Tíminn - 22.07.1975, Blaðsíða 4

Tíminn - 22.07.1975, Blaðsíða 4
4 TÍMINN Þriðjudagur 22. júll 1975. Hver sér nú um öryggi Jackie Kennedy Onassis og barna hennar? NU, þegar Jacqueline Kenne- dy Onassis er á ný orðin ekkja, vaknar sú spurning, hver muni i framtiðinni annast og fjár- magna öryggisgæzlu hennar. Eftir að fyrri eiginmaður henn- ar, John F. Kennedy, Banda- rlkjaforseti, var myrtur, bar bandarlsku leyniþjónustunni skylda til að ábyrgjast öryggi hennar ævilangt, svo og vernd- un barna hennar fram að sextán ára aldri. Þegar Jacqueline giftist Onassis, féllu þó niður skyldur leyniþjónustunnar um vernd henni til handa. Onassis sá til þess, meðan hann lifði, að einkavörður verndaði hana, þannig að hUn væri aldrei I neinni hættu. Nú er Onassis hættur að greiða fyrir verndun hennar, verndunarsky lda bandarlsku leyniþjónustunnar gagnvart dóttur hennar, Caroline, er útrunnin (þar sem hún er orðin 16 ára) og skyldur leyniþjónustunnar gagnvart syni hennar, John, renna Ut i nóvember 1976, þegar hann verður 16 ára. Þvi er nú spurt hvað frú Kennedy-Onassis taki til bragðs — hvort hún gripi til þess að borga sjálf öryggis- gæzlu sina og barna sinna? Margir efast um að hún geti það, enda kostar starfslið það, sem nægir til að halda uppi ör- yggisgæzlu allan sólarhringinn, ærinn skilding. Á sinum tima notaði Bandariska leyniþjónust- an niu menn til þess að gæta hennar og skiptust þeir á um vaktastöðu. Fyrsti kvenhljómsveitarstjórinn í V-Þýzkalandi Ung stUlka, 28 ára gömul, Hortense Gelmini að nafni, kom nýlega fram i fyrsta sinn sem stjórnandi sinfóniuhljómsveit- ar. Hingað til hafa eingöngu karlmenn gegnt þvl starfi i Sambandslýðveldinu þýzka. Og þar sjást varla konur í stærstu hljómsveitunum sem fiðluleik- arar eða celloleikarar, og þaðan af siður sem stjórnendur. Hort- ense er sér vel meðvitandi um sérstöðu sina, en hún vonast til að standa sig vel, þrátt fyrir for- dóma starfsbræðra sinna og jafnvel hljóðfæraleikaranna i hljómsveitinni. Strax sem barn var hún þess fullviss að með timanum yrði hún hljómsveit- arstjóri. — Ég hef meðfædda tilfinn- ingu fyrir hljómlist og finn fljót- lega, hvort um kraftmikið og gott verk er að ræða. — Hinn fyrsfri— og hingað til sá eini — þýzki kvenlegi hljómsveitar- stjóri hefur nýlega lokið við, á- samt 72 Nurnberg-hljómlistar- mönnum að leika á plötu „Nullte” eftir Anton Bruckner. DENIsíl DÆMALAUSI „Hann þykist bara vera að veröa gatnall. Ég hef séö hann koma þjótandi út um þessar dyr eins og honurn væri skotiö úr byssu.”

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.