Tíminn - 20.07.1975, Blaðsíða 4

Tíminn - 20.07.1975, Blaðsíða 4
n.vii.w Sunnudagur 20. júli 1975. I B 4000 ára gömul hárgreiðsla Hárkollur eru ekkert nýtt fyrir- brigði hér i heimi og mismun- andi hárgreiðsla þvi siður. Má minna á, þegar Þór fór i lagn- íngu, er hann var búinn sem Freyja fyrir för sina til Jötun- heima (sbr. Þrymskviðu). Ártal þess atburðar er að visu nokkuð á reiki, en með nokkurri vissu er hægt að ákvarða hvenær frúrn- ar á meðfylgjandi myndum voru puntaðar með hárkollun- um, sem þær bera enn, en það var fyrir um 4000 árum. Lik þessara kvenna fundust nýlega, er fornleifafræðingar voru að grafa i fornum grafreit nærri borginni Luxor i Dal konunganna i Egyptalandi. Alit- ið er, að um sé að ræða hefðar- konur, sem uppi voru á timum miðrikisins, um 2000 fyrir Krist. Að konurnar bera hárkollur stafar af trúarlegum ástæðum. Svo var mál með vexti, að prest- ar þessa tima rökuðu hár sitt til að komast i beinna samband við guðdóminn. Þeir kröfðust þess, að aðrir rökuðu einnig höfuðið, sérstaklega þeir riku og þeir, sem eitthvað áttu undir sér. En þvi miður var ekki i tizku að ganga bersköllóttur, sizt hjá konum af betra standi. Til að samræma þau vandkvæði að vera sköllóttur, en samt með hár, gengu konurnar einfald- lega með hárkollur og var hárkollugerð á háu stigi. Kollurnar sem þessar konur bera, eru samkvæmt þeirri tizku i hárgreiðslu, sem var viö lýði, er þær voru uppi, og er greiðslan vel þekkt af máluðum veggmyndum frá sama tima. Kollurnar eru gerðar úr manns- hári og er sú siðari, sem lokk- arnir liggja niður á öxl, gerðir úr hári af ljóshærðri manneskju, en hin kollan er úr dökku hári. Lik kvennanna og hárkollurnar eru sérlega vel varðveitt, en grafir þeirra voru i þurrum klettagröfum. ' Z., JJSW — Hann er svo frumlegur, að hann verður að gera allt öðru visi en aðrir. — Skrýtiö að þú skuiir segja þetta. Ég cr hugklofi lika. DENNI DÆMALAUSI — Þetta er fint afinælishoð. Það þyrfti að ala fleiri mömmur svona upp

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.