Tíminn - 19.07.1975, Blaðsíða 13

Tíminn - 19.07.1975, Blaðsíða 13
Laugardagur 19. júli. 1975^ TÍMINN 13 in nm iff "fliiiiif ii ii Getur þá ekkert verið um of hjá meirihlutanum? Landfara hefur borizt bréf frá Einum utan af landi þar sem fjallað er um smápistil, sem birtist I landfara Tlmans þ. 18. jiili. Sá pistill er skrifaður af Einum úr gamla bænum. Bréf frá Einum utan af landi hljóðar svo: „Gerðu ekki of mikið fyrir fuglana úr gamla bgnum, Landfari minn! Hún er ægileg trúin á meðalmennskuna, eins og hún kemur fram i bréfinu þaðan i dag (18. júli) Höfundur- inn telur, að meiri hluti karla geti ekki verið þjáður af offitu, þvi að meirihlutinn sé ekki af- brigðilegur, meirihlutinn hafi alltaf rétt fyrir sér, —sé alltaf i réttu ástandi. Mér leiðist að sjá þennan ófögnuð hjá þér, Land- fari — og það athugasemda- laust. Hitt er svo annað mál, hvað við höldum um offituna. Ég er sjálfur 30 kg þyngri en ég ætti að vera samkvæmt ameriskri töflu, sem Mbl. birti nýlega, — en ég er alls ekkert þjáður. Þeir, sem kynnu að halda þvi fram eru I mínum augum fifl, sem ekki vita hvað þjáning er. En þrátt fyrir þetta er það alv<$g glórulaust af þeim úr gamla bænum, að halda að meirihlut- inn geti aldrei verið sjúkur eða ofhaldinn neinu. Hann segir: Það er ekki um of, fyrst það er svona algengt. Er það þá af- brigöilegt að hafa óskemmdar tennur? Munekki láta nærri að meirihluti manna sé þjáður af tannskemmdum? Hann spyr Er islenzku máli að förlast? Ég spyr: Er ekki frem- ur þeim förlist, sem fer með málið? 18. júli — Einn utan af landi Þessi mynd var tekin á ráðstefnunni. t ræðustól er ólafur Kristjánsson skólastjóri Reykjaskóla. ATHYGLISVERÐAR ÁLYKT- ANIR UM ÆSKULÝÐSMÁL Eins og fram hefur komið I fréttum blaðsins, boðaði Fjórðungssamband Norðlendinga til ráðstefnu um æskulýðsmái. Var hún haidin að Laugum i S- Þingeyjarsýslu dagana 21.-22. júni s.l. Að loknum greinargerðum full- trúa hérðassambands- og iþrótta- bandalagssvæða, og framsögu- erindum Kristins G. Jóhannsson- ar skólastj. Þorsteins Einarsson- ar iþróttafulltrúa og Reynis G. Karlssonar, æskulýðsfulltrúa, var þátttakendum ráðstefnunnar skipt i þrjá starfshópa og skyldu þeir fjalla um félagsheimili og iþróttaaðstöðu, félagsstörf i skól- um og almenn æskulýðsmál. Helztu niðurstöður umræðuhóp- anna urðu sem hér segir: Um féiagslif og íþróttaaðstöðu. Leggja ber áherslu á það, að félagsheimili verði hönnuð með sem viðtækust afnot i huga. Sér- staklega verði þess gætt að að- staða til æskulýðs- og iþrótta- starfs verði tryggð. Þá verði athugað þar sem reisa þarf skóla, að hve miklu leyti hann gæti leyst úr þörf fyrir félagslega aðstööu i viðkomandi sveitarfélagi. Nauðsyn er á þvi að settar verði samræmdar reglur um fram- kvæmd almenns samkomuhalds i fjórðungnum, og mælt er með þvi að stjórn fjórðungssambands Norðlendinga kalli saman fund forstöðumanna félagsheimila i fjórðungnum, þar sem reynt verði að koma á nánara samstarfi þeirra. Þá er vakin athygli á hinni miklu skattheimtu rikisins á samkomuhaldi æskulýðs- og iþróttafélaga i formi söluskatts og þess vænst að fjárframlög úr rikissjóöi til æskulýðsstarfsemi verði hækkuð með hliðsjón af þvi. Ein af meginstoðum æskulýðs- og uppeldismála er öflugt Iþrótta- starf og iþróttaleg samskipti skóla og félaga innan héraðanna og héraöa i milli segir ennfremur i áliti þessa hóps. Vinna ber að þvi að gera þessi samskipti auðveldari með þvi að tekið sé fullt tillit til þarfa hins frjálsa iþróttastarfs þegar ákvörðuð er stærð og gerð iþróttamannvirkja skólanna i landshlutum. 1 þessu sambandi bendir hópurinn á eftirfarandi sem stefnumörkun: 1. Að innan hvers iþróttahéraös verði a.m.k. reist eitt iþrótta hús með áhorfendasvæöi og salarstærð allt aö 27x45 m. Lágmarksstærð sala við skóla verði — 15x27 m. 2. Að innan hvers Iþróttahéraðs verði i framtlðinni a.m.k. ein sundlaug af stærðinni 25x11 m með hæfil. áhorfendasvæði og keppnisaðstöðu, auk kennslu- lauga við skólana eftir þörfum. 3. Iþróttavöllum með löglegri keppnisaðstöðu verði komið upp a.m.k. einum I hverju iþróttahéraði auk dreifðra æfingavalla eftir þörfum. 4. Stefnt verði að þvi að innan hvers iþróttahéraðs verði kom- ið upp aðstöðu fyrir þær iþróttagreinar sem eru stundaðar i skólum innan félaga og meðal almennings svo sem skiðaiþróttir, sigling- ar, golf og fleira. Hópurinn bendir á sifellt aukinn ferðakostnað i samskiptum iþrótta- og æskulýðsféiaga og beinir þvi til æskulýðssamtaka eins og ISÍ og UMFI að samræma aðgerðir sinar til úrbóta i þessum efnum. Þá er fagnað útgáfu fræðslu- efnis Æskulýðsráðs rikisins fyrir almenna félagsmálakennslu, og þeim árangri sem Félagsmála- skóli UMFI hefur þegar náð. Jafnframt er fagnað útgáfu á grunnskóla ISI og sambands- aðilar á Norðurlandi hvattir til þess að nýta sér fræðsluefni þetta til leiðbeinenda- og leiðtoga- menntunar á sviði iþrótta og félagsmála. Umræðuhópur um æskulýðs- mál bendir á þá miklu erfiðleika sem æskulýös- og iþróttastarfi á Norðurlandi er á höndum vegna skorts á fjármagni, hæfum leið- beinendum og viðunandi aðstöðu. Riki og sveitarfélög þurfa að styðja starfsemi þessa með aukn- um fjárframlögum, sem hugsan- lega yrðu veitt eftir samræmdur reglum. Mikil nauðsyn er á þvi að fræðsla og þjálfun leiðbeinenda og forystumanna verði aukin heima I héraöi, og jafnframt að áhugafólki úr hinum ýmsu byggðarlögum verði gert kleift að sækja slika fræðslu heima og heiman. Hópurinn bendir á það, hversu mjög vantar aðstöðu til hinna margvislegu tómstundastarfa einkum þó iþrótta. Leggur hópurinn höfuðáherslu á að auknu fjármagni veröi veitt til iþróttcmannvirkja og þess einnig gætt að aðstaða til leik- listar, tónlistar, myndlistar, o.fl. listgreina verði sem best og viðast tryggð. Fullnægja þarf kennsluskyldu i öllum námsgreinum, og við upp- byggingu skólahúsnæðis er nauð- synlegt að hafa i huga möguleika á samstarfi skólans við félög áhugafólks um samnýtingu hús- næðisins til félagsstarfa. Auka þarf samstarf þeirra aðila sem að félagsmálum vinna i fjórðungn- - um, og leggja þarf áherslu á aukna fjölbreytni viðfangsefna sem nái i auknum mæli tii fleiri aldursflokka og beggja kynja. Umræðuhópur um félagsstörf i skólum taldi að stefna bæri að þvi að skólinn verði félags- og menningarmiðstöð fyrir byggðina umhverfis hann. Hugsanlegt væri að æskulýðsráð eða — nefndir þar sem þær eru til skipuleggi æskulýðsstarf i skólahverfinu i samstarfi við félögin og skólana. Virkja þarf foreldra til samstarfs á þessu sviði, og leggja þarf stóraukna áherslu á aukin samskipti nem- enda Norðanlands með gagn- kvæmum heimsóknum til keppni og kynningar. Meginmarkmið alls félagsstarfs i skólum skal fyrst og fremst vera það að leita hæfileika og áhugasviðs hvers einstaklings þannig að honum verði ’.jósari þær náms- og starfs- bravAir er verða honum til heilla, — og höfuðáhersla verði á það lógð, að nánari tengsl verði með skólanum, foreldrum, félagssam- tökum og nánasta umhverfi skól- ans en verið hefur. Semballeikararnir Elin Guðmundsdóttir og Helga Ingólfs- dóttir, munu halda tónleika I Skálholtskirkju, I tengslum viö Skálholtshátlð. H.V. Reykjavfk. — Skálholtshátfö 1975 verður haldin að Skálholti sunnudaginn 20. júli. Hefst hún með klukknahringingu klukkan 13.30 og þar á eftir fer organleik- ur. Við messu munu biskup Is- lands, séra Sigurbjörn Einarsson og séra Guðmundur Óli Ólafsson þjóna fyrir altari, en séra Lárus Þ. Guðmundsson prédikar. Skálholtskórinn syngur og for- söngvarar eru þeir Ingvar Þórðarson og Sigurður Erlends- son. Organleikari er Ekkenhard Richter, trompetleikarar þeir Jón Sigurðsson og Lárus Sveinsson og söngstjóri Haukur Guðlaugsson. Klukkan 16.00 verður svo sam- koma i kirkjunni, þar sem Helgi Skúli Kjartansson mun flytja ræöu, auk annarra dagskrárat- riða. Athygli er vakin á þvi, að klukkan 11.00 fyrir hádegi á há- tiðardaginn, eru á dagskrá há- tiðarinnar Sembaltónleikar, þar .sem þær Helga Ingólfsdóttir og Elin Guðmundsdóttir leika. A dagsferá tónleika þeirra verða verk eftir Farnaby, Carlton, Tomkins, Couperin og Krebs. Þær Elin ogöielga halda einnig tónleika i dag, laugardag, i Skál- holtskirkju, með sömu dagskrá. Helgina 26.-27. júli heldur Helga Ingólfsdóttír svo ein tón- leika I Skálholtskirkju, þar sem verk eftir Frescobaldi, Couperin og Scarlatti verða á dagskránni, og um verzlunarmannahelgina heldur hún þrenna hljómleika þar, ásamt flautuleikaranum Manuela Wiesler, en á þeim hljómleikum verða verk eftir Bach og Mozart á dagskrá. Kjartan Þórðarson loftskeytamaður hefur gefiö Dvaiarheimili aldr- aðra sjómanna kr. 864 þúsund tii minningar um foreldra sina, Þórð Er- lendsson, fæddan I Skarðsseli I Landmannahreppi 4. okt. 1872, og konu hans, Ragnheiði Gróu Gisladóttur, sem fæddist að Skjaldarkoti á Vatnsleysuströnd 10. mai 1874. Þau bjuggu i Reykjavik. Sjálfur var Kjartan lengi sjómaður og sigldi til dæmis á toguruin milli tslands og Englands öll heimsstyrjaldarárin siðari. Guðmundur H. Oddsson ritari sjómannadagsráös tekur við gjöfinni úr hendi Kjartans Þórðarsonar. Timamynd G.E. Meinatæknir Meinatæknir óskast frá 1. september n.k. Upplýsingar gefur priorinnan i sima 93- 8128. St. Fransiskusspitalinn i Stykkishólmi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.