Tíminn - 19.07.1975, Blaðsíða 8

Tíminn - 19.07.1975, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Laugardagur 19. júli. 1975. Laugardagur 19. júll. 1975. TÍMINN 9 Gestamóttaka Hótels Hofs. Sigurður Haraldsson, hótelstjóri, hann var áður á Esju og fleiri hótel- um, en slðast rak hann félagsheimilið FESTI í Grindavik, en nú tekur hann við nýjasta hótelinu I Reykjavfk. Rætt við Sigurð Haraldsson, hótelstjóra Nýtt hótel Fyrir tveim áratugum eða svo, var naumast nokkurt frambæri- legt hótel i Reykjavik, en svo komu SAGA og IIÓTEL LOFT- LEIÐIR, sem bællu úr brýnustu þörfinni. Sfðan hafa mörg hótel risið af grunni, ekki aðeins i Reykjavik, heldur bókstaflega um allt land, og hótelmenning islendinga er nú á öðru og frambærilegra stigi. Hótelstill islendinga er fenginn frá Bandarikjunum og Evrópu, vistleg herbergi, bað og salerni fylgir þeim öllum, og svo er simi og fleira til þæginda. Minni áherzla er lögð á ,,fast fæði”, eða „gistingu og uppihald”, eins og það var nefnt I gamla daga. Gest- urinn dvelst eiginlega aðeins næturlangt á hótelinu. Hótelin eru öll eins, eða nýju hótelin skulum við heldur segja, eini munurinn virðist vera sá, að þau eru misstór, og þau eru mis- jafnlega staðsettog tengd munaði ferðamanna og nauðsynjum. Nýjasta hótelið i Reykjavik heitir HOF og er við Rauðarárstig i Reykjavik. Bygging þess hefur tekið mörg ár, en höfundur þess og byggjandi var á sinum tima LUðvik Hjálmtýsson, fram- kvæmdastjóri Ferðamálaráðs. Honum tókst ekki að ljúka bygg- ingu þess sökum fjárskorts — bankakerfið sá sér ekki fært að fjármagna hótelbygginguna til enda. Nýir aðilar tóku við, og á dög- unum opnaði hótelið fyrir sínum fyrstu gestum. Blaðið hitti að máli hótelstjóra HÓTEL HOFS, Sigurð Haraldsson, og hafði hann þetta að segja um reksturinn: — Við opnuðum 27. júni siðast liöinn. Það erþó langt frá þvi, að smiði hótelsins, eða innréttingu þess, sé lokið. Þess var farið á leit við okkur, að við reyndum að taka á móti gestum, vegna þess að hér var haldin svo fjölmenn ráðstefna búvisindamanna, að hótelkostur bæjarins hrökk ekki til. Við höfum hér 40 2ja manna herbergi, sem öll eru vel búin, eins og tiðkast á nýtizku ferða- mannahótelum á Vesturlöndum. — Siðan hefur verið nóg að gera. Hótelið var fullt fyrstu nótt- ina, en þá voru hér 45 gestir i 25 herbergjum, svo segja má að full þörf hafi verið fyrir þetta hús. Síðan hefur verið fullt hér flesta daga. Til dæmis var hótelið alveg fullt siðast liðna nótt. Margir gestir halda áfram ferð sinni, en nægar pantanir liggja fyrir. — Flestir gestir okkar koma frá stóru hótelunum, sem verða að vista fólk úti um bæinn, þar eð fullt er hjá þeim, en auk þess hefur kvisazt út, að við værum búnir að opna, og fólk hefur sn'úið sér beint hingað, þótt ekkert hafi verið gert til þess að auglýsa hótelið, þar eð innréttingu þjónustudeilda er ekki lokið að fullu. Innan skamms verður opnuð veitingabúð og vinstúka i' hótel- inu. Siðar verður opnaður salur til samkvæma og fundahalda fyrir um 200 manns. Það er nefnt ráðstefnuaðstaða nú á timum. Við munum þvi i framtiðinni geta afgreitt mat ti! gesta okkar, og verður lögð áherzla á sérstaka smárétti, en þar er fylgt fyrir- myndum, sem nú ryðja sér til rúms á ferðamannahótelum. — Er einhver sérstakur hótel- still fyrirhugaður? — Hótelið er ekki mjög stórt á nútima vísu. Þetta er þó bisna þægileg stærð fyrir gestina. Minni í Reykjavík hótelin eru dálitið heimilisleg, ef svo má orða það, og við munum leggja áherzlu á það atriði. Stór- um hótelum fylgir á stundum mikill ys og þys, þegar hundruð manna koma og fram á hverjum degi. Minni hótelin eru friðsælli og heimilislegri, þvi þar er unnt að veita meiri þjónustu. — A HOFI starfa nú um 11 manns, en þegar allar rekstrareiningar, hafa verið teknar i notkun, munu starfa hér um 15 manns. — Hvað um staðinn? — Þetta virðist vera mjög góð- ur staður fyrir hótel. Við erum rétt við fjölskrúðugt viðskipta- hverfi, en þó við tiltölulega rólega götu. Ef maður skoðar næsta nágrenni, þá eru hér i nágrenni við okkur ýmsar skrifstofur og af- greiðslustofnanir hins opinbera. Sveitarstjórnarm. hafa aðsetur rétt hjá, á Laugavegi, hér eru bankar og ýmsar rikisstofnanir, enhótelgestireiga margir hverjir erindi þangað, og utanrikisráðu- neytið. er rétt hjá. Þá er Fram- kvæmdastofnunin I sömu götu, og Kjarvalsstaðir lika. Þar að auki kvikmyndahús og fl. — Auk þess eru merkileg iðn- fyrirtæki og starfsstöðvar i næsta nágrenni. Hótelið hentar þvi vel fyrir þá, sem sinna verkefnum og erindrekstri i Reykjavik. — Eru ekki fleiri stofnanir i þessu húsi en hótelið? — Jú. Framsóknarflokkurinn á þetta hús og hefur skrifstofur á neðstu hæðinni. Inngangur i þá skrifstofu er frá Njálsgötu. Þá verður hér hárgreiðslustofa, og tannlæknastofur eru á efstu hæð- inni á sérgangi, sem veit að Grettisgötu. Hanna Kristin Guðmundsdóttir mun reka hér hárgreiðslustofuna Kristu, og Asta Hannesdóttir snyrtistofu með sama nafni. — Tannlæknarnir heita Jens Jensson, Leonard Haraldsson og Páll Magnússon. — Þetta eru ungir tannlæknar, sem hafa sina stofuna hver, en hafa sameiginlega biðstofu og tannsmiðastofu. Þeir hafa verið aðstoðartannlæknar hér i bænum og viða um land, en eru nú að opna eigin læknastofur. — Hvernig leggst framtiðin I ykkur á HÓTEL HOFI? t húsinu er einnig hárgreiðslustofa og tannlæknastofa. Herbergi á Hótel Hofi. öll herbergin eru tveggja manna, en alls eru þau fjörutfu talsins. — Bara vel, held ég. Annars á maður i önnum þessa dagana, þvi margt er ógert, og verið er að leggja siðustu hönd á ýmsar rekstrardéildir. Fróðir menn telja, að það taki fjögur til fimm ár að „vinna upp” hótel, verða þvi úti um nauðsynlegan markað, afla þvi nægjanlegra viðskipta. Við höfum ekki auglýst neitt enn, en munum þegar þar að kemur snúa okkur að þvi að kynna það, bæði hérlendis og erlendis. Akveðnarráðagerðir eru uppi um það. Ég held.að þetta hótel eigi að geta orðið vinsælt fyrir ferða- menn. — JG þar sem þið ætlið ykkur að tjalda? — „Við ætlum að gista I Asbyrgi svo mikið er vist”, seg- ir Magnús ,,en annars ætlum við að aka með sjó og skoða sjávar- þorpin á Austfjörðum auk þess sem við ferðumst inn í landið”. Inni hjá gæzlumanni hitti blaðam. Sigfús Sigurðsson iðn- skólakennara úr Reykjavlk, en hann var rétt i þvi að koma úr Mývatnssveit ásamt konu sinni. Sigfús lagði af stað frá Reykja- vlk siðastliðinn þriðjudag og fór I einum áfanga til Skaftafells. Aðspurður um aðstöðu i Skafta- felli sagði Sigfús að hún væri mjög góð, og reyndar sú bezta, er hann hefði komist i kynni við, enda öll hús nýbyggð og Kristjón Kolbeins og fjölskylda. Magnús Einar, Fanney Magnúsdóttir og Fanney Maggf Jónsdóttir slá upp tjaldi. Frá tjaldstæðinu á Akureyri ASK—Akurcyri. Siðastliðinn sunnudag brá Timinn sér á tjaldstæði þeirra Akureyringa og spjallaði þar við nokkra ferðalaga. Milli sextiu og sjötlu tjöld voru þar og er ekki langt frá lagi, að um 150 manns hafi búið á tjaldsvæðinu, en það er sunnan Sundlaugar Akureyrar, eins og kunnugt er. Þarna er fyrir hendi öll nauðsynleg snyrtiaðstaða, er ferðamenn kunna að þarfnast, en vörður er lika á svæðinu til leiðbeiningar og aðstoðar. Fyrir utan eitt tjaldið hitti blaðamaður Timans Kristjón Kolbeins, viðskiptafræðing úr Reykjavik, og konu hans Ingi- björgu Kolbeins ásamt tveimur börnum þeirra hjóna og systur- svni Ingibjargar. Þegar Krist- jón gaf sér hlé á fótbolta við börnin spurði blaðam. hvaðan þau væru að koma. „Við komum hingað til Akureyrar i dag frá Sauðárkróki,” sagði Kristjón „og förum á mánudag til Húsa- vlkur og Ásbyrgis, en ætlunin er að fara hringinn eins stóran og mögulegt er, við ætlum til dæm- is að þræða Austfirðina og eyða i ferðalagið 10-12 dögum, ég á eftir aö kynnast stöðum eins og Tjörnesi, Langanesi og Slétt- unni almennilega”. „Mér finnst”, segir Ingibjörg ,,að fólk eigi miklu frekar að eyða sumarleyfinu með börnum sin- um hér innanlands i stað þess að þeysa eitthvað út I lönd. Okkar venja er, þegar sumarfri er annars vegar, að engin klukka eða nákvæmar timaákvarðanir séu til, heldur stoppað þegar ein hvern langar til, og tjaldað þar sem fallegt er og gott að vera.” „Viðætlum aðvera eina nótt við Löginn”, segir Kristjón. „En hvenær við verðum þar má guð vita, það liggur drkert á í sliku veðri, sem núna er og raunar þarf enginn að leita út fyrir landsteinana þegar suðaustan- átt er rikjandi á Norðurlandi, þá er þar nægur hiti og sólskin. Annars höfum við ætið verið heppin með veður, þaegar við fórum svipaða leið I fy.rra, þá fengum við álika veðurlag og nú i dag”. Skammtfrá þeim Kristjóni og Ingibjörgu var verið að reisa tjald, en þar óoru á ferð þau Magnús Einar og Fanney Magnúsdóttir úr Reykjavik, ásamt uppeldisdóttur sinni, sem heitir Fanney Maggl. Magnús sagði þau hafa gist við Húnaver aðfaranótt sunnudagsins, og ætlunin væri að vera um hálfan mánuð á leiðinni umhverfis landið. — Eru þið ánægð með þá aðstöðu, sem ferðamönnum er boðið uppá hér á landi? — „Já, nokkuð”, segir Magnús „við höfum farið þessa leið áður, og fengum þá góða reynslu af að- stöðunni, en það var i fyrra sem við fórum „öfugan” hring, en fengum þá leiðinlegt veður, kulda og rigningar”. „Við vorum nú ekki alls kostar ánægð” segir Fanney „þegar viö gistum i Atlavik i fyrra, þá var ekki hægt að sofa meiripart nætur vegna hávaða og láta, en hins vegar virðist mér allur að- búnaður og reglur, sem gilda hér á Akureyri vera til fyrir myndar, en á hótelum viljum við ekki gista. Við höfum góða reynslu af útilegum, og njótum þess mun betur að bua i tjaldi á ferðalögum heldur en að gista á hótelum.” — Hafið þið ákveðið þá staði Tíminn heimsækir ferðalanga á tjald- stæðinu á Akureyri ÞAÐ ÞARF ENGINN AÐ LEITA ClT FYRIR LANDSTEINANA ÞEGAR SUÐ-AUSTAN ÁTT RÍKIR Á NORÐURLANDI frágangur og umgengni til fyrirmyndar. — Hvernig er ástand vega á leiðinni? — „Fyr- ir utan rykið sem angrar mann ætið á islenzkum vegum, voru margar mjög hættulegar blind- hæðir til dæmis i Álftafirði, og Hamarsfirði, auk þess ' sem vegimir eru sums staðar óþægi- lega mjóir, en etv. má maður ekki dæma of hart, þetta eru oft gamlir vegir og uppbygging á sér sifellt stað”. Hvernig likar þér aðbúnaður ferðamanna á tjaldstæðum? „Við hjónin förum hvergi inn á hótel” segir Sigfús, „nesti höfum við að heiman, svo þaö er ekkert nema bensln sem peningarnir fara i, en ég er bú- inn að eyða um 7 þúsund krón- um það sem af er. I sambandi við hreinlætisaðstöðu, þá má geta þess, að i Atlavík er hún óviðundandi það er eins og svarl og hvítt að bera saman Skafta- fell og Atlavik.” sagði Sigfús að lokum. I gæzluhúsinu hitti blaðam. Jónas Jónsson, en þetta er fjórða sumarið sem hann gegnir þvi starfi að lita eftir tjaldstæð- inu. Jónas sagði starfsemina hafa byrjað i júni, en aðsókn verið litil framanaf, þar til fyrir skömmu að veður batnaði. Sið- ustu viku sagði Jónas, að meðaltalsfjöldi tjalda hefði ver- ið um 60-80 en sú tala hækkaði eðlilega að mun, þegar erlend ir ferðamannahópar koma, og er þá stundum ekki fjarri lagi, að áætla fjöldann tæplega hálft þúsund. Aðspurður um hreinlætisað- stöðu sagði Jónas. að fólk væri yfirleitt ánæet með hana. en Eftirlitshúsið Sigfús Sigurösson dansleiki, og kemur þá stundum til kasta lögreglu. Hins vegar er vakt til klukkan 23 önnur kvöld, og sagði Jónas, að þá væri gert ráð fyrir að ró væri komin á á svæðinu og gengi það yfirleitt vel. Jónas Jónsson, gæzlumaöur. hvað hrifnastir væru ferðamenn af sundlauginni, sem er aðeins steinsnar frá tjaldsvæðinu. Ónæði kvað Jónas ekki telj- andi, vakt er allar helgar. og munu það helzt vera bæjarbúar sjálfir, sem þá valda ónæði eftir

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.