Tíminn - 20.07.1975, Blaðsíða 20

Tíminn - 20.07.1975, Blaðsíða 20
20 TÍMINN Sunnudagur 20. iúli 1975. Magnús Gyjóifsson í Grimsvötnum. ÞAÐ ER MAGNCS EYJÓLFS- SON, plpulagningameistari i Kópavogi, sem að þessu sinni ætl- ar að spjalla við lesendur Tlmans um útiveru. Við munum að mestu halda okkur við einn tiltekinn stað, — svæði, getum við sagt, — sem án efa er einhver nafn- frægasti blettur lands okkar, þótt óviða muni gestakomur vera strjálli. Það er sjálfur Vatnajök- ull, sem hér veröur til umræðu, og ferðir Magnúsar þangað. Fyrsta ferðin var björgunarleiðangur. Þá er vel viö hæfi að spyrja fyrst: — Hvenær komst þú fyrst á Vatnajökul, Magnús? — Það var haustið 1950. Ég var einn þeirra, sem lögðu land undir fót, þegar flugvélin Geysir hafði lent á Bárðarbungu, sem frægt er orðið. Þótt þessi björgunarleið- angur væri á margan hátt merki- legur, sé ég ekki ástæðu til þess að fjölyrða um hann hér. Um Geysisslysið hefur veriö skrifuð bók. Geysir á Bárðarbungu, og þar geta þeir, sem vilja aflaö sér nánari vitneskju um þennan löngu liðna atburð. — En hvenær ferð þú svo að venja komur þlnar á Vatnajökul, eingöngu til gamans.? — Næst fór ég þangað á snjóbil með Guðmundi Jónassyni og fleirum vorið 1953. Arið eftir fór ég aftur með Guðmundi, en nú vorum við tiu saman á einum snjóbil. Við lögðum upp frá Tungnárbotnum, þar sem siðar reis skáli Jöklarannsóknafélags- ins, Jökulheimar. — Var snjóbillinn svo stór, að hann rúmaöi ykkur alla? — Nei, þvi fór fjarri. Fimm urðu alltaf að vera úti. Þeir stigu þá á skiði sin, bundu sig við snjó- bilinn og létu hann draga sig. Veður var gott allan timann, sem einu gilti, enda hefði annað orðið harla óþægilegt. Og hraðinn á snjóhílnum var ekki svo mikill, að það ylli neinum óþægindum. Við ókum að Grímsvötnum, stönzuðum þar, en héldum siðan á öræfajökul. — Var tilgangurinn eingöngu að skemmta sér, eöa áttuð þið eitthvert annað erindi jafnframt. — Megintilgangurinn var að skemmta sér, en i förinni voru einnig visindamenn, og þeir not- uðu tækifærið til þess að gera ýmsar athuganir. Grafnar voru gryfjur i jökulinn, tekin sýnishorn og þau vigtuð til þess að mæla ársúrkomuna. — Dvölduzt þiö lengi á jöklin- um að þessu sinni? — Ef mig ekki misminnir voru það fimmtán dagar. — Ekki hafið þiö haldið kyrru fyrir allan þann tima? — Við fórum frá Grimsvötnum á öræfajökul, eins og ég sagði áð- an. Þar gengum við á Hrútfjalls- tinda, Hvannadalshnjúk og fleiri tinda í grenndinni, meðal annars Þuriðartind. Frá öræfajökli fórum við i Esjufjöll og gengum á fjall, sem Steinþórsfell hefur verið kallað, i höfuðið á Steinþóri Sigurössyni, þótt þvi nafni muni nú hafa verið breytt. Gengið niður I Horna- fjörð að sækja bensin Þegar við höföum dvalizt alllengi á jöklinum, varð sýnt, að við kæmumst ekki heim aftur án þess að ná okkur i meira bensin, og var þá ákveðið að brjótast niður i Hornafjörð eftir þeirri nauðsynjavöru. Tveir menn fóru á undan, en eftir komu sex, og höföu sleða meðferöis. Einn þeirra var ég. Við fórum eftir miðjum Hoffellsjökli, og fyrst i stað gekk allt vel. Sleðinn rann vel niður i móti, við vorum ailir á skíöum og ferðin sóttist greiö- lega. En þegar neðar á jökulinn kom, gerðist hann svo úfinn, að við urð- um að skilja sleða og skiði eftir og halda áfram fótgangandi. Þannig gengum við lengi, en þegar við vorum i þann veginn að komast af jökli, stóðum við allt i einu and- spænis ófæru, sem engin leið var yfir að komast, og ekki um annaö að ræða en snúa frá þar. Við gengum svo lengi — og það var erfið ganga — þangað til við loks komumst niður af jöklinum á öðr- um stað, en þar urðu fyrir okkur margir lækir, gil og hálfgerðar ófærur, en að visu var það ekki svo mjög til þess að furða sig á, þvi aö alltaf má vænta lækja und- an skriðjökli. Að Hoffelli komum við um nótt. Viö vildum ekki vekja fólkið, en lögöumstniður i túninu og sofnuð- um fljótt, þvi við vorum orðnir býsna þreyttir. Um morguninn vöktu hundarnir á bænum okkur, en þegar heimafólk frétti, að við hefðum lagzt til svefns úti á túni i stað þess að guða á glugga, átaldi það okkur mjög. Og það vissum við að sjálfsögöu, að ekki hefði skort góðar viðtökur, ef við hefð- um gert vart við okkur um nótt- ina, enda mátti segja, að nú væri tekið á móti okkur eins og þjóð- höfðingjum. — Hvaögetur þú Imyndað þér að þessi jökulganga hafi tekið langan tima? — Ég man þetta nú ekki alveg upp á minútu, en þaö var rétt um fjórtán klukkutima, — og það lengstum á jökli, úfnum og ókræsilegum yfirferðar. — Stönzuöuð þiö svo ekki niðri i sveitinni og hvílduð ykkur eftir þessa sérstæðu ferð? — Það var ekið með okkur um sveitina og okkur sýnt margt merkilegt. Þá var norræn sund- keppni i gangi, og við notuðum Gist I tjöldum við Hvannadalshnjúk

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.