Tíminn - 18.07.1975, Blaðsíða 16

Tíminn - 18.07.1975, Blaðsíða 16
Föstudagur 18. júll 1975. r ' Nútíma búskapurparfnast JUOIER haugsugu Guöbjörn Guöjónsson SIS-FOIMJR SUNDAHÖFN m ffTTiii ■Ö GrÐI fyrir góóan mat ^ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS Fjórir Bretar lóta lífið ó N-írlandi Reuter—Belfast. Fjórir brezk- ir hermenn létu lifið á Norð- ur-trlandi i gær, þegar sprengja, er komið hafði verið fyrir við vegkant, sprakk I loft upp. Þetta eru fyrstu brezku her- mennirnir, er láta lifið á Norður-trlandi — frá þvi trski lýðveldisherinn lýsti yfir vopnahléi fyrir fimm mánuð- um. Talsmaður brezka hersins sagði i gær, að, auk þeirra fimm hermanna, er létust — hefði einn til viðbótar særzt al- varlega i sprengingunni. Að sögn fréttaskýrenda i Belfast virðast flestir orðnir þreyttir á óbreyttu ástandi á Norður-lrlandi, og þvi sé að vænta aukins óróa I náinni framtíð. Portúgalsstjórn leyst upp Reuter—Lissabon. Sam- steypustjórnin I Portúgal leystist upp I gær — eftir að alþýðudemókratar — næst stærsti st jór nmála flokkur landsins — sögðu sig úr stjórn- inni. Áður höfðu sósialistar — stærsti flokkur landsins — hætt þátttöku i stjórninni vegna áforma herforingja þeirra, er með völd fara i Portúgal, að koma á einræði hers og verkalýðs og afnema öll merki lýðræðis og frelsis i landinu. Herforingjarnir standa nú frammifyrir miklum vanda. 1 gær höfðu flestir stjórnmála- flokkar boðaö til útifunda i Lissabon og viðar, en byltingarráðið — æðsta valda- stofnun i Portúgal — bað fólk um að sýna stillingu. N-Víetnam sækir um aðild að SÞ Reuter—Sameinuðu þjóðun- um. Norður-VIetnam hefur nú sótt um fulia aðild að Samein- uðu þjóðunum, en fyrr i vik- unni hafði Suður-Vietnam gert slikt hið sama. í skeyti er Kurt Waldheim aðalritara barst I gær frá Pham Van Dong forsætisráð- herra, segir, að Norður-Viet- namsstjórn fallist á aðildar- skilmála S.Þ. Samþykki öryggisráðs S.Þ. þarf, til að nýtt riki verði tekið i samtökin — og samþykkið verður ennfremur að fá stað- festingu Allsherjarþings S.Þ. Mæli öryggisráðið með upp- töku beggja rikjanna, má bú- at við,að þau verði formlega tekin i samtökin á fundi Alls- herjarþingsins, er hefst þann 16. september n.k. Ringo skilinn Reuter—London. Ringo Starr — eða ltichard Starkey, eins og hann heitir i rauninni — er nú skilinn að lögum við fyrrverandi eiginkonu sina, Maureen. Skilnaðurinn var veittur að ósk hennar — og skilnaðarorsökin: Framhjá- hald. Ringo — sem orðinn er 35 ára — þarf liklega ekki að kynna fyrir lesendum Timans. Fyrir þá, sem ekki vita, má geta þess, að hann „barði húö- ir” i brezku hljómsveitinni The Beatles. Leonov fyrirliði sovézku geimfaranna eftir sam- tenginguna úti í geimnum: Sögulegt andartak Fyrirliðar bandarisku og sovézku geimfaranna takast i hendur — eftir að geimför þeirra höfðu verið tengd saman. A myndinni eru geimfararnir. Efst til vinstri: Leonov og Kubasov. Og neðst til hægri: Stafford (efst), Slayton og Brand. Soyuz og Apollo takast í hendur Reuter—Houston/Moskvu. Nýr kapituli I sögu geimferða hófst I gær, þegar hið bandariska geim- far Apollo var tengt við hið sovézka, Soyuz. Tenging faranna gekk að óskunt, og um áttaleytið i gærkvöldi tókust fyrirliðar geim- faranna á hendur — táknrænt fyrir þá ágætu samvinnu, er tek- izt hcfur mcð bandariskum og sovézkum geimvísindamönnum. Bandarisku geimfararnir komu auga á Soyuz um þrjúleytið i gær. Rúmlega fjögur — u.þ.b. fimm minútum fyrr en ráö hafði verið fyrir gert — beindu þeir Apollo að Soyuzi. Nokkrum andartökum siðar heyrðist Alexei Leonov, fyrirliði Sovétmanna, hrópa: — Soyuz og Apollo takast nú i hend- ur! Og stuttu siðar bætti hann við: — Þetta var afbragð, Tom! (Með Tom átti hann við Thomas Stafford, fyrirliöa Bandarikja- mannanna). Tass-fréttastofan hafði eftir Valeri Kubasov, hinum sovézka geimfaranum, að smáhnykkur hefði komið á Soyuz, um leið og geimförin voru tengd saman. — En nú er allt i lagi, bætti hann við. Stuttu siðar, skýrði Stafford svo frá, að hann hefði fundið annar- lega lykt — lykt, er siðar hefði horfið. Visindamenn I stjórnstöð- inni i Houston i Texas-fylki fóru i snatri yfir öll mælitæki sin, en fundu ekkert athugavert. Nokkrir þeirra gátu sér til um, að lyktin stafaði af lofti, er hefði hitnað i lofttæmi þvi, er myndaðist við samtengingu geimfaranna. Engu að siður var einum geim- Reuter—Genf. A fundi öryggis- málaráöstefnu Evrópu I Genf er unnið baki brotnu að þvi að ryðja úr vegi öllum hindrunum, svo að fyrirhugaður fundur Evrópuleið- toga i Hclsinki geti hafizt á tilsett- um tima. i dag verður að Ilkind- um skorið úr þvi. Aðalþrætueplið siðustu daga hefur verið sá hluti af ályktun ráðstefnunnar, er fjallar um faranna skipað að setja á sig and- litsgrlmu. 1 gærkvöldi, fóru þeir Stafford og Donald Slayton svo yfir i Soyuz, þar sem þeir dvöldu i eina og hálfa klukkustund, áður en þeir sneru aftur til Apollo. 1 dag er fyrirhugað, að Vance skyldu til að tilkynna fyrirhugað- ar heræfingar. I gær sátu sérfræðingar á stöðugum fundum og — að sögn Reuter-fréttastof- unnar — náðist samkomulag um ýmis þýðingarmikil atriði. Formenn þeirra 35 sendi- nefnda, er sæti eiga á ráðstefn- unni, hafa lýst þvi yfir, að I dag — i siðasta lagi — verði að taka endanlega af skarið um, hvort Brand leggi leið sina yfir i Soyuz, og Leonov yfir I Apollo — og siðar flakki geimfararnir um stund á milli faranna. Geimförin verða tengd saman i 44 klukkustundir — þar til á morgun, að þau verða skilin að og halda þá hvort sina leið. hefja eigi leiðtogafundinn i Helsinki þann 30. júli n.k., eins og stefnt hefur verið að. Sá fundur yrði fjölmennasti fundur þjóðar- leiðtoga, er sögur fara af — a.m.k. i Evrópu: Leiðtogar allra Evrópurikja (að Albaniu einni undanskilinni), svo og Bandarikj- anna og Kanada, koma þá saman til að binda endahúút á störf öryggismálaráðstefnunnar. Öryggismálaráðstefna Evrópu: Unnið baki brotnu að því að ná samkomulagi — svo að Helsinki-fundurinn geti hafizt á tilsettum tíma

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.