Tíminn - 20.07.1975, Qupperneq 1

Tíminn - 20.07.1975, Qupperneq 1
mssi rá TARPAULIN RISSKEMMUR Landvélar hf 162. tbl. — Sunnudagur 20. júlí 1975—59. árgangur HF HORÐUR 6UNNARSS0N 'SKÚLÁTUN! 6 - SIMI (91)19460 Landsmót UMFÍ Eftir harða keppni á 15. lands- móti UMFl á Akranesi um síð- ustu helgi bar UMSK sigur úr být- um i stigakeppni félaganna. Finnbjörn Finnbjörnsson, ljós- myndari Timans, tók þessa mynd af UMSK-félögum með bikar- safnið og á bls. 26 og 27 eru fleiri myndir frá þessu glæsilega móti ungmennafélaganna á Akranesi. 21 af 100 bátum urðu fyrir tjóni í höfnum Hjá Tryggingamiðstöðinni fékk Tíminn i gær þær upp- lýsingar, að af um 100 bát- um, stærri en 100 tonn, sem tryggðir voru hjá félaginu árið 1974, hefðu 21, eða um það bil fimmti hluti þeirra, oröið fyrir tjóni I höfn á árinu. Bætur vegna þessara tjóna námu samtals rúmlega ellefu milljónum króna, en þess skal getið, að þar er ein- göngu um stálskip að ræða. Arið 1973 var svo mun verra hjá Tryggingamið- stöðinni, en þá urðu 35 bátar fyrir hafnartjóni, af tæplega 90, sem tryggðir voru hjá félaginu þaö ár, eða meir en þriðjungur. Bótaupphæð nam það ár samtals rúmlega 14 milljónum króna. Aðspurður um orsakir fyrir þessum tjónunvsvaraði talsmaður Tryggingamið- stöövarinnar, Gunnar Felix- son, á svipaðan máta og full- trúar Samábyrgðarinnar að það væru þrengsli og slæmur aðbúnaður I höfnum — að hafnirnar væru ekki nægi- lega góöar. Gunnar benti á sömu hafn- ir og Samábyrgð og sérstak- lega á Þorlákshöfn. H.V. Reykjavik. Fyrirsjáanlegt er að bætur. sem Samábyrgð is- lenzkra fiskiskipa greiðir, vegna tjóna sem urðu á bátum i höfn á árinu 1974, verða ekki undir 85 milljónum króna og eru þá aðeins taldir þeir bátar, sem eru undir 100 tonn að stærð. Svo til allir þessir bátar eru trébátar og eru i þessari upphæð ekki reiknaðar bætur fyrir bruna og fleira, heldur aðeins þær, sem verða vegna árekstra og samnún- ings bátanna við aðra báta og bryggjur. A árinu 1974 var tilkynnt um alls 472 tjón á bátum minni en 100 tonn, þar af 175 tjón I höfnum, önnur en brunatjón, eða um 37% af öllum tjónum. Þegar hafa verið greiddar 56.6 milljónir króna i bætur vegna þessara hafnartjóna og fyrirsjáanlegt er, að eftir er að greiða minnst um 30 milljónir vegna þeirra. Þvi til samanburðar má geta þess, að á árinu 1974 greiddi Sam- ábyrgðin samtals 117.7 milljónir króna vegna altjóna á bátum innan við 100 tonn, það er vegna báta sem höfðu farizt eða eyði- lagzt algerlega. 1 viðtali sem Timinn átti i gær, við Pál Sigurðsson, forstjóra, og Kristinn Einarsson, deildar- stjóra, hjá Samábyrgð Islenzkra fiskiskipa, kom meðal annars fram, að tjón þessi verða að mestu leyti vegna slæmrar að- stöðu I höfnum. Er i þeim efirum mikill mismunur á einstökum höfnum og eru nokkrar hafnir áberandi tjónaflestar. Þorlákshöfn er greinilega efst á blaði meðal tjónahafna, en hún er ákaflega opin fyrir hafi og þangað sækir inn mikill fjöldi báta, þegar ekki er sjóveður. Verða þar mörg tjón og oft stór og liktu þeir Páll og Kristinn höfninni einna helzt við mulningsvél, þegar eitthvað er að veðri. Nefndu þeir dæmi þess.að tjón hefði orðið þar i einu stórviðri, um eða yfir 40 milljónir króna, vegna trébáta, sem höfðu brotnað. Aðrar hafnir, sem áberandi eru tjónamiklar, eru til dæmis Njarö- vikurhöfn, Sandgerðishöfn, Akra- neshöfn og fleiri hafnir á svipuð- um slóðum — þó sérstaklega hafnirnar fyrir austan fjail. Af Austfjarðahöfnum nefndu þeir helzta Noröfjarðarhöfn og bentu einnig á hafnir fyrir vestan, svo sem Bildudalshöfn og Flat- eyrarhöfn. — Við höfum gert allt of mikið af þvi að flytja inn báta, — sagöi Kristinn, — en alls ekki gætt þess Virkjunarrannsóknir í Hvalsó í Ófeigsfirði gébé—Rvik.— 1 sumar hóf Sigur- jón Rist Vatnamælingamaður ransóknir við Hvalá i Ófeigsfirði. Hefur þegar verið komið upp einni mælistöð við aðalstofn Hvalár, en tveim þarf að koma upp til viðbótar á Ófeigsfjarðar- heiði. Þegar Sigurjón Rist mældi rennsli i Hvalá nú i júlí, var þaö um 110-140 teningsmetrar á HEIMSÆKIR HÚSAVÍK 28-29 sekúndu, sem er mikið t.d. samanborið við Sogið, en þar er meðalrennslið 110 teningsmetrar. Sigurjón Rist sagði i viðtali við Timann, að virkjunarrannslknir á Vestfj. hefðu einkum beinzt að Dy njandas væöinu, Mjólká, sem þegar er búið að virkja, Hófsá og Dynjanda. Vestfirðingar hafa sett sig á móti þvi að fossinn i Dynjanda verði skertur á neinn hátt, og auk þess hefur Náttúru- verndarráð farið fram á,að hann verði friðaður. Þetta er meðal annars ástæðan til þess, að nú er aðaláherzla lögð á tvö aðra staði i sambandi við virkjunarrannsóknir á Vestfjörð- um i Skötufirði og Ófeigsfirði. Báðir þessir staðir verða teknir til rækilegrar rennslisathugunar nú I sumar. Sigurjón Rist sagði að aðstaða til rannsókna væri slæm, það vantaði bilfæra vegi á báðum þessum stöðum og að kort væru ónákvæm yfir vatnasvæðin. Lltill SJÁVIÐTAL VIÐ SIGURJÓN RIST Á BAKSÍÐUNNI áhugi virðist vera fyrir rannsókn- um þessum, sem sést bezt á þvi að ekkert er gert til vegarlagn- inga, en það er mikið háð þvi,hve fljótt niðurstöður vatnamælinga- rannsókna geta legið fyrir. BAK að hafnirnar fylgdu með, þannig að þær gætu tekið við bátafjöld- anum. Viða er að visu einhver hreyfing á hafnarbótum, en hún er allt of hæg og það fá allt of litil fjárframlög til þeirra. Aleit hann að orsökin fyrir þessum miklu tjónum væri fyrst og fremst þröngar og lélegar hafniroghægtværi að koma I veg fyrir mikinn hluta tjónanna, með þvi að endurbæta hafnirnar og stækka þær. 1 þvi sambandi benti Páll á Grindavlkurhöfn og sagði, — Grindavík var með verstu höfn- unum, en hefur nú umsnúizt al- gerlega vegna þeirra hafnarbóta, sem þar hafa veriö framkvæmd- ar. Ef hinar hafnirnar fengju það sem i hana hefur verið lagt og samsvarandi framkvæmdum yrðikomiðaf stað viö þær, myndu hafnartjónin hætta aö vera sá höfuðverkur sem þau eru I dag. Þeir Páll og Kristinn bættu þvi slöanvið.að i dag virtust hafnirn- ar vera mestu hættusvæðin fyrir bátana. 1 skýrslum Samábyrgðar Is- lenzkra fiskiskipa kemur fram, að á árinu 1971 hefðu hafnartjón verið um 36.4% af tölu tilkynntra tjóna og um 23.7% af greiddum bótum, árið 1972 aftur um 40% af tölu tilkynntra tjóna, en bætur vegna þeirra það ár um 34.1% greiddra bóta. Ýmislcgt hefur verið reynt til að koma i veg íyrir eða minnka hafnartjón á bátum.en ekkert hefur gefið verulega góða raun, annað en stækkun hafnanna og byggingar varnargarða til að loka þeim fyrir hafi. HEIMSÆKIR ÖNUNDARFJÖRÐ 12-13-14-15 ^

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.