Tíminn - 22.07.1975, Blaðsíða 14

Tíminn - 22.07.1975, Blaðsíða 14
14 TÍMINN Þriðjudagur 22. júli 1975. Höfundur: David Morrell Blóðugur hildarleikur 75 olli honum öndunarerfiðleikum. öndunaropið var ekki nógu stórt, en ekki var þorandi að stækka það. Verið qat aðeinhver kæmi auga á holuna og yrði forvitinn. Deigj- an var tekin að þéttast í nefinu, og stíflaði það eins og slím. Augu hans voru lokið, en leðjan þrýsti á augnalok- in. Enn heyrði hann ekkert til leitarmannanna. Hann þurfti að aðhafast eitthvað til að stilla sig og róa. Hann var orðinn órólegur og fór að telja sekúndurnar. I lok hverrar mínútu átti hann von á að heyra til þeirra. Aftur taldi hann upp að sextíu fyrst ekkert heyrðist. Þá átti hann von á að heyra til þeirra, en allt var hljótt. Þegar hann var búinn að telja upp að sextíu í timmtánda sinn, var hann þess fullviss, að eitthvað hafði farið úrskeiðis. Kannski var það leðjan, sem kæfði öll hljóð frá þeim, sem leið áttu hjá. Verið gat að leitar- f lokkurinn væri löngu farinn hjá. Þó hæpið að treysta á það. Fyrst hann hafði ekki heyrttil þeirra, gat allt eins verið, að þeir væru enn ókomnir. Hann gat ekki hætt á að grafa sig lausan og svipast um. Kannski voru þeir að koma að ánni í þessu augnabliki. Lágvaxinn gróðurinn gæti hafa taf ið f yrir þeim. Hann beið. Deigjan fyllti nas- ir hans. Það var eins og hann væri að drukkna, löngunin í ferskt loft var að trylla hann. Leðjan þrýsti af auknum þunga á andlit hans og brjóst. Hann fann til ákafrar löngunar til að brjótast undan þunganum. Þá minntist hann þess, að sem drengur lék hann sér í sandbakka, gróf sér helli inn í binginn og skreið inn. Skyndilega fann hann hjá sér ákafa löngun til að skríða út. í sömu andrá hrundi bingurinn yfir hann. Höf uðið qrófst á kaf. Hann varð hálf trylltur af skelf ingu, krafsaði blint í sandinum og mjakaði sér afturábak eins og maðkur, þö enn hryndi sandurinn yfir hann. Það munaði mjóu, að hannglyppi lifandi i það sinn. Þegar hann reyndi að sof na um kvöld- ið, var hann þess fullviss, að í sandbingnum hafði hann fenqið aðvörun um yfirvofandi dauða sinn. Þessi tilfinn- ing rak hann til að skríða út í tæka tíð. Nú lá hann hér, graf inn i blautri forarleðju. Honum f laug í hug, að gengi einhver yf ir hann niðurgraf inn gæti hluti bakkans hrunið niður og stíflað öndunaropið. Hann fann sama fyrirboð- ann svífa á sig eins og t 6andbingnum forðum. Hann myndi grafast hér lifandi og kafna. Deigjan í nösum hans var þegar búin að stíf la þær. Góður guð, hann yrði að sleppa laus. Hann gat ekki afborið köfnunartilfinn- inguna. Hann ýtti við leðjunni. Hann varð sem steinrunninn, er hann heyrði til þeirra. Ógreinilegt skvamp. Fótatak fjölda manna. Ógreini- legar raddir. Þeir voru f ánni og gengu upp hana. Fótatakið nálgaðist. Einn hópurinn nam staðar, og einn mannanna stóð skyndilega ofan á honum. Þungi hans bættist á leðjuna, sem þrýsti á brjóst hans og brotin rif- beinin. Sársaukinn var ægilegur. Rambo gat ekki hreyft sig, og hafði ekki andað nokkra stund. Hversu lengi hafði hann verið loftlaus? Þrjár mínútur. Hann dró fyrst djúpt að sér andann. Tvær mínútur þá. Reyndu að halda niðri í þér andanum í tvær mínútur. En tíminn rann svo saman í huga hans, aðein mínúta virtist sem tvær. Kannski yrði þörf in að anda svo rík, að hann tæki að engjast og ýta og þrýsta áður en hann þyrfti þess. Fjórir, fimm, sex — taldi hann. Tuttugu upp í f jörutíu. Tíminn leið og tölurn- ar í höfði hans runnu saman við hjartsláttinn, sem sífellt varð hærri og hraðari. Brjóstkassinn var að springa. Leðjan yf ir honum lét undan. Þrýstingnum létti. Maður- inn ofan á honum færði sig af stað. Fljótur — hann var ekki nógu fljótur. Raddirnar blönduðust rennslisnið ár- innar og hurfu loks, sem betur fer. Ekki f lýta sér. Enn var of snemmt að grafa sig lausan. Verið gat að ein- hverjir hefðu taf iðeitthvað. Einhver gæti staðið nærri og litast um í síðasta sinn til frekara örygis. Jesús... vertu nú fljótur. Hann var hálfnaður að telja aðra mínútuna. Þrjátíu og fimm, þrjátíu og sex, þrjátíu og sjö. Hann fann herping í hálsinum. Fjörutíu og átta, f jörutíu og níu. Hann komst aldrei upp í sextíu — þoldi ekki við leng- ur. Skyndilega fannst honum hann svo máttlítill og sljór af loftleysinu, að hann hefði ekki orku til að grafa sig lausan. Ýta, í djöf ulsnafni, ýta. En hann gat ekki losað um leðjuna. Hann barðist um við að losa sig og ýta burt leðjuþunganum. Skyndilega losnaði hann. Góður guð, kalt og svalandi loftið lék um hann. Rambo teygaði að sér lífsloftið í þungum sogum, þar sem hann sat hálf ur í ánni. Grátt varð að hvítu í höfði hans. Brjóst hans fagn- aði því að mega lyftast og hníga í andardrættinum, en svo kom nístandi sársaukinn í rifbeinin. Hann andaði í stórum sogum, leiddi hjá sér þjáninguna, andaði að sér með offorsi. Of mikill hávaði. Þeir gætu heyrt til mín, hugsaði hann. Hann litaðist um eftir þeim. Enginn var sjáanlegur. Hann heyrði óm fjarlægra radda og skrjáfið í lággróðrinum. En þeir voru horfnir sjónum. Loksins var hann sloppinn. Nú var aðeins ein eldraun eftir, að fara yfir nærliggjandi vegi. Hann hlunkaðist utan í bakkann. Nú var hann frír og frjáls. Þ RIÐJUDAGUR 22. júlí 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for- ustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Silja Aðalsteinsdóttir les söguna „Sverrir vill ekki fara heim” eftir Olgu Wik- ström (2). Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög milli atriða. Morgunpopp kl. 10.25. Hljómplötusafnið kl. 11.00: Endurtekinn þáttur Gunn- ars Guðmundssonar. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: „Mátt- ur lifs og moldar” eftir Guð- mund L. Friðfinnsson. Höf- undur les (19). 15.00 Miðdegistónleikar: ts- lenzk tóniist. a. „Island, farsælda frón” eftir Jón Leifs og „SO” eftir Þorkel Sigurbjörnsson. Halldór Haraldsson leikur á pianó. b. Lög eftir Sigvalda Kalda- lóns, Jóhann Ö. Haraldsson. Stefán Agúst Kristjánsson og Pál ísólfsson. Ólafur Þorsteinn Jónsson syngur, Ólafur Vignir Albertsson lekur á pianó. c. Konsertino fyrir tvö horn og strengja- sveit eftir Herbert H. Agústsson. Stefán Þ. Stephensen, höfundurinn og Sinfóniuhljómsveit tslands leika, Alfred Walter stjórn- ar. d. Fjórir söngvar eftir Pál P. Pálsson við ljóð eftir Ninu Björk Árnadóttur. Elisabet Erlingsdóttir og hljóðfæraleikarar undir stjórn höfundar flyt'ja. e. „Lilja”, hljómsveitarverk eftir Jón Ásgeirsson. Sin- fóniuhljómsveit íslands leikur, Páll P. Pálsson stjórnar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.25 Síðdegispopp. 17.10 Tónleikar. 17.30 Sagan: „Barnið hans Péturs” eftirGun Jacobson. Jónina Steinþórsdóttir þýddi. Sigurður Grétar Guðmundsson les sögulok (10). 18.00 Tónleikar. Tilkynning- ar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Nokkrir þankar um elli- lífeyri. Jón Björnsson sál- fræðingur flytur erindi. 20.00 Lög unga fólksins. Ragnheiður Drifa Stein- þórsdóttir kynnir. 21.00 Úr erlendum blöðum. Ólafur Sigurðsson frétta- maður tekur saman þáttinn. 21.25 Frá Tónlistarhátiðinni I Helsinki i fyrra. Folke Grasbeck leikur á pianó. a. ítalskan konsert i F-dúr eft- ir Bach. b. Rondo i D-dúr (K485) eftir Mozart. c. Sónötu nr. 9 i E-dúr op. 14 nr. 1 eftir Beethoven. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöldsag- an: „Knut Hamsun lýsir sjálfum sér”. Martin Be- heim-Schwarzbach tók saman. Jökull Jakobsson les þýðingu sina (7). - 22.35 Harmonikulög. Tore Löggren kvartettinn leikur. 23.00 „Women in Scandi- navia”, þriðji þáttur — ts- land. Þættir á ensku, sem gerðirvoru af norrænum út- varpsstöðvum, um stöðu kvenna á Norðurlöndum. Sigriður Thorlacius stjórn- aði gerð þriðja þáttar. 23.30 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. Auglýsitf íTimamun

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.