Tíminn - 20.07.1975, Blaðsíða 11

Tíminn - 20.07.1975, Blaðsíða 11
Sunnudagur 20. júli 1975. TÍMINN 11 Séð yfir baöströndina f Warnemiinde til hafnar. Ferjan „Warne múnde” siglir inn — Tepotturinn og vitinn blasa viö og viö götuna til hægri er Strand Hotel. Séö yfir höfnina I Rostock. Hotel Warnow, sem sföar kemur viö sögu, sést hægra megin viö miöja mynd. ingi i kringum okkur, passaskoð- un og stimplun I fullum gangi, og hann hafði rétt áður gengið á milli raða til þess að athuga, hvort ekki væri hver maður á slnum stað, eða svo hélt ég. Hann hlustaði I ákafa, brosti siðan góðmannlega. Breiddi úr plöggunum minum yfir borðið hjá sér, og fór að spyrja mig út úr. Það, sem hann gat ekki fært inn á plöggin skrif- aði ég sveittum höndum, en þó fannst mér hagur minn vera far- inn að vænkast, og satt að segja hefði ég átt að vera búinn að út- fylla þessi plögg. Þetta var nú ekki meira en svo, að þegar ég virði þessi plögg fyrir mér núna, eru þau slzt meiri að viðum en við innkomu I flest önnur lönd. En það er bara eins og óttinn við það ókunna þurfi alltaf að vera ná- lægur, sérllagi undir svona kring- umstæðum. Minn stæöilegi vinur gerði meira en þetta. Er við höfðum komið okkur saman um að hafa innkomuskjölin svona, benti hann mér að elta sig, skálmaði á milli nokkurra afgreiðslulúga og lét stimpla plöggin — og þar með var ég kominn I gegn. Slðan kallaði hann á vingjarnlegan mann með gleraugu og sagði honum af mér. Kvað hann mann þennan mundu fara með mig til blaðamannamið- stöðvarinnar i Rostock og ekki sleppa af mér hendinni fyrr en yfirmenn þar hefðu tekið við mér. Kvöddumst við með virktum og einlægu þakklæti, og þætti mér betra að sllk vinsemd fengi umbun slna, þótt slðar yrði. En hugrekki mitt hafði vaxið svo, að ég var farinn að tala þýzku. Að reyna að breyta þýzku kerfi og skipulagi í pressu-miðstöðinni kom mis- skilningurinn strax I ljós — ég var degi á undan áætlun, og þar með basta. Sannleikurinn er nefnilega sá, að ég hafði I hugsunarleysi ætlað að rugla þýzku skipulagi og kerfi, en það er nokkuð, sem eng- inn skildi reyna. Það má alla vega breyta skipulagi og kerfi, meðan það er I mótun en eftir að ákvörðun hefur verið tekin, þá er eins gott að reyna ekki að hrófla við þvl. Það gæti haft ófyrirsjáan- legar afleiðingar, sem allar bitna einvörðungu á þeim, sem sllka vitleysu gerir. En hvað um það. Ég var kom- inn á staðinn, og enginn hafði gert ráð fyrir mér. örþrifaráð hafa þeir, blessaðir, og nú var gripið til eins sllks. Hótelherbergi útvegað handa mér i Warnemiinde á þvi gamla góða Strand Hótel, sem eins og nafnið bendir til, er niðri við baðströndina, þú gengur þvert yfir götuna niður I sandinn. En ég var nú ekki i skapi til að hugsa um sjóinn og sólskinið, þegar ég kom upp á herbergi mitt, heldur henti mér beint upp I rúm og sofnaði og svaf fram undir kvöldmat. Matur, vln og söngur Maturinn þarna er alveg ein- stakur, og það er ekkert smáræði, sem maður getur velið úr. Nú, við Islendingar búum við það ófrelsi að mega ekki einu sinni tala um bjór, en hann heitir Hafenbráu þarna, og nú veit ég hvað átt er við með orðinu guðaveigar. Eitt finnst mér sérstaklega eftirtekt- arvert, og það er hversu fjöl- breyttir eggjaréttirnir eru þarna. Þeir, sem þykir lifur góð, sérllagi gæsalifur, eiga sina unaðsdaga I þessu landi. Þá er þarna Is I öllum hugsanlegum myndum, enda vin- sæl og góð vara. A hótelinu var dansleikur um kvöldið, ekki fyrir alla. Það sagði mér piltur úr sjóliðinu, sem gaf sig að mér, þar sem ég stóð við barinn meö bjórglas undir mið- nættið. Sagði hann þetta vera einkasamkvæmi, klúbb, sem héldi þarna dansleik hálfsmán- aðarlega. En mér væri velkomið að koma og hlýöa á músíkina, og það var nefnilega það, sem mig langaði alveg svakalega til. Hljómsveitin var svolltið kyndug, og minnti mig einna helzt á útlendingahljómsveitirn- ar sem komu á Hótel Norðurland á Akureyri eftir strlðiö. Lltill, sköllóttur karl sveiflaði saxófón- inum, pianóleikarinn var eldri, virðulegur maður, sem spilaði eftir nótum, en bassagltaristinn og trommuleikarinn voru ungir. Músíkin, sem þeir framleiddu, var hins vegar helvlti góð, og ósvikin dansmúsik, eins og dans- endurnir kunnu bezt að meta, og skemmtu menn sér hið bezta fram á nótt, en ég hélt upp I her- bergi mitt og lá góða stund og hlustaði á sönginn og múslkina, sem lét óvanalega þægilega og skemmtilega I eyrum, en dansinn þeirra átti harla lltið skylt við „sjeikinn” okkar, að ég nú ekki tali um striðsdansa seinustu tima. Komdu blessaður, ég heiti Hermóður.......... Klukkan nlu var bifreiðin, sem átti að flytja mig til Rostock, mætt fyrir utan dyrnar, ég var búinn að fá mér stórkostlegan morgunverð, og má hver sem vill gera sér i hugariund, úr hverju hann samanstóð, en maginn var mettur, hugurinn hvlldur og sólin skein, þegar við komum aftur til Rostock. Ég var ekki búinn að sitja nema smástund inni i Pressumiöstöð- inni, og var að hamast við að stauta mig fram úr blaði sjóliðs- ins, sem fjallaði enmitt um há- tiðahöldin á Eystrasaltsvikunni, og var meðal annars með Is- lenzka fánann framan á, þegar ég heyri sagt fyrir aftan mig: — Komdu blessaður. Ég heiti Hermóður. Hann hefur vafalaust tekið eftir undrunarsvipnum á mér, þegar ég glennti upp skjáinn framan i hann, þvi að góölegi umburðar- lyndissvipurinn, sem ég átti eftir að kynnast svo vel, breiddist yfir allt þetta unglegá, sólbrúna and- lit, og það skein i hvitar hraust- legar tennurnar, þegar hann bætti við: — Nei, nei, ég er Þjóðverji, ég á að vera túlkur fyrir þig hérna! Þarna upphófst vinátta okkar Hermóðs karlsins, en hann heitir réttu nafni Hartmund Mittel- stadt, rúmlega tvltugur stúdent, og er að nema íslenzku við há- skólann I Gríísswald, ásamt fjór- um stúdentum öðrum, en kennari þeirra er dr. Bruno Kress, sem góðkunnugur er hér á landi. Við Hermóður brölluðum marg t og létum okkur sannar- lega ekki leiðast, við vorum á baðströndinni, þegar okkur var heitt, við fórum saman I leikhús og bió, — og hann kenndi mér að éta sasjlyk —en frá þvi og hátiða- höldunum segjum við næst. Hermóður, vinur minn, hvilir lúin bein á Neptúnusargosbrunninum á Aiexander-torginu i Berlin. ■ BRIDGESTONEl Japönsku NYLON hjólbarðarnir. Allar vörubílastærðir. 825x20, — 900x20, — 1000x20 og 1100x20 seldar ó Tollvörulagersverði gegn staðgreiðslu. Verkstæðið opið alla daga fró kl. 7.30 til kl. 22.00. /■ ■■ ■■■■■gHlkHBIIWiflPl KEu ■ ' ■ : . • UMMIVINNUSTOFANf—, SKIPHOLTI 35, REYKJAVÍK, SÍMI 31055 Lokað vegna sumarleyfa frá og með 21. júlí til 4. ágúst. Blikksmiðjan Grettir Ármúla 19

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.