Tíminn - 22.07.1975, Blaðsíða 6

Tíminn - 22.07.1975, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Þriðjudagur 22. júli 1975. TIMINN HEIAASÆKIR DALVIK Sögu Dalvikur má rekja aftur til ársins 1887. Er talið að það ár hafi nýbýli verið byggt á Böggvistaðasandi. Þar var að verki Jón Stefánsson. Upphaflega stundaði hann sjó- róðra en með timanum ræktaði hann og gerði að túni allstóra landspildu og kom sér upp bú- stofni. Jón byggði bæ og nefndi Nýjabæ og er af flestum talinn landnemi á Böggvistaðasandi og þar með faðir Dalvikur. Aðalatvinnugreinar Dalvikinga voru áður fyrr útgerð og fiskvinnsla ásamt búskap, en hin siðari ár hefur verzlun og smáiðnaður færzt í aukana en búskapur dregizt mikið saman. Opnir þilfarsbátar munu hafa verið notaðir til róðra framan af, en smám saman hafa dekkbátar leyst þá af hólmi. Um og eftir 1935 þegar afli tók að minnka á bátamiðum við Norðurland fór minni dekkbátum að fækka, en í þeirra stað hafa komið stórir vélbátar auk eins togara,er gerður er út frá Dalvik I dag. íbúatala Dalvikur var i september siðastliðn- um tæplega 1.200 manns. Valdimar Bragason, bæjarstjóri Dalvlk. Valdimar Bragason bæjarstjóri kom til Dalvikur vorið 1972 og hóf þá störf sem skrifstofustjóri hjá Dalvikurhreppi en gerðist bæjar- stjóri fyrir einu og hálfu ári. Tim- inn spurði Valdimar fyrst hverjar væru helztu framkvæmdir á veg- um bæjarins. Nýtt fyrirbæri — stjórn- sýslumiðstöð Nú i sumar verður steyptur JAÐRAR VIÐ ÍBÚÐASKORT ÞRÁTT FYRIR TALSVERÐAR BYGGINGAFRAMKVÆMDIR kjallari og sökklar að nýrri stjórnsýslumiðstöð er hýsa á sem flesta þjónustuaðila. Þar verða til dæmis sparisjóður, bæjarfógeti, bókhaldsskrifstofa og fleira i þeim dúr. Eðlilega á þetta að geta sparað þessum aðilum stórfé þvi t.d. verður sfmavarzla, ljósritun, og vélritun sameiginleg hjá þess- um þjónustuaðilum. Fyrir utan sparnaðinn verður þjónustumið- stöð sem þessi íbúum staðarins mikill þægindarauki. Þessari hugmynd var fyrst hreyft af landshlutasamtökunum, en Dalvikingar urðu fyrstir af stað með hugmyndina. Hins vegar höfum við enga fyrirgreiðslu fengið úr opinberum sjóðum og erum ákaflega óhressir með það. Þessi stjórnsýslumiðstöð er áætl- uð 2000 fermetrar að stærð, en hvenær byggingu hennar verður lokið má guð vita. Það ræðst af þvi fjármagni er fæst til fram- kvæmdanna. Heilsugæzlustöð Þá höfum við haft lengi I huga að reisa heilsugæzlustöð og haft I þvl sambandi tilbúinn tæknilegan undirbúning og var eitt sinn meiningin að bjóða húsið út á siðastliðnu ári. Að visu höfum við fengið ádrátt um að byggingin verði boðin út nú i sumar, en nær allir verktakar hafa tekið að sér verkefni i sumar, þannig að væri byrjað t.d. seint i sumar er i raun- inni ekkert hægt að gera þvi vetrarveðrátta hér Norðanlands gerir það illkleift að vinna nokk- urn skapaðan hlut. Það væri þvi að krafsa yfir skömmina að gefa grænt ljós þegar svo seint er liðið á árið. Væntanlega skortir rikis- stjórn fjármagn, en hins vegar erum við bæði með fjárveitingu og eigið fé yfir 30 milljónir. Það hefur þvi verið dregið úr hófi að bjóða verkið út og raunar án þess að við fengjum nokkurn tima að vita ástæöuna fyrir þvi. Elliheimilishugmyndir oltið á milli rikisstofn- ana Skömmu eftir áramót 1974 voru lagðar byggingarnefndar- teikningar af fyrirhuguðu elli- heimili fyrir yfirvöld en þær hafa siðan þvælzt milli ráðuneytisins og samstarfsnefndar um opinber- ar byggingar án þess að nokkrar endanlegar tillögur hafi fengizt. Þetta hefur vitanlega tafið allan tæknilegan undirbúning, enda ekki hægt að gera neinar vinnu- teikningar að byggingunni. Þó svo ei fengist fjármagn frá rik- inu, sem á að leggja fram 1/3 byggingarkostnaðar, þá er mikill áhugi fyrir að hef jast handa og fá að eyða þvi fé.sem þegar er hand- bært á staðnum. Undanfarin ár hafa félög og einstaklingar lagt fram stórfé til elliheimilisins, en eðlilega hefur það fjármagn minnkað I verðbólgunni. Samtals gæti það verið I kringum 10 milljónir, sem safnazt hafa að meðtöldu framlagi bæjarsjóðs. Elliheimili þetta er hugsað sem smáibúðir, þannig að fólk geti unnið og séð um sig sjálft hafi það áhuga á og heilsu til þess. Sóttu um 40 leiguíbúðir Ásinum tima sótti Dalvikurbær um 40 leiguibúðir til rikissjóðs, en ekki hefur verið byggð nema ein á siðasta ári. Þá höfum við nú feng- ið leyfi til að vinna að undirbún- ingi að sex ibúðum en litlar likur eru á að nokkuð verði úr frekari framkvæmdum á þessu ári. Hins vegar er mikið byggt af einstaklingum, en byrjað var á milli 25-30 ibúðum á siðastliðnu ári. Þá er i ár búið að úthluta 11 einbýlishúsalóðum og enn eru að berast umsóknir. Þörfin fyrir ibúðarhúsnæði er gifurlega mikil á Dalvik og jaðrar við skort þrátt fyrir miklar byggingar. 1 sam- bandi við þessar byggingarfram- kvæmdir þá er stöðugt unnið að gatnagerð I nýju hverfunum, en ekki verður neitt unnið að lagn- ingu varanlegs slitlags, en hins vegar verður skipt um lagnir og jarðveg i þjóðveginum gegnum bæinn og slitlag sett á nokkurn vegkafla næsta ár. Dýpkun hafnarinnar hafin um miðjan júli Þá er verið að vinna að endur- skipulagningu hafnarsvæðisins og sér Vita- og hafnamálaskrif- stofan um þann þátt. Það er hins vegar ekki reiknað með að niður- staða fáist fyrr en I lok þessa árs, nú þegar er orðið ákaflega þröngt i höfninni og með auknum báta- flota og togaraútgerð þá eru framkvæmdir nauðsynlegar sem allra fyrst. Til dæmis er einungis hægt að liggja við svokallaðan suðurkant, sé eitthvað að veðri, en vissulega getur flotinn ekki legið allur þar. Það vantar þvi viðlegukanta og aukna varnar- garða, en þau mál skýrast þegar heildarskipulagið liggur fyrir. Þegar hefur verið hafizt handa um dýpkun hafnarinnar og hefur Hákur þegar grafið 70 metra breiðan kafla með suðurgarðin- um niður á 5,5 metra dýpi, en alls var áætlunin að dæla 11 þúsund rúmmetrum upp úr höfninni, en möguleiki á að sú tala hækki eitt- hvað. I framkvæmdina var veitt 9 milljónum og ekki reiknað með að annað verði unnið við höfnina I ár, utan gerð bilavogar sem var raunar á fjárlögum I fyrra. Heimavist fyrir 40 nemendur Þá verður I haust lokið við byggingu heimavistar við gagn- fræðaskólann, sem á að rúma 40 nemendur frá nágrannasveitar- félögunum. I húsinu sem er tvi- lyft, verður 21 herbergi, auk Ibúð- ar fyrir kennara eða húsvörð og handavinnustofu. Húsnæði þetta verður notað sem hótel á sumrin, en hótelskortur hefur verið nokk- ur á Dalvik undanfarin ár. Þá gerir heimavistin Dalvikurbæ mun auðveldara að halda næsta landsmót Ungmennafélags Is- lands, sem verður 1978,” sagði bæjarstjóri að lokum. Dalvikurhöfn. G agnfræða skólaheim a vistin.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.