Tíminn - 19.07.1975, Blaðsíða 7

Tíminn - 19.07.1975, Blaðsíða 7
Laugardagur 19. júll. 1975. TÍMINN 7 tJtgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Heigason. Rit- stjórnarfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Fréttastjóri: Helgi H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gisla- son. Ritstjórnarskrifstofur I Edduhúsinu viO Lindargötu, simar 18300 — 18306. Skrifstofur I AOalstræti 7, sfmi 26500. — afgreiOslusimi 12323 — auglýsingasimi 19523. Verö í lausasölu kr. 40.00. Áskriftargjald kr. 700.00 á mánuOi. Blaöaprent h.f. Merkir samfundir Samfundir bandariskra og rússneskra geim- fara úti i himingeimnum, verða að teljast með merkustu sögulegra tiðinda. Þeir eru ekki aðeins glöggt dæmi þess, hve langt menn hafa náð á sviði visinda og tækni, heldur augljós vitnisburð- ur um aukið samstarf þeirra tveggja rikja, sem nú eru voldugust i heiminum og ráða munu mestu um þróun heimsmálanna næstu árin. Að baki þessara samfunda, liggur að sjálfsögðu mikið starf, sem hefur m.a. haft i för með sér, að aðilar hafa orðið að veita hvor öðrum gagnkvæm- ar upplýsingar um viðkvæmustu tæknileg leynd- armál. Fyrir t.d. tuttugu árum, þegar kalda striðið stóð sem hæst, hefði slikt samstarf verið ó- hugsandi. Þetta er gott dæmi um, hve mikið hefur breytzt siðan, hvernig tortryggni hefur minnkað og tiltrú aukizt. Enn er þó vafalaust talsvert langt i land,þangað til stórveldin skiptast á mikilvægum hernaðarleg um leyndarmálum, en að þvi verður að koma, ef raunhæft samkomulag á að geta náðst um meiri- háttar afvopnun. En ótvirætt hefur hér verið stig- ið stórt byrjunarspor i þá átt. Næsti áfangi verður væntanlega sá, að hinar svonefndu Salt-viðræður Bandarikjanna og Sovétrikjanna, um takmörkun kjarnorkuvopna, bera árangur. Með sliku sam- komulagi væri stórt spor stigið til bættrar sam- búðar milli þessara rikja. Það er vissulega mikil ástæða til að fagna bættri sambúð Bandarikjanna og Sovétrikjanna, þvi að sameiginlega geta þau komið miklu góðu til leiðar fyrir alla heimsbyggðina, ef þau beita á- hrifum sinum á þann hátt. Þótt þessi riki búi við ólik hagkerfi, eiga þau margra sameiginlegra hagsmuna að gæta og beinir hagsmunalegir á- rekstrar milli þeirra eru ekki miklir. Þvi ber að vænta að samstarf þeirra aukist og verði til efl ingar friði og öryggi i heiminum. Nýja vörugjaldið Það er tvimælalaust misskilningur, að hið nýja vörugjald brjóti i bága við samkomulag það, sem gert var milli rikisstjórnarinnar og verkalýðs- samtakanna á siðastl. vetri. Það samkomulag var miðað við þá kauphækkun, sem þá var samið um. í siðastliðnum mánuði kom til sögunnar ný kauphækkun, sem hefur stóraukið útgjöld rikis- ins, bæði vegna aukinna niðurborgana og hærri launagreiðslna. Nýja vörugjaldið mun vart gera betur en að mæta þessum auknu útgjöldum. Það er lika hæpin fullyrðing, að betra sé fyrir skattþegnana að borga fyrirsjáanlegan tekju- halla rikissjóðs með skattaálögum siðar en að gera það strax. Fyrr en siðar kæmi að skuldadög- unum i þessum efnum og bezt er að fresta þvi ekki til morguns.sem hægt er að gera i dag. Afstaða Alþýðubandalagsins til þessa máls, er eins og vænta mátti, þ.e.a.s. allt önnur en meðan það var i stjórn. Það mótmælir tillögum fjárveit- inganefndar um útgjaldalækkun og það mótmæl- ir nýja vörugjaldinu. Afleiðing þessarar stefnu yrði margra milljarða tekjuhalli hjá rikissjóði. Slik stefna mun ekki verða til þess að auka álit Alþýðubandalagsins. Þ.Þ. ERLENT YFIRLIT Wallace og Reagan njóta vinsælda AAillistéttin ræður mestu í kosningunum FYRIR skömmu birtist grein i New York Times um vandamál millistéttarfólks I Bandarikjunum i sambandi viö skólamál. Þetta fólk glimir nú við mikinn vanda i sam- bandi við framhaldsnám barna sinna. Margt af þvi hef- ur svo háar tekjur, að börn þess missa rétt til ýmissa námsstyrkja. Það hefur hins vegar of lágartekjur til þess að geta kostað nám barnanna af eigin rammleik. Niðurstaðan verður oft sú, að þau verða að hætta við frekari skólagöngu. Þetta er ein ástæða af mörg- um, sem veldur óánægju bandariskrar millistéttar um þessar mundir. Þessum ástæðum er vert að gefa gaum, þvi að þær geta ráðið miklu um stjórnmálaþróunina I Bandarikjunum á næstu ár- um. Millistéttin er langstærsti kjósendahópurinn. Sá, sem bezt nær eyrum hennar, er sigurvænlegastur I kosning- um. 1 eyrum hennar lætur það vel aö talað sé gegn of mikilli útþenslu rikisbáknsins og að mælt sé með skattalækkun, þvi að skattabyrðin hvilir til- tölulega þungt á henni. Þá leggur hún mikla áherzlu á lög og reglur og heiðarlega stjórn. Watergatemálið hefur aukið kröfurnar um heiðarlega stjórn um allan helming. Af þeim ástæðum, sem hér eru greindar, blæs nú ekki vinstri vindur i bandariskum stjórnmálum. Atvinnu- leysingjar og þeir, sem lakast standa i lifsbaráttunni, eru ekki neinn skipulagður hópur, a.m.k. ekki eins og sakir standa. Baráttan i bandarisk- um stjórnmálum stendur þvi fyrst og fremst um hylli milli- stéttarinnar. Þvi virðist íhaldssömum frambjóðendum nú vegna betur en hinum vinstri sinnuðu. Þá getur per- sónulegt álit á frambjóðend- um ráðið miklu og þeir verða að geta fullnægt þeirri kröfu að vera álitnir heiðarlegir. 1 KOSNINGUM, sem fóru fram til þingsins i nóvember siðastl., unnu demokratar Wallace býr sig undir baráttuna 1976 mikinn sigur. Republikanar guldu þess að vera talinn flokkur Nixons. Þá var talið, að demokratar væru sigur- vænlegir i næstu forsetakosn- ingum. Nú er þetta breytt. Demokrötum hefur notazt sig- urinn illa, þvi að þeim hefur ekki tekizt að marka neina ákveðna stefnu I þinginu. Einkum á þetta þó við um inn- anlandsmálin. Annað getur þó reynzt þeim enn erfiðara i sambandi við forseta- kosningarnar. Þeir hafa ekk- ert forsetaefni, sem þeir eru liklegir til að sameinast um. Langvinsælasta forsetaefni þeirra, Edward Kennedy, hef- ur neitað að gefa kost á sér. Watergatemálið á vafalitið sinn þátt i þvi. Kennedy lenti I umdeildu bilslysi fyrir nokkr- um árum og myndi það vafa- laust verða stór þáttur . kosningabaráttunni, ef hann væri frambjóðandi. Að Kennedy frágengnum hefur vinstri armur demokrata ekk- ert forsetaefpi, sem hefur telj- andi persónulegt fylgi. Að i Ronald Reagan. Kennedy frágengnum, nýtur Wallace, rikisátjóri i Alabama, langmests fylgis meðal demokrata sem for- setaefni. Hann er þó langt til hægri, en nær þó ótrúlega vel eyrum miðstéttarfólks og at- vinnuleysingja með þvi að skamma stjórnina og þingið I Washington og kenna þeim háu herrum um allt, sem miður fer. Sennilega styrkir það Wallace fremur en veikir hann, að hann varð fyrir morðtilraun á kosningafundi fyrir nokkrum árum og verður siðan að vera I hjólastól. Wallace er spáð miklu fylgi i prófkjörum hjá demokrötum, en útilokað er þó talið, að flokkurinn geti sameinazt um hann sem forsetaefni. Agreiningurinn um hann getur veikt verulega aðstöðu demokrata i kosningunum. ÞEGAR þingmenn demokrata samþykktu Ford sem varaforseta, átti það sinn þátt i þvi, að hann var ekki tal- inn liklegur til frarnboðs i for- setakosningunum. Ford þótti ekki heldur sigurvænlegur sem frambjóðandi fyrst eftir að hann tók við forsetaem- bættinu. Nú er þetta verulega breytt. Ford hefur unnið mikið á siðustu mánuðina. Þaðstyrkir hann ekki si'zt, að hann er álitinn heiðarlegur, þótt menn telji hann ekki hafa reynzt sérlega vel, hefur hann reynzt öllu betur en margir áttu von á. Þvf er talið liklegt, eins og sakir standa, að hann hljóti útnefningu republikana. En hægri armur flokksins er þó hvergi nærri nógu ánægður með Ford og á erfitt með að gleyma þvi, að hann valdi Nel- son Rockefeller sem forseta- efni. Ronald Reagan, fyrrv. rikisst jóri i Kaliforniu, er sagður tilbúinn til að keppa við Ford um framboðið, ef vinsældir Fords kynnu að minnka. Reagan er.dýrlingur hægri armsins. Takist ekki að þoka Ford til hliðar, munu hægri republikanar. leggja mikið kapp á að koma i veg fyrir, að Rockefeller verði i framboði sem varaforseta- efni. Þannig er i stuttu máli staðan i bandariskum stjórn- málum um þessar mundir. En margt getur átt eftir að breyt- ast á þeim rúmum 15 mánuðum, sem eru eftir til kosninganna. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.