Tíminn - 20.07.1975, Blaðsíða 29

Tíminn - 20.07.1975, Blaðsíða 29
Sunnudagur 20. júli 1975. TÍMINN 29 TIMINN HEIMSÆKIR HUSAVIK Texti og myndir: Áskell Þórisson Fiskiöjan á Húsavlk (Tlmamyndir: ASK) fjögurra annarra gatna. Samtals verður þvi lögð oliumöl á tæpan kilómetra. Verkið verður unnið i samvinnu við Miðfell h/f og ætti að geta hafizt i ágiist. Kostnaður er áætlaður um 30 milljónir. Þá er á döfinni bygging annars áfanga við Gagnfræðaskólánn, en 1 það verk buðu fjórir aðilar,'ekki hefur hins vegar verið ákveðið, hvaða verktaki byggir álmuna. Byggingin er rúmlega 220 fer- metrar að stærð og er ætlunin, að kennarar Gagnfræðaskólans hafi þar vinnuaðstöðu á efri hæð. Að sögn Hauks er hugmyndin að nýta neðri hæðina fyrir ýmsar val- greinar svo sem sjóvinnu og aðra kennslu er hefur orðið að búa við þröngan hUsakost á undanförnum árum. samkomulag við hreppa i Suður- Þingeyjarsýslu um rekstur á heilsugæzlustöð þeirri, er HUsa- vik hefur rekið fyrir eigin reikn- ing undanfarin ár. Heilsugæzlu- stöðin hefur verið rekin i sjúkra- hUsinu á Húsavik, en býr þar við ákaflega þröngan kost, og taldi Haukur liklegt að bygging nýs hUsnæðis væri ekki langt undan. Hins vegar hefur sU framkvæmd ekki fengið hljómgrunn hjá við- komandi ráðuneytum. Þá kvað bæjarstjóri hugmyndir vera uppi um byggingu elliheimilis á sjUkrahúslóðinni og nota þá að- stöðu er sjúkrahúsið hefði upp á að bjóða, en þar bæri allt að sama brunni og allsendis óvist, hvort nokkrar byggingarfram- kvæmdir gætu hafizt i náinni framtið. þátttöku gesta frá öllum Norður- löndunum. Að lokum sagði Einar það vera vilja forráðamanna hótelsins, að Hótel og Veitingaskóli Islands flytti starfsemi sina norður, enda hefði hótelið alla þá þætti, er slik- ur skóliþarf á að halda. Hins veg- ar væri ekki enn komið ákveðið svar frá ráðuneyti og þess tæp- lega.að vænta i bráð. Tryggvi Finnsson íbúðabyggingar ein- staklinga hafa dregizt saman Haukur taldi möguleika á þvi, að sumir þeirra, er byrjaðir væru á hUsbyggingum þyrftu að hætta i miðju kafi. Þá benti Haukur á, að bærinn hefði Uthlutað lóðum við nýja götu siðastliðinn vetur, en ekki hefðu neinar framkvæmdir byrjað við hana. Af byggingum á vegum bæjarins, sagði Haukur, að tiu ibUðarhUs væru nU i smið- um, en þar er um að ræða ibUðir er rikissjóður gerir kleift að byggja með fjárframlagi. Taldi bæjarstjóri liklegt, að þær yrðu tilbUnar i byrjun marz 1976 og væri þegar búið að ákveða sölu á sex ibúðum til einstaklinga. Hins vegar mun Húsavikurbær hafa fjórar ibúðanna á sinum snærum. Benti Haukur á þann mismun er dreifbýlið hefði við að búa i sam- bandi við ibúðaútvegun fyrir þá, er á staðinn vildu flytja, en það er i mörgum tilfellum eina hindrun- in fyrir enn meiri fólksfjölgun á HUsavik en raun ber vitni. Skrúðgarður i miðjum bænum Fyrir æði löngu fóru HUsviking- ar að hugsa fyrir skrúðgarði, en nU i sumar verður byrjað á þeirri framkvæmd að e.u. marki. Kven- félag staðarins hefur tekið að sér umsjá þessa verks að mestu, en bærinn veitti á yfirstandandi fjárhagsári 1.5 milljónir til fram- kvæmdanna. Skrúðgarðurinn verður upp með Búðaránni, er rennur um miðjan Húsavikurbæ. NU hefur verið sett upp bráða- birgðagirðing umhverfis garðinn og tjám plantað i hann. Þá verður sett upp göngubrú á gömlu raf- stöðvarstifluna, og önnur nokkuð ofar. Samtök um heilsugæzlu- stöö t samræmi við ný heilsugæzlu- lög hefur Húsavikurbær gert 30% nýting á Hótel Húsavik síðastliðinn vetur Að lokum heimsótti blaðam. eitt glæsilegasta hótelið á Norðurlandi og þó viðar væri leit- að. Bygging þess hófst fyrir um það bil fimm árum, eða eftir bruna gamla hótelsins. Segja má, að hinu nýja hóteli sé fulllokið i dag, en það rúmar 68 gesti i 2ja manna herbergjum. Þá er i Hótel HUsavik kaffiteria fyrir 60 manns og ráðstefnu- og veizlusalir fyrir 250-300 manns. Hótelið er fjórar hæðir og er verið að fullljúka þeirri efstu, en þar er auk her- bergja, litil setustofa. Að sögn hótelstjórans Einars Olgeirssonar er gert ráð fyrir, að hótelið og félagsheimilið, sem er sambyggt hótelinu kosti um 90 milljónir er allir reikningar hafa verið gerðir upp. Nýting var slæm siðastliðinn vetur, eða um 30%, hins vegar taldi Einar, að allt að 70% nýting fengist i júni, en hótelið er nær fullbókað í allt sumar. Reynt hefur verið að brydda upp á nýjungum i rekstrinum til að jafna nýtinguna, og benti Einar á, að Flugleiðir hefðu komið með erlenda ferðamenn til Húsavikur i maí og i ráði væri að auka þá starfsemi. En óneitanlega gæti það lengt og bætt nýtinguna, ef hægt yrði að gera slfkar ferðir vinsælar. Þá hafa hópferðir skiðafólks til Húsavikur notið talsverðra vinsælda, en stutt er i fyrirtaks skfðalyftur og brekkur, er bæði henta nýgræðingum og þeim, er lengra eru komnir i list- inni. Þá hefur það færzt i vöxt að nota Hótel Húsavik sem ráð- stefnustað, enda hefur Húsavik þann kost að fátt glepur hugann. F.U.F. hélt þar til dæmis þing ekki alls fyrir löngu, og Vegagerð rikisins var þar með ráðstefnu i vor. Einar kvað minnsta kosti abrar tvær vera i vændum með Hótel Húsavlk. Skreytt borð blða gesta I Hótel Húsavlk.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.