hestöfl: 45 DIN Hnífafjöldi: 6 Léitiö úpplýsinga hjá sölumönnum ökkar eoa kaupfélogunum. Góöir greiösluskiímálar. SUÐURLANDSBRÁUT32- REYKJAVÍK- SIMI 86500

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.