Tíminn - 20.07.1975, Blaðsíða 2

Tíminn - 20.07.1975, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Sunnudagur 20. júli 1975. Heimsstjórn Kiwanis fundar í Reykjavík HEIMSSTJ ÓR N alþjóöa Kiwanishreyfingarinnar heldur árlegan fund sinn i Reykjavik aö þessu sinni og lýkur honum i dag. Heimsstjórnin ræöir og yfirvegar sameiginleg málefni alþjóöa Kiwanishreyfingarinnar og Evrópusambands Kiwanis, sem myndað er af 233 klúbbum I 15 löndum Evrópu. 1 alþjóða Kiwanishreyfingunni eru 280 þús- und félagar i 47 löndum heimsins. Fundarstjóri þessara fundar- halda var forseti heimsstjórnar- innar og fyrrverandi forseti Evrópusambands Kiwanis, Roger Toje frá Osló i Noregi. Fyrrverandi forseti alþjóða Kiwanishreyfingarinnar, William Eagles, læknir frá Richmond i Virginiuriki i Bandarikjunum, er varaforseti heimsstjórnarinnar. Forseti alþjóða Kiwanishreyfing- arinnar er Roy W. Davis, frá Chicago i Illinoisriki i Bandarikj- unum og forseti Evrópusam- bands Kiwanis, Emile Blaimont, Brussel I Belgiu, en þessir menn tóku þátt I fundarhöldunum hér i Reykjavik. Aðrir i heimsstjórninni eru: Bjarni B. Asgeirsson, fyrsti vara- forseti Evrópusambands Kiwanis og Lorin J. Badskey, fyrrverandi forseti alþjóða Kiwanishreyfing- arinnar fyrir starfsárið 1972 til 1973. Gófu 3,2 milljónir til að bæta aðstöðu geðsjúklinga KIWANIShreyfingin hefur af- hentKleppsspitalanum i Reykja- vík 2,6milljónir króna til kaupa á tækjum í vinnustofu og 600 þús. kr. til geðdeildar Fjórðungs- sjúkrahússins á Akureyri til tækjakaupa. Þetta fé er afrakstur ,,K-dagsins” 26. október sl., en þann dag söfnuðu Kiwanismenn fé til styrktar geðsjúkum. Hagnaður af sölunni nam 3,2 milljónum króna og hafa þær nú verið afhentar sem að framan greinir. Þá hafa Kiwanismenn afhent nýja Elliheimilinu i Eyjum bóka- safn, tiu sjónvarpstæki og tiu út- varpstæki, en þessir hlutir eru keyptir fyrir fé sem safnaðist á vegum Kiwanis eftir að gos hófst á Heimaey. Kiwanis vinnur nú að undirbúningi að tækjakaupum fyrir endurhæfingarstöð i Eyjum. MF Massey Ferguson MF-15 HEYBINDIVÉLAR nýjung á íslandi Nú er hafinn innflutningur á MASSEY-FERGUSON heybindivélum. Fengin reynsla af þeim, viös vegar um heiminn, hefur sannaö gildi þeirra svo sem annarra framleiösluvara MASSEY-FERGUSON. MF 15 HEYBINDIVÉLIN er traustbyggö einföld og afkastamikil. Stillingar eru einfaldar, s.s. lengd heybagga, frá 60-125 cm. Smurkoppar eru aöeins 12 talsins, þar af aðeins 5, sem smyrja þarf daglega. MASSEY-FERGUSON viögeröamenn um land allt hafa fengiö sérþjálfun i viöhaldi og stillingu vélanna. Bútæknideildin á Hvanneyri hefur reynt þær. MF 15 HEYBINDIVÉLAR eru til afgreiðslu meö stuttum fyrirvara. Kynniö ykkur hið hagstæöa verö og greiösluskil- mála. Hafiö samband við sölumenn okkar eða kaupfélögin. SUÐURLANDSBRAUT 32 • REYKJAVlK* SiMI 86500 • SÍMNEFNI ICETRACTORS Stýrisendar í brezkar vöru- og fólksbifreiðar og dráttarvélar Hemlahlutir í flestar gerðir bifreiða frá Japan og Evrópulöndum y 13LOSSK----------- Skipholti 35 Simar: > 13 50verzlun B 13-5» verkstgðij^I3J2UtnlstoU^ JÖSSII jKipholti 35 • Simar: 8-13-50 verzlun • 8-13 5» verkstaeöi • 8-13-52 skrífstola SOYUZ A Geimskot B Eldflaugarnar losna frá C Vængir sem vinna rafmagn úr sólar- Ijósi breiðast út. D Geimfarinu snúið E Geimfarið heidur áfram á brautinni F Geimförin mætast G Samstarf i geimnum H Sveigt af braut til jarðar I Lendingarfarið skilið frá J Lent í Kazakhstan Apollo 1 Geimskot 2 Fyrsta Saturnus- þrepið losnar frá 3 Annað þrepið losnar frá. 4 Geimfarinu snúið 5 Geimfarið tekur tengifarið úr öðru þrepinu 6 Geimfarinu með tengifarinu snúið 7 Geimfarið heldur áfram á brautinni 8 Geimförin mætast 9 Samstarf i geimnum 10 Tengifarið losað frá 11 Geimfarinu snúið og sveigt af brauttil jarðar 12 Lent i Kyrrahafi. Ómetanlegt gildi fyrir íslenzka menningarsögu VS—Reykjavlk. UNDANFAR- IN AR hafa nemendur og kenn- arar arkitektaskólanna i Dan- mörku (Kaupmannahöfn og Arósum), gert út leiöangra til tslands 1 þeim tilgangi aö gera mælingar og uppdrætti af göml- um Islenzkum byggingum. Þar sem Islenzkir torfbæir eru óöum aö hverfa af sjónarsviöinu, sök- um þess hve erfitt og kostnaöar- samt er aö halda þeim viö, hafa þessir leiöangrar ómetanlegt gildi fyrir islenzka menningar- sögu, þar sem uppdrættirnir munu varðveita mikilvægar upplýsingar um byggingarhætti Islendinga fyrr á öldum. Þótt torfbæir þeir, sem nú standa séu ekki ýkjagamlir, vitna þeir um gamla byggingarhefö, sem var sameiginleg meö germönskum þjóöum til forna. Haft var samráö viö Þór Magnússon þjóöminjavörö og Hörð Agústsson skólastjóra um val á bæjum þeim, sem mældir hafa veriö upp. Fyrsti leiöang- urinn kom hingaö áriö 1970, og var þá mælt upp á Þverá 1 Laxárdal, Bernhöftstorfan i Reykjavik og Neöstikaupstaður á Isafiröi. Arin 1971, ’73 og ’74 voru mældar eftirtaldar byggingar: Atlastaöir i Svarfaöardal, kirkjurnar á Hól- um og Mööruvöllum iEyjafiröi, Rauðaberg á Mýru.n, Sandfell, Skaftafell og Hof i öræfum. í ár voru mældir upp eftir- taldir bæir i Skagafiröi: Tyrfingsstaöir, Þorljótsstaö- ir, Breiöageröi, Miöhús, fjárhús við Asgarö og Grafarkirkja. Verkið tók hálfan mánuö og unnu að þvi þrjátiu manns, nemendur og kennarar. 1 ráöi er að gefa út bók á næsta ári, þar sem allir uppdrættirnir verða birtir, en áöur hafa verið gefnar út tvær bækur um þessa leiö- angra. Heita þær Thverá og öræfi. Skólarnir i Danmörku hafa veitt nemendum feröastyrk sem nema mun um þriöjungi raun- verulegs kostnaðar. íslendingar veittu tvö hundruð þús. isl. kr. siöastliðiö ár og 150 þús. kr. i ár úr Sáttmálasjóði. Kostnaö umfram þetta hafa nemendur sjálfir borið. Næsta ár er ráögert aö fara eina feröina enn og hefur danska sjónvarpið og Statens Filmsentral I Danmörku mjög háan styrk til kvikmyndagerðar i þeim leiðangri. Kvikmyndin mun fjalla um islenzka torfbæi og byggingarhefð. Reynt verö'ir að gera nokkra úttekt á if veizlumálum og friv bygginga, og gerð verður grt a fyrir uppmælingu sem einni teg- und varöveizlu. Tíminn er peningar Auglýsitf i Timanum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.