Tíminn - 20.07.1975, Blaðsíða 24

Tíminn - 20.07.1975, Blaðsíða 24
24 TÍMINN Sunnudagur 20, júll 1975. viðsjóndeildarhringinn. Hún varföl og köld. Leitarsveit- irnar voru komnar á stjá meðfram veginum. Þegar þeir önduðu f rá sér sá hann kuldamóðuna við vit þeirra. Tal- stöðvarmaðurinn hafði samband v ið sérhverja sveit, til að vera viss um að allir væru reiðubúnir. Teasle laut fram og stuggaði við Trautman. — Þetta er að byrja, En Trautman var þegar vaknaður. — Ég veit það. Kern kom akandi upp að f lutningabílnum og stökk upp á pallinn í skyndingu. — Ég er búinn að kanna leitarlín- una. Allt virðist í góðu lagi. Hvað er að frétta frá aðal- stöðvum þjóðvarðliðsins? varðliðsins? — Þeir eru reiðubnir þegar við viljum, sagði talstöðv- armaðurinn. — Þá er komið að því. — Hvers vegna lítur þú á mig? sagði Teasle. — Þú ert upphafsmaðurinn að öllu saman. Ég hélt þú vildir kannski gefa skipunina um að halda af stað. SJÖUNDI KAFLI. Rambo lá flatur á háum klettahryqq. Hann leit niður og sá þá koma. Fyrstar fóru smásveitir, sem fóru lauslega yfir ' skóginn. Þar á eftir kom velskipulögð á öllu svæðinu. Mennirnir voru fleiri en svo, að hann gæti talið þá. Þeir voru í um einnar og hálfrar mílu f jarlægð frá honum, svolitlir deplar, sem stækkuðu óðum. Þyrlur flugu yfir svæðinu og sendu út skipanir, sem hann leiddi með öllu hjá sér, þar eð hann gat ekki vitað með vissu hvort þær voru uppspuni eða sannleikur. Hann giskaði á að Teasle byggist við, að hann hörf aði f rá leitarlínunni lenqra inn á hálendið. Þess i stað fór hann niður klettahryggjnn í átt að mönnunum. Hann var ýmist hálfboginn eða skreið — og notaði sér- hvert skjól sem völ var á. Þegar hann kom niður hljóp hann til vinstri, og hélt annarri höndinni að brjóstinu. Bráðlega gæti hann hætt hlaupunum. Sársaukinn mátti ekki tefja fyrir honum. Mennirnir voru aðeins í um fimmtíu mínútna fjarlægð frá honum, kannski enn skemmra undan. En ef hann kæmist þangað sem hann ætlaði sér á undan þeim, þá myndi hann fá öll þau tæki- færi til hvildar, sem hann óskaði. Hann skrönglaðist með erfiðismunum upp skógivaxna hæð — hægði á sér gegn betri vilja, stóð á öndinni, komst upp á brúnina. Þarna var hún — áin. Hann var búinn að leita hennar síðan hann yfirgaf námuna. Eftir að Teasle slapp inn í brómberjarunnana féll Rambo í ána. Hann bjóst við, að áin væri nær námunni. Þegar hann lagði af stað þaðan kleif hann uppá hæsta hrygginn og reyndi að koma auga á hana. En jaar var heppnin ekki með honum. Áin rann í lægð og trén skýldu henni. Þess vegna sá hann ekki vatnsglampann á fletinum eða blikuflöktið á umhverf- inu. Hann var nærri búinn að gefa f rá sér alla von þegar honum varð Ijóst, að þau kennileiti, sem hann leitaði að höfðu verið fyrir framan hann allan tímann. Þokumist- ur. Morgunþokan frá vatninu. Þá flýtti hann sér í átt þangað. Nú stefndi hann að ánni kvalinn af þjáningum. Þar sem hann kom að ánni var hún ekki meira en svolítið vatnsrennsli, sem seitlaði yfir steinana. Mjúkur gras- bakki var hvorum megin. Hann leitaði neðar eftir ánni og kom loks að djúpum polli. Hér voru árbakkarnir loks- ins orðnir brattir, en voru þó grasivaxnir eins og ofar. Þess vegna leitaði hann enn niður með ánni þar til hann fann annan poll. Bakkarnir voru brattir og hér var ekki gras, heldur leðja. Á bakkanum hans megin var tré. Ræturnar voru að mestu berar, því vatnið skolaði burtu jarðveginum. Ekki gat hann stigið út í leðjuna án þess að skilja eftir slóð. Hann varð því að þreifa fyrir sér löng- um skref um í grasi og lauf i efst á bakkanum og reyna að komast að trjárótunum. Svo lét hann sig siga varlega í ána. Ekki dirfðist hann að róta upp forarleðju af botnin- um, sem gruggaði vatnið í pollinum. Það kæmi upp um hann. Hann renndi sér milli trjárótanna og árbakk- ans. Þar var jarðvegurinn vatnsósa fyrir ofan hann og ofurlítil hola inn í bakkann. Hægtog nákvæmnislega hóf hann að grafa sjálfan sig. Hann skóflaði leðjunni yfir fætur sér og brjóst, dró trjágreinarnar nær sér, iðandi af óþolinmæði, gróf sig í leðjuna eins og krabbi, þakti andlit sitt, hrúgandi henni yf ir sig, unz hann fann kaldan, votan þunga leðjunnar þekja sig allan. Hann átti erfitt um andardrátt. Hann gat aðeins andað á örlitlu svæði. Betur gat hann ekki gert. Meira gat hann ekki reynt. Honum fiaug í hug gamall málsháttur: Þú hefur sæng þína út- breidda. Njóttu þess, sem þú getur. Hann gerði það — og beið. Þeir voru lengi að koma. Þegar Rambo kom að ánni — taldist honum svo til, að leitarmennirnir væru um tveim hæðum fyrir aftan sig. Hann bjóst við þeim eftir tæpar fimmtán mínútur. Þessar f immtán mínútur virtust líða, en ekkert heyrðist til þeirra. Rambo komst að þeirri niðurstöðu, að tímaskyn sitt væri eitthvað brenglað. Hann lá graf inn í leðjuna og hafði ekkert að gera nema bíða. Þess vegna fundust honum líklega fáeinar mínútur miklu lengri tími en var í raun. Þunginn undan leðjunni Inni I tré-hestinum.... Hvaö nú Odysseifur tt ir ? Nú sitjum við htðnm na»tur- ■Það má ekki heyras J ^ neitt hljóð frá "* ykkur, annars erur við dauðans matui Sunnudagur 20. júli 8.00 Morgunandakt Herra Sigurbjörn Einarsson biskup flytur ritningarorð og bæn. 8.10 Fréttir og veðurfregnir. 8.15 Létt morgunlög 9.00 Fréttir. Útdráttur úr forustugreinum dagblað- anna. 9.15 Morguntónleikar. (10.10 Veðurfregnir). a. Fantasia I f-moll (K594) eftir Mozart. Gerhard Dickel leikur á orgel Sankti Jóhannesar- kirkjunnar i Hamborg. b. Messa i D-dúr eftir Dvorák. Einsöngvarar og kór Tékk- nesku fllharmonlusveitar- innar syngja með Sinfóniu- hljómsveitinni I Prag: Václav Smetácek stjórnar. c. Píanókonsert nr. 24 I c- moll (K491) eftir Mozart. Clifford Curzon leikur með Sinfóniuhljómsveit Lundúna: Istvan Kertesz st jómar. 11.00 Messa i Hliðarenda- kirkju i Fljótshlið Prestur: Séra Sváfnir Sveinbjarnar- son prófastur. Organleikari Runólfur Runólfsson.' Kirkjukór Fljótshliðar syngur. (Hljóðritun frá 29. júni s.l.) 12.15 Dagskráin. Tónleikar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.20 Með eigin augum Jónas Guðmundss.on rithöfundur spjallar við hlustendur. 13.40 HarmonikulögKarl Eric Fernström og Fagersta Dragspelsklubb leika. 14.00 Dagskrárstjóri i eina klukkustund. örn Þráinsson nýstúdent ræður dag- skránni. 15.00 Miödegistónleikar: Frá tónlista rhátiðinni i Schwetzingen i mai s.l. Flytjendur: Yval-trióið og Melos-kvartettinn. a. Pianótrió i c-moll op. 66 eftir Mendelssohn. b. Strengja- kvartett i G-dúr op. 161 eftir Schubert. 16.15 Veðurfregnir. Fréttir. 16.25 Alitaf á sunnudögum Svavar Gests kynnir lög af hljómplötum. 17.15 Barnatimi: Ágústa Björnsdóttir stjórnar Sitt- hvað úr Vestfirðingafjórð- ungi. 18.00 Stundarkorn með Diönu Durbin Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.25 tJr handraðanum Sverrir Kjartansson annast þáttinn. 20.00 islendingar á Indlandi Guðrún ögmundsdóttir og Dagur Þorleifsson taka saman þáttinn. Rætt er við Elfu Sigvaldadóttur, Elsu Guðmundsdóttur og Sig- valda Hjálmarsson og lesið úr ferðabókum hans og Sig- urðar A. Magnússonar. Einnig lesin ljóð eftir Tagore I islenskum þýðing- um. 21.00 Frá Buxtehude-tónleik- um i Selfosskirkju. Flytj- endur: Kirkjukór Selfoss, Sigriður Ella Magnúsdóttir, Arni Arinbjarnarson og kammersveit: Glúmur Gylfason stjórnar. a. Prelú- dia og fúga i D-dúr. b. „Allt, sem gjörið þér”, kantata fyrir einsöngvara, kór og hljómsveit. 21.35 Þættir úr lifi Vestur-ís- lendinga. Séra Kristján Róbertsson flytur erindi: Komið við i Skálholtskirkju- garði. 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir. Hand- knattleikur: Pólverjar — ts- lendingar. Jón Asgeirsson lýsir siðari hálfleik frá Ljubljana I Júgóslaviu. Danslög 23.25 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.