Tíminn - 20.07.1975, Blaðsíða 19

Tíminn - 20.07.1975, Blaðsíða 19
Sunnudagur 20. júll 1975. TÍMINN 19 Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Rit- stjórnarfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Fréttastjóri: Helgi H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gisla- son. Ritstjórnarskrifstofur i Edduhúsinu viö Lindargötu, simar 18300 — 18306. Skrifstofur I Aöalstræti 7, simi 26500 — afgreiðslusimi 12323 — auglýsingasimi 19523. Verö I lausasölu kr. 40.00. Askriftargjald kr. 700.00 á mánuði. Blaöaprenth.f. Umskiptingar Það er orðið augljóst öllum, sem eitthvað fylgjast með málum, að ný og annarleg öfl hafa ráðið i Alþýðubandalaginu, siðan það tók þá ákvörðun á siðastl. ári að hindra myndun nýrrar vinstri stjórnar. Þetta sést m.a. á þvi, að á þessu tæpa ári, er Alþýðubandalagið búið að snúast gegn flestu þvi, sem það var fylgjandi.meðan það átti sæti i vinstri stjóminni. Athyglisvert er, að þessi skoðanaskipti virðast oft eins og beinast að þvi, að litillækka þá Magnús Kjartansson og Lúð- vik Jósefsson og láta þá berjast gegn þvi, sem þeir fylgdu áður. Fjölmörg dæmi mætti nefna um þetta, en hér munu aðeins fá tilgreind sem sýnis- horn. Frægast þessara dæma er að sjálfsögðu jám- blendiverksmiðjan. Það er óumdeilanlegt, að Magnús Kjartansson er upphafsmaður þessa máls. Hafi Skúli Magnússon verðskuldað að vera kallaður faðir Innréttinganna, verðskuldar Magnús Kjartansson það ekki siður, að vera kall- aður faðir járnblendiverksmiðjunnar. Magnús Kjartansson beitti sér ekki meira fyrir öðru máli, meðan hann var iðnaðarmálaráðherra. Það væri verðug viðurkenning, að stytta af honum væri reist við verksmiðjuna eða komið fyrir i anddyri hennar. Það eru i senn ómakleg og raunaleg ör- lög, að eftir að Magnús var kominn úr stjóm, neyddu hinir nýju valdamenn Alþýðubandalags- ins hann til þess að beita sér af alefli gegn þessu hugðarmáli sinu. Sagan mun eigi að siður varð- veita fomstuhlutverk Magnúsar i þessu máli. Lúðvik Jósefsson beitti sér manna mest i land- helgismálinu i tið vinstri stjórnarinnar. Hann átti fullan þátt i þeirri stefnumörkun i sambandi við útfærslu fiskveiðilögsögunnar, að rætt yrði um vissan umþóttunartima við þær þjóðir, sem höfðu veitt innan 50 milna markanna. Sjálfur tók hann beint og óbeint þátt i viðræðunum við fimm þjóðir um þessi mál og voru gerðir samningar við f jórar þeirra. Á sama hátt var eðlilegt i sambandi við útfærslu fiskveiðilögsögunnar nú, að rætt yrði um nokkurn umþóttunartima við viðkomandi þjóðir. Lúðvik Jósefsson hefði ekki sizt átt að telja þao eðlilegt vegna fyrri afstöðu hans. En honum er ekki sjálfrátt frekar en Magnúsi Kjartanssyni. Hann snýst gegn fyrri stefnu. Hann segist nú and- vigur viðræðum, sem hann taldi sjálfsagða^ meðan hann sat i vinstri stjórninni. Þeim Lúðviki og Magnúsi ber sérstök viðurkenn- ing fyrir það, að á meðan þeir sátu i vinstri stjórninni, voru þeir óragir við að fallast á nýjar skattaálögur, sem þeir töldu nauðsynlegar til að afstýra tekjuhalla hjá rikissjóði. Nefna má mörg dæmi frá stjórnarárum vinstri stjórnarinnar þessu til sönnunar. Eftir að þeir eru komnir úr stjórn, bregður hins vegar svo við, að þeir snúast gegn sérhverri tekjuöflun i þessu skyni. Nú er tekjuhallastefnan, sem þeir fordæmdu áður, orð- in góð. Auðséð er af öllu þessu, að ný öfl hafa tekið forustuna i Alþýðubandalaginu og gert það að hreinum umskiptingi. Erfitt er að trúa þvi, að þeir Magnús Kjartans- son og Lúðvik Jósefsson uni þvl vel, að hinir nýju valdamenn Alþýðubandalagsins láta þá nú leika hlutverk pólitiskra umskiptinga. ERLENT YFIRLIT Stjórn Isabellu er undir óheillastjörnu Lopez Rega hefur því dregið sig í hlé Isabelita Peron. UM ÞESSAR mundir er liöiö rétt ár siöan Isabeiita Peron varö forseti Argentinu. Þaö var eitt af siöustu verkum Perons, aö tryggja þaö, aö kona hans tæki viö forsetaem- bættinu að honum látnum. Jafnframt hafði hann tryggt þaö, aö náinn samverkamaður þeirra hjóna, Jose Lopez Rega, yröi hennar hægri hönd viö stjórnarstörfin. Rega varö viö forsetaskiptin i fyrra, bæöi félagsmálaráöherra og einka- fulltrúi hins nýja forseta. Rega er frægur fyrir það, aö stunda stjörnufræöi og stjörnuspádóma i tómstund- um sinum. Sennilega ætti hann að vera kominn aö raun um, að sem forseti er Isabelita Peron fædd undir óheilla- stjörnu. Þannig hefur Argen- tína sjaldan eöa aldrei oröiö fyrir meira efnahagslegu áfalli en á þvl eina ári, sem Isabelita hefur ráöið rikjum. Þetta áfall hefur nú leitt til þess, aö Rega hefur orðiö aö biöjast lausnar sem félags- málaráöherra og einkaritari forsetans, og aö Isabelita hef- ur nauöug orðiö aö fallast á þessar lausnarbeiönir hans. ÞEGAR Peron kom til valda aö nýju haustiö 1973 bjó Argentina viö góö viðskipta- kjör, og þetta hélzt einnig fyrrihluta siöastliöins árs. En þá skipti um. Útflutningsvör- urnar hriöféllu i veröi, en verölag margra innflutnings- vara hækkaöi aö sama skapi. Glöggt dæmi um þetta er þaö, aö fyrstu þrjá mánuöi ársins 1974 var viöskiptajöfnuöurinn viö út- lönd hagstæöur um 173 millj. dollara, en fyrstu þrjá mánuðina i ár hefur hann orðið óhagstæöur um 263 milljónir dollara. Þetta hefur ab sjálfsögðu haft hin verstu áhrif á efna- hagslifiö, en siöustu árin hefur veröbólga veriö óviöa meiri en i Argentinu. Hin óhagstæðu viðskiptakjör hafa magnað Hana um allan helm- ing. I siöastliönum mánuöi skipti Isabelita um efnahagsmála- ráöherra. Þvi starfi haföi gegnt náinn samverkamaöur Perons I fyrri stjórnartíð hans, Gomez Morales. Þeim Rega og Morales kom illa saman og mun þaö hafa verib orsök þess, aö Isabelita vék Morales úr starfi. Eftirmaöur hans var mikill fylgismaöur Rega, Celestino Rodrigo. Fyrsta embættisverk hans var aö fella gengib stórlega. Verkalýöshreyfingin, sem er undir forustu Peronista, mót- mælti þessu harðlega. Viö- ræöur milli hennar og at- vinnurekenda leiddu til þess, aö kaupiö var hækkaö um hvorki meira né minna en 100%. Þetta þótti þeim Rega og Rodrigo of mikið. Að ráöum ^ þeirra gaf Isabelita út bráöa- birgöfflög um aö kaupið hækk- aði ekki strax um meira en 50%, en siðan um 15% I októ- ber og aftur um 15% I janúar 1976. Verkalýðs- hreyfingin mótmælti þessu meö allsherjarverkfalli, sem stóö i tvo daga. Jafnframt krafðist hún þess, aö Rega léti af störfum. Óvinsældir þær, sem stjórn Isabelitu hefur sætt, hefur nær öll beinzt aö Rega. Honum hefur m.a. veriö kennt um, aö tekin hefur verið upp meiri hægri stefna en vinstri armur Peronista haföi átt von á.Rega geröi sér lika ljóst, aö skynsamlegast væri, aö hann bæðist sjálfur lausn- ar. ísabelita féllst á þaö, og endurskipulagöi stjórn sina. Rodrigo heldur áfram Sem efnahagsmálaráöherra og fleiri fylgismenn Rega eiga lika sæti i nýju stjórninni. En hún er einnig skipuö persónu- legum andstæöingum hans. Liklegt er taliö, aö hann muni ráöa áfram verulega að tjaldabaki. ÞAÐ HEFUR veriö taliö frá upphafi, að Isabelita myndi verða völt i sessi. Margir segja, aö mestur pólitiskur styrkur hennar sé fólgin i þvi, aö ástandið sé nú þannig i Argentinu, að enginn sækist sérlega eftir völdunum. Her- inn var búinn að fá sig full- saddan af þvi að fara með völd og villhelzt ekki taka við þeim aftur, nema hann verði talinn nauðbeygöur til þess. Helzti stjórnarandstöðuflokkurinn á þingi, fer sér mjög hægt og er talinn helzt vilja fá nýjar for- setakosningar, en ýta þó ekki mjög á eftir þeirrymeðan efna- hagsástandið er eins erfitt og þaö er um þessar mundir. Meöan þannig háttar, að eng- inn sterkur aöili sækist eftir völdunum, getur Isabelita haldiö þeim enn um skeið. En hún getur vart setiö lengi, nema eitthvað óvænt gerist, eins og t.d. batnandi viðskiptakjör. En spaugsamir Argentinumenn segja, aö þess sé varla aö vænta, þvi að Rega heföi ekki dregið sig i hlé, ef stjörnurnar heföu boöað hon- um gott. Eins og er, er stjórn Isabelitu a.m.k. undir óheilla- stjörnu. Þ.Þ. Jose Lopez Rega. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.