Tíminn - 18.07.1975, Blaðsíða 15

Tíminn - 18.07.1975, Blaðsíða 15
Föstudagur 18. júlí 1975. TÍMINN 15 Framhaldssaga ! FYRIR BORN Herbert Strang: Fífldjarfi drengurinn óvinanna var önnum kafinn við að flétta ferhyrndar ábreiður úr tágum á vellinum fyrir utan kastalann. Albert var ekki i nein- um vafa um, til hvers ætti að nota þessar ábreiður. Þegar þær væru tilbúnar, mundu óvinirnir þekja þær með skjöldum og brynjum og hafa þær fyrir afdrep eða skýli sér til varnar. — Gætum við ekki sent boðbera til hans? spurði greifafrúin. — Ég er hræddur um, að sendimaður- inn mundi ekki sleppa gegnum fylkingar þeirra, frú min. Þeir hafa umkringt kastal- ann og munu vafa- laust vera á verði. Það eru svo litlar lik- ur til, að þetta mundi heppnast, að ég tel ekki rétt að hætta til þess mannlifi. Við megum ekki missa neinn af okkar fá- menna liði frá vörn kastalans. — Nei, við megum engan missa. Ég vildi óska, að maðurinn minn færi að koma. Alan, farðu og finndu hann bróður Ambrósi- us og sendu hann til min. Ég ætla að biðja hann að biðja fyrir okkur i bænahúsinu. Alan hafði hlustað með mikilli athygli á samtal móður sinnar og stallarans. Hann fann, að það hafði verið skammarlegt af honum að halda, að Albert og menn hans væru bleyður. Hann skildi lika, að hættan Landnemamót í Viðey Skátafélagið Landnemar I Reykjavlk heldur skátamót I Við- ey helgina 18.-20. júli n.k. Þetta er 17. Landnemamótið og hið 5. I röðinni, sem haldið er I Viðey. Mótssetning verður seint á föstu dagskvöldið. Dagskrá mótsins er byggð upp á skátarama, sem er fræðsla og útiviðfangsefni (t.d. náttúruvernd, útieldun og hjálp I viðlögum). Jafnhliða fara fram svonefndir Viðeyjarleikar, en það er flokkakeppni I skátalþróttum. Á laugardagskvöldið verður stór kvöldvaka og hefst hún kl. 20.30. Fjölskyldubúðir verða starfrækt- ar á mótimr og er vonazt til að sem flestir foreldrar þátttakenda og eldri skátar notfæri sér þær. Búizt er við um 800 þátttakendum á mótið. Mótsgjald er 500 kr. fyrir allan mótstimann og eru ferðir þar innifaldar. Ferðir hefjast frá Sundahöfn kl. 18 á föstudag og standa fram eftir kvöldi, og á laugardag hefjast ferðir eftir há- degi. Einnig verða ferðir á laug- ardagskvöldið fyrir og eftir varð- eld og gefst þá fólki kostur á að heimsækja mótið og taka þitt í kvöldvöku. Mótinu verður siðan slitið kl. 15 á sunnudag. Hundavinir fá stuðning Stjórn Sambands dýra- verndunarfélaga Islands lýsir yf- ir fullum stuðningi við Hunda- vinafélagið I baráttu þess fyrir að menn fái að halda hunda I þéttbýli gegn ákveðnum skilyrðum. Hundar eru elztu húsdýr manna, og þau dýrin er hafa hænzt mest að manninum án til- lits til aðstæðna. Hundurinn hefur fylgt manninum i 10 þúsund ár, allt frá eyðimörkum heitustu landa til Grænlandsiss. Stjórn S.D.I. varar yfirvöld við æsingaskrifum um hundahald, og O Vörugjaldið lýðssamtökin þvi að taka fullt tillit til þess og hafa það vel i minni þegar núgildandi kjara- samningar verða úr gildi, hvernig hérhefur verið haldið á málum." A sama miðstjórnarfundi ASI var samþykkt samhljóða önnur ályktun, svohljóðandi: „Miðstjórn Alþýðusambands tslands lýsir fyllsta stuðningi sin- um við þá ákvörðun rikis- stjórnarinnar að færa fiskveiði- landhelgina út I 200 milur frá grunnlinum. Telur miðstjórnin þessa ákvörðun hafa verið full- komlega timabæra og Hfsnauð- synlega til verndar fiskistofnun- um, og þar með efnahagslífi þjóðarinnar. Miðstjórnin bendir jafnframt á, að nú er svo nærri fiskistofnunum á Islandsmiðum gengið, að út- færslan getur ekki náð tilgangi sinum nema Islendingar einir búi að veiðiréttindum innan 200 milna markanna." hve hroðalega heilsu manna sé hætt af þess völdum. Slikt á sér ekki stoð á þessum framfaratim- um I læknis- og heilbrigðis- þjónustu manna og dýra. Það þykir lika ómissandi að senda borgarbörn i sveit til að kynnast dýrunum. GLEYMUM ÞVI EKKI AÐ MILLI MANNS, HESTS OG HUNDS LIGGUR LEYNI- ÞRAÐUR. Stjórn Sambands dýra- verndunarfélaga Islands. Overskudsvarer Abningstilbud D.kr. Kapper,kaki, nye.........65 Stortröjer, flybla el, mörkebla sem nye........75 US Trenchcoats, uld gabar- dine,m. foer.semnye ___98 US regnfrakker, sem nye . 45 Pullovers, br, og nye.................19og26 US arbejdsskjörter- jakker....................22 US uldne skjorter- jakker....................28 Arbejdsskjorter..........16 Arbejdsbukser, US.......18 Dressbukser, US, uld.....26 Tykke marine uldne bukser...................39 Marine jakker, uld........36 Uldne underbukser.......12 US uld-bomuld underbukser ogtröje.sæt..........,. ..27 Træningsdragter, sæt.....18 Overtræksgummitöj.sæt .72 Kedeldragter, US.........45 Stövler, 3/4 lange.........39 Stövler, korte, nye........84 Köre briller ..............io Köre luffer, dobbelte, US,læder,hanfladen......35 US polar hatter, pels- kant......................24 Snörrehætte, br........... 4 Arbejdskasketter, br..... 7 Handsker, bomuld........ 6 Sokker, tykke, yldne...... 8 T-skirts..............3for 12 Cowboy bukser, br. 21 Varer pr. efterkrav m. ret- urret. Opgiv störrelse. Priser hojre m. luftpost. Ariana Fugholm 28 8700 Horsens, Denmark, Telf. (05) 62 29 33. Fjölbreytt hefti af Sögu VS-Reykjavik. Timaritið Saga 1974 er komið út. Fremst í ritinu er minningargrein um Guðna Jónsson prófessor, skrifuð af Birni Þorsteinssyni, þá löng grein eftir Hörð Agústsson, sem nefnist meistari Brynjólfur byggir ónstofu. Gisli Jónsson á grein sem heitir I ríkisráði, Einar Bjarna- son skrifar um Arna Þórðarson, Smið Andrésson og Grundar- Helgu, og birt eru bréf frá Valtý Guðmundssyni til Skúla Thorodd- sens. Þá er I Sögu grein eftir Kol- bein Þorleifsson, sem nefnist Nokkrar athuganir á kenningum Einars Pálssonar um trú og land- nám íslands til forna. Birt eru andmæli Björns Þorsteinssonar við doktorsvörn Aðalgeirs Kristjánssonar (Brynjólfur Pétursson, ævi og störf). Enn fremur eru i þessu hefti Sögu rit- fregnir, og þar er ritaukaskrá um sagnfræði og ævisögur i saman- tekt dr. Inga Sigurðssonar. Svölurnar styrkja málefni fjölfatlaora gébé Rvlk — Svölurnar heitir félag núverandi og fyrrverandi flugfreyja. Það hefur ákveðiö að styrkja tvo kennara til sérmennt- uiiar erlendis. Félagið kynnti sér hvar þörfin væri brýnust varð- andi málefni fjölfatlaðra, og kom i ljós að niikíll skortur væri á sér- menntuðum kennurum. 1 mai sl. héldu Svölurnar kaffi- sölu og tizkusýningu til styrktar fjölfötluðum börnum og söfnuðust 303 þúsund krónur, en auk þess var veitt úr sjóði félagsins 107 þúsund krónur til sama málefnis. Er þvi heildarupphæðin 410 þús- undkrónur. Ingibjörg Harðardóttir kennari fær styrk til eins árs náms i tal- kennslu I Herning I Danmörku að upphæð 351 þúsund krónur, og Sigriöur Pétursdóttir kennari fær styrk vegna tveggja vikna nám- skeiðs fyrir sérkennara I Álaborg, að upphæð 59 þúsund krónur. Breioholtsbúar! Framsóknarfólk! Hverfasamtök framsóknarmanna I Breiðholti efna til skemmti- ferðar I Þórsmörk helgina 25.-27. júll n.k. Farið verður eftir hádegi þ. 25. og komið til baka seinni hluta sunnudags. Þátttaka tilkynnist fyrir 18. jiíll 1 slma 71596 og 71196 eftir kl. 19.00 á kvöldin. Allt framsóknarfólk velkomið. Stjórnin. Sumarferðir Framsóknarfélaganna í Reykjavík UTANLANDSFERÐIR Framsóknarfélögin I Reykjavík gefa félögum sinum kost á ferð- um til Spánar i sumar og haust. Brottfarardagar: 19. ágúst, 2. september, 16. september. Nánari upplýsingar um ferðirnar á flokksskrifstofunni. Sími: 24080. INNANLANDSFERÐ Akveðið hefur verið að hin árlega sumarferð Framsóknar- félaganna i Reykjavik verði farin sunnudaginn 17. ágúst. Ingvar Stefán Norðurlandskjördæmi eystra Þingmenn Framsóknarflokksins I Norðurlandskjördæmi eystra, Ingvar Gislason, Stefán Valgeirsson og Ingi Tryggvason, boða til funda sem hér segir (aörir fundir auglýstir slðar): Húsavik föstud. 18. júll kl. 9 e.h. Breiðumýri laugard. 19. júll kl. 9 e.h. Þórshöfn þriðjudaginn 22. jtíll kl. 9 e.h. Kópasker miðvikudaginn 23. júli kl. 9 e.h. KONAISTJORN VERKSTJÓRASAAA- BANDS ÍSLANDS Verkstjórasamband íslands hélt landsþing sitt á Hrafnagili i Eyjafirði, dagana 5. og 6. júll s.l. Mörg mál voru á dagskrá, þeirra á meðal breytingar á lög- um sambandsins, skipuleg upp- bygging þess, kjaramál og tryggingar, sem samþykktar voru ályktanir um. Rædd voru ýmissérmál verkstjóra, svo sem um fræðslumál og starfsréttindi. Verkstjórasambandið hefur nú innan sinna vébanda 15 verkstjórafélög, sem svo eru starfandi á helztu athafnastöðum landsins. I stjórn sambandsins til næstu tveggja ára voru kosin: Adolf J.E. Petersen forseti. Kristján Jónsson varaforseti. Með- stjórendur: Málfriöur E. Lorange, Páll Guðmundsson, Bergsveinn Sigurðsson, Oskar Mar og Arni V. Árnason. Þetta er I fyrsta sinn I sögu sambandsins, að kona er kosin I stjórn þess. Konur hafa á seinni áratugum gerzt verkstjórar á ýmsum vinnustöðum, og eru nú talsvert fjólmennar I verkstjóra- stéttinni. Næsta þing Verkstjórasam- bandsins verður haldið á Austur- landi að tveim árum liönum. Fundur hjá sambandsstjórn Landssambands iðnaðarmanna Sambandsstjórn Landssam- bands iðnaðarmanna kom nýlega saman til fundar á Sauðárkróki. Er þetta þriðji fundur sambands- stjórnarinnar, en htín var sett á stofn eftir að lögum Landssam- bandsins var breytt á Iðnþingi 1973. Sambandsstjórnin er skipuð framkvæmdastjórn Landssam- bandsins sem I eru 9 menn, og 20 fulltriíum að auki. Eru þeir ýmisi kosnir af Iðnþingi eða tilnefndir af aðildarfélögum og félagasam- tökum Landssambandsins, þannig að tryggt sé, að sem flest- ar iðngreinar eigi sinn talsmann I stjórninni. Fundur þessi var undirbúinn af Iðnaðarmannafélaginu á Sauðár- króki og voru allmargir fundar- manna þaðan og frá öðrum byggðalögum á Norðurlandi, auk sambandsstjórnarmanna. Aðalefni fundarins var undir- bUningur Iðnþings, sem haldið verður I Reykjavik 24.-27. september nk. Miklar og fjörugar umræöur urðu á fundinum um þau málefni, sem ætla má aö veröi til umræðu á Iðnþinginu. Greinilegt er að mikill hugur er I iðnaðarmönnum um allt land og áhugi á að gera þingið sem bezt úr garði og áhrifamikið. Seturétt á Iðnþingi eiga um 130-150 manns.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.