Tíminn - 22.07.1975, Side 1

Tíminn - 22.07.1975, Side 1
TARPAULIN RISSKEMNUR Landvélar hf 5 þús. að meðaltali á íbúð á óri í hitunar- kostnað? -------* 2 163. tbl.—Þriðjudagur 22. júli 1975 — 59. árgangur HF HORÐUR GUNNARSSON SKÚLATÚNI 6 - SÍMI (91)19460 Tölvuúrvinnsla lyfseðla hefur verið fram- kvæmd í hálft annað ár 3800 laxar í Kolla- fjarðar- stöðina Gsal-Reykjavik — „Ég trúi þvi ekki að landlæknisembættið og læknasamtökin i landinu horfi upp á þetta aðgerðalaust, — þetta eru það þungar ásakanir”, sagði Guðmundur Sigurðsson, settur landlæknir um þær fullyrðingar sem fram komu I útvarpsþættin- um „Hálftiminn” s.l. föstudag, þess efnis, að eiturlyfjasjúklingar geta leitað til nokkurra lækna og fengiðhjá þeim ávisun á sterk lyf, fyrir peningaþóknun, — en i þætt- inum var rætt við fyrrverandi eiturly fjasjúkling. Svipaðar ásakanir hafa áður borið á góma i fjölmiðlum, og í þvi sambandi má minna á, að hjá fikniefnadómstólnum er mál, sem snertir meint misferli tveggja lækna, þar sem þvi er haldið fram, að læknarnir hafi visvitandi afhent lyfin til manna, sem þeir vissu að ætluðu sér að selja þau. Rannsókn þessa máls hefur að visu stöðvazt vegna þess að dómarinn i málinu hefur enn ekki fengið lyfseðla þá;er málið snertir frá heilbrigðisyfirvöldum, þrátt fyrir loforð þess efnis. GÍFURLEG VERÐ- HÆKKUN Á KAFFI MEÐ HAUSTINU BH-Reykjavik. — í»að er rétt, að mjög alvarlegt ástand hefur skapazt af völdum frosta á kaffi- ræktarsvæðunum I Brasillu, og benda líkur til, að um 70% af kaffiuppskerunni i ár sé ónýtt. Frá Brasiliu kemur um það bil helmingur allrar kaffiframleiðsl- unnar I heiminum, og það hefur verið haft við orð, að hér sé um að ræða stærsta tjón, sem landið hefur orðið fyrir. Allur kaffiút- flutningur hefur verið stöðvaður frá Brasiliu, og aðrir útflytjendur halda að sér höndum og biða með sölur, en það má búast við þvi, að kaffimarkaðurinn opnist aftur i næstu viku. Þannig fórust Ólafi Johnsen, forstjóra 0. Johnsen & Kaaber orð I gær, þegar Timinn ræddi við hann um hinar alvarlegu horfur i kaffiræktarmálum i Brasiliu. Við spurðum Ólaf að þvi, hvaða áhrif þetta hefði á . kaffiverzlun hér á landi. — Birgðirnar hjá okkur eru i lagi fyrst um sinn — kaffi er venjulega lengi á leiðinni og þvi kaupum við kaffi löngu fyrir- fram, þannig að það kemur ekki til með að skorta. En þetta leiðir af sér hækkanir, þegar þar að kemur, um það er ekki að villast. Sem dæmi um vandræðin, sem skapazt hafa, má geta þess, að um millj. kaffipokar, sem fengizt hafa i Parana, munu allir skemmdir af frosti, i Sao Paolo er búizt við 3 milljón poka uppskeru, Sul de Minas 5 milljón poka og á svæðunum á milli þeirra 3 milljón poka, eða um 12 milljón poka uppskeru i stað 30 milljón, eins og gert hafði verið ráð fyrir. DALVIK: Heilbrigðisyfirvöld hafa einatt — er þessi mál hafa borið á góma — svarað þvi til, að mjög strangt eftirlit væri haft með lyfjasölu i landinu og á þann hátt beinlinis talið;að allar slikar fullyrðingar ættu sér ekki stað i raunveruleik- anum. „Mjög strangt eftirlit er haft með útgáfu lyfseðla á eftir- ritunarskyldum lyljum og þeir athugaðir mánaðarlega”, sagði Guðmundur Sigurðsson og kvað engin dæmi þess, að nokkur slik mál hefðu komið til kasta land- læknisembættisins, þann tima er hann hefði gegnt stöðu landlækn- is. — Sannast sagna höfum við ekki getað fylgzt nægilega vel með þessum skýrslum, sagði Sigurjón Jónsson i lyf jamáladeild heilbrigðismálaráðuneytisins, en þar er unnið úr skýrslum um eftirritunarskyld lyf. Sagði Sigur- jón að mannekla réði þar mestu um, en einnig fjárskortur og timaleysi. Skýrslurnar eru settar i tölvu og með þeirra hjálp er hægt að fá upplýsingar um lyf til ákveðinna sjúklinga, lyfseðlafjölda ákveð- inna lækna t.d. á ákveðin lyf og fjölda lyfseðla á ákveðin lyf svo dæmi séu nefnd. Þetta væri allt gott og blessað, ef tölvan væri notuð til slikrar úrvinnslu, en svo er bara ekki. Að sögn Sigurjóns Jónssonar hefur slik tölvuúr- vinnsla ekki verið gerð I eitt og hálft ár, sem þýðir að allir út- gefnir lyfseðlar siðasta árs og það sem af er þessu ári, hafa ekki verið athugaðir af lyfjadeildinni með hjálp tölvu og þeim mögu-. leikum sem slikt tæki býður upp á. Það er þvi augljóst að þetta mánaðarlega eftirlit, sem land- læknir talaði um; er ekki til i reynd. — Við höfum ekki getað komizt hjá þvi að veita nokkrum læknum athygli, hvað lyfseðlaút- gáfu snertir, sagði Sigurjón, og við getum séð, án þess að spyrja tölvuna, að einn læknir gefur út meira af lyfseðlum en annar. Það er þvi möguleiki á þvi, að fullyrð- ingar um misferli eigi við rök að styðjast. Sagði Sigurjón, að á þvi eina ári sem hann héfði starfið i lyfja- máldeildinni, hefðu nokkrir lækn- ar verið athugaðir i þessu sam- bandi, en um það atriði, hvort þeir viðkomandi læknar hefðu verið aðvaraðir eða kærð- ir, kvaðst Sigurjón ekki geta sagt til um, þar sem slikt væri i hönd- um deildarstjórans I samráði við landlækni. Sigurjón tók fram, að þrátt fyrir að tölvuúrvinnsla hefði ekki verið gerð um langt skeið, — hefðu ákveðin timabil hjá ákveðnum læknum verið könnuö með tilliti til þess, hvort um mis- ferli væri að ræða. EBE VILL VIÐRÆÐUR UM LAND- HELGISMÁL NTB-Brussel. Efnahagsbanda- lag Evrópu mun fara fram á viðræður við islenzk stjórnvöld vegna fyrirhugaðrar útfærslu fiskveiðilögsögunnar I 200 sjó- milur. Það var vestur-þýzki land- búnaðarráðherrann, er hreyfði þessu mali á fundi landbúnaðar- ráðherra, EBE i Brussel. A fundinum gætti óánægju i garð tslendinga vegna ákvörðunar- innar um útfærslu, en þá tóku nokkrir ráðherranna fram, að þeim væri fullljós sérstaða ts- lands að þessu leyti. Að lokum var samþykkt að óska eftir við- ræðum sem fyrr segir. Byrjað á elliheimili og heilsugæzlustöð ASK-Akureyri — Einhvern næstu daga verður boðin út bygging heilsugæzlustöðvar á Dalvik. Þá verður og hafin bygging elli- heimilis þar, en báðar þessar framkvæmdir hafa staðið til i a 11- langan tima. Að sögn bæjarstjór- ans á Dalvik, Valdimars Braga- sonar, fékkst leyfi fjármálaráð- herra fyrir þvi að hefja byggingu elliheimilisins, án þess að þar kæmi til nokkur fjárstuðningur frá hinu opinbera. Hins vegar fékk Dalvikurbær 15 millj. kr. lán frá Húsnæðismálastjórn, en Ibúð- irnar i elliheimilinu eru mikið til hugsaðar fyrir fullfriskt eldra fólk, sem stundar vinnu. Framlög Dalvikurbæjar og ein- staklinga til byggingarinnar nema nú um það bil 10 millj. kr. og reiknað er með, að I ár verði grunnur fullfrágenginn og búið að festa kaup á nauðsynlegasta efni. t fyrsta áfanga er gert ráð fyrir Ibúðum fyrir u.þ.b. 40 vistmenn, I öðrum áfanga sameiginleg- um vistarverum og I þriðja og siðasta fleiri ibúðum. Elliheimilinu hefur þegar verið valinn staður utan og neðan við kirkju Dalvikinga. Fyrirhuguð heilsugæzlustöð mun risa við Hólaveg eða við fyrirhugaðan miðbæjarkjarna og verður væntanl. boðin út með þeirri áfangaskiptingu, sem áður var ráðgerð, — svo að grunnur og botnplata ættu að geta verið tilbú- in á þessu ári. I stöðinni á að vera aðstaða fyrir tvo lækna, hjúkr- unarkonu og tannlækni. HEIMSÆKIR DALVIK 6 8 +

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.