Tíminn - 20.07.1975, Blaðsíða 8

Tíminn - 20.07.1975, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Sunnudagur 20. júli 1975. KVIKMYNDIR — KVIKMYNDIR — KVIKMYNDIR — KVIKMYNDIR — KVIKMYNDIR - KVIKMYNDA- HORNIÐ Umsjónarmaður Halldór Valdimarsson MAÐUR EÐA MÚS? EINMANA OG YFIRGEFIN KVEIF! Hafnarbió: Köttur og Mús Leikstjóri: Daniel Petrie Aðalhlutverk: Kirk Douglas, Jean Seberg, John Vernon, Bessie Love, Sam Wanamaker, Beth Porter, Mavis Villiers Tónlfet: Ton Grainer Kirk Douglas skilar hlutverki Anderons með miklum sóma, en óllk- legt verður að teljast að Jean Seberg komist nálægt Oskari með túlkun sinni á Lauru. George Anderson er litill fyrir heppinn og þykir hvergi ýkja mann að sjá, hlédrægur, sein- mikilvægur. Hann leggur stund á TÓNABÍÓ: ALLT, SEM ÞIG HEFUR LANGAÐ AÐ VITA UM KYNLÍFIÐ, EN... Napurt grfn á kostnað áhorfandans. Woody Allen fer hamförum i myndinni, sem er á köflum verulega fyndin. Frumleg og hug- myndarik afgreiðsla hans á kynlifsfræðum samtimans er næsta rætin og kemur vafalitið illa við margan alvarlega þenkjandi kyn- lifsfræðinginn. Það er nokkuð sama, hvort áhorfandinn vill sjá grin eða græsku, Allen sér fyrir hvoru tveggja. Þó verður hver og einn að vera reiðu- búinn til að máta eigin afhrigðileika i einhverjum þætti myndarinn- ar og sætta sig við það. Þess I stað fær viðkomandi að hlæja að öðr- um og þeirra tiktiírum, þvi víða er komið við. Beztu meðmæli. AUSTURBÆJARBÍÓ: FUGLAHRÆÐAN Sérkennileg og býsna góð mynd, sem full ástæða er til að mæla með, þó ekki sem hreinni afþrey ingarmynd, þvi að hugsunin má ekki vera fjarstödd, ef ánægja á að verða af kvöldinu. Hackman og Pacino eru góðir — næstum frábærir á köflum — og önnur úrvinnsla myndarinnar er einnig til fyrirmyndar. LAUGARÁSBÍÓ: MAFÍUFORINGINN Heldur þunnur þrettándi, sem beinir huga áhorfandans allmjög að þvi, hversu óþægileg sæti kvikmyndahús bjóða yfirleitt gestum sinum upp á. Quinn er greinilega á niðurleið og þvi'er nokkuð vel til fundið aö láta hann fá slag I miðri mynd. Hann er samt ljósasti punktur henn- ar — þótt grámyglulegur sé. Anderson er ógnun gagnvart um- hverfi sinu, en engu að sfður skin vanmáttur hans þó ávallt I gegn um hörkugrimuna. liffræðikennslu í kanadiskum bæ, á i erfiðleikum vegna kveifarháttar sins og hefur áunn- ið sér uppnefndið „músi”. George Anderson er þó reiðu- búinn að þola hverja þá niðurlæg- ingu og litilsvirðingu, sem veröld- inni sýnist að leggja á hann, þvi að heima biða hans eiginkona og sonur, sem hann miðar allt sitt llf við. Hugurhans snýstum þau alla daga, allt sem hann gerir er þeirra vegna og þá einkum vegna sonarins. Það er þvi George reiðarslag, þegar konan hans tilkynnir hon- um,að hún hafi ákveðið að skilja við hann. Hann er ástfanginn af konusinni og þekkir ekkert synin- um dýrmætara, þannig að opin- berun þess, að konan hverfi úr lifi hans jafnframtopinberun þess, að hann er I raun ekki faðir drengs- ins, verða George um megn. Hann brýzt út úr músagervinu, I tilraun til að endurreisa sjálfan sig og lif sitt, og heldur á eftir konu og barni til Montreal, þar sem ætlunin er, að þau setjist að hjá verðandi eiginmanni hennar. George er óvelkominn gestur alls staðar, þar sem þau eru ná- lægt. Dómstóll hafði úrskurðað, að honum væri óheimilt að heim- sækja drenginn, eða hafa sam- band við hann, og þegar móðirin sýnir honum fram á, að úrskurð- ur þessi verði látinn gilda, breyt- ist ást hans I hatur, sem fljótlega gerir henni li'fið leitt og grátt. George heldur ekki geðheilsu Þegar ótti Lauru verður aö raun- veruleika og Anderson nær henni á sitt vald, reynist hann þó enn vera veikari aðilinn. Um tima ótt- ast Laura þó um lif sitt og reynir að komast undan — en án árang- urs. PETE TOWNSHEND, UM „ROKKÓPERUNA TOMMY OG KVIKMYND RUSSELS Ein þeirra kvikmynda, sem vakið hafa einna mesta athygli undanfarna mánuði, er verk Ken Russels,. Tommy, sem hann byggir á „rokkóperu” Pete Townshend og The Who. Mynd þessi var frumsýnd I Bretlandi og Bandarikjunum nú I vor og hefur siðan farið sigurför viða um heim og hefur tryggt sér sæti meðal á batamestu kvikmynda siðari ára- tuga. „Rokkóperan” Tommy var gefin út á hljómplötu árið 1969, og ef til vill hefði hún átt enn meir erindi til rokkunnenda og annars almennings á árunum 1970—1972. Af kvikmyndun hennar gat þó ekki orðið á þeim tima, þar sem The Woh þótti ekki koma til Roger Daltrey trónar I hlutverki Tommys sjálfs og var þessi mynd tekin. meðan á töku Pinball Wizard atriðisins stóð. sinni I þeirri aðstöðu sem skapast. Hann hafði brotizt úr músarhlut- verkinu og ákveðið að leika kött- inn um tima, en hann fær ekki valdið kattarklónum sem skyldi og þvl bitnar örvænting hans á saklausum og óviðkomandi per- sónum, auk þess að nista hann sjálfan. t Óþarfi er að rekja mjög naið efni þessarar myndar, sem þó gefur töluvert tilefni til hugleið- inga. Sjálf er myndin ekki veru- lega góð eða áhrifamikil, þvi söguþráður hennar liður nokkuð mikið fyrir vitamin og súrefnis- skort. Það er fyrst og fremst leik- ur Kirk Douglas, sem gerir hana einhvers virði og miðinn er ekki ofgreiddur til að horfa þar á. Kirk Douglas fer mun betur með hlutverk Andersons, en ég hefði átt von á. Honum tekst að draga fram þau einkenni, sem duga til þess að áhorfandinn skynji einmanaleik, örvæntingu oghatur þessa miðaldra kennara, sem hafði verið svikinn um allt sem hann þráði. Þráhyggja hans og siðar iðrun, verða til þess að hann virðist aumkunarverður og þótt ekki verði óskað eftir þvi aö honum takist ætlunarverk sitt er þó samúðin öll i hans garð, þegar hann brotnar niður gagn- vart eigin vanmætti. Hann gerir sér ekki grein fyrir þvi að vanmáttur til að drepa táknar hið góða I honum — að hann hefur ekki guggnað, heldur þyrmt, vegna þess að aftakan hafði þegar farið fram og lifið verður ekki tekið nema einu sinni. A köflum bregður fyrir nokk- urri spennu i myndinn, en hún nær aldrei að risa verulega, enda varthægtað ætlast til þess. Hryll- ingurgeturhún heldur ekki talizt, nema að þvi er snýr að Anderson sjálfum og umhverfi hans, áhorf- andanum verður hann nokkuð dulinn. Hryllingurinn er óttinn, sem Anderson veldur nánasta umhverfi sinu, hljóðlaus og of- beldislaus ógnunin i nærveru ELDING BYLTING er ekki óþekkt fyrir- bæri i rikjum Mið-Ameriku, þar sem blóðhiti ibúanna umvefur allt lif þeirra og kemur ekki siður fram i stjórnmálum en kvenna- fari. Raunar hefur byltingargleði þjóða i þessum heimshluta verið slik, að byltingarsamtök nor- rænna landa, svo sem til dæmis kommúnistisk samtakabrot á Norðurlöndum, hljóta að lita með nokkurri öfund jarðveg þann, sem skoðanabræður þeirra i Mið- Ameriku hafa að sá i — frjósam- an og móttækilegan, i stað þurra og grýttra mela félagsvitundar lslendinga og annarra skyldra drumba. Liklega er það þó heldur ó- venjulegt, að prestar og aðrir guðsprelátar taki af hug og hjarta þátt i byltingum, hvort heldur er i Mið-Ameriku, eða annars staðar — að minnsta kosti hlýtur að vera hans. Þegar til athafna dregur, getur umhverfið aftur varizt og verður ekki jafn umkomulaust og fyrr — hann verður á ný um- komulausastur. Þvi getur ekki samúð méð umhverfi Andersons orðið rikjandi, þvi hið eina sem hann skipti máli var barnið, og koma hefði mátt i veg fyrir ofsóknir hans, ef úrskurður um umgengnisbann hefði verið mild- aður ofurlitið og hið sama um- hverfi hefði reynt að sýna honum skilning. í stuttu máli: Nokku góð mynd, þegar leikur Kirk Douglas er hafður isjónmáli, enán hans væri hún hvorki fugl né fiskur. Hryllingur myndarinnar er nokkuð dulinn og spenna sjaldnast teljandi, en engu að siður er myndin vel þess virði að sjá haria.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.