Tíminn - 22.07.1975, Blaðsíða 15

Tíminn - 22.07.1975, Blaðsíða 15
Þri&judagur 22. júli 1975. TÍMINN 15 Höfuðkúpu- brotnaði í stiga á Hótel Sögu H.V. Reykjavik. Það slys varð á Hdtel Sögu i Reykjavík á sunnu- dag, að maður nokkur féll þar niður stiga og höfuðkúpubrotnaði. Ekki er fullljóst með hverjum hætti slysið varð, en talið er, að maðurinn hafi verið staddur á bar i húsinu og hafi þurft að fara á snyrtingu. Slys þetta varð stuttu eftir há- degi á sunnudag. Sumarfagnaður Kvennabandsins BS-Hvammstanga. Kvennaband- ið i V-Húnavatnssýslu heldur sinn árlega sumarfagnað i Fé- lagsheimilinu á Hvammstanga föstudaginn 25. júli og hefst hann kl. 21.30 með fjölskyldudansleik. Hljómsveit Gissurar Geirssonar leikur fyrir dansinum. ölvun er stranglega bönnuð. Á sunnudag- inn þann 27. júli er hlutavelta kl. 15 i barnaskólanum og kvik- myndasýning i Félagsheimilinu, og verður þar sýnd kvikmynd eftir Walt Disney. Kvennabandið lætur allan ágóða af starfsemi sinni renna til tækjakaupa fyrir Heilsugæzlustöðina á Hvamms- tanga. Humarveiðin fram- lengd um 5 daga ÁKVEÐIÐ hefur verið að siðasti veiðidagur humarbáta skuli vera mánudaginn 28. júli.en ekki mið- vikudagurinn 23. júli eins og áður hafði verið tilkynnt. Þykir sýnt, að þann dag verði búið að veiða aflahámark það, er sett var fyrir þessa humarvertið eða 2.000 lest- ir. Samkvæmt þessu munu öll humarveiðileyfi falla úr gildi á miðnætti aðfararnætur þriðju- dagsins 29. júli n.k. FJOLDI INNBROTAí REYKJAVÍK UAA HELGINA H.V. Reykjavik. Töluvert var um innbrot I Reykjavik um siðast- liðna helgi. Brotizt var inn i bæði ibúðarhús og fyrirtæki og þótt þýfi hafi hvergi numið miklum upphæðum, er þó um að ræða tug- þúsundaþjófnaðijþegar saman er tekið. Á laugardagsmorgun var mað- ur tekinn uppi á þaki hússins sem veitingahúsið Þórskaffi er i, og hafði hann brotizt þar inn um þakgluggar. Maðurinn hafði farið inn á skrifstofu i húsinu og einnig komið við I ibúðarherbergi, sem þar er. Þá var um helgina farið inn i nokkur mannlaus ibúðarhús i Reykjavik og leitað þar að verð- mætum. Ekki mun miklu hafa verið stolið á hverjum stað, en þó fjarlægt nokkuð af heimilistækjum og öðrum verð- mætum. Loks var um helgina brotizt inn i minjagripaverzlunina Stofuna, sem er i Hafnarstræti i Reykja- vfk. Þar hafa innbrotsþjófar farið eftir húsaþökum, inn i port og brotizt þar inn i verzlunina baka- til. Ekki var i gær fullljóst hverju hafði verið stolið þar, en rann- sóknarlögreglan I Reykjavik beinir þeirri áskorun til fólks, að það komi til hennar upplýsingum um mannaferðir, sem það hefur orðið vart við umhverfis verzlun- ina og gætu bent til þess, að þar væru innbrotsaðilar á ferð. Þá vill rannsóknarlögreglan einnig beina þeirri áskorun til fólks, að það gæti vel að eigum sinum á danshúsum og skemmtistöðum borgarinnar, þvi að þjófnaðir á veskjum og ávis- anaheftum innan veggja þeirra hafa færzt mikið i vöxt undanfar- ið. Að sögn lögreglunnar liður nú ekki svo helgi, að ekki sé tilkynnt um nokkra lika þjófnaði. EFTIRLITSMENN SKIPAÐIR — með rekstri Flugleiða H.V. Reykjavik. Fjármála- ráðuneytið hefur nú skipað tvo eftirlitsmenn með fjárhags- legum rekstri Flugleiða h.f. Annar þessara manna er til- nefndur af samgönguráð- herra, hinn af fjármálaráð- herra. — Eftirlitsmenn þessir eru skipaðir til þess að ráðuneytin geti fylgzt með fjárhagsstöðu og fjárhagslegum ákvörðun- um Flugleiða —, sagði Halldór E. Sigurðsson samgöngu- málaráðherra, i viðtali við Timann I gær, — og er til þess ætlazt að þeir geti setið alla fundi framkvæmdastjórnar félagsins. Þeir eiga að geta gengið að öllum upplýsingum sem þeir óska, um áætlanir og ákvarðanir fyrirtækisins og allar meiriháttar ákvarðanir á að bera undir þá, svo þeir geti kynnt ráðuneytum þær. Að sjálfsögðu verða menn þessir bundnir þagnarheiti og verður starf þeirra i raun það, að fylgjast með hvort fjár- hagsstaða fyrirtækisins feli i sér nokkra hættu á þvi' að ábyrgðin falli á rikið. — Tilnefndir hafa verið Guð- mundur G. Þórarinsson, verk- fræðingur af samgönguráð- herra og Sigurgeir Jónsson hagfræðingur af fjármálaráð- herra. Lúðrasveit Reykjavíkur gefur út plötu í tilefni vesturfarar Lúðrasveit Reykjavikur hefur safnað saman á eina plötu þrettán gamalkunnum islenzkum lögum og fengið Guðmund Jónsson óperusöngvara til að syngja fimm þeirra. Þarna er m.a. að finna lögin, sem vöktu hvað mesta hrifningu þegar sveitin heimsótti byggðir Islendinga i Kanada fyrir þrem árum. Þá vakti leikur sveit- arinnar mikla hrifningu og var henni þessvegna boðið að koma á nýjan leik nú i sumar til að vera aðal-lúðrasveitin við hátíðahöldin i tilefni af 100 ára afmæli land- náms Islendinga i Kanada. Hljómsveitarstjóri i vesturförinni verður Björn R. Einarsson. Slik ferð kostar mikla peninga og þessvegna réðist sveitin I það fyrirtæki að gefa út umrædda hljómplötu, ef það gæti orðið til að greiða niður kostnað, þvi platan er hin eigulegasta og verður Vestur-lslendingum varla færð betri gjöf frá gamla Fróni en þessi þjóðlega og vandaða plata Lúðrasveitar Reykjavikur. ■ x; ■■■■-■ ■ ■ • ■. ■■... Dansinn kostaði 30 þús. krónur H.V. Reykjavlk. A laugar- dagskvöld var stolið. úr veski stúlku einnar, buddu, með um 2000 krónum islenzkum og um 900 krónum norskum. Stúlkan, sem er norsk i aðra ættina, var að skemmta sér i veitingahúsinu Klúbbnum og hafði hún lagt veski sitt frá sér á borð og skilið það þar eftir nokkra stund. Þegar hún vitj- aði veskisins var buddan horf- in úr þvl, en siðar um kvöldið fannst hún á annarri hæð i húsinu og hafði þá verið tæmd af verðmætum. Kínverska skipið komið til að sækja álið Kinverska skipið Han Chuan kom til Straumsvikur i gær til a& lesta ál- farm.sem Kinverjar hafa keypt hér. Er hér um að ræða 10.000 lestiraf áli að ver&mæti 1100 milljónir króna. Han Chuan er 15.400 lestir að stærð. Hingað kemur skipið frá Rotterdam, og hér mun það dvelja i tiu daga. Þetta mun vera fyrsta kinverska skipiö sem hingað kemur. Timamynd: GE Lúkarinn brotinn upp og kveikt í Sex norskir hrefnu veiðarar d ísafirði — á leið til Grænlands og Nýfundnalands G.S. Isafirði. í ísafjarðarhöfn eru nú staddir sex norskir bátar, sem eru á leið til Grænlands og Ný- fundnalands, þar sem þeir hyggj- ast leggja stund á hrefnuvei&ar. Þetta eru fremur litlir bátar, 50-80 tonn, sem alit fram að þessu hafa stundað hrefnuveiöar við Is- land. A sinum tima, áður en landhelgi okkar var slðast færð út, veiddu þeir hrefnuna allt inn að 12 milum, og hefur leikið nokkur grunur á, að þeir hafi' slðan farið eitthvað inn fyrir 50 milur til veiða. Þessu harðneita þeir sjálfir og hefur enginn þeirra verið staðinn að verki við slik brot. 1 Noregi fá bátar þessir 6 krón- ur norskar fyrir kilóið af hrefnu- kjöti, eða um 185 krónur islenzk- ar. Hér hefur alltaf verið gert eitt- hvað svolitið út á hrefnuveiðar til manneldis, en nú er mjög litil hrefiia við landið, og er talið, að hún hafi verið ofveidd. H.V.-Reykjavik. Aðfaranótt laugardags var slökkviliðið kvatt að 60 tonna trébát, Ingibjörgu KE 114, þar sem hann lá við Granda- garð i Reykjavik, en eldur var þá laus I bátnum, Þegar slökkviliðið kom á staðinn var töluverður eld- ur I lúkar bátsins og urðu nokkrar gébé Rvik — Vikuna 7. til 19. júli seldu aðeins fimm fslenzk sild- skemmdir á honum, en slökkvi- starf gekk greiðlega. Eldsupptök eru ekki fullkunn, en talið er^ að um ikveikju hafi verið að ræða, og styrkir það nokkuð þá kenningu, að lúkarinn hafi verið brotinn upp. veiðiskip afla sinn f Danmörku, afiamagnið varð 362,6 lestir að verðmæti 20.089.450.-, meðalverð pr. kg 55,40. Faxaborg GK er enn aflahæst, en Gisli Arni RE fylgir fast á eftir og einnig Fifill GK. Faxaborg GK hafði 19. júli fengið 822,3 lestir að verðmæti 26.682.541.00, meðalverð pr. kg 32,45. Gisli Ami RE með 504,0 lestir að verðmæti 25.358.101.00, og mjög gott meðalverð eða 50,31 pr.kg. Gisli Arni var einnig með mjög góða sölu 17. júli, en þá seldi hann 85,2 lestir fyrir 5.817.852.00 ogmeðalverðið 68,30 pr. kg. Bezta meðalverðið pr. kg. var 69,87, en það var Hrafn GK,sem það fékk, enaflamagnið hjá honum var 47.6 lestir að verðmæti 3.329.080.00. Frá 7. mai til 20. júli 1974, höfðu islenzku si'ldveiðiskipin aflað 12.701.600 tonn að verðmæti 332.218.474.00 og var meðalverðið 26,16 pr. kg. I ár frá 18. april til 19. júli hafði mun minna magn feng- izt, eða 6.737,3 tonn að verðmæti 243.389.667.00, meðalverð pr. kg 36,13. Nú fá Ólafsfírðingar nóg af heita vatninu ASK-Akureyri — Mikið magn af heitu vatni streymir upp úr nýrri borholu á Óiafsfirði. Bæj- arbúar voru orðnir úrkula von- ar, að það tækist að bæta úr þvi ófremdarástandi, sem hafði skapazt vegna skorts á heitu vatni, en borinn Glaumur, sem getur borað allt niður á 1250 metra dýpi, var kominn niður á 1128 metra, áður en heita vatns- ins tók að gæta að nokkru ráði. Að sögn bæjarstjórans á Ólafsfirði, Péturs M. Jónssonar, var hér um að ræða 62 gráðu heitt vatn og fór hitastigið hækkandi. Úr holunni komu 20 sekúndulítrar af vatni, en hing- að til hafa Ólafsfirðingar ein- ungis haft 29 sekúndulitra af 59 gráðu heitu vatni, er kemur úr þremur holum á Laugaengi. Pétur sagði alvarlegt ástand hafa skapazt nú undanfarið, vegna vatnsskortsins, en um 10 ára skeið hefur litið sem ekkert fundizt af heitu vatni, en þó hefur aldrei verið borað eins djúpt og nú. Þannig mun ekki hafa verið hægt að úthluta húsbyggjendum heitu vatni undanfarið, og munu nú vera um 20 hús án hitaveitu, auk nokkurra verzlana og iðn- aðarhúsnæðis, sem einungis höfðu heitt vatn yfir sumarmán- uðina. Aðeins fimm síldveiðiskip lönduðu í Danmörku s.l. viku

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.