Tíminn - 20.07.1975, Blaðsíða 12

Tíminn - 20.07.1975, Blaðsíða 12
12 TÍMINN Sunnudagur 20. júli 1975. TÍMINN HEIMSÆKIR ÖNUNDARFJÖRÐ Tófan er yfirleitt trygglynd í ástamólum þó eins og sum mannanna börn — misstígur sig A Flateyri viö önundarfjörö býr maöur, sem Jón Oddsson heitir. Hcfur hann um ævinnar daga sýslað margt, svo margt, aö ómögulegt er aö gefa honum eitt ákveðið atvinnuheiti, sem betur á við heldur en önnur. Hann er nokkurs konar kóngsins lausa- maöur i sumum störfum, og er engum háöur. Ýmist hleypur hann upp um fjöll og firnindi á eftir tófu og mink, herðir fisk, rær á grásleppuveiðar, fer i byggingarvinnu eöa stjórnar sláturhúsrekstri. Geri aörir bet- ur! Upp úr hverjum áramótum hverfur Jón til starfa hjá Kaup- félagi Isfirðinga og sér hann þar um smiðar og viðhald húsa, en þvi starfi hefur hann gegnt sl. þrjú ár. En þegar kemur fram i marz, tekur Jón að ókyrrast, hættir störfum hjá Kaupfélaginu og fer að undirbúa hrognkelsa- veiðarnar. Jafnframt verður hann sér úti um svo sem eins og fimm sex tonn af steinbit og herð- ir þau til þess að tryggja sér fjárhagslega afkomu, ef hrogn- kelsaveiðin skyldi bregðast. Og það er alveg sama á hverju Jón snertir, allt sem hann gerir er vel gert. Þá skiptir engu, hvort held- ur hann handfjatlar hamar eða steinbit. Hrognkelsaveiðin gengur mis- jafnlega vel frá ári til árs. 1 fyrra sumar hafði Jón ekki nema 8 tunnur upp úr krafsinu, en 25 tunnur nú í sumar. Þegar hrognkelsaveiðinni lýkur hverfur Jón til fjalla og eltist þá við refi og tófur. Aður fyrr var hann yfirleitt aldrei lengur en 6 vikur i refaveiðunum, en nú stendur sú vertíð aldrei skemur en i tvo til tvo og hálfan mánuð, og er þar um að kenna minknum alræmda. Þegar refurinn hefur fengið sig fullsaddan á Jóni og Jón sig fullsaddan á refnum, skiljast þeir sem vinir i það skiptið og Jón heldur aftur til mannabyggða. Þá tekur hann sig til og fer að vinna fyrir heimilinu, t.d. frá þvi seint i júli og fram i miðjan ágúst við ýmislegt, sem til fellur. En þegar kemur fram i miðjan ágúst, fer hann aftur til Kaupfélags Isfirð- inga, ekki til þess að annast við- hald húsa kaupfélagsins, heldur til þess að undirbúa sláturtiðina, þvi að hann er sláturhússtjóri kaupfélagsins. Þessa vinnu stundar hann fram i desember og þá hefst sami hringurinn aftur. Ættaður af Ingjaldssandi — Hvar ert þú fæddur Jón? — Ég er fæddur á Flateyri 1. júli 1926, en foreldrar minir fluttu út á Ingjaldssand 1938 og bjuggu á bæ, sem Álfadalur heitir. Þar byrjaði ég búskap tæplega tvitug- ur að aldri og bjó allt til ársins 1969. — Af hverju hættiröu aö búa? — Þvi er vandsvarað, en lik- lega þó fyrst og fremst vegna þess, að ég sá fram á að i Alfadal myndi ég ekki hafa þá fjárhags- legu afkomu, sem ég þyrfti að hafa til þess að geta ráðizt i nauð- synlegar framkvæmdir á jörð- inni. Hún bar ekki framkvæmdii eins og t.d. ibúðarhús, sem ég hefði þurft að byggja, ef ég ætlaði at vera áfram. Landbúnaður ó Ingjaldssandi er algjörlega háður sauðfjárrækt og þar er ekki hægt að hafa kýr nema fyrir heimilið. Bændur urðu þvi almennt að stunda vinnu utan heimilis, en slikt er ófært fyrir bónda, ef eitt- hvað vit á að vera i búskapnum. Frá Sandinum flutti ég til Flat- eyrar og hef búið þar siðan, en at- vinnu minnar vegna má segja, að ég sé frekar litið hérna á staðn- um. Vorið og sumarið er ég með fjölskyldu minni mest megnis að Gerðarhömrum við Dýrafjörð, en þá jörð eigum við hálfa. Eltir tófur — Ég veit að þú ert öðrum fremur kunnugur lifsháttum tóf- unnar. En þú myndir kannski fyrst vilja segja mér, á hvaða ;væði það er, sem viðureign þin við tófuna fer fram? — Undir mitt umdæmi falla fimm hreppar þ.e.a.s. Mýrar- hreppur, Mosvallahreppur, Suðureyrarhreppur, allt bæjar- landið á tsafirði og svo Sléttu- hreppur á Ströndum, sem er einn erfiðasti hreppur landsins til grenjavinnslu, bæði er landslagið ákaflega erfitt yfirferðar og svo erum við háðir sjónum með að komast þangað. Á þessu svæði er Hesteyrarfjörðurinn og allar vik- urnar norður i Hornbjarg. — Hefur tófu fækkaö? — Já, henni hefur stórlega fækkað. Þetta er ellefta vorið, sem ég sé um Sléttuhrepp, og þegar ég byrjaði unnum við 52 dýr, en núna fengum við ekki nema 15. Við vorum með þrjú greni i Sléttuhreppi, en alheimt- um ekki á grenjunum vegna þess, að þarna er geysilega mikil um- ferð báta, og skjóta margir skip- stjórar af þessum bátum á tóf- una, ef þeir sjá hana niðri i fjör- unni. Þangað leggur hún oft leið sina, enda sækir hún allt sitt i fjöruna nema bjargfuglinn. Nú virðast allir hafa byssu i bátum sinum. — Kemur þá mikil styggö aö henni? — Nei, ekki beint, en við heimtum þá yfirleitt aldrei nema annað dýrið. — Er tófan á Ströndunum spakari heldur en annars stað ar, þar sem þú þekkir til? — Hún er það meðan hún hefur enn ekki orðið mannsins vör, en eftir að hún hefur skynjað mann- inn, er jafnframt verra að eiga við hana, hún áttar sig betur á hættunni. A Ströndunum gengur hún meira um vegna þess að hún er vön svo litilli umferð manna, er alveg grandlaus. En eftir að hún hefur einu sinni áttað sig, er eins og ég sagði ekkert betra að eiga við hana þar, jafnvel verra. Hún verður ákaflega hrædd eftir að háfa séð manninn og mjög vör um sig. Þar sem mikil umferð manna er, er tófan vön að leggjast niður og fela sig og láta þá manninn ganga fram hjá sér. Ég hef oft náð henni við slik tækifæri. En þetta gerir tófan ekki á Ströndun- um, þá hleypur hún undan, ef hún verður mannsins vör. Tófan ákaflega viturt dýr — Finnst þér tófan hafa mikið skilningsvit? — Hún er ákaflega viturt dýr. Það er mikið atriði fyrir manninn að fylgjast vel með hátterni dýr- anna, láta þau fræða sig um lifnaðarhættina, það er bezti skól- inn, sem hægt er að fá. Eitt er t.d. sem maður þarf að athuga að tóf- urnar taka slóðina manns. Þvi þarf maður að gæta þess að ganga aðrar leiðir að grenjunum heldur en þær, sem tófan er vön að fara. Hún er vön að fara eftir fjárgötum, þar sem slikar götur er að finna, þvi má segja, að fjárgöturnar séu margar hverjar orðnar að eins konar tófugötum. Ég reyni þvi yfirleitt að hoppa fir þessar slóðir, en geng aldrei i ær, svo að tófan finni ekki lykt- ina af mér. — Þú getur kannski sagt ein- hverja sögu til marks um það, hvað tófan er viturt dýr. Þaö getur ekki verið aö ástæðulausu, að oröið refur er notaö um slæg- vitra menn? Tófan er ákaflega slyng, og margar sögur auvitað til um það, hvað hún getur verið erfið viður- eignar. En það er nú jafnan svo, þegar maður segir veiðisögur, að fæstir vilja trúa þeim. Eitt sinn héldum við frá Isafirði um miðjan dag og út i Sléttu- hrepp. Eftir tvo sólarhringa, þeg- ar ég loks lagðist til svefns i bátn- um, var ég búinn að fá 16 dýr. Svona getur veiðin verið fljóttek- in. En svo eru aftur önnur dýr, sem eru öllu varari um sig og þvi miklu seinteknari. Eitt sinn eltist ég við eitt dýr i hálfan þriðja sólarhring áður en ég náði þvi. — Náöir henni I greninu? — Nei, hún kom aldrei nálægt þvi, þar sem hún vissi af mér i námunda við það. Og hún lét aldrei til sin heyra. En ég vissi af henni lifandi einhvers staðar, annað dýrið hefur sennilega verið skotið frá henni og yrðlingunum hafði ég náð. En á endanum hafði ég hana með þvi að leita hana uppi i sjónaukanum og sá hana þá liggja sofandi á klettasnös, þar sem hún sá heim á grenið. Fjarlægðin hefur liklega verið tveir til þrir kilómetrar. Or pokanum minum gerði ég eins konar hræðu og lét hana liggja hjá greninu, en skreið sjálfur upp fjallið og kom á snös- ina þar sem hún svaf og skaut hana. Margir þeir, sem grenjaveiðar stunda, hafa ótrúlegt þrek i það að liggja á grenjunum. En þeim hugkvæmdist ekki, að ef tófan gefur sig ekki fram fyrsta sólar- hringinn, þá veit hún af mannin- um heima, og þvi verður maður undantekningalaust að fara og leita hennar. Ég nota þessa að- ferð mjög mikið, ef ég næ tófunni ekki fyrstu nóttina, þá fer ég að leita hennar, þvi að það er svo með allar tófur, að við grenin eiga þær bæli, þar sem þær sofa, sérstaklega þó refurinn, hann sef- ur i bælinu, sem hann tileinkar sér. Úr þessum bælum sér hann vel heim á grenið og getur fylgzt með öllum ferðum i kringum það. Þvi er bezta ráðið að leita að þessum bælum þeirra, og finna dýrin þar sofandi. Hafa varöstöövar í nám- unda viö grenin — Af hverju sefur refurinn ekki heima á greninu? — Það eru margir, sem sofa heima á greninu eða i námunda við það, en svo eru aðrir, sem eiga sér svona bæli töluvert langt i burtu, en úr þessum bælum geta þeir fylgzt með allri umferð i Einar Jónsson meö „heimalning”. Jón Oddsson. kringum grenið. Það má þvi segja að þetta sé eins konar örveeisvarðstöð. Þegar læðan er nýgotin, sefur refurinn yfirleitt aídrei heima á greninu heldur i nálægð við það, t.d. á þessum bælum. Þess vegna er það regla hjá mér, ef ég finn ekki dýrið heima á greninu að fara og leita að þvi, uppgötva hvar það heldur sig, það er aðalatriðið. Og þegar maður hefur uppgötvað það, verður maður svo að gera sinar ráðstafanir til þess at ná dýrinu. Aður en sjónaukarnir komu til sögunnar urðum við oft að beita alls konar brögðum við dýrin, t.d. skriða langar leiðir að þeim, en núna getum við skotið þau á löngu færi. Aður mátti maður aldrei láta hana sjá sig uppistandandi, og það gat oft verið anzi erfitt, þvi að tófan er þannig að það má aldrei taka fasta steinu beint framan á hana, heldur verður maður alltaf að láta eins og mað- ur sé að ganga fram hjá henni. Þá er hægt að komast nálægt henni. Einu sinni áttist ég við ákaflega erfiða tófu, sem beit lömb. Ég náði henni þannig, að ég tók alltaf nýja og nýja stefnu fram hjá henni, og ef hún færði sig undan lét ég sem ég sæi það ekki, gekk með byssuna eins og staf rétt eins og ég væri að smala. Hún hélt sig i mýrlendinu hjá fénu. A endanum gekk ég i ákveðna stefnu svona i 60 metra færi frá henni, en hún snéri sér alltaf til að aftan og horfði á milli stráanna á þúfna- kollinum, sem var á milli okkar. En um leið og ég var kominn i örugga linu, að þvi er ég taldi, kallaði ég til hennar og hún stökk upp og lá þar með flöt fyrir skot- inu. A svona löngu færi má maður ekki skjóta nema hún liggi flöt fyrir, alls ekki að skjóta framan i hana. Venjulegast fellum við öll erfiðustu dýrin með rifflum, enda fór refastofninn hérna ekki að láta verulega á sjá fyrr en 1958, þegar við fengum rifflana. Þá gátum við unnið á þessum gömlu dýrum, sem ella komust alltaf undan, þeim, sem gáfu ekki haglabyssufæri á sér. Dýrbítir yfirleitt alltaf fatlaðir — Keraur oft fyrir aö þiö særiö dýrið, en náiö þvi ekki? — Nei, það má maður alls ekki gera. Maður má aldrei skjóta á tófu nema maður sé alveg viss. Það kemur niður á manni sjálf- um. Og það er nefnilega eitt með alla dýrbiti, að þeir eru yfirleitt allir fötluð dýr, t.d. fótbrotnir. Þeir leggjast ekki á lambféð fyrr en þeir hafa misst hæfileikann til þess að veiða fuglinn. Tófan tekur fuglinn yfirleitt i þrem stökkum, tiu til tólf metrar allt i allt, og þá gripur hún hann i siðasta stökkinu. Hún getur auð- veldlega tekið fuglinn, þó hún standi bak við smá hlein og sjái hann ekki. Þá staðsetur hún hann á lyktinni. Hún dregur að sér fæt- urna, lyftir sér og lendir vanalega beint ofan á fuglinum og missir hann sjaldan beiti hún þessari að- ferð, og þá skiptir hana engu, hvort dimmt er eða bjart. Einkanlega gerist þetta oft i ljósaskiptunum á morgnana, þá kemur fuglinn upp til þess að fá sér ferskt vatn við árósa.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.