Tíminn - 22.07.1975, Blaðsíða 9

Tíminn - 22.07.1975, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 22. júli 1975. TÍMINN 9 Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Rit- stjórnarfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Fréttastjóri: Helgi H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gisla- son. Ritstjórnarskrifstofur i Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300 — 18306. Skrifstofur I Aðalstræti 7, simi 26500 — afgreiðslusimi 12323 — auglýsingasimi 19523. Verð i lausasölu kr. 40.00. Askriftargjald kr. 700.00 á mánuði. Blaðaprent h.f. Álit fiskifræðinganna í siðastliðinni viku birtust athyglisverð viðtöl i Þjóðviljanum við tvo fiskifræðinga. Báðir minna þeir rækilega á það málefni, sem tvimælalaust er mál málanna i sambandi við útfærslu fiskveiði- lögsögunnar. Fyrra viðtalið var við Jakob Jakobsson (18. júli). Jakob segist fagna útfærslu fiskveiðilögsög- unnar i 200 milur. Hann segir jafnframt, að til þess að útfærslan nái tilgangi sinum, verði að breyta núverandi veiðiheimildum, ekki aðeins gagnvart útlendingum heldur einnig okkur sjálf- um. „Við verðum,” segir Jakob, ,,at huga vel að uppeldisstöðvum þorsksins við Norður- og Aust- urland. Þar vil ég, að sett verði veiðibann, bæði fyrir útlendinga og eins okkur sjálfa. Það er mjög óheillavænlegt, að þar skuli vera stundaðar tog- veiðar. Ég vona, að þessi mál verði athuguð mjög vel nú þegar farið verður að semja um undan- þáguveiðar vegna 200 milna útfærslunnar”. Siðara viðtalið var við Ingvar Hallgrimsson (19. júli). „Auðvitað fagna ég útfærslu landhelg- innar i 200 milur eins og allir Islendingar”, segir Ingvar, „en alveg eins og þegar við færðum út i 50 milumar á sinum tima, hef ég áhyggjur af þvi hvað tekur við, þegar þessi svæði komast undir stjórn okkar sjálfra og þessi ótti minn hefur ekki minnkað og ég sé ástæðu til að endurtaka þetta nú”. Ingvar segir ennfremur: „Ég óttast mikið, að við veiðum óskynsamlega, að við göngum of mikið á fiskstofnana og sérlega óttast ég það, að aðalnytjafiskur okkar, þorskurinn, fari illa, nema sérstakar ráðstafanir verði gerðar”. Blaðamaðurinn spyr Ingvar að þvi hvort ótti hans i sambandi við útfærsluna i 50 mílur hafi reynzt réttmætur. Ingvar svarar: „Að vissu marki. En það hefur ýmislegt áunnizt við útfærsl- una i 50 milur, eins og til að mynda það, að brezk skip veiða minna hér en áður. Þeir voru miklir smáfiskadráparar Bretar, og það hefur minnkað, en hins vegar hafa smáfiskveiðar íslendinga auk- izt stórum og þegar maður athugar þróun mála, þá hlaut þetta að gerast eftir að allir þeir stóru bátar sem áður veiddu sild voru settir á togveiðar i kringum landið”. Þá fagnar Ingvar þvi, að öllu meira hefur verið farið eftir ráðum fiskifræðinganna i seinni tið en áður. í þvi sambandi nefnir hann sérstaklega friðunina við Kolbeinsey. Hann telur, að friðaða svæðinu á Selvogsbanka þurfi að breyta, þannig að það fylgi betur kantinum. Ingvar segir, að svæðin, sem séu friðuð vegna smáfisksins þurfi að vera hreyfanleg. „Ég held þvi”, segir Ingvar, „að fátt sé verðugra verkefni fyrir Islenzkar hafrannsóknir heldur en að fylgjast með smáfisk- inum, þar sem hann er á hverjum tima, og það svæði þarf að friða hverju sinni”. Ingvar lýkur viðtalinu með þeim orðum, að hann gleðjist mikið yfir þeim ummælum ráða- manna að undanförnu, að það verði gerð gang- skör að þvi að vernda smáfiskinn meira en gert hefur verið. Tvimælalaust minnast tveir áðurnefndir fiski- fræðingar á það, sem er aðalmálið i landhelgis- málinu um þessar mundir, en það er að vernda smáfiskinn. Það þarf að hindra smáfiskadráp út- lendinga, en það eitt nægir ekki, ef Islendingar sjálfir auka smáfiskadrápið þeim mun meira, eins og gerzt hefur eftir 50 milna útfærsluna. Hvað sem öllum útfærslum liður, verða íslendingar ekki fiskveiðiþjóð til frambúðar, nema smáfiskadrápinu verði sem mest hætt. Þ.Þ ERLENT YFIRLIT Healey er harður í horn að taka Tekst honum að sigrast á verðbólgunni? HINN 12. þ.m. tilkynnti Harold Wilson áætlun rikis- stjórnar sinnar um að draga úr verðbólgunni með það fyrir augum, að hún yrði ekki nema 10% á ári, en siðustu mánuð- ina hefur hún verið frá 25-30%, ef miðað væri við heilt ár. Aðalatriði þessarar áætlunar er það, að kaup má ekki hækka meira en nemur 6 sterlingspundum á viku. Þeir, sem hafa yfir 8500 sterlings- pund i árslaun, fá enga hækk- un. Bann við meiri kauphækk- unum á að gilda i eitt ár, og verður framkvæmt þannig, að atvinnurekendur verða refsingarverðir, ef þeir greiða hærra kaup. Jafnframt þessu verður lagt mikið kapp á öfl- ugt verðlagseftirlit og aðgætni i útgjöldum rikisins. Wilson sagði, þegar hann tilkynnti áætlunina, að algert efnahags- legt hrun væri framundan i Bretlandi, ef ekki tækist að draga stórlega úr verðbólgu- vextinum. Aður hafði Wilson ráðgert að banna kauphækkanir, sem væru umfram 10%. Þetta bann yrði látið ná til kaupsamn- inga. Vinstri armur stjórnar- innar var þessu andvigur og náðist þá málamiðlun um það, að miðað skyldi við hámarks- upphæð, þ.e. 6 sterlingspund á viku, en samkvæmt þvi geta þeir lægst launuðu fengið meira en 10% hækkun. Þá var hætt við að láta bannið ná til kaupsamninga, svo að samningsrétturinn er áfram að nafni til óbundinn, en i stað- inn eru atvinnurekendur gerð- ir refsingarverðir, ef þeir greiða meiri kauphækkun en sex pund á viku. Að sjálfsögðu beita atvinnurekendur þessu ákvæði til að hafna meiri hækkun. Vinstri mönnum fannst þó áferðarbetra að framkvæma bannið á þennan hátt. Mjög var óttazt i fyrstu, að námumenn myndu óhlýðnast þessu og gera meiri kröfur. Þing þeirra setti llka fram ósk um miklu meiri kauphækkun, en fyrir tilmæli Wilsons var ályktunin orðuð þannig, að ekki var sett fram skilyrðis- laus krafa, heldur sagt, að stefnt skyldi að þvi, að koma umræddri kjarabót fram, en hún mun fela i sér um 65% kauphækkun. Stjórn náma- mannasambandsins hefur nú samþykkt með 14:10 atkvæð- um, að sætta sig við sex sterlingspunda kauphækkun á viku næstu tólf mánuðina. Gormley, forseti náma- mannasambandsins lét svo ummælt, að ,,ef Bretland fer i köku, förum við allir I köku.” Hinn marxiski leiðtogi námu- manna i Yorkshire, Arthur Scargill, lét sér þó ekki segj- ast, heldur ákvað að halda áfram baráttunni fyrir meiri hækkun. Afstöðu námumanna er veitt sérstök athygli vegna þess, að þeir áttu óbeinan þátt i þvi, að fella rikisstjórn Heaths. Allmörg stór verka- lýðssambönd hafa þegar lýst stuðningi við áætlun rikis- stjórnarinnar, en endanlega tekur verkalýðshreyfingin ekki afstöðu til hennar fyrr en á ársþingi brezka alþýðu- sambandsins, sem verður haldið i Blackpool i byrjun september. ÞÓTT umrædd áætlun sé fyrst og fremst kennd við Wilson og hann þyki hafa unn- ið mikið afrek með þvi, að fá vinstri arm stjórnarinnar til Denis Winston Heaiey. að fallast á hana, er hún þó ekki talin fyrst og fremst verk hans heldur fjármálaráðherr- ans,Denis Healey. Hann hefur verið óþreytandi i þvi að hvetja til þess, að hafizt yrði handa gegn verðbólgunni, og hvað eftir annað haldið þvi fram, að það yrði ekki gert án verulegrar kjaraskerðingar i fyrstu. Fjárlögin, sem hann fékk samþykkt fyrr á árinu, voru lika i þessum anda og mæltust þvi öllu betur fyrir hjá stjórnarandstæðingum en vinstri mönnum Verka- mannaflokksins. Margt bendir til, að Wilson taki meira tillit til Healeys en annarra með- ráðherra sinna og mun það ekki stafa sizt af þvi, að hann treystir Healey öðrum betur til að meta meira ábyrgð en vinsældir, og þvi sé honum flestum betur treystandi til að hafa forustu um óvinsælar að- gerðir. Hingað til hefur Wilson ekki heldur þurft að óttast, að Healey keppti við hann um flokksforustuna, þvi að til þess hefur hann skort vinsældir. Þetta gæti hins vegar breytzt, ef hinar róttæku efnahagsað- gerðir nú bæru tilætlaðan árangur. DENIS Winston Healey er fæddur 30. ágúst 1917, og verð- ur þvi senn 58 ára gamall. Hann er alinn upp i Yorkshire, þar sem faðir hans var efnalit- ill barnakennari. Hann reynd- ist fljótt mikill námsmaður og fékk þvi styrk til náms við hinn fræga Balliolskóla i Ox- ford. Þar lauk hann námi i fornbókmenntum og heimspeki. Kennari, sem kenndi þeim Healey, Heath og Roy Jenkins á þessum árum, hefur látið svo ummælt, að ekki væri neinn vafi á þvi, að hann væri skarpastur þeirra þremenninganna. Healey var að sjálfsögðu i hernum á striðsárunum og vann sér þá majórsnafnbót. A námsárum sinum hafði hann verið eld- heitur kommúnisti, en gekk af trúnni, þegar Rússar réðust inn i Finnland haustið 1939. Hann gekk skömmu siðar i Verkamannaflokkinn og gerð- ist starfsmaður hans i striðs- lokin. Hann gegndi þvi starfi til 1952, þegar hann var fyrst kosinn á þing, en hann hefur áttsæti á þingi jafnan siðan. A þessum árum hóf hann ritstörf og skrifaði m.a. að staðaldri greinar, sem birtust i blöð- um jafnaðarmanna viða um heim. Flesk*r þeirra fjölluðu um brezk stjórnmál og þóttu þær bera vott um hófsemi og yfirsýn. A árunum 1952-1963 ritaði hann jafnframt einar tiu bækur eða bæklinga, sem flestir fjölluðu um stjórnmál eða varnarmál og vöktu sum þessara rita verulega athygli. Af þeim ástæðum þótti Healey sjálfsagöur varnarmálaráð- herra, þegar Wilson myndaði fyrstu stjórn sina haustið 1964. Þvi starfi gegndi hann til 1970, er Verkamannaflokkurinn tapaði i þingkosningum. Þvi er haldið fram af mörgum, að Healey hafi verið bezti varnarmálaráðherra Bret- lands ef-tir siðari heims- styrjöldina. Hershöfðingjum féll ekki sizt vel við hann og framgöngu hans, en hann er mikill vexti og myndugur i framgöngu. Þegar Wilson myndaði stjórn eftir kosninga- sigur Verkamannaflokksins i febrúar 1974, gerði hann Healey að fjármálaráðherra og hefur hann gegnt þvi starfi siðan. Um Healey hefur það verið sagt, að gáfur hans og dugnað efi enginn, en framkoman beri of mikinn keim af yfirlæti og stórmennsku. Aðrir telja þetta stafa að vissu marki af feimni. Þá bætir það ekki úr skák, að Healey hefur þótt óvæginn i orðasennum'. ,,Time” hafði það einu sinni eftireinum flokksmanni hans, að hann væri skemmtilegur þorpari, en eftir andstæðingi hans, að hann væri óþolandi ruddi. Ummæli þessi bera það með sér, að Healey er um- deildur vegna framkomu sinn- ar, en eigi að siður er hann viðurkenndur sem einn mikil- hæfasti stjórnmálamaður Breta um þessar mundir. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.